Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 4
4. SÍÐAN FRAMSÖKN ARBLAÐIÐ FRÉ TTIR Landakirkja: Messa n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Þorsteinn L. Jónsson messar. Nýr læknir: Nýr læknir hefur flutzt í bæinn, Örn Bjarnason. Sem stendur gegn- ir hann störfum héraðslæknis, sem er í sumarfríi. Læknastofa hans er í Arnardrangi gengið inn um vesturdyr. Malbikun: Malbikun er hafin. Nú þegar er búið að malbika Vesturveg og efri hluta Heiðarvegs. Flugráð hefur óskað eftir því að báðir endar flugbrautarinnar verði malbikaðir á þessu hausti. Von- andi takast samningar um þetta mál, og óskandi að þá rætizt gamla máltækið „Hálfnað verk þá hafið er”. Sundlaugin: hefur verið vel sótt að undanförnu og virðist fólk á öllum aldri sækja laugina. Of fáir gera sér þó grein fyrir þeirri heilsulind, sem sjóböð veita. Auðvitað þurfum við betri og fullkomnari sundlaug, en við verð- um að gefa þessum málum raunhæf ari og betri gaum til þess að eiga það skilið að fá betri og fullkomn- ari sundlaug. Baðstaður í Klaufinni: Farið hefur í vöxt á undanförn- um árum, að fólk njóta sjávar og sólbaða suður í svokallaðri Klauf. þarna eru að mörgu leyti góð skil- yrði fyrir baðstað. Það sem helzt virðist skorta, er salerni og handlaugar. Ekki virð- ist útilokað að nota húsin á Breiða- bakka til þessara hluta. Þar er með al annars brunnur og frárennsli. Mér er kunnugt að landeigendur Breiðabakka sem er Fiskiðjan h.f. mun sýna þessu máli skilning. En að sjálfsögðu verður bæjarsjóður að hafa um þetta forgöngu. Þetta þyrfti ekki að kosta stórfé, en tæplega er hægt að auglýsa, eða hvetja fólk til þess að nota þenn an baðstað nema hreinlætistæki séu á næstu grösum. Friðun hraunsins vestan Brekku- götu: í síðasta blaði Brautarinar var smágrein um nauðsyn á friðun svo kallaðs „Elsustykki”. Þetta er vissu lega tímabært og hefur oft staðið til að hreyfa þessu máli og þökk- um við Brautinni fyrir forgönguna. Griðland, þar sem fólk getur not- ið hvíldar fjarri bílaskrölti og háv- aða hversdagslífsins, verður meira aðkallandi með hverju ári. Og við hér í Eyjum erum svo lánsöm að eiga nærtæka bletti, sem eru á- kjósanlegir til þessara hluta. Hústjald óskast til kaups. Upplýsingar í síma 2032 eða 2146. Hústjald Nýlegt hústjald til sölu að Kirkjuveg 20, sími 1998. ÍÞRÓTTIR 1 Breiðablik - I.B.V. Laugardaginn 10. júlí kepptu Breiðablik og IBV. í II. deUd á grasvellinum. og endaði leikurinn 5 - 0 fyrir IBV. í hálfleik stóð 3 - 0. Mörkin gerðu Valur 2, Grímur 2 og Bói 1. Breiðabliksmenn voru lél- egir að gera ekki mörk. Beztu menn IBV. voru Valur, sem átti sinn bezta leik í sumar og svo Sig- urður Ingi. IBV. - Valur. Laugardaginn 10. júlí spiluðu IBV. og Valur í IV. flokki og end- aði leikurinn 5-0 fyrir Val. Og var það sanngjarnt eftir gangi leiksins. Valur - Þór. Sunnudaginn 11. júlí léku Valur og Þór gestaleik í IV. flokki, og var það algjör einstefna og endaði 9-1 fyrir Val. Breiðablik - Týr. Sunnudaginn 11. júlí léku Breiða- blik og Týr gestaleik á grasvellin- um. Og endaði leikurinn með jafn- tefli 2 mörk gagn 2. Týr spilaði nú án Palla í markinu. Leikurinn var í heild lélegur og bar mest á skömmum manna á milli í Týslið- inu en lítið um samleik eða skemmt ilega leikkafla. Einum manna úr Tý var vísað af velli fyrir ósæmi- legt orðbragð og óprúðmennsku, en sem betur fer var þetta gesta- leilcur, því að hefði þetta verið leik ur í móti, þá hefði það kostað mann inn 10 daga keppnisbann. Nokkur orð um utanlands för Þórs. íþróttafélagið Þór kom heim úr þriggja vikna keppnisferðalagi til Danmerkur, þann 3. júlí. Það var III. fl. , sem fór þessa ferð. Það voru spilaðir 4 leikir í Sö- borg, 1 í Herfölge og 1 leikur í Hol- bæk. Fóru leikirnir þannig að Þór vann 2 leiki en tapaði 4. Þetta var mjög ánægjuleg ferð og móttökur stórglæsilegar. Liðið var 9 daga í Söborg og fór þaðan til Herfölge, þar sem það spilaði 1 leik. Móttökuliðið, Söborg Boldklub, fór með liðið víða, m.a. má nefna dýragarðinn, útvarpshúsið, ráðhús- ið í Söborg, en þar hélt borgmester Það er ánægjulegt og þjóðinni hagstætt, að samningar í kjaradeil unum skyldu nást án mikilla verk- falla og mikilvægt að vinnufriður er væntanlega tryggður í eitt ár. Samningarnir færa verkafólkinu alldrjúgar kjarabætur, sem ekki er vanþörf á og er talið þær nemi frá 15 til 23%. Nánar tilgreint er um að ræða styttingu vinnuvikunnar í 44 stundir sem er metin kauphækk- un 9,1%, 4<yo grunnkaupshækkun, og 5% aldurshækkun til fólks, sem hefur unnið samfleytt í tvö ár hjá sama vinnuveitanda. Þá er í samn- ingunum tilfærslur milli flokka, sem verka til meiri hækkunar, og auknar greiðslur vegna veikinda. Hér er um verulegan áfanga að ræða í kjaramálum verkafólksins, þótt hann muni hvergi nærri svara til þeirrar dýrtíðaraukningar, sem hin svokallaða „viðreisn” hefur leitt af sér. Því síður er enn mögu- legt fyrir verkamenn að framfleyta heimili á eðlilegum daglaunum. Það er samt takmark, sem verka- lýðssamtökin hljóta að stefna að. Vinnuþrælkun verkafólks er blett- ur á menningarþjóð og verður þeg- ar til lengdar lætur böl, sem leiðir eftir sér margskonar vandamál. Það er eitt af stórmálum íslenzku þjóðarinnar að skipa málum sínum á þann veg, að heimilisfaðir í verka en hópnum samsæti. Einnig fór hóp urinn í skautahöll og glæsilega úti- sundlaug. En einmitt í Söborg er gert mjög mikið fyrir unglinga, og þá einkum á íþróttasviðinu. Mjög margir vellir eru þar og önnur að- staða til íþróttaiðkana sérlega góð, og gætum við lært mikið af Dönum í þeim efnum. Einnig skoðaði hópurinn hinar frægu Tuborg-verksmiðjur, og sá landsleikinn milli Dana og Svía. 27. júní var svo haldið til Holbæk ekki voru móttökurnar þar neitt síðri en í Söborg, . Þar var hópn- um sýndar ýmsar verksmiðjur o.fl. Heim var svo komið að 3. júlí. Og að endingu skal það tekið fram að drengirnir fengu mjög gott orð, fyrir hegðun og góða fram- komu, bæði hjá fólkinu sem þeir dvöldu hjá og eins um borð í Kron- prins Olav, skipinu sem þeir komu heim með. Handbolti. Föstudaginn 9. júlí spiiuðu Þór og Týr í handbolta stúlkna, 1. A og B og svo II. flokkur. Þórsstúlkurnar fóru með sigur í öllum flokkum. Þær áttu það fylli- lega skilið því að þær voru mikið betri. Leikirnir fóru þannig: A-lið- Þórs vann 4-1; B-lið Þórs vann með 3 - 0 og II. fl. Þórs vann 1-0. mannastétt geti framfleytt heimili sínu af dagvinnutekjum. Það er ekki sæmileg lífskilyrði að verða strita nótt með degi daglangt og ára langt og hafa varla nægan hvíldar- tíma hvað þá tómstundir. Bresti skilning og vilja valdamanna þjóð- arinnar í þessu máli verður verka- fólkið sem enn ber skarðan hlut frá borði, að leysa þá frá hólmi og velja aðra menn í þeirra stað. Það er táknrænt um íslenzkt stjórnarfar um þessar mundir, að í sambandi við kjarasamninga er rík isstjórnin þvinguð til að gefa fyrir- heit um löggjöf, sem feli í sér úr- bætur í húsnæðismálum. Slíkar til- lögur hefur þó sama ríkisstjórn fellt á Alþingi er þær voru bornar fram af andstæðingum hennar. Því er vert að gefa gaum að núverandi ríkisstjórn er íhaldsstjórn, sem hef- ur ekkert á móti því að braskarar í Reykjavík græði álitlega fjárhæð á hverri íbúð, sem þeir byggja, og selja. Það eru þeirra hagsmunir og annar slíkra, sem sitja fyrir. Þess vegna fellir ríkisstjórnin og stjórn- arliðið umbótatillögur í húsnæðis- málum, og hefur enga forystu um hagkvæmar og ódýrar íbúðabygg- ingar. Þegar svo allt er að fara í hnút vegna átaka í stéttabaráttunni þá eru góð ráð dýr og að lokum kemur sjálfur forsætisráðherrann og lofar bót og betrum, og skrifar undir samninga þvert ofan í hátíð- legar yfirlýsingar um að „viðreisn- arstjórnin” mundi ekki hafa af- Magnús Jónsson fjármálar. flutti skýrslu um fjármál ríkisins á ár- inu 1964. Þar kom fram, að þrátt fyrir gífurlega skattheimtu á s.l. ári var mikill tekjuhalli á ríkisbúskapn- um. í staðinn fyrir innstæðu hjá Seðlabankanum í ársbyrjun var í árslokin skuld upp á hundruð milj- kr. Þá kvað ráðherrann fyrirsjáan- legt, að greiðsluhalli hlyti að verða hjá ríkissjóði á árinu 1965, því þótt heimild ríkisstjórnarinnar yrði notuð, að skerða framkvæmdir rík- isins um 20%, mundi hvergi nærri nægja til að jafna metin. Virðist nú flest vera á sömu bók lært hjá „við reisnarstjórninni”. í veðurblíðunni undanfarna daga hefur reykjamökkur frá síldarverk- smiðjunum öðru hvoru lagst yfir bæinn. Er þetta hvimleitt og væri æskilegt að eigendur verksmiðj- anna sæu sér fært að ráða bót á þeim óþægindum.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.