Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
íþróttir
Meistaraefni Arna Stefanía Guðmundsdóttir, nýbakaður Norðurlandameistari unglinga í 400 m
hlaupi, lét strekkingsvind ekki hafa áhrif á sig á Akureyri. Leggur handboltann á hilluna 2 
Íþróttir
mbl.is
Reuters
Barátta Heimsmeistaramótið í körfubolta fer fram þessa dagana í Tyrklandi og fóru 12 leikir fram í gær í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Ein umferð er
eftir af riðlakeppninni og eru línur farnar að skýrast í riðlunum fjórum. Í gær áttust m.a. Grikkir og Fílabeinsströndin við og þar höfðu Grikkir betur. Mið-
herji gríska landsliðsins, Kostas Tsartsaris, er hér bláklæddur undir körfunni en hann lék með liði Grindvíkinga veturinn 1997-1998. Úrslit á bls. 2.
Íris Guðmunds-
dóttir, landsliðs-
kona í alpagrein-
um á skíðum,
slasaðist á hné á
æfingu í Sass Fee
í Sviss í fyrra-
dag. Talið er að
Íris hafi skaddað
krossband, lið-
band og liðþófa.
Hún er væntan-
leg til Noregs á morgun þar sem
hún mun fara í ítarlega skoðun hjá
lækni. Ef í ljós kemur að Íris er með
slitið krossband er ljóst að hún
verður frá í rúmlega hálft ár. Íris
keppti fyrir Íslands hönd á vetrar-
ólympíuleikunum í Vancouver í
Kanada í febrúar á þessu ári. Hún
var í lok ársins 2009 valin skíða-
kona ársins. Íris er aðeins 19 ára
gömul og hefur verið búsett í Nor-
egi undafarin fimm ár þar sem hún
stundar nám í menntaskóla sam-
hliða afreksskíðaþjálfun. 
seth@mbl.is
Íris slasaðist
illa á hné
Íris 
Guðmundsdóttir
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Einn efnilegasti sundmaður Norðurlanda, Sindri
Þór Jakobsson, hefur fengið norskt ríkisfang og
keppir fyrir Noreg á næstu árum. Hann fékk nýtt
vegbréf í hendurnar á dögunum og stefnir á að
keppa í fyrsta sinn á stórmóti fyrir Noreg á Evr-
ópumeistaramótinu í 25 m laug sem haldið verður
undir lok ársins.
?Nú er þetta allt gengið í gegn og Sindri hefur
fengið send skjöl því til staðfestingar að hann er
orðinn norskur ríkisborgari,? sagði Sigurlín Þóra
Þorbergsdóttir, móðir Sindra Þórs, í samtali við
Morgunblaðið í gær. 
Sindri Þór, sem verður 19 ára í þessum mánuði,
hefur búið í Bergen í Noregi í fimm ár. Hann hef-
ur æft sund frá barnsaldri og vakti snemma at-
hygli fyrir góðan árangur. Hann hefur margoft
orðið norskur meistari. Sindri Þór setti Íslands-
met í sundi á síðasta ári. 
Sindri Þór sagði í samtali við Morgunblaðið á
síðasta ári að þær hugmyndir hefðu verið viðraðar
við sig að hann gerðist norskur ríkisborgari. Hann
væri að velta þeim kosti alvarlega fyrir sér, eink-
um vegna þess að mikill aðstöðumunur væri á
milli Íslands og Noregs þegar kæmi að stuðningi
við sundmenn í fremstu röð. Sindri Þór hefur
kynnst aðstöðumuninum þar sem hann hefur síð-
ustu þrjú árin æft af og til með norska landsliðinu
þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. 
?Það hafði mikil áhrif á Sindra þegar hann vó
og mat kosti þess og galla að gerast norskur rík-
isborgari hversu miklu meira er gert fyrir sund-
menn á vegum Sundsambandsins í Noregi og bet-
ur komið til móts en þá. Sá stuðningur fer
stigvaxandi með bættum árangri. Þessi ákvörðun
var ekki auðveld. Hann hefur alltaf átt þá ósk að
standa á verðlaunapalli á alþjóðlegu móti og sjá ís-
lenska fána dreginn að hún og heyra þjóðsönginn
leikinn,? sagði Sigurlín, en ekki náðist í Sindra
Þór í gærkvöldi.
Sigurlín segir að Sindri Þór geri sér fyllilega
grein fyrir að kröfur um lágmarksárangur inn á
stórmót s.s. Ólympíuleika séu strangari í Noregi
en á Íslandi. ?Hann er alveg sáttur við það, enda
gerir hann miklar kröfur til sjálfs sín. Sindri Þór
hefur sagt að hann vilji ekki fara á stórmót eins og
Ólympíuleika til þess eins að vera með. Hann vill
láta til sín taka,? segir Sigurlín.
Framundan er stífar æfingar hjá Sindra Þór,
sem stefnir á taka þátt í Evrópumeistaramótinu í
25 m laug sem haldið verður síðla í nóvember.
Hann hefur ekki náð tilskildum árangri inn á mót-
ið ennþá en stefnir á að ná honum í lok október.
Þá tekur við fyrsta alþjóða mótið hans sem norsk-
ur ríkisborgari. 
Sindri er orðinn norskur
L50098 Ákvörðunin var ekki auðveld L50098 Aðstöðumunurinn er mikill L50098 Stefnir á að
keppa í fyrsta sinn fyrir Noreg á stórmóti undir lok ársins á EM í 25 m laug
Stoke City stað-
festi í gær að
samningurinn
sem gerður var
við Eið Smára
Guðjohnsen í
fyrrakvöld sé
ekki lánssamn-
ingur heldur var-
anlegur og gildi í
eitt ár.
Stoke hafði
upphaflega gert
samkomulag um lánssamning en á
annasömum lokadegi félagaskipt-
anna á Britannia þar sem félagið
fékk Eið Smára, Jermaine Pennant
og Marc Wilson, varð úr að 
Eiður skrifaði undir eins árs
samning eftir að Stoke-menn kom-
ust að því að samningur hans við
Mónakó rennur út næsta sumar.
Þeir sömdu við liðið úr furstaríkinu
um kaupverðið sem ekki hefur 
verið gefið upp. Enskir fjölmiðar
telja að Stoke greiði Mónakó 2
milljónir punda, sem jafngildir 370
milljónum króna.
?Sú staðreynd að Eiður er nú
okkar leikmaður gerir það að verk-
um að þetta eru ennþá betri við-
skipti fyrir félagið,? segir Pulis á
vef Stoke.
Eiður Smári klæðist Stoke-
búningnum í fyrsta sinn 13. þessa
mánaðar þegar Stoke fær Aston
Villa í heimsókn. ?Við höfum nú tólf
daga til að gera Eið Smára og
Pennant tilbúna. Hvað þeir gera í
leiknum á móti Villa veltur á því
hversu mikið við náum að gera með
þeim þar til að leiknum kemur,?
sagði Pulis.
gummih@mbl.is
Stoke keypti
Eið Smára frá
Mónakó
Eiður Smári 
Guðjohnsen

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4