Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Þó brostinn sé stálharði strengurinn þinn skal stilla á framtíðarhaginn, og kveðja þig félagi í síðasta sinn með söng og þökk fyrir daginn. ( Jóhannes úr Kötlum.) Með þessum orðum langar okkur María Magnúsdóttir Ammendrup ✝ María Magn-úsdóttir Amm- endrup, húsmóðir og fv. kaupmaður, var fædd í Vest- mannaeyjum 14. júní 1927. Hún andaðist á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi hinn 28. ágúst sl. Útför Maríu fór fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 3. september 2010. til að kveðja Marsý og þakka fyrir allar ynd- islegu stundirnar sem við höfum átt með henni og hennar fjöl- skyldu í leik og starfi. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa hjá þeim heið- urshjónum Tage og Marsý í versluninni Drangey til margra ára, og allar góðu minningarnar sem gott er að ylja sér við geymum við í hjörtum okkar. Elsku Marsý við kveðjum þig með þökk og virðing. Kæru Maja, Palli og fjölskyldur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Anna, María, Edda, Anna og Helga. Blessunin hún Bekka mín. Þegar móðir mín hún Rúna á Birnustöðum talaði um systur sínar sagði hún ávallt bless- unin. Og nú er blessunin hún Bekka mín farin á annað tilverustig. Í mín- um huga tel ég að þar hafi hóp- urinn verð stór sem tók á móti henni. Það er ótrúlega skrítið að eiga ekki von á Bekku heim úr sum- arbústaðnum í skóginum, eða geta ekki lengur droppað inn til hennar á Hlíf, rætt um gamla daga og líð- andi stund. Hún var gestrisin hún Bekka frænka. Það kom enginn á heimilið hennar án þess að þar væru góðgerðir í boði, sama á hvaða tíma dags það var. Það er margs að minnast þegar hugsað er til liðinna daga og ára í návist hennar Bekku frænku. Allar þær minningar eru góðar og gefandi Rebekka Jónsdóttir ✝ Rebekka Jóns-dóttir fæddist á Birnustöðum í Ög- urhreppi þann 22. september 1920. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði þann 24. ágúst 2010. Rebekka var jarð- sungin frá Ísafjarð- arkirkju 28. ágúst. hún var einn af föstu punktunum í tilver- unni. Hún var falleg kona hún Bekka frænka mín, með fal- lega hárið sitt, allt viðmót hennar var hlýtt og ljúft og mað- ur kom einhvern veg- inn alltaf léttari í lund af hennar fundi. Ósjálfrátt hugsaði ég þegar verið var að leggja lokahönd á lag- færingarnar úti við Krílið (h. 31.08.) æ ég skrepp bara til Bekku á meðan þeir eru að klára þetta. Þá heyrðist mér hún segja með glettni í rómnum „En ég er ekki heima“ líkt og hún sagði stundum þegar ég hafði komið til hennar og sagt henni síðar frá því. „Og ég var ekki heima.“ Það er margs að minnast og margs að sakna, allra heimsókn- anna hennar inn að Birnustöðum hingað í Sundstrætið og svo margs og margs. Efst í huga er þó þakk- lætið fyrir að hafa notið samvista við svo góða konu sem „blessunin hún Bekka mín“ var. Hún gerði til- veruna betri með veru sinni hér. Elsku Dísa, Dúddi, Gurrý, Dedda og aðrir ástvinir. Guð veri með ykkur öllum. Margrét Karlsdóttir. Mig langar til að skrifa nokkur orð til að minnast Jónasar frænda míns bónda á Stóra-Hamri í Eyjafjarð- arsveit. Miklum tíma hef ég eytt í kringum Jónas gegnum árin og á margar góðar minningar um hann. Heilu sumrin og ótalmargar ferðir með mömmu á veturna til að hjálpa til í sveitinni. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér og öll ár fram yfir menntaskóla, alltaf var Jónas í sveitinni. Það eru forréttindi fyrir mig að hafa alist að hluta upp í sveitinni. Margir hlutir sem ég lærði sem ég bý alltaf að. Það eru líka ekki síst þeir einstaklingar sem Jónas Þórhallsson ✝ Jónas Þórhallssonfæddist á Stóra- Hamri í Öng- ulsstaðahreppi 21. febrúar 1928. Hann lést á Öldrunarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 29. ágúst 2010. Útför Jónasar var gerð frá Munkaþver- árkirkju í Eyjafjarð- arsveit 7. september 2010. maður elst upp með sem hafa áhrif á mann og móta mann á upp- eldisárum. Frá Jónasi kynntist ég alltaf bara góðum hug, ég sá samviskusemi hans og dugnað, lærði af hon- um að fara vel með hluti og vanda mig til verka. Jónas var afskap- lega margfróður og minnugur, ótalmörg áttum við skemmtileg og fróðleg samtölin við eldhúsborðið sem ég lærði margt af. Kæri frændi, ég er afskaplega glaður að við náðum að eyða saman góðum tíma núna fyrir réttum mán- uði þegar við fórum saman í bíltúr inn í Eyjafjörð. Mér fannst á þér þá að þú ættir örugglega mörg ár eftir, en svona getur lífið verið snöggt að breytast. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna og ert meðal ást- vina. Takk fyrir allar samverustund- irnar, ég mun ávallt minnast þín. Þinn frændi Þórhallur Jóhannsson. ✝ Þorsteinn varfæddur 2.10. 1919 á Efra-Núpi, Fremri-Torfustaða- hreppi, V-Hún. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík þá nítutíu ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Arndísar Jónasdóttur, frá Húki, f. 1.9. 1893, d. 12.2. 1950, og Jónasar Ólafs Þor- steinssonar frá Hrútatungu, f. 21.11. 1872, d. 30.6. 1952. Þorsteinn var elstur þriggja systkina en þau eru Ólöf, fædd 16.7. 1921, d. 19.8. 2006, bjó í Magnússkógum í Dalasýslu ásamt manni sínum og börnum og Trausti, fæddur 22.11. 1922, d. 19.7. 2001, bóndi á Hvalshöfða í Hrútafirði ókvæntur og barnlaus. Þorsteinn ólst upp á Efra-Núpi 1919-1921, en flutti ásamt for- eldrum sínum og systur vorið 1921 að Oddsstöðum í Hrútafirði þar sem foreldrar hans bjuggu til dauðadags. Að lokinni barna- skólagöngu stundaði Þorsteinn nám í Héraðsskólanum á Reykjum veturna 1937-1938 og 1938-1939 og lauk prófi úr eldri deild. Var í sóknarnefnd Stað- arkirkju. Einnig safnaðarfulltrúi. Sýslunefndarmaður Staðarhrepps á fundum sýslunefndar Vestur- Húnavatnssýslu 1947-1950, 1955- 1958 og 1979-1986. Kosinn af sýslunefnd til eftirtaldra starfa: Í skólanefnd Héraðsskólans á Reykjum 1950-1983. Yfirúttekt- armaður samkvæmt ábúðarlögum 1971-1986. Í stjórn Héraðs- bókasafnsins 1971-1986. Endurskoðandi reikninga sjúkrahússins á Hvammstanga 1975-1986. Fulltrúi á fundi Fjórðungs- sambands Norðlendinga 1975- 1986. Endurskoðandi sveitarsjóðs – og fjallskilasjóðs – reikninga hreppanna 1979-1986. Í jarða- nefnd Vestur Húnavatnssýslu 1983-1986. Í stjórn Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu 1984-1986. Í stjórn Búnaðarfélags Stað- arhrepps 1947-1957 og 1964-1970. Formaður 1953 og 1964-1970. Einnig var Lestrarfélag Stað- arhrepps til húsa hjá Þorsteini á Oddsstöðum til ársins 1986 og sá hann um innkaup, umsjón og út- lán safnsins. Einnig söng hann í kirkjukór Staðarkirkju og var í Karlakórnum Lóuþrælum þegar hann var stofnaður. Jarðarför Þorsteins fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 11. sept. 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Árið 1952 kynnist Þorsteinn Aðalheiði Kristjánsdóttur, f. 28.1. 1921, d. 8.3. 1995, en hún hafði ráðið sig sem kaupa- konu hjá þeim bræðrum. Þau gengu í hjónaband 25.8. 1955. Eignuðust þau saman fjögur börn en fyrir átti Að- alheiður soninn Karl Braga, f. 29.7. 1944. Börn þeirra í ald- ursröð: Arndís Jóna, f. 13.10. 1954, Kristján Gunnar, f. 27.6. 1956, Danfríður Erla, f. 30.8. 1960, Hafdís Brynja, f. 8.3. 1963. Barnabörnin eru 10. Barna- barnabörnin eru orðin 10. Þorsteinn var kosinn í stjórn Verkalýðsfélags Hrútfirðinga 1941-1950 og 1955-1957(þá form.) Hreppsnefndarmaður í Stað- arhreppi frá 1954-1978. Kosinn endurskoðandi Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu og fyr- irtækja þess á aðalfundi 1949 og endurkosinn síðan til 1987, var þá fluttur úr héraði. Hafði þá endur- skoðað 38 ársreikninga. Sat í stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga 1959-1986. Þar af formaður í 10 ár. Þegar manneskja deyr verður ekkert aftur eins. Hinn 25. ágúst kvaddi pabbi minn þennan heim á 55 ára brúðkaupsafmæli hans og mömmu. Síðast þegar ég hitti hann var hann spjallhress, þó svo að skrokkurinn væri orðinn gamall og lúinn og heyrnin orðin döpur. Núna er ég búin að vera að hugsa um liðna tíma og gamla daga. Þegar ég var lítil leit ég alveg voðalega mikið upp til hans pabba. Hann fékk nefnilega að gera allt það sem að mér fannst ákaf- lega skemmtilegt. Hann gaf rollunum og kúnum og hrærði handa þeim fóðurbæti í dall sem var voðalega gaman að sjá þær sleikja upp. Hann gat labbað svaka- lega hratt og var útskeifur. Það fannst mér flott. Það klíndist blóð í gallabuxurnar hans þegar hann var að marka og ég man nú ekki eftir því að mamma hafi skammað hann fyrir það. Hún var minna hrifin þegar ég tók afklippurnar af eyrunum og klíndi þeim í mínar buxur enda kannski ekkert skrítið því ég held að hún hafi ekki fengið fyrstu þvottavél- ina fyrr en um 1970. Svo blótaði pabbi líka alveg hroða- lega mikið. Það var líka mjög eftir- breytniverð athöfn fannst mér. Mamma var ekki sammála. Þrátt fyr- ir að það væri ekki neinn nútíma jafnréttisbragur á þessu heimili vor- um við krakkarnir mjög mikið með pabba. Dingluðumst á eftir honum úti allan liðlangan daginn. Og það var sko ekki í boði að draga af sér við vinnu og alls ekki að gefast upp. Ég held að Fríða hafi nú ekki verið mikið stærri en fóðurbætisfatan sem hún rogaðist með inn jötuna handa roll- unum. En alltaf hafðist þetta hjá henni blessaðri enda þrautseig með afbrigðum. Þegar maður er lítill sér maður hlutina með augum barnsins. Það er allt baðað í einhverjum ljóma sem gerir allt svo spennandi og eftirsóknarvert. Pabbi var kominn á fætur fyrir allar aldir á morgnana til að sinna daglegu starfi og vann eins og sagt er myrkranna á milli því auk starfanna við búið var hann að sinna hinum ýmsu félagsmálum, hrepps- nefnd, endurskoðun reikninga, setu í hinum ýmsu nefndum, verkstjórn í Sláturhúsinu á Borðeyri og svo mætti endalaust telja. Augu barnsins sáu auðvitað sívinnandi mann en hann hlaut að gera þetta allt af því að þetta væri svo gaman. Núna sé ég örlítið aðra mynd. Sí- starfandi mann til þess að ná endum saman, sem tók allt sem bauðst utan bús til að drýgja tekjurnar. Ekki man ég eftir því að hafa nokkurn tím- ann velt því fyrir mér að það væru blankheit á heimilinu. Við höfðum nóg að borða og var sjaldan kalt og þó svo að við ættum hjól saman og notuðum föt hvert af öðru þá var það bara þannig, enda fannst okkur ekk- ert vanta. En nú er hann horfinn úr þessu jarðlífi, pabbinn minn, sem ásamt mömmu kom okkur krökkun- um hraustum og heilum til manns. Þau veittu okkur fæði, klæði og skjól og áhyggjulausa æsku. Lögðu sín lóð á vogarskálarnar að gera okkur að því fólki sem við erum í dag. Nú eru þau saman og ég er auðvit- að volandi, en ákaflega þakklát sam- verunni sem ég átti við þessar indæl- is vönduðu manneskjur sem þau voru. Hvíldu í friði. Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Það fer ekki hjá því að minning- arnar sækja á þegar maður fréttir andlát góðs vinar, frænda og félaga. Svo fór hjá mér þegar ég frétti að Þorsteinn Jónasson frá Oddsstöðum væri allur. Vinskapur okkar var gegnheill þó að aldursmunur væri nokkur á okkur. Eins var við foreldra mína. Móðir mín og hann voru bræðrabörn. Steini, var hann kallaður dagsdag- lega. Hann var fæddur og uppalinn á Oddsstöðum og tók hann við búskap þar ásamt Trausta bróður sínum þegar foreldrar þeirra voru farnir yf- ir móðuna miklu. Trausti reisti svo nýbýlið Hvalshöfða, en Steini bjó áfram á heimajörðinni, ásamt konu sinni, Aðalheiði Kristjánsdóttir. Það var gott að koma til þeirra, eins og ég gerði oft. Stundum til að sækja mér bækur, en Steini sá um Lestrarfélag hreppsins. Aðalheiður var ákaflega dagfars- prúð kona og bjó Steina og börnun- um gott heimili. Hann var mikil fé- lagsmálamaður og fór það svo að félagsstörfin hlóðust á hann. Sat lengi í stjórn Búnaðarfélags Staðar- hrepps. Þá var hann sýslunefndar- maður um árabil, sat í hreppsnefnd alllengi. Í stjórn Kaupfélagsins á Borðeyri og þar formaður í allmörg ár og í stjórn Sparisjóðs Vestur- Húnavatnssýslu. Endurskoðandi hjá Búnaðarsambandinu í mörg ár. Hér hefur verið stiklað á nokkru, en ég veit að þetta er ekki tæmandi. Síðast en ekki síst hann naut almenns trausts samstarfsmanna og þeirra sem hann vann fyrir. Það var gott að vinna með Steina að félagsmálum, því kynntist ég af eigin raun. Hann var óþreytandi að gefa manni góð ráð þegar svo bar undir. Það sást ekki á honum þótt maður vissi að stundum væri efna- hagur hans frekar þröngur. Búið var ekki stórt og unnið var utan heimilis. Steini var í sláturvinnu á Borðeyri á haustin og lengi var hann verkstjóri þar og fórst það vel úr hendi. Þegar árin færðust yfir og Aðal- heiður fór að verða heilsuveil tók hann þá ákvörðun að bregða búi. Börnin voru öll farin að heiman og ljóst var að ekkert þeirra mundi taka við. Hann gerði sér örugglega vel grein fyrir því að Oddsstaðir væri ekki ein og sér jörð til að bera búskap eins og þarf í dag. Steini brá því búi árið 1986 og fluttust þau hjónin til Húsavíkur en þá voru tvö börn þeirra búsett þar. Árið 1993 varð hann fyrir því óhappi að detta illa á hálku. Hlaut hann nokkur meiðsli. Maður merkti það vel þegar maður hitti Steina eftir þetta að hann hafði tapað minni og mundi ekki eins og áður það sem liðið var. Steini hafði verið ákaflega fróð- ur um marga hluti sem gerst höfðu, bæði í lífi hans og eins það sem gerst hafði á árum áður hér í sveit og víðar. Aðalheiður dó svo 1995 eftir langvar- andi veikindi. Eftir það var Steini um tíma í íbúð sinni en síðustu árin var hann á elliheimilinu á Húsavík. Við Sigrún þökkum liðnu árin, og vináttu og sendum börnum Steina og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Gunnar Sæmundsson Þorsteinn Jónasson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra fóstra og frænda, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, Hamarsgötu 4, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugar- staða fyrir umhyggju og hlýju. Kristín Bernhöft, Pétur Orri Þórðarson, María Fjóla Pétursdóttir, G. Birnir Ásgeirsson, Þórður Orri Pétursson, Hildur Harðardóttir, Kristín Hlín Pétursdóttir, Davíð Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.