Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 ✝ Þórunn Gests-dóttir fæddist á Bíldsfelli í Grafningi 29. ágúst 1941. Hún lést á Droplaug- arstöðum 5. sept- ember 2010. Foreldrar hennar voru Hjördís Guð- mundsdóttir, f. 1.9. 1920, d. 28.3. 1998, og Jón Elías Jónsson, f. 12.6. 1912, d. 30.8. 1942. Kjörfaðir Þór- unnar var Gestur Benediktsson, f. 20.7. 1904, d. 24.9. 1965. Eiginmaður Þórunnar var Guðmundur Arason, f. 25.6. 1938. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Elíza, f. 14.11. 1962. 2) Ari, f. 7.12. 1963, maki Jó- hanna Jóhannsdóttir, sonur þeirra Eyjólfur Andri, f. 23.4. 2001. 3) Gestur Ben, f. 1.9. 1966, sambýlis- kona hans var Ásthildur Elín Guð- mundsdóttir, f. 18.6. 1965, börn þeirra eru Viktor Ben, f. 16.9. 1996, og Einar Ben, f. 19.3. 2001. Þau slitu samvistum. 4) Ingi Þór, f. 1.3. 1971, maki Rannveig Haraldsdóttir, f. 13.3. 1972, synir þeirra Aron Snær, f. 26.10. 2001, og Ísak Nói, f. 13.4. 2006. Fyrir á Ingi Þór Þórunni Heklu, f. 2.6. 1996, með fyrrverandi 98 og verkefnastjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða 1998. Þá var hún sveitarstjóri Borg- arfjarðarsveitar 1998-2002 og starf- aði hjá RÚV 2003-2007 eða þar til hún lét af störfum sökum heilsu- brests. Þórunn var varaborg- arfulltrúi í Reykjavík 1978-90. Hún var formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna 1985-89, sat í stjórn Hvatar, auk þess sem hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, og sat m.a.í mið- stjórn og flokksráði flokksins um skeið, auk þess að sitja t.a.m. í út- varpsráði 1995-2003, í stjórn Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva, í Ferða- málaráði og í samvinnunefnd um miðhálendið árið 2000. Þórunn gekk til liðs við Lionshreyfinguna 1984 og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum, m.a. formaður og einn af stofnendum Eirar, ritstjóri Lions- blaðsins, svæðisstjóri, auk þess sem hún gegndi embætti fjölumdæm- isstjóra 2004-2005. Þórunn ólst upp í Reykjavík en bjó meðal annars í Reykholti og á Ísafirði þar sem hún undi sér vel. Þórunn hafði mikinn áhuga á ferðamálum og naut þess að ferðast jafnt innanlands sem ut- an. Hún var mikil félagsmálakona en fyrst og fremst var hún móðir, tengdamóðir, amma og góður vin- ur. Útför Þórunnar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 13. september 2010, og hefst athöfnin kl. 15. sambýliskonu sinni Kristínu Ingibjörgu Hákonardóttur, f. 22.10. 1968. 5) Hjör- dís, f. 17.10. 1972, maki Ómar Karl Jó- hannesson, f. 6.8. 1970, dætur þeirra El- ísa Gígja, f. 11.3. 2003, og Inga Lilja, f. 14.8. 2007. Sambýlismaður Þórunnar var Egill Gr. Thorarensen, f. 17.11. 1944. Þau slitu samvistum. Þórunn lauk lands- prófi frá Kvennaskólanum í Reykja- vík 1958, tók leiðsögumannapróf 1970 og lauk prófi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endur- menntun HÍ 1999. Hún starfaði hjá Landsbanka Íslands 1958-59, var flugfreyja hjá Loftleiðum 1961-62, leiðsögumaður og fararstjóri 1975- 79, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á hinum ýmsu tímum um lengri og skemmri tíma, blaðamaður við Vísi 1980-81 og DV 1981-86. Hún var rit- stjóri Vikunnar 1986-88 og útgef- andi/ritstjóri tímaritsins Farvís 1988-95. Þórunn var upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarkaup- staðar 1996, aðstoðarmaður bæj- arstjóra Ísafjarðarkaupstaðar 1996- Elsku mamma. Þetta er stund sem ég hélt að væri lengra í burtu en er glöð að komið sé að. Núna líð- ur þér vel og manst allt, þekkir alla og ert laus úr fjötrum minnisleys- isins. Það að fá Alzheimer var þér áfall en þú fórst vel með það. Þú varst búin að upplifa þetta með móð- ur þína og vissir að hverju þú geng- ir. Það er eins og þú hafir vitað að þú yrðir ekki gömul og kláraðir margt á stuttum tíma. Það er margt sem hefur farið í gegnum hugann síðustu daga, t.a.m. öll okkar samskipti í gegnum tíðina sem ég var alltaf þakklát fyrir. Ég hef ávallt verið stolt af því að vera dóttir þín og þú varst mér, eins og svo mörgum öðr- um, góð fyrirmynd. Alzheimer er sjúkdómur sem leggst ekki einungis á einstakling- inn heldur hefur einnig áhrif á fjöl- skyldumeðlimi sjúklingsins og aðra þá sem þykir vænt um viðkomandi. Auka þarf skilning og fræðslu á Alz- heimer og heilabilun. Í gegnum störf þín fyrir Lions lagðir þú lóð þín á vogarskálarnar um að draga at- hygli að nauðsyn aukinnar fræðslu um sjúkdóminn og þess að leggja meira fé í rannsóknir. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að umönnun mömmu frá því að hún greindist með Alzheimer og vil sérstaklega nefna Fríðuhús, sjúkrahúsið í Stykkishólmi, Foldabæ, Landakot og Droplaugarstaði og allt það góða starfsfólk sem þar starfar. Einnig þakka ég vinum og vandamönnum sem heimsóttu hana og aðstoðuðu þegar hún þurfti á aðstoð að halda. Það skiptir máli að maður viti að sín- um nánustu líði vel og allt þetta góða fólk stuðlaði að vellíðan mömmu á ævikvöldi hennar. Hvíl í friði elsku mamma mín. Ég veit að strengurinn á milli okkar er og verður sterkur um alla tíð. Þín dóttir, Elíza. Mamma er eina konan sem ég þekki sem var með próf í því að vera dama, hún fór í skóla til Danmerkur þegar hún var ung kona, fór á vit ævintýranna og nam þau fræði að vera sýningardama. Mamma var flott kona og eftir henni var tekið hvert sem hún fór. Að vera sýning- ardama var þó ekki hennar helsti starfsvettvangur, síður en svo. Á síðustu dögum höfum við systkinin velt fyrir okkur hvaða starfstitill mamma bar – hún var svo margt. Líklegast var hún þó stoltust af því að vera blaðamaður enda var hún ótrúlega flinkur penni. Mamma greindist með Alzheimer fyrir þremur árum og ágerðist sjúk- dómurinn hratt á þessum tíma. Hún tók fréttunum af auðmýkt og talaði um að hún væri heppin að ekki fylgdu sjúkdómnum verkir. Verkirn- ir fóru þó aðallega á sálina og skyldi engan undra. Sá sem horfir á ástvin sinn berjast við þennan hræðilega sjúkdóm verður að vissu leyti glaður þegar viðkomandi losnar úr viðjum sjúkdómsins. Og því má segja að til- finningar mínar síðustu daga séu mjög blendnar. Ég er glöð yfir því að hún hafi fengið að fara en sorgmædd vegna þess að hún fékk ekki að eld- ast heilbrigð og vera mamma, amma og tengdamamma lengur. Hún ætlaði að gera svo margt þeg- ar hún hætti að vinna. Hún hlakkaði til að hafa tíma til að skrifa, taka myndir, hitta fólk, passa barnabörn- in og lesa bækur. En núna er hún frjáls og getur aftur fylgst með okk- ur, fylgst með barnabörnunum sem nú sakna ömmu Tótu sem aldrei blótaði á ævinni. Mamma var stolt af okkur systk- inunum og af barnabörnunum sín- um. Ég var líka stolt að því að vera dóttir hennar. Mamma var líka dug- leg kona sem ekki réðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Að „go- ogla“ mömmu er áhugavert og sýnir hve mörg og fjölbreytt verkefni hún fékkst við um ævina. Ef ég ætti að þakka mömmu fyrir eitthvað þá myndi ég þakka henni fyrir að eignast systkini mín, en mamma var einkabarn og var alla tíð ákveðin í að eignast mörg börn. Síð- ustu daga ævi hennar sátum við systkinin hjá mömmu, spjölluðum, lásum gömul bréf og bara vorum – á meðan mamma hlustaði vafalítið á. Þá flaug í gegnum huga mér hvað ég er þakklát mömmu fyrir að eignast hvalina fimm eins og við köllum okk- ur stundum. Mamma var góð íslenskukona og vel máli farin og hafði gaman af hnyttnum orðaleikjum. Þegar hún ákvað að söðla um og gerast útgef- andi ferðatímarits varð nafn þess engin tilviljun. Farvís er fornt ís- lenskt orð. Svo fornt að orðið er hvergi að finna í orðabókum samtím- ans, en það táknar þann sem vísar veginn en einnig þann sem er örugg- ur í förum. Það er einmitt það sem hún var – hún vísaði mér veginn og var örugg í för. Ég held að það sé einmitt það sem hún er núna – vís- andi veginn af öryggi, frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Núna man hún allt, þekkir alla og getur allt. Þannig vildi hún vera og þannig man ég hana. Mamma mín var víðsýn, hún var mannvitsbrekka, hún var meyja, hún var kvenréttindakona, hún var fé- lagsmálatröll, hún var sjálfstæðis- kona, hún var uglusafnari, hún var fagurkeri fram í fingurgóma. En fyrst og síðast var hún mamma mín. Þín dóttir, Hjördís. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast Þórunnar tengdamóður minnar en kynni okkar hófust þegar ég kynntist Ara syni hennar fyrir rúmum tuttugu árum. Frá byrjun tók hún mér opnum örmum og af hlýju. Hún reyndist mér góð tengdamóðir enda vissi hún af eigin reynslu hversu dýrmætt það er að eiga góða tengdamömmu. Hún var vinur barnanna sinna og líka vinur vina þeirra, enda tók hún fólki með opnum huga og ég dáðist oft að því hve fordómalaus hún var og víðsýn og opin fyrir því að ræða um menn og málefni án þess að leggja dóm á hegðun eða aðstæður. Hún var glæsileg kona og fagur- keri og vildi hafa fallegt í kringum sig og hlutina á sínum stað, enda kom það stundum fyrir að maður fann ekki aftur eitthvað sem maður hafði lagt frá sér á vitlausan stað því þá hafði hún fært það. Það leið öllum vel nálægt Þórunni og við Ari eigum margar góðar minningar frá ferðum með henni upp á Vatnajökul, inn í Lónsöræfi, í sum- arbústað, frá heimsóknum á Ísa- fjörð, í Litla-Hvamm og líka af gaml- árskvöldi á Arnarhóli þar sem Bogi og Örvar voru leiknir með stæl því Þórunn var hláturmild og tók sjálfa sig ekki endilega alltaf svo hátíðlega. Mér er minnisstætt hve glöð hún var þegar hún fékk Eyjólf Andra son okkar í fangið í fyrsta sinn og þau voru alla tíð góðir vinir enda amma Tóta alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt, spjalla eða bara fara í fótbolta ef svo bar undir. Þegar Alz- heimer-sjúkdómurinn var farinn að segja til sín leið henni best með barnabörnunum að spjalla eða spila. Þá heyrðist stundum sagt: „Oh amma, þú manst ekki neitt.“ – Og svo hlógu þau bæði. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Þórunni og kveð hana með söknuði með orðum Eyjólfs Andra sem skrif- aði ömmu sinni eftirfarandi kveðju- bréf: „Kæra amma! Þú varst góð og yndisleg amma. Þú varst skemmti- leg og ég veit að þú verður góður engill. Til þín frá Eyjólfi.“ Jóhanna. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, ljúflinginn Þórunni Gestsdóttur, í hinsta sinn. Þórunn var mér ávallt afskaplega góð og návist við hana var frá fyrstu kynnum afslöppuð og áreynslulaus. Það var skemmtilegt að ræða heims- mál og stjórnmál við Þórunni því hún var vel lesin, vel máli farin og hafði ígrundaðar skoðanir á mönnum og málefnum og ekki skemmdi ef um- ræðurnar fóru fram yfir góðum kaffibolla, helst með slettu af kaffi- rjóma úti í. Þá var gaman að hlæja með þessari hláturmildu konu en það var líka hægt að sitja í þögn og njóta nærveru hennar þannig án þess að þykja það þrúgandi eða óþægilegt á nokkurn máta. Það kunni ég alltaf sérstaklega vel að meta. Þórunn var laus við alla hleypi- dóma og aldrei varð ég var við að hún drægi menn í dilka. Hún kom jafn- innilega fram við alla enda sást það að henni var alls staðar tekið opnum örmum. Á sínum yngri árum var Þórunn fyrirsæta, eða tískusýning- ardama eins og það hét víst í gamla daga, og var að margra áliti ein glæsilegasta kona sem Ísland hefur alið. Hún hélt í glæsileikann allt til loka og ég kvíði því ekki að eldast með dóttur hennar. Þórunn var hörkudugleg kona sem féll sjaldan verk úr hendi og það sést glögglega þegar það er skoðað hvað hún afrekaði á lífsleiðinni sam- hliða því að eignast fimm börn á tíu árum. Hún var dagskrárgerðarmað- ur, blaðamaður, ritstjóri, útgefandi og sveitarstjóri svo eitthvað sé nefnt auk þess að sinna ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn um margra ára skeið. Þá reis hún til æðstu metorða innan Lionshreyfing- arinnar á Íslandi fyrst kvenna. En í mínum huga var hún fyrst og fremst yndisleg kona, mamma, tengda- mamma og amma, en missir dætra minna er mikill nú þegar amma Tóta er farin til englanna. Þórunn glímdi síðustu árin við Alzheimer-sjúkdóminn og hafði sjúkdómurinn tekið af henni mikinn toll undir lokin. Ég syrgði hana þeg- ar hlekkir þessa hræðilega sjúkdóms læstust um hana og syrgi hana í raun öðru sinni nú. En minningin um Þór- unni eins og hún var þegar hún var upp á sitt besta, vel gefin og glæsileg kona með mikla útgeislun, mun þó lifa með mér alla tíð. Takk, kæra Þórunn, fyrir allar góðu stundirnar, fyrir allt það sem þú gafst mér og allt það sem þú kenndir mér með því að hafa fyrir mér gott fordæmi. Það er huggun harmi gegn að nú sértu laus við hlekkina. Að nú sértu frjáls. Þangað til næst, Tóta tengdó. Þangað til næst. Ómar Karl. Kynni okkar Þórunnar Gestsdótt- ur hófust fyrir allmörgum árum en nokkur og stígandi aðdragandi er að þeim kynnum. Þannig hófst hann með því að við hittum Elízu dóttur hennar í Basel í Sviss en hún var þar við nám. Í þessum hópi ferðamanna var faðir Elízu og kom hún til fundar við hann og gerðist fararstjóri okkar. Á öðrum tíma dvöldum við fjöl- skyldan á sólarströndinni Lignano á Ítalíu, þar kynntumst við Ara og Ingu ömmu eins og við kölluðum hana æ síðan. Eftir þá ferð fékk Þór- unn lánaða hljómplötu hjá dóttur okkar, er hún hafði eignast í þeirri ferð. Þórunn var þá þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu og langaði til að leika nýtt lag af plötunni í þætti sín- um. Þessi dóttir mín varð síðan tengdadóttir hennar. Eitt er víst að þann dag sem Þór- unn kom til að skila plötunni þar sem hún stóð svo fín og falleg á tröpp- unum í rauðum jakka, þá hvarflaði það ekki að mér að ég ætti einhvern tíma eftir að gista á heimili hennar og meira að segja sofa í rúminu hennar. Síðar verður það svo að dótt- ir okkar hjóna, Áshildur Elín, og Gestur Ben, sonur Þórunnar og Guð- mundar Arasonar, verða par og sam- býlisfólk. Þannig fléttast líf okkar og vegferð saman í fjölskyldubönd og við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá það hlutverk að vera ömmur Viktors Ben og Einars Ben sem nú sakna sárt ömmu Tótu. Þórunn var víðsýn, fróð og afar vel gerð kona á allan hátt. Glaðleg og geislandi leiddi hún fólk á vit ævin- týra lífs síns. Við sjúkrabeð Þórunn- ar fór ég í ferðalag hugans aftur í tímann með kæru þakklæti fyrir all- ar samverustundirnar, svo sem sex- tugsafmæli hennar sem haldið var í Reykholti er hún var búsett þar. Tónleikarnir með Björk Guðmunds- dóttur, skírnir barnabarnanna og svo öll afmælin. Þórunn var í góðu sambandi við börnin sín og fjölskyld- ur þeirra. Þau hugsuðu fallega og vel um hana, ekki síst þegar heilsunni fór að hraka sem því miður gerðist allt of snemma og hratt á hennar lífs- leið. Þeim systkinum, fjölskyldum þeirra og öllum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þórunnar Gestsdóttur. Fyrir hönd fjölskyldu minnar. Álfheiður Guðbjörg Guðjónsdóttir. Þórunn er mér alltaf minnisstæð þegar hún var 6-8 ára, er hún bjó á Grenimelnum, nokkrum húsalengd- um frá heimili mínu. Ekki kynnt- umst við á þeim tíma, enda var hún aðeins eldri en ég, og lék sér með eldri stelpum. Hún var svo flott klædd hjá foreldrum sínum, að ég man að mér fannst hún alltaf vera í sparifötunum sínum. Hún minnti mig einna helst á barnastjörnur í bíómyndunum í þá daga, í flottum kjólum og kápum, með hatta í stíl. Árin liðu, og ég komst ekki hjá því að fylgjast með henni úr fjarlægð, þar sem hún var í fararbroddi á ýms- um sviðum í þjóðfélaginu. Einnig vorum við báðar félagar í Lions- hreyfingunni og hittumst stundum á þeim vettvangi. Þar tókust með okk- ur kynni og höfðum við gaman af því að rabba um gömlu dagana á Greni- melnum. Fyrir um það bil ellefu árum urðu okkar kynni nánari þegar Hjördís, dóttir Þórunnar, og Ómar Karl, son- ur okkar, byrjuðu að búa saman. Það var ætíð gaman að hitta hana á heim- ili þeirra og spjalla um heima og geima. Hún var mjög vel að sér á mörgum sviðum og miðlaði mörgu. Við hjónin kunnum afar vel að meta Þórunni, hún bjó yfir ein- stökum persónuleika og ljúf- mennsku. Okkur er alltaf minnisstætt þegar hún bauð okkur í 60 ára afmælið sitt í Reykholti í Borgarfirði, en þar var hún sveitarstjóri í fjögur ár. Það fór ekki framhjá okkur hjónum að hún var vinsæl og átti stóran vinahóp, enda búin að koma víða við á lífsleið- inni. Það er sárt að horfa á eftir Þór- unni, okkur finnst hún hafa farið allt of fljótt. Við þökkum henni fyrir góðar og ánægjulegar samverustundir síð- ustu ára og biðjum góðan Guð að vera með ástvinum hennar á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning hennar. Margrét og Jóhannes. Þórunn hefur nú kvatt okkur fyrir fullt og allt. Eftir nokkurra ára bar- áttu við erfiðan sjúkdóm er kallið komið og Þórunn hefur lagt af stað í sitt síðasta ferðalag og eitt er víst, að í himnaríki verður vel tekið á móti henni. Þórunn var sterk kona með mikla réttlætiskennd. Hún var skarp- greind og einstaklega góður penni. Hún hafði góða frásagnargáfu, en var ekki síðri hlustandi. Hún var afar fylgin sér og allt sem hún tók sér fyr- ir hendur gerði hún af mikilli sam- viskusemi, metnaði og vandvirkni. Þórunn hafði góða nærveru og mikið var gott að hlæja með henni. Hún var góð vinkona og einstaklega skemmtilegur ferðafélagi. Það eru margar kærar minningar að ylja sér við frá öllum okkar frábæru ferðum jafnt innanlands sem utan, en þær verða ekki fleiri að sinni. Ég vil þakka Þórunni allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum saman. Ég var afar heppin að fá að njóta vináttu hennar í öll þessi ár. Á kveðjustund er ég þakklát fyrir samveruna, en vildi svo gjarnan að samverustundirnar hefðu orðið fleiri. Hvíldu í friði kæra vinkona. Ég vil votta Elísu, Ara, Gesti, Inga Þór, Hjördísi, barnabörnum og öðr- um aðstandendum mina dýpstu sam- úð. Missir ykkar er mikill en minn- ing hennar lifir í ljósinu. Þín, Sigurhanna. Á áttunda áratug síðustu aldar þurfti að finna fjóra hæfa einstak- linga til að stjórna útvarpsþætti eftir hádegi á laugardögum. Farin var sú Þórunn Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.