Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sameining sveitarfélaga er í deigl- unni víða um land. Ekki er þó útlit fyrir að tillaga að nýrri sveitarfé- lagaskipan verði lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust, eins og að var stefnt, og ekki ljóst hvort eða hvenær málinu verð- ur fylgt eftir með lagasetningu. Sveitarfélögum hefur fækkað hægt síðustu árin og enn er lögbund- inn lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfé- lagi 50 manns. Verið er að færa mikil verkefni frá ríki til sveitarfélaga, málefni fatlaðra og aldraðra og áhugi er á því að færa til fleiri verk- efni á næstu árum. Víða eru sveit- arfélögin of smá til að taka við þeim, hvert fyrir sig. Vegna þessa settu Kristján L. Möller, þáverandi ráð- herra sveitarstjórnarmála, og Sam- band íslenskra sveitarfélaga á fót samstarfsnefnd til að vinna að nýju sameiningarátaki. Samstarfsnefndin hefur verið að kynna hugmyndir sínar fyrir heima- mönnum undanfarna daga og vikur í þeim tilgangi að koma umræðunni af stað. Sums staðar hafa heimamenn tekið frumkvæðið. 1-3 sveitarfélög í kjördæmi Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi hafa látið vinna skýrslu um kosti og galla þess að sameina öll sveitarfélögin í eitt. Ekki virðist áhugi á svo stóru skrefi og er nú stefnt að því að skoða smærri sam- einingar á grunni þessarar vinnu. Meðal kosta er að sameina Vest- urland í þrjú sveitarfélög með því að Hvalfjarðarsveit renni saman við Akranes eða sveitarfélögin í Borg- arfirði og Dölum og að Snæfellsnes verði eitt sveitarfélag. Sú stefna hefur verið uppi á Vest- fjörðum að vinna að sameiningu kjálkans. Andstaða er við það. Á sama tíma hafa verið uppi umræður um sameiningu Bolungarvíkur, Ísa- fjarðar og Súðavíkur í kjölfar Bol- ungarvíkurganga. Til umræðu hefur komið að skipta Vestfjörðum í 2-3 sveitarfélög, norðursvæði, suð- ursvæði og ef til vill Strandir sér. Samstarfsnefndin lagði tvær hug- myndir fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra. Annarsvegar að sameina allt svæðið og hinsvegar að skipta því í tvö þannig að Skaga- fjörður yrði eitt sveitarfélag og Húnavatnssýsla með Bæjarhreppi á Ströndum annað. Umræðan er lítið farin af stað á Norðurlandi eystra. Þar eru sam- göngubætur að komast í gagnið með Héðinsfjarðargöngum og nýjum vegi um Melrakkasléttu. Þar þykir liggja beint við að sameina sveit- arfélögin við Eyjafjörð og að Þing- eyjarsýsla verði annað sveitarfélag. Frumkvæði á Austurlandi Heimamenn á Austfjörðum tóku frumkvæðið í fyrra með skipan verk- efnisstjórnar til að skoða kosti og galla sameiningar allra sveitarfélag- anna. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á næstunni. Fulltrúar allra sveitarfélaganna hafa tekið þátt í starfi nefndarinnar en fram hefur komið að áhugi er mismikill, eins og víðar. Þannig virðist Fjarðabyggð sem varð til með sameiningu margra sveitarfélaga vera búin að fá nóg í bili. Hugsanlegt er að málið taki þá stefnu eftir komandi aðalfund Sam- taka sveitarfélaga á Austurlandi að hugað verði að sameiningu í tvö sveitarfélög, í kringum risana tvo, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð. Þá myndu Vopnafjörður, Seyð- isfjörður, Borgarfjörður og Fljóts- dalshreppur sameinast Fljótsdals- héraði. Umræðan er lítið komin af stað á Suðurlandi. Fulltrúar ráðuneyt- isins hafa þó lagt fram tvær hug- myndir, annars vegar um tvö sveit- arfélög og hins vegar fimm. Fyrri hugmyndin gerir ráð fyrir að Ár- nessýsla sameinist og Rang- árvallasýsla, báðar Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjar renni saman. Hin tillagan gengur út á það að Ár- nessýsla skiptist í tvö sveitarfélög þar sem Ölfus og Hveragerði sam- einist og að uppsveitir Árnessýslu og Flóahreppur sameinist Árborg. Rangárvallasýsla og Vestur- Skaftafellssýsla sameinist í eitt. Þá yrðu Vestmannaeyjar og Horna- fjörður sér sveitarfélög áfram. Á fundinum kom fram þriðja hug- myndin, það er að Árnes-, Rang- árvalla- og Vestur-Skaftafellssýsla sameinist í eitt sveitarfélag, með eða án Hornafjarðar og Vest- mannaeyja. Þess ber að gera að Vestmannaeyjabær afþakkaði boð um að skipa fulltrúa í sameining- arhóp á Suðurlandi. Það vekur at- hygli í ljósi umræðna um aukna samvinnu í kjölfar bættra sam- gangna milli lands og eyja. Sveitarstjórnarmenn á lands- byggðinni sem eru hvattir til að sameinast í víðlend sveitarfélög benda gjarnan á litla þróun til sam- einingar á suðvesturhorninu. Þar eru mörkin víða aðeins lína á landa- korti og ekki yfir neina fjallvegi að fara. Suðurnesin eru eitt atvinnusvæði og landfræðileg heild. Þar er lögð fram hugmynd um sameiningu allra sveitarfélaganna fimm. Einn- ig er stungið upp á sameiningu bæjanna utan Reykjanesbæjar, það er Sandgerðis, Garðs, Voga og Grindavíkur. Engin sameining hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því Kjal- arnes rann inn í Reykjavík. Álfta- nes þarf að finna skjól, af illri nauð- syn, og á í viðræðum við Garðabæ. Einhvern tímann hafa komist á glæru hugmyndir um sameiningu Seljarnarness og Kjósarhrepps við Reykjavík. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taka samein- ingarmálin inn í vinnu við grein- ingu á möguleikum aukins sam- starfs sveitarfélaganna. Sameining í deiglunni  Ýmsar hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga til umræðu hjá samtökum sveitarfélaga  Ekki ljóst hvort nýjasta átakið skilar raunverulegum árangri Morgunblaðið/Ómar Stefnuskipti? Ögmundur Jónasson boðar öðruvísi áherslur í sameining- armálum en forveri hans í ráðuneytinu, Kristján L. Möller. Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Baldur Pálmason fv. dagskrárstjóri Ríkis- útvarpsins er látinn, 88 ára að aldri. Bald- ur fæddist í Köldu- kinn á Ásum 17. des- ember árið 1919 en ólst að mestu upp á Blönduósi. Var hann eina barn foreldra sinna, þeirra Pálma Jónassonar bónda á Álfgeirs- völlum í Skagafirði og Margrétar Krist- ófersdóttur frá Köldukinn. Baldur var kvæntur eiginkonu sinni, Guðnýju Sesselju Ósk- arsdóttur, í fjörutíu ár en hún lést árið 1990. Seinni sambýliskona hans var Guðrún A. Jónsdóttir, en hún lést í júní 2008. Bald- ur var barnlaus. Árið 1938 lauk Baldur námi við Verzlunarskóla Ís- lands og starfaði við bókfærslu hjá GH Melsteð. Sinnti hann þularstarfi í ígripum hjá Ríkisútvarpinu ár- ið 1946 en í kjölfar þess tók hann við starfi fulltrúa á skrif- stofu útvarpsráðs árið 1947. Annaðist Baldur lengi barna- tíma, síðan kvöldvökur og tók saman bókmenntaþætti. Baldur vann hjá Ríkisútvarpinu í fjóra áratugi en lét af störfum þar árið 1981. Skáldskapur var mikið áhugamál Baldurs en auk þess að taka saman ljóðaþætti gaf hann út bækur með eigin ljóðum. Gaf hann út ljóðabækurnar Hrafninn flýgur um aftaninn árið 1977 og Björt mey og hrein tveimur árum síðar. Árið 2000 gaf hann út bókina Á laufblaði einnar lilju til minningar um föður sinn Pálma Jónasson. Þá orti hann og þýddi söngtexta, þar á meðal „Alparósina“ við lag úr söngleiknum Söngvaseið. Frá 2008 bjó Baldur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, en þar lést hann 11. september sl. Útför Baldurs verð- ur gerð frá Hallgrímskirkju á föstudag kl. 15. Andlát Baldur Pálmason SAMEININGARÁTAK Ekki talsmaður lögþvingunar vegar hefur skapast óvissa vegna breytinga í ráðherraliðinu. Ög- mundur Jónasson sagði á aðal- fundi SSV í Ólafsvík, eðlilegt að kanna hvernig hægt væri að stækka þessar mikilvægu einingar og styrkja. Hann ítrekaði þó að hann væri ekki talsmaður þess að fara leið þvingunar, íbúarnir yrðu að ákveða það í sínum byggð- arlögum. Halldór Halldórsson gagnrýnir ekki stefnu nýja ráðherrans en seg- ir ótrúverðugt þegar ríkisstjórn sömu flokkanna bjóði upp á tvenns konar stefnu í þessum málum. „Sveitarfélögin hafa unnið vel með Kristjáni Möller að undirbúningi tillagna um sameiningu sveitarfélaga. Ég heyri það á mörgum sveitarstjórnarmönnum að þeim þykir það óþægilegt þegar ein- hver allt önnur stefna kemur ofan í þá vinnu með nýjum ráðherra sömu stjórnar,“ segir Halldór. Ef áhugi er á að fækka verulega sveitarfélögum þarf að koma til lagasetningar. Það er mat sveit- arstjórnarmanna sem rætt er við. Íbúar fámennra sveitarfélaga sem búa við sérstakar aðstæður fella oftast tillögur um sameiningu. Nýr ráðherra sveitarstjórnarmála seg- ist ekki talsmaður þvingunarleiðar. Í yfirlýsingu Kristjáns L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, og Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, er rætt um nýjar leiðir um samein- ingu og boðað að lögð verði fyrir Alþingi áætlun um sameiningar fram til ársins 2014. Þótt það sé ekki sagt berum orðum og Sam- bandið haldi því til haga að það hefur lögþvingun ekki á stefnu- skrá sinni, er ljóst að í þessu fel- ast áform um að beita lögum til að knýja á um sameiningar. Unnið hefur verið að málinu á þessum grund- velli í meira en ár. Það verður rætt á lands- þingi Sambandsins í lok mánaðarins. Hins Halldór Halldórsson STUTT Heimili og skóli – landssamtök for- eldra, Liðsmenn Jerico, Olweus- aráætlunin og Ungmennaráð SAFT ætla að hefja eineltisátak á lands- vísu á 11 stöðum á landinu dagana 14. september til 2. nóvember nk. Umfjöllunarefni fundanna er ein- elti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga á þessum stöðum munu undir hand- leiðslu leiklistarkennara eða leið- beinenda setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á net- inu,“eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur. Allir eru velkomnir. Eineltisátak Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn- arness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009, hafa með aðstoð góðra aðila ákveðið að færa öllum grunn- og framhalds- skólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Tilgangurinn er að efla áhuga íslenskra nemenda á raun- vísindum og gera þeim kleift að sjá undur alheimsins með eigin augum. Með sjónaukanum fylgir heimildarmynd með íslenskum texta um 400 ára sögu stjörnusjón- aukans. Þá hefur nýr stjörnu- fræðivefur verið tekinn í notkun, www.stjornuskodun.is. Skólar fá stjörnu- sjónauka að gjöf Stjörnuskoðun Allir grunnskólar lands- ins fá stjörnusjónauka að gjöf. Í dag stendur Femínistafélag Íslands fyrir opnum fundi þar sem fjallað verður um hvort nú sé þörf fyrir nýtt kvennaframboð eða kvennalista í anda þeirra sem voru á seinustu öld. Frummælendur verða Katrín Anna Guðmundsdóttir, fyrrum tals- kona Femínistafélagsins, Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður jafnrétt- isráðs, og Elísabet Jökulsdóttir rit- höfundur. Fundurinn verður hald- inn í Friðarhúsinu og hefst kl. 20. Tími fyrir nýtt kvennaframboð? Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Gallapils á 5.900 kr. - 3 litir Kíkið á heimasíðuna okkar rita.is www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 KJÓLAR, KJÓLAR Stærðir 38-56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.