Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 ✝ Kristófer BaldurPálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatns- sýslu hinn 17. desem- ber árið 1919. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík, 11. september síðastliðin. Foreldrar Baldurs voru Margrét Krist- ófersdóttir frá Köldu- kinn, f. 12. mars 1884, d. 19. mars 1950, og Pálmi Jón- asson, bóndi á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, f. 15. maí 1898, d. 14. október 1955. Baldur var einbirni og ólst aðallega upp á Blönduósi hjá móður sinni en fluttist með henni til Reykjavíkur er hann hóf nám þar. Baldur brautskráðist frá Verslunarskóla Íslands vorið 1938 og hóf síðan störf sem bókari hjá heildsölufyrirtæki G. Helgason & Melsteð hf. 1939 og vann þar til ársins 1946. Hann var ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar frá 1946-49 og fastur starfsmaður fé- lagsins frá 1946-47, einnig sinnti Baldur ígripastarfi sem þulur hjá Ríkisútvarpinu. Þetta réð úrslitum um feril Baldurs því 1. desember 1947 tók hann við starfi fulltrúa á lands, fulltrúi í BSRB og ritstjóri Ásgarðs svo fátt eitt sé nefnt. Hestamennsku stundaði Baldur af áhuga um árabil, átti ágæta hesta og hafði mikið yndi af þeim. Heið- arleiki og hreinskiptni var aðal Baldurs sem átti sér ýmis áhuga- mál. Hann hafði mikla unun af tón- list og leiklist og sóttu þau hjónin gjarnan tónleika og leiksýningar. Skáklistin skipaði háan sess og var Baldur einn helsti skákmaður í hópi starfsmanna Ríkisútvarpsins. Hann hafði mikinn áhuga á skáld- skap, ekki síst ljóðum, og tók oft saman góða ljóðaþætti. Ljóðlistin var honum hugleikin og allt frá unglingsárum sínum orti hann ljóð og kvæði. Árið 1977 sendi Baldur frá sér ljóðabókina Hrafninn flýg- ur um aftaninn, ljóð frá miðjum aldri, og tveimur árum síðar kom út safn af æskuljóðum sem hann nefndi Björt mey og hrein, í minn- ingu móður sinnari. Árið 2000 gaf Baldur út ljóðaþýðingar í síðustu bók sinni sem nefnist Á laufblaði einnar lilju sem hann gaf út til minningar um föður sinn Pálma Jónasson en faðir hans var einnig ágætlega vel hagmæltur. Þá hefur Baldur einnig þýtt fáeinar skáld- sögur og leikrit fyrir útvarp. Ort og þýtt söngtexta, þar á meðal er Alparósin við lag Edelweiss úr The Sound of Music sem allir kunna. Útför Baldurs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15. skrifstofu útvarps- ráðs, sem síðar var nefnd dagskrár- skrifstofa. Baldur annaðist lengi barna- tíma útvarpsins, síð- an kvöldvökur og tók saman bókmennta- þætti. Ekki er of sög- um sagt að Baldur hafi verið um langt skeið ein traustasta kjölfestan í dag- skrárgerð Rík- isútvarpsins. Baldur vann hjá Ríkisútvarp- inu á fjóra áratugi en hann lét af störfum árið 1981. Eiginkona Baldurs var Guðný Sesselja Ósk- arsdóttir, f. 15. desember 1925, d. 20. maí 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Árnason rak- arameistari og Guðný Guðjóns- dóttir. Baldur og Guðný giftu sig 4. nóvember 1950, þeim varð ekki barna auðið og bjuggu þau alla tíð á Egilsgötu 14, í Reykjavík. Á seinni árum bjó Baldur með Guð- rúnu A. Jónsdóttur á Vesturbrún 31 í Reykjavík, Guðrún lést 15. júní 2008. Baldur var mikill félags- málamaður og var stjórnarmaður í fjölmörgum félagasamtökum, svo sem Taflfélagi Reykjavíkur, Kór Hallgrímskirkju, Skáksambandi Ís- Látinn er Baldur Pálmason, góður frændi okkar barna Ingileifar og Jó- hanns frá Álfgeirsvöllum í Skaga- firði. Faðir Baldurs var einn þriggja sona Jónasar Björnssonar og Maríu Guðmundsdóttur, sem bjuggu á Álf- geirsvöllum, hinir tveir eru Sigurður og Jóhann faðir okkar. Minnumst við góðra stunda er Baldur og kona hans Guðný, heimsóttu okkur fjöl- skylduna sem þá bjó í Ásabyggð 4 á Akureyri. Baldur var einstaklega fróður maður og nafn hans nátengt Ríkisútvarpinu þar sem hann starf- aði í áratugi, hann var sögumaður, þjóðlegur og skemmtilegur. Var mjög gaman að heyra þá spjalla saman hann og föður okkar. Minn- umst við þessara heimsókna með þakklæti og mikilli virðingu fyrir frænda okkar. Minna varð um heim- sóknir og samskipti við Baldur frænda okkar eftir lát foreldra okk- ar eins og oft vill verða. En þráður var alla tíð á milli sem aldrei slitnaði. Viljum við systkinin, Jóhannsbörn frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði, minnast hans og hans ágætu konu Guðnýjar, með hluta úr kvæði Matt- híasar Jochumssonar, Skín við sólu Skagafjörður. Skín við sólu Skagaförður, skrauti búinn, fagurgjörður. Bragi ljóðalagavörður, ljá mér orku, snilld og skjól. Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir ginna, villa, dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augað máttug sól . Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til fjalla? Lágt til stranda? Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér á Tindastól. Lengst í fjarska sindra svalir, sælir fornu landnámsdalir. Eiríks göfga goðasalir, gamla, hlýja kostabyggð. Þar í hýru höfuðbóli hersir sat á friðarstóli, Blekktur tímans hvika hjóli, hof sitt vígði sátt og dyggð, frægur varð í fornum sögum, festi grið með stilltum lögum auðnuríkur ævidögum undi svo við spekt og tryggð. Kveð ég fagra fjörðinn Skaga, farðu vel um alla daga. Blessuð sé þín byggð og saga, bæir kot og höfuðból. Heyr mig, göfgi, glaði lýður, gæt þess vel, sem mest á ríður, Meðan tíminn tæpi líður, trúðu þeim er skapti sól. Þá skal sólin sælu‘ og friðar, sú er löngum gekk til viðar, fegra byggðir fagrar yðar, fóðra gulli Tindastól. Guð blessi minningu frænda okk- ar, Sigrún, Jónas, Guðmundur, Kristín og Jón Jóhannsbörn. Í minningunum var alltaf gott veð- ur, sólskin og blíða þegar Baldur og Guðný komu í sína árlegu heimsókn í Álfgeirsvelli til að heilsa upp á ætt- ingjana á miðju sumri. Þau dvöldu þá gjarnan einhverja tíma og tóku þátt í störfum líðandi stundar, spjöll- uðu og léku við okkur krakkana og þá var alltaf farið í útreiðartúra og sund á meðan á dvöl þeirra stóð. Gjarnan var boðið upp á súkkulaði og Tópas að sundi loknu, það átti að borða súkkulaðið og Tópasinn sam- an. Á milli föður okkar og Baldurs hélst alla tíð mikil og gagnkvæm vin- átta og fylgdust þeir ávallt hvor með öðrum þó hvorugur hafi getað talist frændrækinn. Eftir að við systkinin komumst til fullorðinsára var ávallt komið við á Egilsgötu 14, ef farið var til Reykjavíkur. Þar var öllum tekið opnum örmum af einstakri vináttu og hlýju enda höfðu þau hjónin mikla ánægu af því að gleðja aðra og allt var gert til að gera gestunum heim- sóknina sem ánægjulegasta og eftir- minnilegasta. Sum okkar vorum drif- in með á tónleika eða í leikhús, á hestbak eða í ökuferðir. Stundum settist Guðný við píanóið og spilaði nokkur létt lög heima í stofu og söng þá gjarnan með. Þau hjónin voru miklir listunnend- ur og sáu fegurðina jafnt í því smæsta sem því stærsta. Við minnumst frænda okkar Baldurs Pálmasonar með virðingu og þökk fyrir samfylgd- ina. Þú fegurð birtist í blíðum lögum, Í bjöllukliði, í hörpuslögum, í góðu máli, í gömlum sögum, í glöðu sinni við frábreytt kjör. Þú birtist einnig í bættum högum, bróður þeli á ævidögum, í draumaheimi, í dýrum bögum, í djörfu brosi á rauðri vör. Ég ann þér fegurð í öllum myndum. (B.P.) Fyrir hönd systkinanna frá Álf- geirsvöllum, Álfheiður B. Marinósdóttir. Góður vinur er farinn. Við kynntumst Baldri á unga aldri í gegnum Gunnu frænku sem var afa- systir okkar. Hún var sambýliskona Baldurs. Þau tóku virkan þátt í okkar lífi. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast þessum manni með öllum þeim kostum sem hann bjó yfir. Hann lagði mikla áherslu á að varðveita ís- lenska tungu og það var gaman að geta leitað til hans og fengið álit hans á íslenskufræðum. Hann leiðrétti okkur óspart og var það gott vega- nesti fyrir lífið og nýttist okkur vel. Baldur Pálmason ✝ Benný Sigurð-ardóttir fæddist á Hvammstanga 22. maí 1928. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans, Landakoti, 4. sept- ember 2010. Foreldrar hennar voru Sigurður Pálma- son, kaupmaður á Hvammstanga f. 27.2. 1882, d. 7.3. 1972 og kona hans Steinvör H. Benónýsdóttir, f. 22.8. 1888, d. 27.8. 1974. Benný ólst upp á Hvammstanga, hún var næst yngst fimm systkina en þau eru Sigríður Sigurðardóttir f. 27.9. 1912, d. 23.6. 1962, Guðrún Fa- restveit f. 7.12. 1913, d. 11.12. 1996, Pálmi Sigurðsson f. 20.11. 1915, d. 17.7. 1969, Sigrún Sigurðardóttir f. Benný nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1948 og Kvennaskól- ann á Blönduósi 1948-1949. Hún lauk húsmæðrakennaraprófi frá Hús- mæðrakennaraskóla Íslands 1952. Hún stundaði nám á Biltmore sel- skapslokaler og í stjórnun sjúkra- húseldhúsa og matreiðslu sjúkrafæð- is m.a við Rikshospitalet í Osló 1953-1954. Hún kenndi við Ungl- ingaskólann á Hvammstanga 1952- 1953 og kvennaskólann á Blönduósi 1954-1959. Hún kenndi verklegar hússtjórnargreinar, sjúkrafæði o.fl. við Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1960-1965 og 1967-1970. Hún var stundakennari við Barna- og Grunn- skólann í Hveragerði 1972-1973 og 1977-1996. Rit: Rit á vegum Náms- gagnagstofnunnar – Heimilisfræði II. Hreinlætis- og textílfræði ásamt Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Einnig ásamt Ingibjörgu Heimilisfræði III. Hreinlætis- og textílfræði. Útför Bennýjar fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag 17. september 2010 og hefst athöfnin kl 15. 1.4. 1930. Benný giftist hinn 21.5. 1970 Birni S. Sig- urðssyni garð- yrkjubónda í Hvera- gerði f. 6.7. 1920, d. 14.5. 2010. Þau bjuggu í Hveragerði frá 1970- 1998 en fluttu þá til Reykjavíkur. Fóst- urdóttir þeirra er Sig- ríður Áslaug Pálma- dóttir f. 7.2. 1960, maki hennar er Guðmundur Ingi Sigmundsson f. 10.5. 1952. Synir þeirra eru Björn Orri Guðmundsson f.18.2. 1986 og Bergur Már Guðmundsson f. 6.5. 2000. Sonur Björns er Magnús Björnsson f. 1.9. 1942, maki hans er Hallfríður K. Skúladóttir f. 19.3. 1945. Að loknum barnaskóla stundaði Systir mín Benný Sigurðardóttir andaðist í síðustu viku eftir stutta legu á líknardeild Landakotsspítala. Ég vil færa öllu starfsfólki þar mínar bestu þakkir fyrir mjög góða að- hlynningu. Benný var stóra systir mín en þó aðeins tveimur árum eldri en ég. Við höfum fylgst að í gegnum lífið allt frá upphafi og verið systur og góðar vinkonur. Hún var mér alltaf til halds og trausts, raungóð og hjálp- söm. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldna okkar beggja en sonur minn Jóhann var oft hjá Benný og Birni. Þá dvaldi Sigríður fósturdóttir þeirra hjá okkur þegar hún gekk í menntaskóla og síðar í háskóla. Flestum hátíðum eyddum við fjölskyldurnar saman, ýmist í Hveragerði eða hjá okkur hjónunum í Vesturbænum. Lítið hefur farið fyrir akstri bíls hjá mér á lífsleiðinni en Benný systir var því betri bílstjóri að mínu áliti og var ólöt við að keyra mig hvert sem mig fýsti. Þannig fórum við oft norður á Hvammstanga á græna Volksvagnin- um hennar Bennýjar með börnin í aft- ursætinu, komumst auðvitað klakk- laust á leiðarenda þó sumum þætti við taka okkur góðan tíma til ferðarinnar. Ég er einstaklega þakklát fyrir það að hafa átt þessa yndislegu systur, en hún var bæði falleg svo af bar, raun- góð við mig og mína og skemmtilegur samferðamaður í gegnum lífið. Þakka þér fyrir allt, Benný mín, þín systir, Sigrún. „Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys.“ Benný föðursystir mín er látin. Ég man lítið eftir Benny þegar ég var barn, hún kom norður á sumrin á heimili fjölskyldu sinnar í sínu sum- arfríi. Það fyrsta sem hún tók sér þá fyrir hendur, var að hreingera betri stofuna, þar var ekki kastað til hend- inni, allt var pússað og fægt. Stofan var oftast læst, því hún átti að vera fín þegar Sigurður afi átti von á stórlöx- um úr Reykjavík. Benný var dugleg og áræðin ung kona, hún setti um tíma hér á Hvammstanga upp kvenna- skóla, ég held að flestar ungar stúlkur á staðnum hafi sótt þann skóla. Hún kenndi einnig við Kvennaskólann á Blönduósi. Árin liðu. Benný giftist Birni Sig- urðssyni, garðyrkjubónda í Hvera- gerði, en þau áttu ekki börn saman. Þann 17. júlí 1969 lagðist myrkur yfir kaupmannshúsið, þá létust af slysför- um pabbi og Jón Ingimundur, yngsti bróðir minn, 6 ára gamall, sorgin var mikil. Og árið 1970 lést mamma, þann 16. mars, þá varð svartnætti á heim- ilinu. Hvað var til ráða, allt var í upp- námi. Ég bar vissa ábyrgð á systk- inahópnum, en yngsta systir okkar var aðeins 10 ára. Benny og Björn vildu leggja sitt af mörkum. Þau tóku Siggu litlu í fóstur, það var mikil gæfa fyrir okkur öll. Þau hjón lögðu sig fram um að hún fengi góða menntun, það var líkt Benný. Sigga giftist síðar Guðmundi Inga Sigmundssyni og eignuðust þau tvo drengi, Björn Orra og Berg Má. Mikil var hamingja Bennyar og Björns, þau nutu þess að eiga tvö barnabörn. Í hvívetna reynd- ust þau Siggu bestu fósturforeldrar sem hægt var að hugsa sér. Við systk- inin eigum svo mikið að þakka Benný og Birni fyrir allt sem þau veittu þess- ari yngstu systur okkar.Við kveðjum þessa merku konu í dag, takk fyrir allt, Benný. Far þú í friði. Anne Mary Pálmadóttir. Umhverfis beðinn stendur hópur fólks, systir, fósturdóttir, vinir og ætt- ingjar. Fólk, sem naut samvista henn- ar, fólk, sem sótti til hennar þroska og gleði. Fólk, sem hlustaði á söng henn- ar og tónlist. Fólk, sem leit upp til hennar fyrir dugnað og framsýni. Hvítur dúkur á náttborðinu, log- andi kerti, hringir í skál. Allt umbúið af kærleik hjúkrunarfræðings. Andlit- ið friðsælt, markað djúpri reynslu fjöl- breyttra verkefna. Presturinn les úr sálmunum og fólkið fer með faðirvorið. Hún var tilbúin að fara, segir prest- urinn og systirin segir, já. Guð, blessi hana, segir presturinn og gerir kross- mark yfir andlit og brjóst. Það renna tár og árin hennar verða allt í einu svo skýr. Árin hennar, ár lít- illar stúlku, sem fæddist á Hvamms- tanga vorið 1928. Lítillar stúlku, sem ólst upp á einu glæsilegasta heimili á landsbyggðinni. Ólst upp hjá föður menntuðum á Hólum, talandi latínu og norsku svo eftir var tekið. Kunni skil á blómum og gróðri betur en flest- ir, föður sem ruddi braut glæsilegrar atvinnustarfsemi og móður, sem var skjól fátæklinga og fatlaðra. Mamma, af hverju sefur konan í baðkerinu okkar? spurði litla stúlkan. Benný mín, öll rúmin voru upptek- in. Ég hafði ekkert annað. Svo prílaði barnið upp á orgelstól- inn, náði ekki niður á pedalana, þá söng hún bara lögin sín. Svo fékk hún píanó og gítar, sem hún sló í rúminu á Vífilsstöðum þegar lífvana líkami var færður á brott af stofunni. Hvítidauðinn vitjaði hennar ekki. Í tónlistarskólanum fann hún gleðina streyma um æðar sínar en faðirinn hvatti hana áfram til fjöl- breyttara náms. Hún lauk húsmæðra- kennaraprófi og sigldi til Noregs til frekara náms í stjórnun sjúkrahúss- eldhúsa og matreiðslu sjúkrafæðis. Og vettvangur stúlkunnar frá Hvammstanga varð að mennta ungar stúlkur á sviði heimilisfræða, að þroska þær og hvetja til en frekara náms. En sporin af mölinni og úr fjörunni á Hvammstanga stóðu henni ávallt næst. Hörð örlög sviptu hana bróður og litlum frænda í köldum sjó og fjór- ar systur urðu á örskammri stundu föður, bróður og móðurlausar. Minningin um konuna í baðkarinu og minningin um móður sem færði svöngum hermönnum jólamat í skjóli náttmyrkurs, móður, sem hafði sjálf verið vistuð móðurlaus hjá prests- hjónunum að Breiðabólstað, stóð svo meitluð í hugskoti hennar og hjarta að ekkert var sjálfsagðara en að faðmur Benný Sigurðardóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN KRISTMUNDSSON frá Kaldbak fv. skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Safamýri 73, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss aðfaranótt miðvikudagsins 15. september. Útförin verður gerð frá Skálholtskirkju laugardaginn 2. október kl. 14.00. Rannveig Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.