Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Una Sighvatsdóttir Kristján Jónsson „Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að fara þarna. Mér leið ömur- lega, en það var rosalega vel tekið á móti mér,“ segir einstæð, þriggja barna móðir, sem leitaði í fyrsta sinn til Fjölskylduhjálpar í gær. Óvenjumargir sóttu matarúthlut- anir í gær, miðað við hve stutt er frá mánaðamótum, eða um 550 fjöl- skyldur til Mæðrastyrksnefndar og 510 til Fjölskylduhjálpar. Hópurinn er jafnan stærstur í lok mánaðar þegar laun og bætur eru uppurin. „Yfirleitt hefur þetta sloppið hjá mér fram í síðustu viku mánaðarins en um leið og einhver aukaútgjöld bætast við þá gengur dæmið ekki lengur upp,“ segir einstæða móðirin. Hún er atvinnulaus og fleytir sér áfram á bótum, 140 þúsund krónum á mánuði. Hún segist eiga góða að og hún hafi fengið lán hjá fjölskyldunni en sé hætt því, enda líði henni illa yf- ir að láta aðra halda sér uppi. „Ástæðan fyrir því að ég þurfti að gera þetta núna var að ég borgaði íþróttir fyrir börnin um mánaðamót- in. Það er ekki hægt að láta þetta allt bitna á börnunum. Það verður eitt- hvað að fara að gerast í þessu landi því það er orðið svo ófjölskylduvænt að vera hérna. Bara matvælaverðið veldur því að ekki hafa allir kost á sömu tækifærum lengur.“ Í gær leitaði einnig í fyrsta skipti til Fjölskylduhjálpar 64 ára kona sem býr ein. Hún segir að erfitt hafi verið að taka þetta skref, en ekki hafi verið síður erfitt að sjá hve margt fólk var í röðinni sem náði langt út á götu. „Maður er hálf- klökkur þegar maður sér þetta, hvað það er mikið af ungu fólki þarna, það finnst manni agalegt, sumir voru með tvö eða þrjú börn,“ segir hún. „Maturinn sem ég fékk er brauð og efni í heitan mat sem endist mér í nærri viku og svo er þarna verslun sem selur föt á þokkalegu verði, þar keypti ég buxur á 500 krónur í sum- ar.“ Konan er þroskaþjálfi en hefur mjög lítið getað unnið síðastliðin ár vegna veikinda. Hún er á örorkubót- um og fær auk þess lífeyrisgreiðslur. Niðurlægjandi að leita hjálpar „Þetta eru um 130 þúsund krónur á mánuði útborgaðar. En þetta hef- ur verið að rýrna og á sama tíma hefur húsaleigan hækkað í 86 þús- und krónur.“ Hún á fimm börn og sjö barna- börn. „Ég á góð börn og þau hafa komið sér vel fyrir. Þau vita ekki að ég leitaði mér aðstoðar núna. Þau styðja mig að mörgu leyti en mér finnst það svo niðurlægjandi.“ Ætlar hún aftur á miðvikudaginn? „Það kemur bara í ljós en ég hugsa að ég geri það.“ Margir fá hjálp í fyrsta skipti  Yfir 1.000 fjölskyldur þiggja mat  „Sárt að láta aðra halda sér uppi“ Morgunblaðið/Ernir Röðin Í gær úthlutaði Fjölskylduhjálp mat til 510 fjölskyldna. Þá var í fyrsta skipti fenginn matarbíll sem úthlutaði heitum pylsum og drykk. „Þetta eru ellefu íbúðir og allur pakkinn til sölu í einu lagi,“ segir Jóhannes Einarsson hjá Nes- eignum, en hann hefur umsjón með sölu fjölbýlishúss á Raufarhöfn. Hann segist þegar hafa fengið fyr- irspurnir um eignina, sem er 915 fermetrar og var byggð árið 1981. Ásett verð á húsinu er 55 millj- ónir, og yfirtaka áhvílandi láns möguleg. Íbúðirnar, sem eru tveggja til fjögurra herbergja, fást því á fimm milljónir króna stykkið að meðaltali. Seljandi segir það jafnframt koma til greina að skipta á húsinu og íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu. Jóhannes segir flestar íbúðirnar í útleigu. „Þetta er stórsniðugt fyrir einhvern sem vill flytja í eina íbúðina og leigja rest- ina út. Þórshöfn er í korters akst- ursfjarlægð og þar er vöntun á hús- næði,“ segir hann. einarorn@mbl.is Ljósmynd/Neseignir Til sölu Áhugasamir geta fest kaup á þessu fjölbýlishúsi í heilu lagi. Fjölbýlis- hús selt í heilu lagi Seljandi segir eigna- skipti koma til greina Tunnur voru barðar af miklum móð á Aust- urvelli í gærkvöldi þegar mótmælendur komu þar saman þriðja daginn í röð. Fimm konur stóðu að mótmælunum og söfn- uðu saman tugum tómra tunna sem voru barðar, en tilefni mótmælanna var meðal annars að í gær voru liðin tvö ár frá falli Glitnis. Ásta Haf- berg, einn skipuleggjenda mótmælanna, sagði markmiðið m.a. að vekja athygli á því að Alþingi væri vanhæft og að heimilin gætu ekki tekið við meiri byrði. Hátt í 200 mótmælendur létu í sér heyra við Alþingishúsið þegar mest lét í gær. Var nokkrum eggjum kastað en lögregla sá ekki ástæðu til að hafa nein afskipti af mótmælunum sem fóru fram með friðsamlegum hætti. Morgunblaðið/Ómar Á annað hundrað mótmælendur á Austurvelli í gær Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við erum ekki að fara að funda með ráðherrum í ríkisstjórn sem er á rangri leið á mörgum svið- um,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann segist ekki ætla að þekkjast boð á fund fimm ráðherra um skuldavanda heimilanna sem haldinn verður í dag, en stjórnarandstöðuflokk- unum var síðdegis í gær boðið að senda fulltrúa á fundinn. „Samráð gengur ekki þannig fyrir sig að rík- isstjórnin velji þau mál sem hún er í mestum vand- ræðum með hverju sinni, og er ófær um að leysa, og boði stjórnarandstöðuna til fundar við sig til þess að draga athyglina frá eigin getuleysi á öðr- um sviðum,“ segir Bjarni. Samráð við ríkisstjórn- ina sé ekki það sem þurfi til að takast á við vand- ann sem upp sé kominn. „Það þarf hreinlega nýja stefnu.“ Þór Saari, talsmaður Hreyfingarinnar, segist efast um það að fundurinn í dag skili nokkru. „Mið- að við það sem þau lögðu fram [í fyrradag] kemur ekkert út úr því,“ segir hann. „Það var tilfinning okkar allra eftir þann fund að það væri verið að reyna að draga okkur inn í einhverja rústabjörgun sem ætti svo ekkert að gera með. Við gefum þessu einn séns enn, og sá séns verður [í dag],“ segir Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta minnir mig á hvernig þetta hefur oft verið á undanförum tveimur árum, þegar Jóhanna eða aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni tala um samstarf sem svo verður aldrei neitt meira úr. Það eru kannski haldnir einhverjir fundir, en á þeim gerist ekkert nýtt. Þeir eru síðan notaðir til þess að segja að samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna,“ segir hann. Ríkisstjórninni og málsvörum hennar hafi jafnframt tekist að fella alla stjórnmálamenn undir sama hatt, og „þannig dreift athyglinni frá því að þetta [sé] auðvitað vandræðagangur ríkisstjórn- arinnar“. Sigmundur segir Sigurð Inga Jóhanns- son, starfandi þingflokksformann flokksins, munu mæta á fundinn í dag. Áhugalitlir um fundarboð  Stjórnarandstaðan hefur efasemdir um boðað samráð allra flokka vegna skulda- vanda heimilanna  Formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mæta ekki í dag Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þór Saari Karl á fertugsaldri, sem var hand- tekinn í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fjár- svikamáli, var í gær látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Fimm sitja enn í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Um er að ræða mál þar sem sviknar voru 270 milljónir kr. út úr virðisaukaskattskerfinu. Meðal þeirra sem eru grunaðir um aðild að málinu er einn starfsmaður emb- ættis ríkisskattstjóra. Þá vinnur dómsmálaráðuneytið að því að fá framseldan Steingrím Þór Ólafs- son, sem var handtekinn í Vene- súela nýlega, en hann er eftirlýstur vegna fjársvikamálsins. Einn laus en fimm í haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.