Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 4
KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólafur Ólafsson spilaði sig inn í firnasterkt lið Grindavíkur á síð- ustu leiktíð í Iceland Express- deildinni í körfuknattleik. Ólafur er aðeins tvítugur að aldri en hefur öðlast nokkra reynslu og segist tilbúinn til þess að láta frekar að sér kveða í vetur. Ólafur er þekktur háloftafugl og hefur til að mynda sigrað í troðslu- keppni KKÍ. Á síðustu leiktíð sýndi Ólafur að hann er öflugur varnar- maður og var gjarnan settur til höf- uðs öflugustu sóknarmönnum and- stæðinganna. Ólafur segist reikna með að spila stærra hlutverk í sókninni á þessari leiktíð. „Helgi Jónas sagði við mig að ég yrði í stærra hlutverki í vetur og ég held að ég hafi nýtt mér það ágætlega hingað til. Í fyrra var ég aðallega í því að gera það sem ég kunni, þ.e.a.s. spila vörn og taka fráköst. Í vetur verður kannski meira um að ég fái boltann þegar mikið er undir í leikjum. Þá er lagt upp með að nýta þann sprengikraft sem ég bý yfir til þess að keyra á varn- armanninn. Það er ábyrgð- arhlutverk að fá það verkefni í Grindavíkurliðinu að ganga frá leikjum. Ég er alltaf tilbúinn ef til mín er leitað í leikjum, annað en bróðir minn sem er alltaf meiddur,“ sagði Ólafur léttur og sendi bróður sínum Þorleifi eitraða pillu af göml- um vana. Lærði mikið í Þýskalandi Ólafur eyddi tímabilinu 2008-2009 í Þýskalandi og segist hafa bætt sig mjög sem leikmaður á þeim tíma. „Þar var mjög miklu breytt varð- andi minn leikstíl. Ég ráðlegg ung- um leikmönnum sem vilja bæta sig að fara til Þýskalands. Þjálfunin er allt öðruvísi og þjálfararnir eru á bakinu á manni allan veturinn. Maður getur hatað þjálfarann en þetta skilar sér og ég er bara lif- andi sönnun þess,“ sagði Ólafur og bendir á að hann þurfi að láta til sín taka þar sem Grindavík hafi misst tvo mjög öfluga leikmenn í sumar. „Brenton Birmingham var ótrúlega góður leikmaður og hann gæti verið bestur á Íslandi til 45 ára aldurs ef honum sýndist svo. Hann er hins vegar hættur og Arn- ar Freyr Jónsson fór til Danmerk- ur en það var einnig mikill missir fyrir okkur,“ bætti Ólafur við. Ný vinnubrögð Spurður um nýja þjálfarann, Helga Jónas Guðfinnsson, þá segir Ólafur ný vinnubrögð hafa fylgt honum. Mun meira hafi verið lagt upp úr styrktarþjálfun en lang- hlaupum og sprettum. „Helgi hefur mikla reynslu sem leikmaður og veit um hvað boltinn snýst. Ofan á það er hann besti einkaþjálfari á landinu. Hann er búinn að gera gríðarlega mikið fyrir marga leik- menn í sumar. Helgi tók okkur í gegn og lét okkur gera ýmsar æf- ingar sem hann hefur notað sem kennari í Keili. Hann lét okkur hafa æfingaáætlun þegar æfingar hófust undir hans stjórn og fékk okkur til að lyfta lóðum fjórum sinnum í viku,“ sagði Ólafur ennfremur og hann segir undirbúningstímabilið hafa verið frábrugðið því sem hann hafi áður kynnst. „Álagið í lyftingunum minnkaði niður í tvö skipti í viku þegar keppnistímabilið byrjaði. Við vorum meðal annars í ólympískum lyft- ingum og leikmenn hafa bætt mjög við sprengikraftinn sem er nauð- synlegur í körfubolta.“ „Helgi tók okkur í gegn“  Háloftafuglinn Ólafur ætlar ekki bara að spila vörn  Brenton hefði getað verið bestur til 45 ára aldurs  Helgi lét Grindvíkinga lyfta fjórum sinnum í viku Morgunblaðið/Golli Efnilegur Ólafur Ólafsson verður í lykilhlutverki hjá Grindvíkingum í vet- ur. Ólafur er þekktur fyrir „tröllatroðslur“ í leikjum hjá Grindavík. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2010 Kristján Jónsson kris@mbl.is Margir körfuboltaáhugamenn áttu von á því að Grindvíkingar yrðu í baráttunni um helstu titl- ana í körfuboltanum hjá körlunum á síðustu leiktíð. Liðið var afskaplega vel mannað og lék vel á löngum köflum. Skerið sem Grindvík- ingar steyttu á var Snæfell úr Stykkishólmi. Fyrst tapaði Grindavík fyrir Snæfelli í bik- arúrslitaleiknum og svo aftur í tveimur leikj- um í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Annað er nú upp á teningnum því Grindavík var spáð 5. sæti í deildinni í árlegri spá leik- manna og forráðamanna liðanna. Vænting- arnar til liðsins eru því aðrar en í fyrra þótt Grindvíkingar sjálfir setji markið yfirleitt hátt. Skipt hefur verið um karl í brúnni og það er ljóst af viðtalinu hér að neðan, að Helgi Jónas Guðfinnsson ætlar ekki að þjálfa Grindavík- urliðið með vinstri. Helgi kemur með mikinn metnað inn í þjálfunina, sem þarf svo sem ekki að koma á óvart því Helgi var einn snjallasti körfuboltamaður landsins. Grindavíkurliðið hefur haft margar frábær- ar skyttur innan liðsins á undanförnum árum. Páll Axel Vilbergsson fer þar fremstur meðal jafningja en einnig má nefna Þorleif Ólafsson og Guðlaug Eyjólfsson. Auk þeirra lék Bren- ton Birmingham með Grindvíkingum síðustu árin en hefur ákveðið að láta gott heita í bolt- anum. Grindvíkingar hafa oft og tíðum verið skemmtilegir á að horfa. Þeir hafa gjarnan spilað hraðan leik að hætti Suðurnesjamanna og látið þriggja stiga skotunum rigna yfir and- stæðingana. Slíkur leikstíll er þó ekki endilega vænlegur til árangurs og fráfarandi þjálfari liðsins, Friðrik Ragnarsson, breytti þessum hugsunarhætti. Liðið ætti að búa að því og spilar væntanlega af skynsemi í sókninni. Í fyrstu leikjunum í haust hefur liðið spilað afar sterkan varnarleik og margt bendir til að það verði aðalsmerki liðsins í vetur. Eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu á undirbúnings- tímabilinu eru Grindvíkingar til alls líklegir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinnsson er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild. Grindvíkingar stóla á varnarleikinn Grindvíkingarskiptu um þjálfara í sumar þegar Njarðvík- ingurinn Friðrik Ragnarsson lét af störfum. Frið- rik tók við liði Grindavíkur sum- arið 2006 og var hársbreidd frá því að gera liðið að Íslandsmeisturum vorið 2009 en þá tapaði liðið naumlega fyrir frábæru liði KR í oddaleik.    Við starfi hans tók heimamað-urinn Helgi Jónas Guðfinnsson sem þreytir frumraun sína í meistaraflokksþjálfun. Helgi er að- eins 34 ára gamall en ætti að hafa margt til brunns að bera sem fyrr- verandi atvinnumaður og menntaður einkaþjálfari. Helgi er auk þess öll- um hnútum kunnugur hjá félaginu en þar lauk hann ferli sínum sem leikmaður tímabilið 2008-2009.    Grindvíkingar urðu fyrir blóðtökuí vor þegar leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson yfirgaf félagið og Brenton Birmingham ákvað að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Grindavík lenti í nokkru basli með að finna heppilegan bandarísk- an leikmann á síðustu leiktíð en Dar- rel Flake leysti það mál á miðju tímabili. Hann er einnig horfinn á braut og mun leika með Skallagrími í 1. deildinni í vetur. Auk þess skipti Einar Eyjólfsson yfir í Þór Akur- eyri.    Grindvíkingar munu tefla framtveimur erlendum leikmönnum á tímabilinu. Annars vegar er það leikstjórnandinn Andre Smith sem kom frá Austurríki. Ryan Pettinella mun hins vegar láta finna fyrir sér undir körfunni. Hann sýndi alla vega gegn KFÍ að hann getur tekið frá- köst því hann tók 21 frákast í þeim leik. Grindavík fékk einnig Helga Björn Einarsson frá Haukum og Al- mar Guðbrandsson frá KFÍ.    Grindvíkingarhafa fjórum sinnum farið alla leið og fagnað sigri í bik- arkeppninni, síð- ast árið 2006. Þrátt fyrir að hafa oft teflt fram öflugu liði á undanförnum árum þá hefur aðeins einn Íslandsmeist- aratitill komið í hús í Grindavík en það var árið 1996. Þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinnsson og aðstoðarþjálf- arinn Guðmundur Bragason voru þá báðir í stórum hlutverkum. Tveir leikmenn sem enn eru í hópnum voru þá komnir í leikmannahópinn en það eru þeir Páll Axel Vilbergs- son og Guðlaugur Eyjólfsson. Almar Guðbrandsson 20 ára Miðherji (1,98 m) Andre Smith 25 ára Bakvörður (1,85 m) Ármann Vilbergsson 25 ára Bakvörður (1,88 m) Björn Steinar Brynjólfsson 28 ára Bakvörður (1,90 m) Egill Birgisson 19 ára Miðherji (2,00 m) Guðlaugur Eyjólfsson 30 ára Bakvörður 1,90 m) Helgi Björn Einarsson 21 árs Framherji (1,90 m) Jens Valgeir Óskarsson 16 ára Framherji (1,98 m) Kjartan Helgi Steinþórsson 16 ára Bakvörður (1,88 m) Marteinn Guðbjartsson 18 ára Bakvörður (1,92 m) Nökkvi Már Jónsson 38 ára Miðherji (1,95 m) Ólafur Ólafsson 20 ára Bakvörður (1,94 m) Ómar Örn Sævarsson 28 ára Miðherji (2,00 m) Páll Axel Vilbergsson 32 ára Framherji (1,97 m) Þorleifur Ólafsson 26 ára Bakvörður (1,92 m) Þorsteinn Finnbogason 21 árs Framherji (1,94 m) Ryan Pettinella 26 ára Miðherji (2,06 m) Leikmannahópurinn GRINDAVÍK VETURINN 2010-2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.