Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Forvitnilegt væri að vera fluga á vegg þegar
Teitur Örlygsson ræðir við lærisveina sína um
markmið vetrarins. Teitur er sigursælasti leik-
maður í sögu Íslandsmótsins, ásamt Agnari
Friðrikssyni, og Teitur hugsar í titlum eins og
fram kemur í viðtalinu hér að neðan. Nú horfir
svo við að hann er með leikmannahóp sem gæti
farið alla leið á Íslandsmótinu og nokkuð
sterkan heimavöll. Stjarnan varð bikarmeist-
ari árið 2009 og hví ekki að setja stefnuna á
þann stærsta? Morgunblaðið veit ekki hvaða
markmið Garðbæingar hafa sett sér en þeir
hljóta að stefna hátt. Þeir áttu mjög gott tíma-
bil í fyrra og féllu úr keppni í 8-liða úrslitum í
hörkurimmu gegn Njarðvík. Stjarnan er með
sterkari leikmannahóp en í fyrra ef eitthvað
er. Breiddin er meiri með tilkomu Daníels G.
Guðmundssonar sem er viðbót við hópinn en
einnig geta þeir Ólafur Ingvason og Guðjón
Lárusson beitt sér meira en síðasta vetur.
Þessar vangaveltur um að Stjarnan geti
gert atlögu að Íslandsmeistaratitlinum eru
settar fram með fyrirvara um meiðsli lyk-
ilmanna auk þess sem leikmannahópur liðanna
vill nú stundum breytast þegar líður að úr-
slitakeppninni. Eins og sakir standa eru
Garðbæingar í góðum málum hvað það varðar
að þeirra leikmannakjarni er nánast sá sami
þriðja tímabilið í röð. Miðherjinn Djordje
Pantelic bættist við hópinn fyrir úrslitakeppn-
ina á síðustu leiktíð en átti erfitt með að spila á
þeim hraða sem Stjörnuliðið vill spila. 
Auk þess er verkaskiptingin nokkuð skýr
hjá Stjörnunni og jafnvægið getur því raskast
ef aðsópsmikill leikmaður bætist í hópinn.
Marvin Valdimarsson gekk til liðs við félagið í
sumar en hann var stigahæsti íslenski leik-
maður deildarinnar á síðasta tímabili. Hann
virðist falla ágætlega inn í leik liðsins og á
sjálfsagt eftir að aðlagast betur. Hann mun þó
ekki skora jafnmikið hjá Stjörnunni og hann
gerði hjá Hamri. 
Morgunblaðið/Kristinn
Þjálfarinn Teitur Örlygsson er á þriðja ári
sínu sem þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ. 
Hversu hátt á Stjarnan að stefna?
L
eikmanna-
hópur
Stjörnunnar hef-
ur styrkst frá síð-
asta vetri ef eitt-
hvað er en þar
hafa reyndar ver-
ið mun minni
breytingar en hjá
flestum liðum
deildarinnar. Akureyringurinn
Magnús Helgason ákvað reyndar að
leggja skóna á hilluna en hann skilaði
góðu framlagi í Garðabænum. Ólafur
J. Sigurðsson og Djorde Pantelic
spiluðu hluta af tímabilinu og eru
farnir aftur. Pantelic passaði ekki
nægilega vel inn í hraðan leik Stjörn-
unnar. Einnig eru horfnir á braut
þeir Erling Gauti Jónsson, Jón Pétur
Þorsteinsson, Eyjólfur Örn Jónsson,
Hafþór Örn Þórisson og Hilmar
Geirsson. 
L50098L50098L50098
S
tjarnan nældi
í stóran bita
á leikmanna-
markaðinum í
sumar þegar liðið
fékk til sín Mar-
vin Valdimars-
son frá Hamri.
Marvin gerði það
heldur betur gott
í Hveragerði og var stigahæsti ís-
lenski leikmaður deildarinnar á síð-
ustu leiktíð. Einnig fékk Teitur Ör-
lygsson gamlan lærisvein úr
Njarðvík til félagsins, Daníel G. Guð-
mundsson. Hann kom úr Kópavog-
inum og var lykilmaður hjá Breiða-
bliki síðustu tvö tímabilin. Daníel ætti
að auka breiddina hjá Stjörnunni.
Einnig eru komnir til félagsins Ottó
Þórsson, Sigurbjörn Ottó Björnsson
og Dagur Kár Jónsson sem skilaði
sér upp úr yngri flokkunum. 
L50098L50098L50098
K
örfuboltinn á sér ekki mikla hefð
í Garðabænum eins og komið er
inn á í viðtalinu við Kjartan Kjart-
ansson hér til hliðar. Stjarnan státar
þó af bikarmeistartitli frá árinu 2009.
Stjarnan lagði þá geysilega öflugt lið
KR-inga í úrslitaleik í bikarúrslitaleik
sem meðal annars hafði Jón Arnór
Stefánsson innan sinna raða. Fyrir
ári vann Stjarnan sigur í Meist-
arakeppni KKÍ og aftur voru KR-
ingar fórnarlömb þeirra. 
L50098L50098L50098
V
ið stjórnvölinn í Garðabænum er
einn sigursælasti körfubolta-
kappi Íslands, Teitur Örlygsson, sem
varð tíu sinnum Íslandsmeistari með
Njarðvík á sínum ferli. Hann tók við
Stjörnunni í desember 2008 en hafði
áður þjálfað uppeldisfélag sitt í
Njarðvík. 
L50098L50098L50098
S
tjarnan tapaði öllum 22 leikjum
sínum í úrvalsdeild veturinn
2001-2002 en Jón Guðmundsson og
Kevin Grandberg voru þjálfarar liðs-
ins á því tímabili. 
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Uppgangur Stjörnunnar í íslenskum körfu-
bolta á undanförnum árum er eftirtekt-
arverður. Félagið teflir fram liði sem spáð er 4.
sæti í deildinni í vetur og merkilegt má telja að
litlu munaði að deildin yrði lögð niður fyrir ör-
fáum árum. 
?Á keppnistímabilinu þegar við fórum upp í
efstu deild, 2007-2008, voru umræður um hvort
við ættum að setja almennilegan metnað í körf-
una eða vera bara með lið í bumbuboltanum.
Uppbyggingin var hafin í yngri flokkunum
undir stjórn Jóns Kr. Gíslasonar en meist-
araflokkurinn var við það að lognast út af.
Menn voru ekki í körfuboltanum af fullri al-
vöru og það var því lítill grundvöllur fyrir al-
vöruliði. Bragi Magnússon breytti hugs-
unarhættinum talsvert þegar hann tók við
liðinu og kom því upp um deild,? sagði bak-
vörðurinn Kjartan Atli Kjartansson þegar
Morgunblaðið ræddi við hann um starfið í
Garðabænum. 
Innrömmuð mynd í stofunni
Kjartan er einn þriggja leikmanna sem þá
voru í liði Stjörnunnar og fögnuðu bikarmeist-
aratitli ári síðar í Laugardalshöllinni. Ásamt
honum voru það þeir Birkir Guðlaugsson og
Guðjón Lárusson. ?Við vorum á fundinum þeg-
ar leggja átti meistaraflokkinn niður og við
vorum einnig uppi á pallinum þegar við tókum
við bikarnum. Það er rosalega gaman að taka
þátt í þessum breytingum. Úrslitaleikurinn
gegn KR er upplifun sem maður gleymir
örugglega aldrei enda er ég með innrammaða
mynd úr leiknum í stofunni hjá mér. Það sýnir
hvað þessi sigur skipti okkur miklu máli og það
er ákveðið skref fyrir öll félög að ná sínum
fyrsta titli,? sagði Kjartan og hann segir Teit
Örlygsson hafa verið rétta manninn til þess að
auka metnaðinn í félaginu. ?Bragi skilaði okk-
ur upp um deild en ég held að það sé erfitt fyrir
þjálfara að fara með lið upp um deild og taka
svo einnig næsta skref. Teitur er sigurvegari
og við vissum að hann kynni að vinna. Hann
gerbreytti allri nálgun okkar og velti upp
þeirri spurningu af hverju við ættum ekki að
hugsa í titlum. Hann víkkaði sjóndeildarhring-
inn en þáttur Jóns Kr. í uppbyggingunni er
einnig mjög stór. Hann hefur bæði starfað
mikið í félaginu og hann kom liðinu einnig í
efstu deild í fyrsta skipti. Auk þess tók hann
við liðinu ásamt Eyjólfi Jónssyni á undan Teiti.
Við notum til að mynda ennþá leikkerfi frá
þeim tíma,? benti Kjartan á. 
Marvin og Daníel eru liðsmenn
Spurður um tímabilið sem nú er nýhafið seg-
ist Kjartan vera nokkuð bjartsýnn og þá sér-
staklega vegna þess að litlar breytingar hafa
orðið á leikmannahópi Stjörnunnar. ?Nánast
öll liðin í kringum okkur hafa breyst mikið.
Okkur tókst að halda sama kjarna leikmanna
og þannig hefur það verið frá því að Teitur tók
við. Auk þess fengum við Marvin og Daníel
sem eru miklir liðsmenn. Það hjálpar okkur
mikið og það var mikilvægt að fá leikmenn sem
hugsa ekki um sig fyrst og síðan liðið. Við höf-
um hins vegar ekki sett okkur nein markmið
fyrir veturinn. Við hugsum svo stutt fram í tím-
ann og ég get ekki talið upp nema næstu tvo
andstæðinga okkar,? sagði Kjartan Atli Kjart-
ansson við Morgunblaðið.
Gerbreytt nálgun
L50098 Kjartan, Birkir og Guðjón voru á fundinum þegar leggja átti liðið niður
Morgunblaðið/Golli
Heimamaður Kjartan
Kjartansson hefur gengið
í gegnum súrt og sætt
með liði sínu Stjörnunni.
Kjartan var í leik-
mannahópnum þegar
stjórn félagsins íhugaði
að leggja deildina niður
fyrir örfáum árum.
Stjarnan er nú í hópi
bestu liða landsins. 
Kjartan Atli Kjartansson 26 ára Bakvörður (1,91 m)
Jovan Zdravevski 30 ára Framherji (1,98 m)
Daníel G. Guðmundsson 24 ára Bakvörður (1,87 m)
Birkir Guðlaugsson 26 ára Bakvörður (1,89 m)
Marvin Valdimarsson 29 ára Framherji (1,98 m)
Ólafur Aron Ingvason 26 ára Bakvörður (1,85 m)
Dagur Kár Jónsson 15 ára Bakvörður (1,85 m)
Ottó Þórsson 33 ára Bakvörðrur (1,86 m)
Justin Shouse 29 ára Bakvörður (1,81 m)
Guðjón Lárusson 29 ára Framherji (1,95 m)
Birgir Björn Pétursson 24 ára Miðherji (2,05 m)
Fannar Freyr Helgason 26 ára Miðherji (2,02 m)
Sigurbjörn Ottó Björnsson 36 ára Framherji (1,96 m)
Leikmannahópurinn
STJARNAN VETURINN 2010-2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4