Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 1

Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 1
III. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI 24. DES. 1949 24. TÖLUBLAÐ Jólin eru að koma, yndisleg- asta liátíð ársins og sú hátíð, sem vér eigum fegurstar og ó- gleymanlegastar minningar um. Hverju myndir pú svara, ef þú værir spurður, af hverju það er svo dásamlegt að halda ár- lega heilög jól? Er það vegna þess, að þá fáum við frí frá störf um í nokkra daga? Er það vegrui jólagjafanna eða kræs- inganna, sem þá eru á borð bornar, eða af því að á jólun- um er vopnahlé á vígvelli stjórn málanna? Nei. Allt þetta á vafa- laust þátt í því, að við hlökk- um til jólanna, ungir og gamlir. En þetta er ekki kjarni máls- ins. Fegurstu áhrif jólanna eru það, að þá gætir hugarfars barnsins — alls hins barnslega í sál okkar — meira en á nokk- urum öðrum tíma ársins. Það er svo auðvelt að verða barn á jólunum, og það gerir okkur að betri mönnum, auðgar okkur stórkostlega. Þýzka skáldið Goethe segir á einum stað, að „mönnunum gremdist, livað sannleikurinn væri einfaldur“. Allt miðast við liina fullorðnu. Og það á ekki hvað sízt við ijfirstandandi tíma, að hið barnslega og einfalda hef ur orðið að víkja. En það hefur hvorki gert mennina betri né farsælli. Það hefur þvert á móti villt þeim sýn á gildi mannlífs- ins, eðli þess og tilgangi. Við vitum margt nútímamennirnir. Þekkingunni lxefur fleygt fram með risaskrefum frá því á 19. öld, að upplýsingastefnan lwfst. En öll þessi mikla þekking, sem við ráðum yfir, snýst ekki um kjarna lífsins. Hitt er sönnu nær, að nútímamaðurinn hafi gleymt — eða ýtt til hliðar — ýmsum hinna sönnustu verð- mæta lífsins og fornu sannind- um, er aldrei mega í gleymsku falla, ef maðurinn á að vera fær um að lifa því lífi, sem honum er ætlað að lifa. Mennirnir vilja vera vitrir og þeir leggjast djúpt. Það er nokk- ur sannleikur í því fólginn, að heimspekingur sé maður, sem gerir auðskilin og einföld sann- indi flókin og torskilin. Við vilj- um vera of miklir lieimspekingar en útiloka barnið í okkur. Þess vegna gctur okkur gramizt livað sannleikurinn er í raun og veru einfaldur. Á heilögum jólum eigum við að minnast ummæla biblíunnar um það, að við þurfum að verða eins og börnin til þess að geta skilið hin dýpstu sannindi, er varða okkur mest. Og við eigum að verða það, ekki aðeins vegna barnanna og jólanna, heldur vegn sjálfra okkar. Það bezta, sem við getum óskað sjálfum okkur til handa, er að eignaSt hugarfar barnsins og varðveita það, ekki aðeins á jólunum, heldur lífið á enda. Barnið er gætt þeim liæfileika að geta séð hlutina í réttara Ijósi, en við, sem fullorðin erum. Danska skáldið H. C. Andersen hefur lýst því á minnisstæðan hátt í sögunni um „Nýju fötin keisarans“. Fordómar og hræsni náðu slíku valdi yfir hinum full- orðnu, að þeir gátu ekki greint muninn á ímtjndun og raunveru leika, en barnið sá sannleikann og sagði hann hispurslaust. Og hugsum um hvílíkan þátt barnið á í því að gera okkur að betri mönnum, verja okkur falli og reisa okkur við — hvílík áhrif það liefur á okkur, foreldra og vini þess. Það er fögur fyrir- mynd ftyrir okkur, sem eldri er- um. Barnið getur grátið út af því, sem það hefur illt aðhafst, en það kann líka að taka á móti fyrirgefningu, þannig að hið illa er ekki aðeins gleymt, heldur horfið með öllu úr vitund þess. Barnið leggur ekki árar í bát, þó að á móti blási; það sér nýja möguleika, er ávallt vongott og fullt af trúnaðartrausti. Barnið trúir því og treystir, að faðir þess geti allt. — Hver getur hjálpað okkur betur og kennt okkur meira en barnið? Barnið er fegursta fordæmið, sem vér eigum. Þegar við erum sannast- ir og trúastir því bezta í sjálf- um okkur, þá er það barnið í okkur, sem fær að njóta sín. Jesús kenndi okkur, að Guð væri faðir okkar. Hugsið ykkur muninn á því, að Guð er faðir okkar en ekki konungur. Hann drottnar ekki yfir okkur, hann elskar okkur og kærleikur hans er föðurelska. En af þessu leiðir að við erum og eigum að vera börnin hans. Þetta er hinn mikli og gleðilegi boðskapur jólanna. Föðurgæzka guðs vakir yfir okk- ur, börnunum hans. Föðurkærleikur guðs kallar á og vekur liugarfar barnsins með okkur. Veritm svo „börn“ á jólunum. Verum börn allt árið — allt lífið. Ef við gerum það, þá fyrst finn- um við, hvað lífið er dásamlega auðugt og fagurt. Gleðileg jól! Kristinn Stefánsson. Hvenær varð jóla- sveinninn til? Það herrans ár 1644, þegar Cromwell var að hefja veldis- sprota sinn á loft, bönnuðu púri tanar alla jólasiði í Englandi, hvort heldur þeir voru af trúar- legum eða veraldlegum toga spunnir. Rithöfundur nokkur á þeim tíma, sem syrgði horfnar jóla- venjur, bernskuáranna, spurðist því frétta af „blessuðum grá- skeggjaða öldungnum, sem kall- aður var jólasveinn og alls stað- ar var aufúsugestur. Oldungn- um, sem heimsótti allra stétta menn, jafnt ríka sem fátæka“. „Hver sem sagt getur“, skrif- aði hann, „hvað orðið hefur af honum eða hvar hann er að finna, látið þann hinn sama koma með hann aftur til Eng- lands.“ Þannig var jólasveinninn út- rekinn úr Englandi, á meðan veldi Cromwells var í blóma. En hann kom aftur, sigri hrós- andi, fram á sjónarsviðið með endurreisnartímabilinu. Hann gat beðið síns tíma, því að fárra ára þögn um þann, sem telur aldur sinn í öldum, gerir hvorki til né frá. Hversu gamall hann er verður eigi sagt með neinni vissu. Einu sinni var hann Óðinn, goð nor- rænna manna, sem launaði fylg- ismönnum sínum með gjöfum og reið um hvolf hinnar heiðnu Evrópu á áttfætta hestinum sínum, Sleipni. Eftir því sem Evrópubúar tóku Kriststrú og urðu fráhverfari heiðnu goðun- um, varð Óðinn og þá jafnframt hátíð hans, að taka á sig annað gervi. Hann varð að heilögum Niku lás, sem var biskup af Myrna á 4. öld og heilagur verndari barnanna. Myndbreytingin var auðveld, þar sem biskupinn hafði alla sína ævi yndi af að gefa óvæntar gjafir, sem enn þann dag í dag er höfuðkostur jólasveinsins. Sem dæmi um mildi hans má nefna, er hann bjargaði þremur ungum systrum frá því að lenda á villugötum, vegna fátæktar, með því að kasta með leynd þremur gullstöngum inn um op- inn glugga á stofukytru þeirra. í fyllingu tímans lézt hann og var gerður að dýrðlingi og var hátíð hans haldinn 6. des. ár hvert. Þar sem hátíð hans var haldin svo nálægt jólum og vegna örlætis hins gæfa biskups var hann óhjákvæmilega tengd- ur hinu örláta goði, Óðni, sem orðið hafði að þoka fyrir Guði kristinna manna. Upp frá því var það krist- barnið, sem bænheyrði börnin, en st. Nikulás, sem í raun réttri uppfyllti óskir þeirra. Smátt og smátt breyttu svo siðirnir hon- um úr „hinum helga biskup“ í hinn hvítskeggjaði rauðklædda jólasvein, sem kallaður er „Fath- er Christmas“ á enska tungu. Þar sem ættfaðir jólasveinsins er þannig norrænn andi, þá kem- ur hann, í hugum barnanna frá ríkjum íss og snjóa og ferðast á sleða, sem dreginn er af hrein- dvrum. Við getum gert ráð fyrir, að hann hafi einhverju sinni kom- ið til bæja rétt eins og mann- legar verur, þótt hanli kiæmi með leynd, eða ef til vill hefur hann hent gjöfunum sínum inn um opinn glugga eins og hann hafði gert fyrir ungu systurnar þrjár í Myrna. En þegar reyk- háfar eru fyrst byggðir á hús á 15. og 16. öld, þá velur hann þá leiðina, Holdgun st. Nikulásarer er meir í hávegum höfð á meginlandi Evrópu heldur en í Englandi. í Tékkó-Slóvakíu gengur maður klæddur sem biskup frá einu húsi til annars á jólunum. í fylgd með honum er svartklædd vera, sem er nauðalík kö'lska sjálfum. í Sviss gengur St. Niku- lás í hópi barna, sem klædd eru í hvíta náttserki. Andlit þeirra er þakið fáheyrilega ljótu, hvítu gervi og höfuð þeirra skreytt skrítnum hlutum, sem minna mjög á tehjálma. En „sinn er siður í landi hverju“. A Englandi heyrist fyrst minnst á jólasveininn snemma á 15. öld, því að til er jólahug- vekja, sem byrjar: „Heill þér, Jólasveinn! heill sé þér.“ Það var á 19. öldinni sem hann kom í rauninni alkominn til Englands aftur og koin þá Framli. á bls. 2

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.