Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmeistarar KR mættu með nokkuð
breytt lið til leiks í haust og eru öflugir leik-
menn horfnir á braut frá því í vor þegar liðið
vann Hamar í skemmtilegri fimm leikja úr-
slitarimmu um titilinn. Signý Hermannsdóttir
er í fríi frá körfubolta og besti leikmaður úr-
slitakeppninnar Unnur Tara Jónsdóttir er far-
in utan til náms. Auk þess er KR ekki með
bandarískan leikmann í sínum röðum en Jenny
Pfeiffer-Finora lék með liðinu í fyrra. Hún var
svo sem engin burðarás í liðinu en góð skytta
og gat raðað niður skotunum þegar hún hitn-
aði. Var einfaldlega fín viðbót við frábæran
leikmannahóp. Signý hefur verið einn öflugasti
leikmaður deildarinnar árum saman og fáir ís-
lenskir leikmenn hafa staðið henni snúning í
teignum. 
Ef KR-liðið er metið eins og það er skipað
núna, þá er ekki óvarlegt að ætla að það standi
Keflavík að baki og hugsanlega einnig Hamri.
Hins vegar telja margir körfuboltaspekingar
að KR-liðið eigi eftir að styrkjast verulega
þegar á líður veturinn. Signý hefur til að
mynda ekki gefið út neinar formlegar yfirlýs-
ingar um hvort hún ætli að leggja skóna á hill-
una eða sé í tímabundnu fríi. Það þyrfti því
ekki að koma á óvart þó Signý myndi bætast
við leikmannahóp KR í vetur og þá verður yfir-
bragðið á liðinu talsvert annað en nú er. Gerist
það ekki má telja líklegt að KR bæti við sig
bandarískum leikmanni eftir áramót. Ef til
þess kemur, og KR fær leikmann sem fellur
vel inn í liðið, þá lítur titilvörnin alls ekki illa út
fyrir KR. Ekki er líklegt að KR muni bæði fá
Signýju og erlendan leikmann til sín. 
Leikstjórnandinn Hildur Sigurðardóttir er
körfuknattleiksáhugafólki að góðu kunn og
hún verður áfram einn besti leikmaður deild-
arinnar. Auk hennar verða Margrét Kara
Sturludóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir í
lykilhlutverkum rétt eins og í fyrra. Einnig er
nú pláss fyrir aðra leikmenn til að blómstra.
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfarinn Hrafn Kristjánsson tók við KR-
liðinu í sumar af Benedikt Guðmundssyni.
Leikmannahópurinn ekki fullskipaður
Í
slandsmeist-
arar KR hafa
misst sterka leik-
menn frá síðustu
leiktíð. Þar best
hæst að miðherj-
inn og fyrrver-
andi landsliðsfyr-
irliðinn Signý
Hermannsdóttir
hefur ákveðið að taka sér hvíld frá
körfuknattleiksiðkun. Signý hefur
ekki gefið neitt út um framhaldið en
hún hefur alla vega ekkert æft með
KR-liðinu á þessari leiktíð. Unnur
Tara Jónsdóttir lagði land undir fót
og hélt til Ungverjalands og nemur
þar læknisfræði. Munar um minna
því Unnur var kjörin besti leik-
maður úrslitakeppninnar. Banda-
ríski leikmaðurinn Jenny Pfeiffer-
Finora er farin af landi brott og
Heiðrún Kristmundsdóttir er farin
til Bandaríkjanna. Auk þess eru þær
Brynhildur Jónsdóttir, Jóhanna
Sveinsdóttir, Gréta Mar Jós-
ephsdóttir og Dóra Þrándardóttir
hættar eða í fríi frá boltanum. 
L50098L50098L50098
K
R fékk öflugan leikmann í sum-
ar þegar Hafrún Hálfdán-
ardóttir kom frá Hamri. Rut Herner
Konráðsdóttir kom frá Þór á Ak-
ureyri en auk þess komu þær Berg-
dís Ragnarsdóttir og Aðalheiður
Ragna Óladóttir frá Fjölni í haust.
Fjórir leikmenn gengu jafnframt
upp í meistaraflokk úr yngri flokk-
unum, Ingunn Erla Kristjánsdóttir,
Kristbjörg Pálsdóttir, Helga Hrund
Friðriksdóttir og Ragnhildur Arna
Kristinsdóttir. 
L50098L50098L50098
H
rafn Krist-
jánsson tók
við þjálfun liðsins
í sumar en Bene-
dikt Guðmunds-
son hætti óvænt
með liðið í vor eft-
ir að hafa stýrt
því til sigurs í Ís-
landsmótinu.
Hrafn fékk gamlan félaga sinn úr
KFÍ, Baldur Inga Jónasson, sér til
aðstoðar en báðir eru þeir menntaðir
íþróttakennarar með mikla reynslu
af þjálfun. 
L50098L50098L50098
K
R hefur komist í úrslitarimm-
una um Íslandsmeistaratitilinn
síðustu þrjú árin. Árið 2008 tapaði
KR fyrir Keflavík 0:3 í fremur
ójafnri rimmu en árið 2009 fór
rimma KR og Hauka í oddaleik í
Hafnarfirði. Þar höfðu Haukar bet-
ur eftir spennandi leik. Í vor var
Hamar andstæðingur KR og aftur
fór úrslitarimman í fimm leiki. 
L50098L50098L50098
K
R hafnaði í neðsta sæti deild-
arinnar árið 2006 og lék því í 2.
deild tímabilið 2006-2007. Eins og
sjá má af framansögðu náði félagið
sér fljótt á strik aftur.
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Margrét Kara Sturludóttir hefur
komið eins og stormsveipur inn í KR-
liðið frá því að hún gekk í raðir félags-
ins á miðju tímabili 2008-2009. Síðan
þá hefur KR bæði unnið bikarinn og
deildina og Kara er nú ein af lyk-
ilmönnum liðsins og auk þess með
þeim reyndari þó hún sé aðeins 21 árs
gömul. ?Hildur Sig. er reynsluboltinn
okkar en svo eru ég, Helga Einars og
Guðrún Gróa eins og gömlu konurnar
í liðinu sem er frekar fyndið,? sagði
Margrét Kara þegar Morgunblaðið
sló á þráðinn til hennar en þessar
þrjár sem um ræðir eru ekki nema
rúmlega tvítugar og Hildur er ekki
orðin þrítug. Kara hefur ekki áhuga á
því að hampa sjálfri sér mikið en hún
hefur skorað rúmlega 22 stig að með-
altali í þeim deildaleikjum sem búnir
eru í haust. ?Ég verð bara að taka af
skarið í mínu liði þegar einhverjir
leikmenn hafa horfið á braut. Auðvit-
að gerir maður það og reynir að sinna
sínu, sama hvaða hlutverk það er.?
?Teknar og flengdar?
KR tapaði illa fyrir Keflavík í úr-
slitaleik Lengjubikarsins í aðdrag-
anda Íslandsmótsins. Kara segir það
hafa dregið úr sjálfstrausti leikmanna
en Íslandsmeistararnir eru með 50%
vinningshlutfall eftir sex leiki. 
?Gengi okkar í deildinni er engin
óskabyrjun. Frammistaðan í úrslita-
leiknum í Lengjubikarnum kom svo-
lítið aftan að okkur og okkur var svo-
lítið brugðið eftir þann leik. Við
vorum náttúrlega teknar og flengdar
og mér fannst það slá okkur svolítið
út af laginu. Við skriðum aðeins inn í
skelina en við verðum bara að vinna
með þetta. Við erum með nýtt lið,
sem er fullt af ungum og nýjum stelp-
um. Við erum að stilla okkar strengi
saman og það er flott stemning í
hópnum. Ég held að þetta sé flott
blanda af leikmönnum og framtíðin
er björt auk þess sem það er flott fólk
að vinna í kringum þetta hjá okkur.?
Þegar talið berst að toppbarátt-
unni þá segist Kara reikna með því að
fimm lið verði öflug eins og í fyrra.
?Ég reikna með því að Keflavík verði
fremst í flokki en þar á eftir muni
koma þrjú lið, KR, Haukar og Ham-
ar. Einnig finnst mér að lið Njarðvík-
ur hafi verið mjög vanmetið fyrir
tímabilið og ég tel að þær verði mun
ofar en þeim var spáð. Það verður
mjög spennandi að sjá hvaða lið verða
í A-deildinni og það hefur verið
spenna í kringum það síðustu tvö ár-
in,? sagði Kara en liðunum átta er
skipt upp í tvær deildir á miðjum
vetri, áður en að úrslitakeppninni
kemur. 
Breytingar af hinu góða
KR hefur tvívegis skipt um þjálf-
ara frá því að Jóhannes Árnason
sneri sér að lögmannsstörfum vorið
2009. ?Engir tveir þjálfarar eru eins
en okkur líkar voðalega vel við Hrafn.
Nú taka við nýjar æfingar og nýjar
áherslur sem er bara jákvætt og gott.
Mér finnast breytingar ávallt vera af
hinu góða. Það eru skemmtilegir og
spennandi tímar hjá KR,? sagði Mar-
grét Kara Sturludóttir við Morg-
unblaðið.
?Var svolítið brugðið?
L50098 Margrét Kara er ein af gömlu konunum í KR L50098 Segir meistarana vera að
stilla saman strengina L50098 Voru slegnar út af laginu eftir stórt tap gegn Keflavík
Morgunblaðið/Ómar
Máttarstólpar Hildur Sigurðardóttir og Margrét Kara Sturludóttir eru í algerum lykilhlutverkum hjá meistaraliði KR.
Guðrún G. Þorsteinsdóttir 21 árs Bakvörður (1,75 m)
Aðalheiður Ragna Óladóttir 22 ára Bakvörður (1,75 m)
Kristbjörg Pálsdóttir 17 ára Bakvörður (1,72 m)
Sigríður Elsa Eiríksdóttir 15 ára Bakvörður (1,67 m)
Rakel Margrét Viggósdóttir 29 ára Framherji (1,74 m)
Bergdís Ragnarsdóttir 18 ára Framherji (1,84 m)
Helga Hrund Friðriksdóttir 17 ára Bakvörður (1,75 m)
Þorbjörg Friðriksdóttir 19 ára Miðherji (1,82 m)
Margrét Kara Sturludóttir 21 árs Framherji (1,75 m)
Helga Einarsdóttir 22 ára Miðherji (1,84 m)
Rut Herner Konráðsdóttir 21 árs Bakvörður (1,73 m)
Hildur Sigurðardóttir 29 ára Bakvörður (1,72 m)
Ragnhildur Kristinsdóttir 16 ára Bakvörður (1,62 m)
Hafrún Hálfdánardóttir 20 ára Framherji (1,83 m)
Ingunn Kristjánsdóttir 16 ára Framherji (1,75 m)
Leikmannahópurinn
KR VETURINN 2010 - 2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4