Morgunblaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 4
KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Framherjinn Fanney Lind Guð- mundsdóttir er uppalin í Hvera- gerði og hefur leikið með Hamri allan sinn feril. Hún hefur því tekið þátt í þeim uppgangi sem verið hefur í félaginu á umliðnum árum þó hún sé einungis 21 árs gömul. Fanney segir að mikil stemning sé hjá félaginu eftir að liðið fór alla leið í úrslitarimmuna síðastliðið vor, þar sem Hamar tapaði fyrir KR í oddaleik og þar með rimm- unni 2:3. „Við erum miklu hungraðri í titil núna en í fyrra þar sem við fórum í fimmta leik og töpuðum honum þar. Við erum því mjög hungraðar og maður lærði mikið af úrslita- leikjunum í fyrra. Við erum að bæta okkur á hverju ári og komast skrefinu hærra. Það þýðir þá von- andi að við vinnum titilinn í ár. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að fara alla leið í vetur og vinna titil eða titla,“ sagði Fanney þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. Fljótar að ná saman Fanney telur að Hamarsliðið sé svipað að styrkleika og á síðustu leiktíð, þó að það eigi kannski að vera veikara á pappírunum marg- frægu eftir að hafa misst tvo leik- menn sem spiluðu talsvert á síð- asta keppnistímabili. „Við misstum náttúrlega Sigrúnu út í atvinnumennsku og Hafrún fór í KR. Auk þess misstum við út- lendingana tvo en fengum tvo aðra í staðinn. Mér fannst við vera fljót- ar að ná saman sem lið en í fyrra vorum við að slípa saman nánast alveg nýtt lið. Við höfum náð vel saman í upphafi deildarinnar í haust og styrkleiki liðsins er því að mínu mati svipaður og á síðustu leiktíð. Sú vinna sem við unnum í fyrra skilar sér en það er alltaf hægt að gera meira og slípa hlut- ina betur til. Mér finnst við ennþá eiga mikið inni,“ sagði Fanney en Hamar er með fullt hús stiga eftir sex umferðir, eins og Keflavík en liðin mættast einmitt í toppslag í kvöld. Ánægð með útlendingana Fanney sér fyrir sér fjögurra liða baráttu í efri hlutanum. „Fyrir utan okkur og Keflavík held ég að KR verði líka í baráttunni. Ég reikna einnig með því að Haukar komi inn í toppbaráttuna og verði sterkari en Njarðvík,“ sagði Fann- ey ennfremur. Spurð um erlendu leikmennina tvo, Slavicu Dimovsku og Jaleesu Butler segir hún þær vera góða liðsmenn. Dimovska er bakvörður en Butler er framherji. „Þær hafa komið mjög vel út, eru bæði góðir liðsfélagar og góðir leikmenn. Þær eru svolítið ólíkar þeim erlendu leikmönnum sem við vorum með í fyrra, Koren Schram og Juliu Demere. Ef ég ber Slavicu og Koren saman þá er Slavica mun reyndari leikmaður. Julia sem var undir körfunni hjá okkur í fyrra var auðvitað mjög góð. Jaleesa er mjög ólík henni en er mikill frá- kastari og við þurftum á þannig leikmanni að halda. Við höfum ver- ið í basli með fráköstin og hún er með 17 fráköst að meðaltali í leik í deildinni. Það var eitthvað sem okkur vantaði og mér finnst liðið smella mjög vel saman. Við eigum góða leikmenn í allar stöður og er- um með allt sem þarf,“ sagði Fanney Guðmundsdóttir við Morg- unblaðið. Ljósmynd/Guðmundur Karl Ákveðin Fanney Guðmundsdóttir er staðráðin í að fylla sveitunga sína í Hveragerði stolti með titli í vetur. Hungraðri en í fyrra  Fanney Guðmundsdóttir segir Hvergerðinga ætla sér að vinna titil  Telur Hamarsliðið vera svipað að styrkleika og á síðustu leiktíð 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2010 Kristján Jónsson kris@mbl.is Hamarskonur hafa unnið fyrstu sex leiki sína í Iceland Express-deildinni í haust og fylgja því eftir góðum árangri á síðustu leiktíð með við- eigandi hætti. Það var hressandi að fá nýtt fé- lag inn í toppbaráttuna í fyrra og Hvergerð- ingar ætla sér greinilega að gera aðra atlögu að titlinum í vetur. Þjálfarinn Ágúst Björgvinsson vandaði valið þegar kom að erlendum leikmönnum. Slavica Dimovska er þekkt stærð og hefur orðið meist- ari í tveimur löndum síðustu tvö keppn- istímabilin. Hún mun vafalaust sýna sínar bestur hliðar þegar í úrslitakeppnina verður komið. Jaleesa Butler spilaði í háum gæða- flokki í háskólakörfuboltanum undanfarin ár og ljóst er að hún er öflugur leikmaður. Ásamt þessum tveimur leikmönnum verða fjórir íslenskir leikmenn sem munu bera hit- ann og þungann af leik liðsins. Tveir þeirra eru uppaldir í Hveragerði, fyrirliðinn Íris Ásgeirs- dóttir og Fanney Guðmundsdóttir. Rétt eins og í fyrra eru Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir í stórum hlutverkum hjá Hamri. Kristrún gæti raunar orðið stiga- hæsti íslenski leikmaðurinn á tímabilinu. Þessi sex manna leikmannakjarni er nægilega góður til þess að koma liðinu langt. Áhyggjuefnið í Hveragerði er hins vegar að varamenn liðsins eru lítt reyndir. Þar af leiðandi er algerlega óvíst hvernig Hamar mun ráða við áföll sem upp kunna að koma eins og meiðsli. Hamar er lítið félag í fremur fámennu sveit- arfélagi og það gæti hjálpað liðinu. Hamar ætti að geta fengið góðan stuðning og búið til heimavallarvígi sem nýst getur vel í úr- slitakeppninni. Bæjarbúar fengu smjörþefinn af Íslandsmeistaratitlinum í vor og þeirri stemningu sem slíkum úrslitarimmum fylgir. Bæði kvenna- og karlalið félagsins hafa byrjað afskaplega vel á þessari leiktíð og stemningin í félaginu og í kringum félagið hlýtur því að vera afar góð. Morgunblaðið/Ómar Þjálfarinn Ágúst Björgvinsson er orðinn reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Sterkur kjarni en óreyndir varamenn Lið Hamars sem hafnaði í 2. sæti áÍslandsmótinu síðasta vor hefur misst fjóra leikmenn sem voru í nokk- uð stórum hlutverkum. Fyrsta skal nefna Juliu Demere sem var mjög áberandi í teignum. Hinn erlendi leik- maðurinn Koren Schram er einnig horfinn á braut. Sigrún Ámundadótt- ir kom til Hamars í fyrra frá KR en freistar nú gæfunnar í atvinnu- mennsku í Frakklandi. Þá ákvað Haf- rún Hálfdánardóttir að leika með KR í vetur auk þess sem Sóley Guð- geirsdóttir tekur sér frí.    Hamar fékkSlavicu Di- movsku til liðs við sig í sumar og nældi sér þannig í leikmann sem þekkir vel íslensk- an körfuknattleik. Dimovska kemur frá Makedóníu og er fastamaður í landsliðinu. Di- movska kom fyrst til Íslands árið 2007 og lék eitt tímabil með Fjölni. Þar fór hún á kostum og skoraði 24 stig að meðaltali á tímabilinu. Þá gekk hún til liðs við Hauka og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli fé- lagsins vorið 2009. Dimovska ætti því að reynast Hamri vel í toppbarátt- unni í vetur.    Hvergerðingarhafa einnig fengið bandaríska framherjann Ja- leesu Butler til liðs við sig. Butler er 23 ára og lék með hinum kunna Georgetown-skóla í háskólaboltanum í fyrra. Butler hefur látið til sín taka í upphafi tímabilsins og virðist vera góður liðsstyrkur. Auk útlending- anna tveggja er Rannveig Reyn- isdóttir komin frá Skallagrími. Þá hafa Dagný Lísa Davíðsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Regína Ösp Guðmundsdóttir gengið upp í meist- araflokk úr yngri flokkunum.    Ágúst Björgvinsson þjálfar liðHamars og kom liðinu í úrslit á síðustu leiktíð. Ágúst er reyndur þjálfari og gerði lið Hauka að Íslands- meisturum tvö ár í röð, 2006 og 2007. Ágúst var auk þess landsliðsþjálfari kvenna um tíma.    Ágúst fékk öfluga leikmenn til fé-lagsins fyrir síðustu leiktíð. Kristrún Sigurjónsdóttir og Guð- björg Sverrisdóttir komu frá Hauk- um og Sigrún Ámundadóttir frá KR. Kristrún er einn öflugasti leikmaður deildarinnar og Guðbjörg var kjörin besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Adda María Óttarsdóttir 16 ára Bakvörður (1,70 m) Bylgja Sif Jónsdóttir 17 ára Bakvörður (1,70 m) Dagný Lísa Davíðsdóttir 13 ára Framherji (1,78 m) Fanney Guðmundsdóttir 21 árs Framherji (1,80 m) Guðbjörg Sverrisdóttir 18 ára Bakvörður (1,82 m) Íris Ásgeirsdóttir 23 ára Bakvörður (1,72 m) Jaleesa Butler 23 ára Framherji (1,84 m) Jenný Harðardóttir 18 ára Framherji (1,80 m) Kristrún Antonsdóttir 16 ára Bakvörður (1,68 m) Kristrún Sigurjónsdóttir 25 ára Bakvörður (1,78 m) Marín Laufey Davíðsdóttir 15 ára Framherji (1,80 m) Rannveig Reynisdóttir 25 ára Bakvörður (1,75 m) Regína Guðmundsdóttir 17 ára Miðherji (1,85 m) Slavica Dimovska 25 ára Bakvörður (1,70 m) Leikmannahópurinn HAMAR VETURINN 2010-2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.