Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
íþróttir
Handbolti Akureyri og HK héldu áfram sigurgöngu sinni. Akureyringar lögðu 
Selfoss og HK-ingar unnu Íslandsmeistara Hauka. Fram sigraði Aftureldingu 2-3 
Íþróttir
mbl.is
?Þetta var ekkert alvarlegt. Ég yf-
irteygði aðeins á öðrum lærvöðv-
anum og stífnaði upp. Menn vildu
ekki tefla á tvær hættur og þar af
leiðandi var mér skipt út af. Ætli
að ég verði ekki frá keppni í 10
daga eða svo,? sagði Grétar Rafn
Steinsson, bakvörður Bolton og ís-
lenska landsliðsins, í gær. Hann
meiddist lítillega á lærvöðva í kapp-
leik Bolton og Everton í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í fyrra-
kvöld og fór af leikvelli af þeim
ástæðum á 59. mínútu leiksins. 
?Ég talaði við Óla [Ólaf Jóhann-
esson landsliðsþjálfara] í dag og
verð ekki með í vináttulands-
leiknum við Ísrael í næstu viku,?
sagði Grétar Rafn. Í hans stað kall-
aði Ólafur í gær Arnór Svein Að-
alsteinsson úr Breiðabliki inn í ís-
lenska landsliðið. 
?Ég átti hvort eð er að taka úr
leikbann á laugardaginn hjá Bolton
svo þessi meiðsli koma vonandi
ekki að sök. Stefnt er á að ég verði
klár í slaginn um aðra helgi þegar
við í Bolton tökum á móti New-
castle á heimavelli. Vonandi gengur
það bara eftir,? sagði Grétar Rafn
Steinsson sem fram til þessa hefur
ekki misst úr leik með Bolton á
leiktíðinni. iben@mbl.is
?Stefni á Newcastle?
L50098 Grétar Rafn reiknar með 10 daga fjarveru L50098 Missir af
landsleiknum í Ísrael L50098 Arnór Sveinn valinn í hans stað
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee
úr Ægi unnu fyrstu meistaratitlana á Íslands-
mótinu í 25 metra laug sem hófst í Laugardals-
lauginni í gærkvöld. Eygló Ósk, sem er aðeins 15
ára, vann 800 metra skriðsund kvenna á 8 mín-
útum, 54,13 sekúndum og Anton Sveinn, sem er 17
ára, vann 1.500 metra skriðsund karla á 16 mín-
útum, 3,35 sekúndum. Aðeins var keppt til úrslita í
þessum tveimur langsundsgreinum í gærkvöld.
Kristinn Þórarinsson úr Fjölni, sem er 14 ára
gamall, setti nýtt drengjamet í undanrásunum í
100 metra fjórsundi karla, 1:01,73 mínúta. Hann
náði fjórða besta tímanum og keppir til úrslita síð-
degis í dag.
Hrafnhildur Lúðvíksdóttir úr SH náði mjög
góðum tíma í undanrásum í 100 m fjórsundi
kvenna, 1:02,07 mínúta, og Hrafn Traustason úr
SH var með besta tíma hjá körlum, 1:00,12 mín-
útur.
Mótið heldur áfram í Laugardalslauginni í dag.
Keppt er í undanrásum fyrri hluta dags en úr-
slitasund fara fram klukkan 16.30 til 18 og þá
verða krýndir Íslandsmeistarar í 10 einstaklings-
greinum og í tveimur boðsundsgreinum. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Sundmeistari Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Ægi var nærri EM-lágmarki þegar hún kom fyrst í mark í 800 m skriðsundi í Laugardalslaug.
Kornungir Íslandsmeistarar
L50098 Eygló Ósk, 15 ára, og Anton Sveinn, 17 ára, sigruðu í 800 og 1.500 m skrið-
sundi L50098 Kristinn setti drengjamet í undanrásum L50098 Keppt í fjölda greina í dag
Jón Guðni Fjólu-
son, miðvörður
Fram og 21 árs
landsliðsins í
knattspyrnu,
fékk rauða
spjaldið í gær
þegar hann lék
með varaliði
þýska stórveld-
isins Bayern
München gegn
varaliði Englandsmeistara Chelsea
í æfingaleik í London. Jón Guðni
felldi Daniel Sturridge, sókn-
armann Chelsea, eftir klukkutíma
leik þegar sá enski var sloppinn
einn í gegnum vörn þýska liðsins.
Chelsea vann leikinn, 4:0, þar
sem Sturridge og Fabio Borini
gerðu sín tvö mörkin hvor en stað-
an var 2:0 þegar Jón Guðni fékk
reisupassann.
Hann hefur verið til reynslu hjá
Bayern síðustu daga og var þar á
undan hjá PSV Eindhoven í Hol-
landi. vs@mbl.is
Jón fékk rautt
gegn Chelsea
Jón Guðni
Fjóluson
Oddur Gretarsson, landsliðsmaður
í handknattleik úr liði Akureyrar,
veit af áhuga þýskra liða á að fá
hann í sínar raðir. Oddur segir
engar samningaviðræður hafa átt
sér stað. ?Nei, það er langt í það
stig. Ég hef einna helst heyrt af
áhuga hjá tveimur liðum í þýsku 2.
deildinni, en ég gef ekkert upp
hvaða lið það eru þar sem ekkert
er komið af stað. Maður hefur
bara heyrt af áhuga og það er
gaman að því. Það hefur alltaf
verið stefnan að komast í atvinnu-
mennsku en hvort það verður á
næsta ári eða seinna kemur bara í
ljós. Ég er bara tvítugur svo ferill-
inn er bara rétt að byrja. Ég ætla
alls ekki að drífa mig neitt út
heldur gera það þegar ég tel það
rétt,? sagði Oddur við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Oddur veit af
þýskum áhuga
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hafnaði í 4.-6. sæti á
Concado-mótinu sem lauk á Spáni í gær. Birgir lék loka-
hringinn á 71 höggi sem er eitt högg undir pari vallar og
lauk leik á fjórum undir pari samtals. Frakkinn Romain
Wattel sigraði á níu undir pari samtals. Mótið er hluti af lít-
illi spænskri mótaröð sem heitir Hi5. Spilamennska Birgis í
mótinu lofar góðu fyrir framhaldið en Birgir mun leika á
öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í lok
mánaðarins. Birgir lék hringina þrjá á 72, 69 og 71 höggi
sem verður að teljast mjög gott í ljósi þess að hann hefur
lítið komist í keppnisgolf í haust. Er þetta eina mótið sem
Birgir mun leika á í undirbúningi sínum fyrir úrtökumótið.
Arnar Snær Hákonarson úr GR komst einnig í gegnum niðurskurðinn og
lék á 73 höggum í gær, rétt eins og hann gerði í fyrradag. Fyrsti hringurinn
fór hins vegar illa með skorið hjá Arnari en þá lék hann á 77 höggum. Hann
hafnaði í 29. sæti á sjö yfir pari samtals.
Birgir lék fyrri níu holurnar á þremur undir pari. Hann fékk hins vegar
skramba á 13. holu og tapaði þar tveimur höggum. kris@mbl.is
Birgir fjórði og lofar góðu
Birgir Leifur 
Hafþórsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4