Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 ✝ Hannes Flosa-son fæddist 12. mars 1931 að Hörðubóli í Mið- dölum. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 6. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Flosi Jónsson, bóndi og kennari, f. 10. ágúst 1898, d. 19. júní 1986 og Ingibjörg Hann- esdóttir, húsfreyja, f. 19. ágúst 1893, d. 15. janúar 1986. Bróðir Hannesar er Sig- urður Flosason, bifreiðarstjóri, f. 28. febrúar 1928. Uppeldisbróðir Hannesar var Guðmundur Jóns- son, bóndi, f. 2. september 1925, d. 29. október 2010. Þann 8. júní 1957 kvæntist Hannes eftirlifandi konu sinni Kristjönu Pálsdóttur, píanókenn- ara, f. 8. maí 1934. Foreldrar hennar voru Páll Árnason fram- kvæmdastjóri f. 19. júlí 1899, d. 7. mars 1970 og Elín Halldórs- dóttir húsfreyja f. 19. október 1901, d. 18. júlí 1992. Hannes ólst upp hjá foreldrum sínum á Hörðubóli. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann í Reykholti og síðar við Mennta- skólann við Reykjavík og Iðn- skólann í Reykjavík og lauk námi í tréskurði. Hannes stundaði nám í fiðluleik og söng við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk einn- ig tónmenntakennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík. Hann gerðist tónmenntakennari við Breiðagerðisskóla í Reykja- vík árið 1958 og kenndi fjölda barna á hljóðfæri, auk þess að stjórna kór og hljómsveit í skól- anum þar til að hann árið 1974 varð skólastjóri nýstofnaðs Tón- listarskóla Seltjarnarness. Hann- es gegndi því starfi þar til 1986 þegar hann varð tónmennta- kennari í Hlíðaskóla í nokkur ár. Auk þess að kenna tónlist, stofnaði Hannes árið 1972 Skurð- listarskóla Hannesar Flosasonar þar sem hann kenndi tréskurð alla tíð síðan. Hann þróaði kennslukerfi í þessu gamla ís- lenska listhandverki og hefur mikill fjöldi nemenda tekið þátt í námskeiðum hans undanfarna áratugi. Hannes verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 16. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Hannesar og Kristjönu eru fjögur. 1) Páll tón- listarmaður, f. 20. nóvember 1957, maki Sarah Buck- ley, tónlist- armaður, f. 12. október 1964, börn þeirra Thomas Samúel, Daniel Hannes, Edward Árni og Davíð Al- exander. Barn hans með fyrri maka Margréti Ríkarðsdóttur er Kristjana, unn- usti hennar er Magnús Bragi Ingólfsson. 2) Haukur Flosi tón- listarmaður, f. 4. janúar 1960, maki Jörgen Boman, bókasafns- fræðingur, f. 12. janúar 1960. 3) Elín píanókennari, f. 16. apríl 1962, maki Halldór Bjarnason, sagnfræðingur, f. 27. október 1959, d. 9. janúar 2010, börn þeirra Hildur, Hannes, Bjarni og Kristjana. 4) Ingibjörg myndlist- arkennari, f. 6. mars 1966, börn hennar og fyrri maka Reynis Arngrímssonar, Haukur Hannes og Helena. Elsku besti yndislegi pabbi. Þakklæti til þín er mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hugsa um mig. Þakklæti fyrir að hugsa um börnin mín með mér. Þakklæti fyrir að kenna mér hvernig á að vera foreldri. Þakklæti fyrir að kenna mér að kenna. Þakklæti fyrir að umvefja mig ör- yggi og gleði. Þakklæti fyrir að tala allaf við mig en ekki til mín. Þakklæti fyrir að hafa alltaf tíma fyrir mig. Þakklæti fyrir að gleðjast með mér í stóru og smáu. Þakklæti fyrir að hvetja mig til dáða. Þakklæti fyrir að trúa á mig. Þakklæti fyrir að vera alltaf til staðar. Alltaf. Ég veit að Guð geymir þig… því fólk eins og þig hefur hann næst hjarta sínu. Þar til við sjáumst á ný. Þín, Ingibjörg. Þá er hann pabbi minn farinn í ferðina löngu og ég horfi yfir lífs- hlaupið hans og okkar saman með sátt, gleði og hlýju í hjarta. Pabbi var í senn mikil félagsvera og mikill fjölskyldumaður. Hjá hon- um var ávallt stutt í hlátur, glettni og hárfína ádeilu á breyskleika mann- legs eðlis. Hann var hagmæltur og voru margar skondnar stökurnar sem hann kastaði fram í hálfkæringi í erli dagsins. Hann tók sig ekki alvarlega þar og léttleiki hans og næmi fyrir fólki var hressandi og sætti fylkingar. Mér þótti það svo aðdáunarvert að aldrei heyrðist hann hallmæla fólki og ef fólk reyndi að fara inn á þær brautir í samræðum við hann, missti hann yf- irleitt áhugann á spjallinu. Hins veg- ar hafði hann lifandi áhuga á fólki, hafði sterka nærveru og var ævinlega til staðar í samræðum og samveru. Verandi mikill unnandi góðra klassískra bókmennta, hélt pabbi bókhald yfir allar þær bækur sem hann las stóran hluta ævinnar og er sá listi orðinn býsna langur. Sömu- leiðis fannst honum seinni árin gott að hlusta á klassíska tónlist á meðan hann dundaði sér við lestur eða vann við tréskurðarskólann sinn. Þar sam- einuðust þau tvö svið sem hann helg- aði starfskrafta sína, tónlistin og tré- skurðurinn. Í tónlistinni var hann brautryðjandi á margan hátt og markaði spor sem margir hafa byggt á. Hans helsta stolt var þó tréskurð- arskólinn sem hann byggði upp frá grunni af miklum metnaði. Pabbi var afar úrræðagóður og hafði einstaka hugkvæmni þegar kom að því að leysa vandamál verk- legs eðlis. Hann var þessi „alt muligt- maður“ og til hans var alltaf hægt að leita hvort sem var vegna viðgerða á heimilinu eða nauðsynlegra nýsmíða. Okkar góðu stundir áttum við meðal annars saman þegar við tvö tókum okkur til við að smíða saman mín fyrstu stofuhúsgögn, kofa í garðinn eða skjólveggi. Bæði í sama tempói, fannst gaman að vinna hratt og sjá hlutina verða til, sköpunarkraftur hans smitandi og gleðin yfir dags- verkinu og samverunni sem því fylgdi ósvikin. Og þannig eru árin með pabba í mínum huga nú þegar hann kveður. Ósvikin gleði yfir samveru sem gaf endalaust og skilur eftir sig styrk, æðruleysi og þakklæti hjá okkur öll- um sem honum voru kærust. Elín. Það er með stolti sem ég hugsa um nafngift mína og þann mann sem ég er nefndur í höfuðið á. Alla tíð hefur samband okkar einkennst af kær- leika, umhyggju og að sjálfsögðu, þessari lífsglöðu kímni sem einkenndi hann svo mikið. Svo hafði hann alltaf einlægan áhuga fyrir því sem maður hafði fyrir stafni. Hann vildi vita hvernig vindar blésu og hvað hefði á daga manns drifið. Það var einstak- lega gott að eiga að jafn vandaðan og góðan mann og afa. Þegar ég var lítill polli þótti mér af- skaplega gaman að fara með afa í sund, smíða eða skera út á verkstæð- inu eða borða hafragraut hjá honum á morgnanna. Á Kársnesbrautinni voru oft haldnar stórar fjölskyldu- veislur þar sem var mikið um dýrðir en þó er mér er sérstaklega minn- isstæður göngutúr einn sem við afi tókum rétt áður en hann flutti úr Kópavoginum. Þetta var kyrrlátt kvöld um haust og amma og mamma höfðu farið út í búðarleiðangur. Okkur afa var heldur farið að lengja eftir því að maturinn kæmi í hús svo við tókum til okkar ráða. Afi setti upp húfupottlokið, eins og hann kallaði það, og ég renndi upp í háls og svo þrömmuðum út í næstu búð. Ferðin varð þó lengri því við enduðum á því að ganga bróðurpart- inn af strandlengju Kópavogs. Ekki vegna þess að við villtumst, heldur vegna þess að við nutum þess að skoða umhverfið og segja hvor öðrum sögur. Út að gamla leikvellinum, að gullslegnum sjónum, upp verk- smiðjuhverfið og aftur heim. Síðan fengum við okkur fiskibollur og bak- aðar baunir. Samband okkar afa var lengi vel samtvinnað við listagyðjuna og mun ég sakna þeirra stunda mikið. Hvort sem málið laut að textasmíð, texta- flutningi eða olíumálun þá fann ég hversu gott það var að hafa hann sem listarinnar læriföður og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Þangað til við hittumst aftur, afi minn, takk fyrir allt. Hannes. Nokkurra mánaða gömul var ég sett í pössun eina kvöldstund. Það var fyrsta kvöld mömmu og pabba frá mér. Ég var óhuggandi, orgaði og grét mig bláa í framan (eða svo er mér sagt), þar til afi kom, tók mig upp og ég steinsofnaði á mínútunni í fang- inu á honum. Upp frá þessu höfum við afi verið miklir vinir og á ég rosa- lega margar góðar minningar um hann. Afi var sterkur karakter í fjöl- skyldunni og mjög nálægur. Í æsku á ég minningar um gistingar á Kárs- nesbrautinni þar sem við hlupum út í sjoppuna á móti, með kennitöluna hans afa á miða og leigðum spólur á hans nafni. Svo átum við nammi allt kvöldið þar til við liðum út af. Um morguninn beið afi svo hress að elda hafragraut eftir allt sykursjokkið kvöldið áður. Afi var einstaklega þol- inmóður í garð okkar barnabarn- anna, og gaf sér tíma fyrir hvert og eitt okkar. Hann kenndi mér að spila á fiðluna sem hann smíðaði, glamra á mandólín og orgelið. Hann sýndi áhuga á því sem ég gerði, bjó til eða tók þátt í og var óspar á hrós. Svo stóðu dyrnar alltaf opnar að tré- skurðarnámskeiðunum og klukkan sem ég hannaði – með góðri hjálp, og skar út hjá honum er einn af fáum hlutum sem hafa fylgt mér í gegnum árin. Afi var sannur hagyrðingur og mikill húmoristi. Hann samdi ótrú- legustu gamanvísur og söng þær fyr- ir okkur, og orti meðal annars ljóð til mín – sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ekki má gleyma hefðinni okkar afa á 1. maí. Í mörg ár dönsuðum við Internationalinn í stofunni á Kárs- nesbrautinni og hann söng hástöfum með útvarpinu. Þetta voru ógleyman- legar stundir. Seinni árin minnti afi mig reglulega á hvað ég væri góð í höndunum og ég mætti ekki vanmeta það, svo hann var hæstánægður þeg- ar við amma fórum saman á saum- anámskeið. Við missi er algengt að maður muni bara eftir góðu stundunum. En ég held ég eigi engar slæmar stundir með afa. Ég minnist hans sem gegn- heils og góðs manns. Hann var æðru- laus, hlýr og jákvæður, og svo sann- arlega góður afi. Ég trúi því að við munum hittast aftur. Í millitíðinni ætla ég að reyna að taka mér hann til fyrirmyndar. Takk fyrir allt, afi minn. Þín, Hildur. Hannes Flosason HINSTA KVEÐJA Elsku besti yndislegi afi. Við eigum engin orð. Aðeins þakk- læti. Takk fyrir allt. Þín, Haukur Hannes og Helena. Aðfaranótt sunnu- dagsins 24. október sl. andaðist ástkær frænka okkar systkinanna Bryndís Dagbjartsdóttir von Ancken. Binna frænka eins og hún var alltaf kölluð af okkur var ömmusystir okkar, en segja má að hún hafa líka verið nokkurs konar önnur amma okkar, svo nánar voru fjölskyldur ömmu og Binnu. Þeim varð báðum aðeins eins barns auðið og því urðu tengsl- in enn meiri fyrir vikið. Binna giftist John, manni af þýskum ættum sem þjónaði í varn- arliði bandaríska hersins og bjuggu þau í Keflavík. Það var mikið æv- intýri að heimsækja þau hjón þar sem þau bjuggu ásamt Díönu dótt- ur sinni. Þarna kynntumst við alls konar framandi mat og sælgæti sem ekki var alla jafna á borðum hins almenna Íslendings. Til dæmis er það ljóst að spínatið sem hún reddaði af vellinum hefur gert sitt til að Gísli fengi líkamsburði og krafta Stjána bláa. En John and- aðist langt um aldur fram og því stóðu þær mæðgur eftir tvær og fluttu þær til Grindavíkur, þar sem Binna byggði sér hús að Ásabraut 9 við hliðina á húsi ömmu og afa. Við þetta jókst sambandið og má segja að túnið á milli húsanna hafi verið eins og Laugavegurinn þar sem umferðin var mikil á milli húsanna. Það voru ófá skiptin sem Binna passaði okkur og þá var nú dekrað við okkur. Binna frænka var mjög sérstakur karakter og var örugg- lega í hópi þess fólks sem samferða- mennirnir muna eftir. Hún var for- vitin með afbrigðum og fram hjá haukfránum augum hennar fór fátt. Gardínan í eldhúsinu lyftist reglu- lega upp þegar Binna heyrði ein- hver hljóð að utan. Hún var mikill bílstjóri og keyrði eins og herfor- ingi nánast fram á síðasta dag. Þær systur höfðu mjög gaman af að spila á spil og voru ófá heimsmeistara- einvígin í rússa útkljáð á Ásabraut- inni. Við systkinin og Díana fengum oft að spila við „the sisters“ eins og við kölluðum þær. Fóru leikar iðu- Bryndís Dagbjarts- dóttir Von Ancken ✝ Bryndís Dag-bjartsdóttir fæddist á Velli í Grindavík 16. júní 1925. Hún lést í Grindavík 24. októ- ber 2010. Útför Bryndísar fer fram frá Grinda- víkurkirkju í dag, 29. október 2010, og hefst athöfnin kl. 14. lega þannig að þær systur unnu og höfum við nú í seinni tíð frétt að e.t.v. hafi óhelgum meðulum stundum verið beitt af þeim systrum því að keppnisskapið var þeim í blóð borið. Við fórum líka oft með þeim systrum á fé- lagsvist og þá var nú líf á læk. Einn var sá siður Binnu frænku þegar horft var á sjónvarpið að maður þurfti ekki að hafa fyrir því að lesa textann þar sem Binna tók að sér að lesa upphátt fyrir okk- ur það sem sagt var í myndunum. Sennilega hefði hún fengið „djobb- ið“ ef íslenska ríkið hefði valið sér einn talsetjara á allar myndir sem sýndar voru í sjónvarpi. Þær systur voru líka miklar áhugakonur um kartöflurækt og var eins og öll veik- indi gleymdust þegar útsæðinu var potað niður og maður lifandi þá þurfti nú að gera hlutina eftir kúnstarinnar reglum. Við þökkum fyrir að hafa fengið að ganga samferða Binnu frænku um lífsins veg og hún hjálpaði til við að gera lífið að þeirri skemmtilegu vegferð sem það hefur verið hingað til. Elsku Díana, Grétar og börn, guð gefi ykkur styrk til að takast á við missinn. Við erum alltaf til staðar fyrir ykkur því að við erum ein fjöl- skylda. Gísli Willardsson, Dagbjartur Willardsson og Guðrún Willardsdóttir. Elsku Binna frænka eins og þú varst alltaf kölluð af okkur í fjöl- skyldunni, þú varst stór þáttur í lífi okkar. Alltaf var Binnu frænku boð- ið í alla viðburði hjá fjölskyldunni; stórafmæli, barnaafmæli að ógleymdum spilakvöldum. Ég er svo þakklát að hafa fengið að styðja þig síðustu árin þín og að við Kolla fengum að vera hjá þér ásamt Díönu, Gvenný og Ester að útbúa þig í þína hinstu för. Takk fyrir allt, elsku Binna. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Þín, Elínborg. Kær vinur og félagi, Kristófer Þorgeirsson, er genginn. Kominn á efri ár. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 9. þessa mánaðar eftir nokkur veikindi. Fundum okkar bar fyrst saman á vordögum 1973, er hann kom til mín og sótti um vinnu hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Mér leist strax vel á hann og gaf honum vilyrði fyrir starfi hjá stofnuninni og réð hann síðar til eins árs, en þau urðu alls tuttugu og sex eða allt til sjötíu ára aldurs hans árið 1999. Starf Krist- ófers fólst í verkstjórn á vinnuflokki í viðhaldi og nýbyggingu vega í Borg- arfjarðarhéraði frá árinu 1973 til Kristófer Þorgeirsson ✝ Kristófer Þor-geirsson, fyrrv. verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins í Borg- arnesi, fæddist 4. febrúar 1929. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 9. október 2010. Útför Kristófers fór fram frá Borg- arneskirkju 25. októ- ber 2010. 1991, eftir það starfaði hann að ýmsum verk- efnum í vegagerð í átta ár. Kynni mín af Krist- ófer og samstarf okkar var með mestu ágæt- um alla tíð, sama er að segja um samvinnu hans við undirmenn sína. Einkenni Krist- ófers voru dugnaður, vilji og glaðlyndi, sem smitaði út frá sér til annarra. Hann var jafnframt mikill félags- málamaður. Undirrit- aður var ávallt aufúsugestur á heimili Kristófers og hans ágætu konu Ólínu Gísladóttur, sem og aðrir þeim kunn- ugir. Eftir að ég flutti úr Borgarnesi fyrir fimmtán árum kom ég stöku sinnum á staðinn og gisti oft hjá þeim hjónum, þáði góðgerðir og rausnar- legar móttökur, fyrir það vil ég sér- staklega þakka að leiðarlokum. Ég og fjölskylda mín sendum eiginkonu Kristófers, börnum, tengdabörnum og afkomendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir um góðan dreng. Elís Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.