Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 1
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
íþróttir
Skylmingar Íslandsmót barna í skylmingum með höggsverði fór fram
í glæsilegum höfuðstöðvum íþróttarinnar undir stúku Laugardalsvallar. 4
Íþróttir
mbl.is
Í gærkvöldi var frumsýnd heimild-
armyndin Gleði, tár og titlar sem
Sighvatur Jónsson hefur haft yfir-
umsjón með en myndin var gerð að
frumkvæði leikmanna meistaraliðs
ÍBV í knattspyrnu frá árunum 1997
og 1998. Við það tækifæri fékk Ingi
Sigurðsson, þáverandi leikmaður
liðsins, afhentan gullpening fyrir
sigurinn í Íslandsmótinu 1998 en þá
lögðu Eyjamenn KR að velli í síð-
ustu umferð mótsins og tryggðu sér
titilinn. Ingi fékk hins vegar aldrei
peninginn þar sem hann meiddist í
leiknum og var fluttur á sjúkrahús.
Frá þessu er greint á vefsíðu Eyja-
frétta. sport@mbl.is
Fékk 12 ára
gamalt gull
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Úrvalsdeildarliðin Haukar, Fjölnir
og Grindavík tryggðu sér í gær-
kvöldi sæti í 8 liða úrslitum Powe-
rade-bikarkeppninnar í körfuknatt-
leik karla. Hamar og KR gerðu slíkt
hið sama í kvennaflokki og 1. deild-
arliðið Laugdælir komst einnig
áfram.
Fjölnir sigraði ÍR 112:90 þar sem
Ben Stywall var stigahæstur hjá
Fjölni með 24 stig. Kelly Biedler átti
frábæran leik hjá ÍR en það dugði
ekki til. Biedler skoraði 32 stig, tók
14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Grindavík vann KFÍ í Grindavík
119:90 þar sem Ryan Pettinella
skoraði 31 stig fyrir Grindvíkinga.
Craig Shoen var með 32 fyrir KFÍ.
„Sýndu þroskamerki“
Örvar Kristjánsson, þjálfari
Fjölnis, sagði sína menn hafa sýnt
þroskamerki. „Við byrjuðum alveg
gríðarlega vel. Við pressuðum og
héldum uppi miklum hraða enda
skoruðum við 66 stig í fyrri hálfleik
og höfðum 19 stiga forskot að honum
loknum. Við vissum að ÍR-ingar
yrðu grimmir í þeim síðari og sú
varð raunin. Þeir ætluðu ekki að láta
valta yfir sig á eigin heimavelli og
tókst að minnka muninn niður í þrjú
stig. Þá sneru mínir menn bökum
saman og bættu aftur í. Með þeirri
rispu sigldu þeir sigrinum nokkuð
örugglega heim. Ég er ánægðastur
með að strákarnir skyldu sína
þroskamerki og ná að klára leikinn
með sigri úr því sem komið var. Mót-
herjarnir fá hrós fyrir að koma sér
aftur inn í leikinn en mínir menn
voru tilbúnir og ég er afar ánægður
með þá,“ sagði Örvar þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann í gærkvöldi.
Hann sagði það ekki sjálfgefið að
sækja sigur í Seljaskólann. „Ég
þekki það nú enda hef ég nokkrum
sinnum á ferlinum dottið út úr
keppnum í „Hellinum“. ÍR-ingar eru
með geysilega flott lið og eru nú að
fá Svenna Claessen inn í liðið aftur.
Við settum þá hins vegar svolítið út
af laginu í fyrri hálfleik auk þess
sem ég fékk gott framlag frá mörg-
um leikmönnum. Mér fannst breidd-
in í hópnum skila sigrinum.“
Laugdælir í átta liða úrslit
Topplið 1. deildar, Þór frá Þor-
lákshöfn stóð í Haukum eins og við
var að búast en úrvalsdeildarliðið
landaði þó tíu stiga sigri 84:74.
Laugdælir slógu út Ármann í slag 1.
deilarliðanna með sigri 102:82.
Öruggt hjá Hamri og KR
Hamar sigraði 1. deildarlið Vals
67:50 í kvennaflokki. Fanney Guð-
mundsdóttir var stigahæst hjá
Hamri með 14 stig en María Björns-
dóttir skoraði 13 fyrir Val. Íslands-
meistarar KR sigruðu Stjörnuna
76:46 í Garðabænum þar sem Helga
Einarsdóttir tók 20 fráköst hjá KR
og skoraði 12 stig. Hjá Garðbæing-
um var Amanda Andrews lang-
stigahæst með 24 stig.
Morgunblaðið/Ómar
Efnilegir Jón Sverrisson og Ægir Þór Steinarsson áttu stóran þátt í sigri
Fjölnis á ÍR í bikarkeppni KKÍ í Breiðholtinu í gærkvöldi.
Fjölnir skor-
aði 66 stig í
fyrri hálfleik
Sló ÍR út úr bikarkeppninni
Þór Þorlákshöfn stóð í Haukum
AG Kaupmanna-
höfn vann góðan
útisigur á Vi-
borg, 26:23, í
dönsku úrvals-
deildinni í hand-
knattleik í gær-
kvöldi. AG hafði
yfir 13:11 í leik-
hléi.
Íslensku lands-
liðsmennirnir
Arnór Atlason og Snorri Steinn
Guðjónsson létu að sér kveða hjá
AG eins og jafnan áður. Arnór
skoraði þrjú mörk í leiknum og
Snorri gerði tvö.
AG situr í toppsæti deildarinnar
með 25 stig eftir þrettán leiki og er
með fimm stiga forskot á Skjern og
Århus Håndbold en þau eiga bæði
leik til góða á AG. kris@mbl.is
AG með fimm
stiga forskot
á toppnum
Arnór
Atlason
Jakob Örn Sig-
urðarson var
stigahæstur með
21 stig hjá
Sundsvall Dra-
gons sem burst-
aði Jämtland
Basket 106:68 í
sænsku úrvals-
deildinni í körfu-
knattleik í gær-
kvöldi. Jakob gaf
auk þess 8 stoðsendingar í leiknum.
Samherji hans Hlynur Bæringsson,
lét heldur ekki sitt eftir liggja og
skoraði 11 stig og tók 10 fráköst.
Helgi Már Magnússon átti mjög
góðan leik hjá Uppsala sem þurfti
þó að sætta sig við tap, 87:100, gegn
Norrköping eftir framlengdan leik.
Helgi skoraði 19 stig, tók 9 fráköst
og gaf 4 stoðsendingar.
kris@mbl.is
Jakob Örn
stigahæstur
Jakob Örn
Sigurðarson
Harpa Sif Eyjólfsdóttir er 23 ára gömul og er í hópi
þeirra sextán handknattleikskvenna sem skipa íslenska
landsliðið sem tekur þátt í fyrsta sinn í úrslitakeppni
Evrópumóts.
Harpa Sif er rétthent skytta en leikur mest í skyttu-
stöðunni hægra megin á leikvellinum í sókn. Hún getur
einnig leyst fleiri stöður auk þess að vera góður varn-
armaður.
Harpa Sif á að baki 27 landsleiki sem hún hefur skor-
að í 60 mörk. Hún lék sinn fyrsta landsleik á Eiði í Færeyjum gegn landsliði
heimakvenna 21. maí 2005. Ísland vann leikinn 31:14, og skoraði Harpa Sif
þrjú mörk og var í tvígang vísað af leikvelli í tvær mínútur í hvort skiptið.
Í sumar gekk Harpa Sif til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Spårvägens
HF eftir að hafa leikið frá barnsaldri með Stjörnunni í Garðabæ. Hún hefur
skorað 14 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í vetur en Spårvägens HF er í
fjórða sæti deildarinnar.
ÚRSLITAKEPPNI EM KVENNA HEFST EFTIR ÞRJÁ DAGA
Harpa Sif Eyjólfsdóttir
Solveig Lára Kjærnested er 25 ára gömul og er í
íslenska landsliðinu sem tekur þátt í úr-
slitakeppni EM kvenna sem fram fer í Danmörku
og Noregi.
Solveig Lára er örvhent og leikur í hægra horni.
Hún lék sinn fyrsta landsleik á Eiði í Færeyjum
gegn liði heimakvenna 21. maí 2005.
Hún hóf handknattleiksæfingar sem barn með
ÍR en söðlaði um þegar komið var upp í 3. flokk
og gekk til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Með Stjörnunni hefur hún
leikið frá þeim tíma að undanskildu keppnistímabilinu 2004 til 2005
er hún var í röðum þýska 2. deildar liðsins TuS Weibern.
Solveig Lára tók sér frí frá handknattleik á síðustu leiktíð vegna
barnsburðar en hóf æfingar af krafti í vor og hefur leikið með
Stjörnunni í haust og vetur. Hún hefur skorað 27 mörk í átta leikjum
Stjörnunnar það sem af er leiktíðar.
ÚRSLITAKEPPNI EM KVENNA HEFST EFTIR ÞRJÁ DAGA
Solveig Lára Kjærnested