Morgunblaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2010, Blaðsíða 29
Menning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2010 Það er væntanlega erfitt fyrirhöfund glæpasögu, sem vel-ur sem umfjöllunarefni söluorkufyrirtækis til erlendra aðila, að forðast pólitískar klisjur og stjórnmálaleg leiðindi almennt, en Ótt- ari M. Norðfjörð tekst það fullkomlega í bókinni Áttablaðarósin. Alltaf þegar höfundur þarf að velja á milli þess að skrifa góða sögu eða skjóta pólitískum skotum tekur hann söguna fram yfir annað. Aðrir ómerkari höfundar hefðu fallið í freistni og eyðilagt bókina. Bókin er umfangsmikil og leiðir höf- undur saman þrjár manneskjur, sem virðast við fyrstu sýn ekkert eiga sam- eiginlegt en tengjast þó hinu forna tákni áttablaðarósinni, sem unnendur íslensks handverks þekkja vel. Tákninu bregður alls staðar fyrir í bókinni, allt frá því að ung telpa fær út- saumað veggteppi að gjöf frá ömmu sinni með þeim skilaboðum að takist henni að „lesa rósina“ finni hún fjár- sjóð. Sagan snýst ekki aðeins um orku- fyrirtækissöluna og morðmál sem tengist henni, heldur einnig voveiflegt dauðsfall fyrir rúmum níutíu árum. Eins og í góðum reyfurum kemst les- andinn að því að málin tengjast á endanum, en úr- lausn á gátunum tveimur er afar vel afgreidd af hálfu höfundar. Sakleysinginn ég hefur ekki hug- mynd um hvort lýsingar bókarinnar á undirheimum Reykjavíkur eru í takt við raunveru- leikann eða ekki, en þær eru hins veg- ar til þess fallnar að láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds á les- andanum. Persónusköpunin er góð og nær höfundurinn að búa til raunveruleg tengsl á milli lesandans annars vegar og Áróru og Gabríels hins vegar. Eng- in aðalpersónanna er tvívíð skrípó- mynd, heldur eru þær flóknar og trú- verðugar tilfinningaverur. Höfundur hefur líka vit á því að útskýra ekki allt heldur leyfa lesandanum að taka þátt í sköpun sögunnar við lesturinn. Söguþráðurinn er ekki laus við lítil göt, en erfitt er að benda á þau án þess að eyðileggja lestur bókarinnar fyrir lesendum. Þá eru smávægilegar stað- reyndavillur, sem væntanlega fara framhjá þeim sem ekki hafa óhóflegan áhuga á hernaði. Þessir litlu gallar gera hins vegar ekki annað en að undirstrika hve gríð- arlega góð bókin er að öllu öðru leyti. Áttablaðarósin er bókstaflega saga sem ómögulegt er að leggja frá sér áð- ur en að síðustu blaðsíðu er komið. Hún er án efa í hópi bestu glæpasagna sem koma út þessi jólin. Einstakur sér- íslenskur tryllir Áttablaðarósin bbbbn Eftir Óttar M. Norðfjörð Sögur útgáfa 2010 450 bls. BJARNI ÓLAFSSON BÆKUR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Gyrðir er sá íslenskra samtímahöf- unda sem lengst mun lifa. Bæði sem nýjungamaður í bókmenntasögu okkar en þó fyrst og fremst sem al- gjörlega sjálfstæður höfundur sem hefur frá sinni fyrstu bók orðað vissa grunnþætti í mannlegri tilveru skýrar en aðrir,“ segir Magnús Sigurðsson, bók- menntafræðingur og rithöfundur. Magnús er rit- stjóri bókarinnar Okkurgulur sandur en í henni birtast tíu rit- gerðir um skáldskap Gyrðis Elías- sonar. Hann segist líka vera að tala um stöðu Gyrðis í samhengi er- lendra samtímabókmennta. „Það getur vel verið að pólitískir höfundar eins og Mario Vargas Llosa eigi skilið æðstu verðlaun bók- menntaheimsins fyrir að kortleggja vald og spillingu. Svipaðir vald- höfundar hafa líka sankað að sér verðlaunum upp á síðkastið, hvort sem þeir heita Sofi Oksanen, Ohran Pamuk, Herta Müller eða J.M. Coet- zee. En hin pólitíska sýn á áhrifa- mátt og erindi bókmennta er þröng, og því meira sem henni er hampað því augljósara verður mikilvægi höf- unda á borð við Gyrði Elíasson. Höf- unda sem einblína á baráttu ein- staklingsins við sjálfan sig fremur en við ofurmátt kúgandi yfirvalds – ef hægt er að skipta rithöfundum með svo grófum hætti í tvær fylk- ingar, sem auðvitað skarast á ótal vegu. En undan kúgun sjálfsmeðvit- undarinnar sleppur enginn, sem má heita eitt af helstu umfjöllunar- efnum Gyrðis allt frá hans fyrstu bók, og birtist kannski skýrast í Sandárbókinni frá 2007,“ segir hann. Myndlist og tónlist í bókunum Í bókinni eru skrif ólíkra höfunda um hina ýmsu þætti verkanna. „Höfundarverk Gyrðis er fjöl- breytt og ég vildi eftir megni reyna að endurspegla það í umfjöllunar- efnum safnsins,“ segir Magnús. „Þannig skrifar Guðmundur Andri Thorsson um tónlist í skáldskap Gyrðis, Helgi Þorgils Friðjónsson um myndlistarleg einkenni á verk- um hans, Fríða Björk Ingvarsdóttir um þýðingar Gyrðis, Halldór Guð- mundsson um bréfritarann Gyrði Elíasson og Sigurbjörg Þrast- ardóttir um ákveðna tegund af inn- anhússarkitektúr í ljóðveröld hans. Smásagnagerð Gyrðis, ljóðlist hans og skáldsögum eru einnig gerð skil, af Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Jóni Kalmani Stefánssyni, Ingunni Snædal, Sveini Yngva Egilssyni og Hermanni Stefánssyni, sem öll hafa fylgt rithöfundarferli Gyrðis eftir um árabil. Enn er þó óskrifað um marga þætti í höfundarverkinu. T.a.m. gamansemi Gyrðis, svo lág- stemmd og hversdagsleg á köflum að maður tekur varla eftir henni.“ Umræða föst í klisjum En hvers vegna skyldi hafa verið ráðist í að gefa þetta safn út núna? „Að baki útgáfunni er engin sér- stök ástæða,“ svarar Magnús og segir að hvorki sé verið að fagna stórafmæli höfundar né tímamótum á útgáfuferli Gyrðis. „En þótt ekki sé verið að fagna stórafmæli eða tímamótum er safn- inu auðvitað ætlað að fagna höfund- arverki Gyrðis, með því að fjalla um skáldskap hans út frá sem ólíkustum sjónarhornum. Því eins og Jón Kal- man og Hermann benda á í greinum sínum, þá hefur hin fræðilega um- ræða um verk Gyrðis fest í ákveðnum klisjum sem rekja má til viðbragða við fyrstu verkum hans, svo afgerandi og nýjungakennd sem þau voru. Síðan þá hefur höfund- skapur Gyrðis hins vegar tekið rót- tækum breytingum. Í og með er rit- gerðasafninu ætlað að reyna að ná í skottið á þessum „nýja“ Gyrði og hnika hugmyndum okkar um skáld- skap hans áleiðis,“ segir Magnús. Ná í skottið á „nýjum“ Gyrði  Í Okkurgulum sandi eru tíu ritgerðir um Gyrði Elíasson  „Algjörlega sjálfstæður höfundur,“ segir ritstjórinn Gyrðir Ritstjórinn segir að enn sé óskrifað um margt í verkum hans. Magnús Sigurðsson Slökkvilið höfuborgasvæðisins Munið að slökkva á kertunum Gangið úr skugga um að undirlag kerta sé og kerta- skreytinga óbrennanlegt 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Jesús litli -Grímusýning ársinsHHHHH Ofviðrið (Stóra sviðið) Þri 28/12 kl. 20:00 fors Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 30/12 kl. 19:00 Mið 29/12 kl. 21:00 aukas Fim 30/12 kl. 21:00 Gríman 2010: Leiksýning ársins Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Fim 13/1 kl. 20:00 frums Mið 19/1 kl. 20:00 3.k Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fös 14/1 kl. 19:00 2.k Fös 21/1 kl. 20:00 4.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Nístandi saga um sannleika og lygi Afinn (Litla sviðið) Fös 14/1 kl. 20:00 frums Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Lau 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Sun 16/1 kl. 20:00 3.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Lau 29/1 kl. 19:00 Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00 Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Óumflýjanlegt framhald Pabbans Gjafakort Borgarleikhússins Töfrandi stundir í jólapakkann Hátíðartilboð Gjafakort Þjóðleikhússins Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.