Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist á Ljósvallagötu 17 í Reykjavík 28. nóv- ember 1939. Hann lést á heimili sínu í Lálandi 23 í Reykja- vík 5. desember 2010. Faðir hans var Gunnar Snorrason, f. 1897, d. 1974, smiður frá Akureyri, sonur Snorra Jóns- sonar frá Svarf- aðardal, skipa- smíðameistara og kaupmanns á Akureyri, og Sigríð- ar Lovísu Loftsdóttur. Móðir Gunnars var Inga Sigurrós Guð- mundsdóttir, f. 1902, d. 1991, húsmóðir, dóttir Sigurlínu Vig- fúsdóttur og Guð- mundar Bjarnason- ar. Systkini Gunnars: Snorri Rögnvaldur, f. 24. janúar 1924, lést í Kanada 1979, Sverrir, búsettur í Hafnarfirði, f. 28. mars 1927, Svanhild- ur Lovísa, búsett í Garðabæ, f. 18. apríl 1931 og Inga Kristín, búsett í Kanada, f. 7. febrúar 1941. Útför Gunnars fór fram í kyrr- þey 10. desember 2010. Gunni frændi var ekki hár í loftinu en skipaði stóran sess í lífi okkar sem þekktum hann, hvers manns hug- ljúfi, barngóður og blíður. Hann gat ekki tjáð sig á venjulegan hátt en samt var ekki erfitt að skilja hann. Þegar ferðalag var framundan sýndi hann með látbragði flugvél og rétti upp fingurna til að sýna hversu margir dagar væru til ferðalagsins. Ferðalög voru hans dálæti og sólar- landaferðir alltaf tilhlökkunarefni. Smekkmaður var hann á tónlist og hafði yndi af dansi. Gunni frændi var litli bróðir pabba. Hann bjó hjá ömmu og afa, lengi í Karfavogi, síðan í Básenda og að síðustu í Efstalandi í Fossvogi hjá ömmu eftir að afi dó. Rúmlega fer- tugur fór hann á sambýli í Sigluvogi sem síðan flutti í Láland í Fossvogi. Hann vann í Bjarkarási, hæfingar- stöð fyrir fatlaða, í mörg ár. Svo gaman fannst honum að vera þar að amma þurfti að sofa á húslyklinum svo Gunni færi ekki af stað fyrir allar aldir. Næturgisting hjá afa og ömmu í Karfavoginum er hluti af bernsku- minningum okkar systkinanna. Gunni frændi skipaði þar stóran sess. Hann las að sjálfsögðu fyrir okkur fyrir svefninn. Bókin sneri ekki alltaf rétt en samviskusamlega las hann og við lágum og hlustuðum. Það hefði aldrei hvarflað að okkur að segja honum að við skildum ekki eitt orð. Gunni fór alla tíð í bíó á sunnudög- um. Þegar hann var enn heima hjá ömmu lét hún hann hafa pening fyrir einni bíóferð en trúlega hefur hann ansi oft fengið ókeypis í bíó því hann kom ekki heim fyrr en undir kvöld. Hann safnaði prógrömmum úr bíó- myndum, sat við skrifborðið sitt og raðaði þeim. Öðru hverju kom hann fram og sýndi okkur Roy Rogers, John Wayne eða Debbie Reynolds. Í fyrra varð Gunni frændi sjötug- ur. Það var haldin mikil veisla á sam- býlinu og Gunni var í essinu sínu. Sat eins og kóngur í stól og brosti út að eyrum. Svo yndislegur og fallegur þótt hann væri orðinn gamall og þreyttur. Heilsan farin að gefa sig. Sjálfsagt er hann hvíldinni feginn og góða heimkomu fær hann, svo mikið er víst. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Sigurður, Inga María, Svanhildur Kristín og Marteinn Sverrisbörn. Gunnar var góður við alla. Ég er búin að búa lengi með Gunnari. Það var gaman í Sigluvogi með Gunnari. Ég sakna hans og ég græt á eftir Gunnari í kirkjunni. Gíslína. Ég var grátandi. Hann var mynd- arlegur drengur. Við vorum vinir í Sigluvogi. Við vorum góðir saman. Hann var alltaf að klappa mér. Hann var góður við alla. Það var gaman að tala við hann. Jón Líndal. Gunnar var einlægur og góður vinur. Það er ekki hægt að gleyma öðrum eins vini. Það var gaman að vera í návist hans og að tala við hann. Hann var indæll og okkar viðkynn- ing var góð. Haraldur Viggó. Ég kynntist Gunnari í Bjarkarási. Ég mun sakna hans. Ég man að hann fór alltaf í bíó. Ég bið góðan Guð að vera með honum. Sigfús. Íbúar Lálands 23 votta aðstand- endum Gunnars samúð. Gíslína Gunnarsdóttir, Jón Líndal, Haraldur Viggó Ólafsson og Sigfús Svanbergsson. Snyrtimennska, gleði og kvenhylli eru allt eiginleikar sem Gunnar bjó yfir í miklum mæli. Kossar hans og faðmlög voru óteljandi. Hann tók okkur fagnandi og var mikill mann- þekkjari. Alltaf tókst honum að gera sig skiljanlegan á sinn hátt. Hann lét ekki teyma sig áfram heldur hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á hlut- unum. Gunnar var tónelskur og vel að sér í tónlist og kunni fjöldann all- an af lögum. Einnig þótti honum gaman að dansa og var flinkur dans- herra. Gunnar starfaði í mörg ár í Bjark- arási, var vinnusamur og nákvæmur. Síðar fór Gunnar í dagþjónustu í Húsinu/Setrinu þar sem hann undi hag sínum vel og átti marga góða vini. Allt þurfti að vera í föstum skorð- um hjá Gunnari og honum líkaði illa ef brugðið var út af vananum. Á ár- um áður fór til að mynda allur laug- ardagurinn í að þrífa herbergið og á sunnudögum klæddi hann sig upp á í jakkaföt, skyrtu og bindi því þá voru bíódagar. Fór hann þá jafnvel á 2-3 sýningar sama daginn. Kvikmyndir voru stórt áhugamál og hann þekkti leikarana og var harður í sinni kvik- myndagagnrýni. Gunnar valdi alltaf sjálfur hvaða myndir hann vildi sjá og fyrir valinu urðu oftast amerískar ástarmyndir sem áttu helst að enda með brúðkaupi. Gunnar náði þeim merka áfanga að verða 71 árs en afmæli og afmæl- isdagar skiptu hann miklu máli sem og aðrir fastir viðburðir á árinu svo sem jól, áramót, sumarfrí og ferða- lög. Með hækkandi sól fór Gunnar yfirleitt að tala um að fara í flugvél og í sólina og einnig var fastur liður að fara í sumardvöl hjá Jenseyju. Elsku Gunnar, þú hefur fært okk- ur svo margt og kennt okkur svo margt. Í Lálandi verður tómlegt án þín. Um leið og við kveðjum þig, kæri vinur, vottum við aðstandend- um samúð okkar. Fyrir hönd starfsfólks Lálands 23, Margrét Guðnadóttir. Gleðibrosið hans Gunna á eftir að ylja mér um ókomna tíð eins og það hefur oft gert síðan ég kynntist hon- um fyrir fáum árum. Nú hefur hann loks fengið hvíldina blessaður. Í síð- ustu skiptin sem ég heimsótti Lá- landið leyndi það sér ekki að hann var orðinn þreyttur enda búinn að glíma við veikindi undanfarin ár. Fyrst eftir að ég hætti að vinna og kom í heimsókn, benti hann á mig og kom næstum hlaupandi á móti mér og knúsaði mig. Í síðustu skiptin var hann ekki fær um að ganga en brosið var á sínum stað þótt þreytt væri orðið. Samskiptin voru ekki alltaf svona vinsamleg því að Gunnar var ákveðinn maður sem vildi ekki láta aðra ákveða hvort hann þyrfti aðstoð við daglegar athafnir. Það varð því oft að finna hvaða leið væri fær í það og það skiptið. En hann erfði ekki lengi þessi leiðindi og varð aftur elskulegur. Þegar farið var í bíltúr var oft sett tónlist í spilarann og ef honum líkaði lögin trallaði hann lengi vel með. Hann elskaði að fara í bíó en var ekki ánægður ef myndin var ofbeldisfull, rómantískar myndir voru vinsælastar og ekki spillti ef dans og söngur voru þar á ferð. Margar sögur eru til af klókindum hans til að halda sjálfstæðinu. Meðan hann var í föðurhúsum átti hann það til að skipta um föt í kyndiklefa í hús- inu áður en hann fór í dagvistun og skipti svo aftur þegar hann kom heim. Þetta komst ekki upp fyrr en hringt var til að athuga hvort hann ætti ekki föt til skiptanna. Systir hans sagði mér að eitt sinn þegar hann fór í bíó kom mikil ófærð og hann skilaði sér ekki heim. Systkinin fóru að leita en festu bílinn og komu ekki aftur fyrr en um nóttina án Gunnars. Þá var hann löngu sofnað- ur. Hann hafði farið á lögreglustöð- ina og fengið far heim. Það er alltaf upplífgandi að heimsækja heimilið í Lálandinu og elskulegu íbúana þar sem eru svo óhrædd við að sýna kær- leik í umgengni við vini sína. Minn- ingin um Gunnar er þar ekki síst. Blessuð sé minning hans. Valbjörg Jónsdóttir. Gunnar Gunnarsson Kveðja frá Félagi áhugamanna um tréskurð Í Félagi áhugamanna um tréskurð hefur stór hluti félagsmanna notið leiðsagnar Hannesar Flosasonar. Í marga áratugi leiðbeindi hann ein- staklingum í tréskurði með markviss- um hætti, byggði upp óvenjuveglegt verkefnasafn þar sem farið var frá hinu einfalda til hins flókna. Hannes var góður leiðsögumaður um heim tréskurðar og að mörgum ólöstuðum er hægt að segja að hann sé faðir þess íslenska tréskurðar sem stundaður er í dag, enda nemendur Hannes Flosason ✝ Hannes Flosasonfæddist að Hörðu- bóli í Miðdölum 12. mars 1931. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 6. nóvember 2010. Hannes var jarð- sunginn frá Bústaða- kirkju 16. nóvember 2010. hans mörg hundurð í gegnum árin. Þegar tekið var kaffihlé á námskeiðum var sest niður, ljós dempuð og kveikt á kerti. Umræðuefnið var þá gjarnan tréskurður en einnig voru líflegar umræður þar sem dæg- urmál jafnt sem heims- málin voru krufin til mergjar. Það leyfðist að hafa stórar og mikl- ar skoðanir. Á síðustu vorsýningu Félags áhugamanna um tréskurð var Hannes heiðursgestur. Gaf að líta gott sýnishorn verka hans og einnig voru þar skurðverk sem nemendur hans höfðu unnið undir hans leiðsögn. Það er von okkar og vissa að á mörgum starfsstöðum tréskurðar verði tekin kaffihlé, kveikt á kerti og Hannesar minnst. Sendum fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. Við söknum Hannesar Flosasonar tréskurðarmeistara. Sigurjón Gunnarsson, formaður. Eftir síðari heims- styrjöld var svo komið að við peyjarnir hér á Selfossi höfðum svolítinn tíma fyrir okkur sjálfa. Að vísu þurftum við að fara í sveit á sumrin þegar skóla lauk á vorin, jafnvel að sinna einnig bú- verkum í foreldragarði, en það var ekki lengur í anda þeirrar miklu vinnuhörku sem tíðkast hafði, jafn- vel á skólatíma áttum við frístundir. Þá voru ekki tölvuleikirnir né sjón- varpið né gemsarnir né æp-pottarnir og það allt. Að vísu var talsvert fjör í Selfossbíói, sem þá var nýkomið til skjalanna, en það var skelfilega stuttur tími pr. viku, og sumt bann- að. En þar voru hetjur sem við vild- um líkjast, þar var Roy Rogers, þar var Clark Gable, Gary Cooper og fjölmargir aðrir sem unnu ofur- mennsk afrek við erfið skilyrði. Það voru sko fyrirmyndir, fyrir utan Pat- ton og Montgomery í sjálfu vopna- stríðinu. Ó, hvað okkur langaði til að vera ekki eftirbátar, því að hetjur vildum við hafa og hetjur vildum við vera. Meira að segja Gunnar á Hlíð- arenda og Skarphéðinn voru á sveimi meðal okkar, hvort sem við vorum að skylmast í Þórishólum spítalalausum eða á stillönsum í nýju upprísandi kaupfélagshúsinu, sem nú er ráðhús. Og Huseby var kominn til sögunnar, sjálfur Evrópumeistar- inn. Í stríðsleysinu sem nú var runnið upp var einna helst að líta til íþróttanna um hetjur. Á því méli rann það skyndilega upp fyrir okkur að við áttum tvo afreksmenn hér í Kaupfélaginu, sem smátt og smátt gátu sér landsfrægð, það voru þeir Kolbeinn og Sigfús. Alltaf sinnti Kaupfélagið þörfum manna á þeirri tíð og skaffaði það sem þurfti. Kol- beinn stökk í upphæðir, stundum á stöng, en Fúsi einhenti stórum stykkjum langar leiðir. Þegar þeir luku vinnu og fóru að æfa sig, þá elt- um við peyjarnir og reyndum sjálfir að aðhafast. Og nú skeði kraftaverk- ið, okkur var ekki bægt frá eins og oft vildi verða þegar við vorum að sniglast í kringum fullorðna, við þóttum oft vera fyrir þegar þeir voru að athafna sig. En ekki á vellinum, ef Kolbeinn var þar, hann leyfði okkur að vera nálægt, hvatti okkur jafnvel og sagði okkur til, leiðrétti hreyfing- ar og hrósaði stundum. Reyndar var það svo að nánast allir peyjar fóru út á völl til þess að verða menn með mönnum. Allt í einu vorum við farnir að keppa með honum á Þjórsártúns- mótum, um 1950 þegar Selfoss náði íbúatölunni 1000, var hann búinn að koma upp 30 manna harðsnúnu liði í frjálsum íþróttum, ósigrandi á hér- aðsvettvangi. Það var Kobeinn sem var kveikjan, það var hann sem var foringinn, óumdeildur. Hann hafði verið tvo vetur í Laugarvatnsskóla hjá Bjarna Bjarna, þar lærði hann að þúfnagöngulagið þarf ekki að vera lögmál, menn geta rétt úr sér og bar- ist við þyngdarlömálið. Óskaplega var þetta gaman. Þessar samvistir við Kolbein og hið harðsnúna lið tel ég mér til lífs- gæfu, það hefði verið svo auðvelt að lenda í einhverju allt öðru. Þegar hann nú tekur sitt stærsta stökk flyt ég honum þakkir mínar í veganesti. Þorbjörgu frænku minni og öllu þeirra fólki flyt ég hugheila samúð- arkveðju. Þór Vigfússon. Árið 1971 var Golfklúbbur Selfoss stofnaður af nokkrum dugnaðar- Kolbeinn Ingi Kristinsson ✝ Kolbeinn IngiKristinsson fædd- ist í Tungu í Gaul- verjabæjarhreppi 1. júlí 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. nóv- ember 2010. Útför Kolbeins fór fram frá Selfoss- kirkju 7. desember 2010. forkum og miklum íþróttamönnum á Sel- fossi. Kolbeinn gekk í golfklúbbinn á allra fyrstu árum hans. Hann var mjög öflug- ur golfleikari og iðkaði íþróttina af mikilli ástríðu. Það sem var sérstaklega áberandi hjá Kolbeini var virð- ing hans fyrir reglum leiksins og framgöngu manna á golfvellinum. Hann var t.d. stundum fenginn til að leiðbeina byrjendum um reglur og siði golfs- ins. Kolbeinn tók þátt í fjölda móta á vegum klúbbsins og vann til fjölda verðlauna. Hann var fastamaður í hinni árlegu keppni sem eldri kylf- ingar á Selfossi og Flúðum heyja sín á milli árlega undir heitinu „Ryder“. Þar var Kolbeinn ávallt einn af aðal- mönnum Selfyssinga meðan heilsan leyfði. Það er til marks um dugnað og áhuga Kolbeins á íþróttinni, að hann tók þátt í fjögurra daga meist- aramóti klúbbsins 2005, þá á áttug- asta aldursári. Veður var þá mjög slæmt um tíma, en Kolbeinn lét það ekkert á sig fá, enda í einstöku líkamlegu formi miðað við aldur. Í huga Kolbeins var golfið þó aðallega vettvangur þar sem heilsurækt og ánægja fóru saman. Hin síðustu árin var sérlega ánægjulegt að sjá hann mæta næstum daglega, ef veður leyfði, með sinni yndislegu eigin- konu, Þorbjörgu Sigurðardóttur, þar sem þau spiluðu völlinn saman. Þau hjónin voru sæmd heiðurs- félaganafnbót ásamt nokkrum frum- herjum Golfklúbbs Selfoss á aðal- fundi í janúar 2007. Það hefur verið okkur félögunum í GOS alveg sér- stök ánægja að hafa haft tækifæri til að kynnast og starfa með öðlingnum Kolbeini I. Kristinssyni, enda var Kolbeinn félagi í klúbbnum í nærri fjörutíu ár. Við vottum Þorbjörgu og fölskyld- unni okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd félaga í Golfklúbbi Sel- foss, Jón Bjarni. Jæja, þá er Kolbeinn farinn frá okkur, en það er víst gangur lífsins. Með þessum línum viljum við minn- ast góðs manns, sem studdi okkur, unga menn, sem vorum að taka okk- ar fyrstu skref í badmintoníþrótt- inni. Kolbeinn var alla tíð mikill íþróttamaður, hafði verið afreks- maður í frjálsum íþróttum, meistara- flokksmaður í badminton og seinna góður kylfingur. Kolbeinn var okkur félögum í badminton á Selfossi mikil og góð fyrimynd. Hann kenndi okk- ur, þjálfaði og var mikill og góður fé- lagi, óeigingjarn á tíma sinn til okkar og óspar á góð ráð. Hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd og kom honum vel til skila hjá okkur sem kepptum mikið fyrir félagið. Kol- beinn var alltaf vel á sig kominn og á þessum tíma er hann rúmlega fimm- tugur og þrátt fyrir mikinn aldurs- mun þá mátti aldrei slaka á móti Kol- beini í leik, hann var fljótur að refsa og vinna stig eða lotu og stríddi okk- ur svo góðlátlega á eftir: „Að láta gamlan mann fara svona með ykk- ur.“ Kolbeinn kom okkur í samband við félögin á höfuðborgarsvæðinu, þekkti alla og allir þekktu hann. Þeg- ar Badmintondeild Selfoss stækkaði útvegaði hann okkur góða þjálfara og alltaf var hægt að leita til hans með ráð, aðstoð og hjálp, hvaða nafni sem hún kallaðist. Það sem situr í minningunni um Kolbein er kraftur hans alla tíð, smitandi jákvæðni og óbilandi keppnisskap, en þó alltaf svo kurteis og heillandi, þannig muna eflaust margir Kolbein. Sendum við Þorbjörgu, Sigga og fjöskyldu okkar dýpstu samúðar- kveðju. Hjalti Sigurðsson og Kristján Már Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.