Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eyjablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eyjablašiš

						JÓLABLAÐ EYJABLAÐSINS 1962
11
höfn venjulega árla dags með
því, að hinir minniháttar fisk-
eigendur létu draga fána að
hún. Voru þeir með ýmsu móti,
en allir þekktu merki þessi og
engu síður en fána stórveldanna.
— Þessi athöfn var svo endur-
tekin síðari hluta dagsins, er
taka átti saman.
En svo var það, löngu eftir
að allri vinnu var lokið, að enn
voru dregnir fánar að hún. Að
þessu sinni voru það ungu
mennirnir, sem nú stefndu liði
saman til knattspyrnuæfinga.
Fyrir unglingi, nýkomnum
austan af landi voru ýmis orð
og hugtök eyjamanna næsta
framandi. Rifjaðist þetta upp
fyrir mér ekki alls fyrir löngu
við lestur síðustu bókar Hall-
dórs Laxness.Þar segir frá því,
að í Brekkukoti hafði verið
kross í hliði, en heitið á þessum
hlut var eitt af því fyrsta, er
mér bættist í orðaforða minn á
þessum slóðum, en slíkt gagn
nefndu menn í Vestmannaeyj-
um öðru og ókristilegra nafni
en þeir í Brekkukoti — þar hét
þetta draugur. Eru þó Vest-
mannaeyingar ekki meiri dauga-
trúarmenn en almennt gerist,
þó kynlegir atburðir sneiði ekki
þar hjá garði fremur en annars-
staðar á landinu, enda varð ég
þarna einu sinni að nokkru, fyr-
ir dularfullri reynslu, er ég
minnist æ síðan.
Nokkrir piltar og stúlkur
höfðu gengið út af dansleik í
Góðtemplarahúsinu. Var ferð-
inni heitið austur á Skans til að
sjá, þegar merki væri gefið um
það, að bátaflotinn mætti halda
úr höfn.
Veður var gott og tunglskin
og blíða.
Er hópurinn er þangað kom-
inn er vegurinn beygir í átt til
Austurbúðarinnar verður einni
stúlkunni litið upp í glugga á
útihúsi, er þarna stóð við veg-
inn, með þeim afleiðingum, að
hún rekur upp hljóð og grípur
í einhvern samfylgdarmanninn.
Verður hinum þá brátt litið í
sömu átt. Sjá þá allir, að innan
við gluggann stendur kvenvera,
hallar nábleiku andliti út að
rúðunni og horfir stjörfum aug-
um út í tunglskinið.
Hér verða snögg umskipti,
taka stúlkurnar til fótanna og
karhnennirnir á eftir, — að sjálf-
sögðu þó ekki af hræðslu, held-
ur af umhyggju fyrir stúlkun-
um.
Kom nú fólk þetta aftur á
dansleikinn og flaug þar fiski-
sagan með þeim afleiðingum, að
allstór hópur lagði þegar af stað
til að sjá fyrirburðinn og var
ég einn þar á meðal. Var sýnin
því staðfest af fjölda manna.
Þetta er sá eini draugur, sem
ég hef séð um dagana,' en svo
magnaður var hann, að hann
lét sér í engu bregða þó dag-
ur rynni upp, því þetta reynd-
ist vera hin fegursta dís með
hrafnsvart hár og fölar kinnar,
útskorin af miklum hagleik og
hafði, einhverntíma átt því veg-
lega hlutverki að gegna að vera
til skrauts undir bugspjóti á
fögru seglskipi, en hafði nú
hafnað innan um skran í útihúsi
og fallið þar út í glugga.
Á þessum árum var þar komið
í efnahagsþróuninni, þegar að
Napóleonskökurnar kostuðu 16
aura og þegar maður, sem átti
því peningaláni að fagna að eiga
fimm krónur í reiðu fé, gat boð-
ið stúlkunni sinni á dansleik,
keypt handa báðum kaffi og
kræsingar og farið svo sjálfur á
kaflamynd í bíó daginn eftir
fyrir afganginn, en slíkar mynd-
ir voru þá eins og nokkurskon-
ai neðanmálssögur í nýju formi
og gat það tekið allt að þrem
mánuðum að sjá alla myndina,
því bíómyndirnar voru aðeins
einu sinni í viku.
Flestar skemmtanir í Vest-
mannaeyjum á þessum tíma
munu hafa verið svipaðar því,
er annarsstaðar gerðist á land-
inu, nema Þjóðhátíðin, og ef
vera skyldi grímudansleikir þeir
er háðir voru laugardag eftir
laugardag stundum svo að mán-
uðum skipti og svo kappglím-
ur þær, er háðar voru einu
sinni á hverjum vetri og aðsókn
var að meiri en að nokkurri ann
arri skemmtun, enda voru þá í
Eyjum margir frægir glímu-
menn.
Stundum  er  ég  spurður að
því af ókunnugum, er hug hafa
á að fara til Vestmannaeyja til
að skoða sig um, hvort ekki sé
hægt að skoða þar allt það, sem
skoðunar sé vert, á svo sem ein-
um eða tveimur dögum. Eg á
erfitt með að gefa við því greið
svör, því á 28 árum tókst mér
ekki að sjá allt það, er mig
langaði til að skoða og engan
mann þekki ég í Eyjum, sem
skoðað hefur alla þá staði, sem
þar eru skoðunarverðir.
Til frekari skýringar fyrir þá,
sem ókunnugir eru mætti geta
þess, að til eru þarna fjallaleið-
ir, sem bera nöfn eins og „Vít-
isofanferð" og „Heljarstígur"
og mættu menn þar af ráða, að
ekki sé allsstaðar greiðfært um
fjöllin fyrir hvern sem er.
En þau eru mörg náttúrufyr-
irbrigðin í Eyjum, sem gaman er
að skoða og mætti þar tilnefna
nokkra af hellum þeim, sem eru
á Heimaey. Er þá fyrst að nefna
Klettshelli, sem blasir við sjón-
um heiman úr kaupstaðnum. Er
það allstór sjóhellir, sem auð-
velt er að skoða. Norðan í Yzta-
kletti er svo snotur hellir, er
Selhellir nefnist, en ekki verð-
ur hann skoðaður til hlítar
nema menn hafi yfir að ráða
litlum báti.
Þá er mér sagt, að fundizt hafi
hellir norðan undir Klettaskörð-
um, niður við sjó. Á sá að vera
allstór, en illt að finna vegna
þess að sjór róti oft grjóti fyrir
munnann í brimi. — Ekki mun
þó hellir þessi hafa verið kann-
aður að nokkru ráði, þó langt
sé orðið síðan að hann fannst.
. Vestan við Stóra-Klif er bjarg
allstórt er Vatnshellar nefnast,
og er framan í því hellir með
sama  nafni,  er  mundi rúma
Sildveiðar við Eiðið.
nokkur hundruð manns, ef þétt
væri staðið. Er þetta fallegur
hellir og verpir í honum nokk-
uð af fýl, en fremur er erfitt í
hann að komast, því sleipt er á
flánum framundan munnanum.
Vestan Vatnshella tekur við
Æðasandur, en það er hóflaga
vik með háum hömrum á alla
vegu og er sandur innst í vogn-
um. Af þessum sandi má svo
ganga í einn af skemmtilegustu
hellum Eyjanna — Æðahelli.
Eru á honum tvö op, veit ann-
að út á sandirin, en hitt til hafs.
Inni í helli þessum er há hvelf-
ing og tignarleg og munu fáir
sjá eftir því, er lagt hafa leið
sína þangað.
Vestur í Ofanleitishamri er
svo hellir sá, er Teistuhellir
nefnist, er sá allstór og úfinn á-
sýndum. Þar verpir enn nokk-
uð af teistu og lítið eitt af álku
og langvíu á stöllum í berginu.
Sunnarlega í Stórhöfða vest-
anverðum eru svo Fjósin, tveir
sjóhellar, er liggja allt að 25
föðmum inn í bergið. Nyrðri
hellirinn er fallegri. Utan í
veggjunum eru langvíubæli og
uppi í hvelfingunni stórir bekk-
ir, sem nefndir eru Fjósloftin.
Veit ég ekki til, að nokkur hafi
komizt þangað upp né viti, hve
langt inn í bergið hvelfingin
nær yfir bekkjum þessum.
Inn í Litlhöfða úr svonefndri
Stakkabót gengur mikill hellir er
mun vera stærstur hellir á eyj-
unni. Er hann um 80 metra
langur og breiður að sama skapi.
Inn í hann má ganga þurrum
fótum á fjöru, en á flóði er
hægt að róa inn í hann á litl-
um báti. Lendir maður þar í
fjöru, er þar fallegur skeljasand-
ur.  Inn af fjörunni tekur við
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20