Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 3
HANDBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Það var mjög dauft yfir strákunum
eftir leik enda voru þetta mikil von-
brigði. Menn ætluðu sér áfram enda
erum við vanir því að spila á stór-
mótum og að standa okkur þar. En
svona er þetta bara. Lið eins og
Króatía, sem spilaði við okkur til úr-
slita á heimsmeistaramótinu síðast,
duttu til dæmis líka út. En við erum
mjög vonsviknir,“ sagði Einar Andri
Einarsson, annar þjálfara U21-
landsliðs karla í handknattleik, sem
tapaði í gær gegn Serbíu, 28:24, í
lokaleik sínum í undankeppni
heimsmeistaramótsins sem fram fer
í Grikklandi næsta sumar.
Ísland vann á laugardag tveggja
marka sigur á Eistlandi, 31:29, eftir
að hafa verið marki undir í hálfleik.
Áður hafði liðið unnið öruggan sigur
á Makedóníu svo að leikurinn við
Serba, sem voru á heimavelli, var
úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins
sem var það eina sem gaf sæti í úr-
slitakeppni HM.
„Stór skörð höggvin“
Sami árgangur og keppti nú í
Serbíu varð í 2. sæti á heimsmeist-
aramóti U19 ára fyrir tveimur ár-
um. Nokkra frábæra leikmenn vant-
aði þó frá því þá, bæði vegna
meiðsla og vegna þess að Aron
Pálmarsson og Oddur Gretarsson
voru með A-landsliðinu í æfinga-
leikjum við Þýskaland í undirbún-
ingi fyrir HM A-landsliða um
helgina.
„Það voru stór skörð höggvin í
okkar lið, bæði vegna meiðsla og
vegna þess að tveir voru með
A-landsliðinu að þessu sinni. En við
fögnum því bara að menn úr þessu
liði séu farnir að spila með A-lands-
liðinu og það var nóg af flottum
strákum að spila fyrir okkur núna,“
sagði Einar.
Markvörðurinn setti í lás
„Við spiluðum vel. Alveg þangað
til það voru tíu mínútur eftir af
leiknum höfðum við forystuna en við
töpuðum lokakaflanum 8:3. Þá lok-
aði markvörður Serbanna bara
markinu og í því fólst munurinn.
Þetta eru jöfn lið. Serbarnir hafa
sýnt það á síðustu stórmótum að
þeir eru með feikilega öflugt lið, og
alltaf verið nálægt því að komast í 8-
liða úrslit og svona, þannig að við
vissum að þetta yrði erfitt. Strák-
arnir börðust virkilega vel og
spiluðu vel en þetta féll bara ekki
með okkur. Markvarslan er svo
mikilvæg í handbolta og sá serb-
neski varði þrjú eða fjögur dauða-
færi á síðustu mínútunum,“ sagði
Einar.
Enginn átti stórleik
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson
var markahæstur Íslendinga í gær
með átta mörk en Framarinn Rób-
ert Aron Hostert kom næstur með
fjögur mörk. Einar segir að lyk-
ilmenn liðsins hafi ekki náð sér
nægilega vel á strik í leiknum á erf-
iðum heimavelli Serbanna.
„Serbarnir fengu mikinn stuðning
sem hefur eflaust hjálpað til. Það er
alltaf erfitt að spila við svona gott
lið á útivelli. Það munaði líka um
það að enginn af okkar lyk-
ilmönnum átti neinn stórleik, því
miður. Við vissum að til að vinna
þyrftu allir að spila sinn besta leik,
en það gekk ekki upp að þessu sinni
og því fór sem fór,“ sagði Einar.
„Þeir spiluðu gríðarlega öfluga
6-0-vörn, með tvo tveggja metra
menn í hjarta varnarinnar og mark-
vörðinn öflugan fyrir aftan, þannig
að það var rosalega erfitt að sækja
gegn þessu liði. Þegar líða fór á leik-
inn varð erfitt að skora mörk, og
þeir börðu svolítið á okkur á meðan
vörnin okkar gaf frekar eftir. Þetta
er bara virkilega öflugt og skipulagt
serbneskt lið,“ bætti hann við.
Mörk Íslands gegn Serbíu:
Bjarki Már Elísson 8, Róbert Aron
Hostert 4, Ólafur Guðmundsson 3,
Guðmundur Hólmar Helgason 3,
Ragnar Jóhannsson 2, Heimir Óli
Heimisson 1, Guðmundur Árni
Ólafsson 1, Stefán Rafn Sig-
urmannsson 1 og Tjörvi Þorgeirs-
son 1. Varin skot: Arnór Stefánsson
12 og Sigurður Örn Arnarsson 2.
Mörk Íslands gegn Eistum: Rób-
ert Aron Hostert 5, Guðmundur
Árni Ólafsson 5, Ragnar Jóhanns-
son 5, Ólafur Guðmundsson 4,
Heimir Óli Heimisson 3, Guð-
mundur Hólmar Helgason 2, Vignir
Stefánsson 2, Bjarki Már Elísson 2,
Tjörvi Þorgeirsson 2 og Stefán Rafn
Sigurmannsson 1.
„Mjög vonsviknir“
Silfurstrákarnir fara ekki á HM U21 í Grikklandi í sumar Töpuðu úrslitaleik
gegn Serbíu Frábæra leikmenn vantaði og lykilmenn náðu sér ekki á strik
Morgunblaðið/Ómar
Átta Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum gegn Serbum í gær.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í blaki
hafnaði í 3. sæti á 4 liða alþjóðlegu
móti sem fram fór í Lúxemborg um
helgina. Íslenska liðið vann Skot-
land og heimastúlkur örugglega 3:1
en tapaði í gær fyrir liði Liechten-
stein, einnig 3:1. Íslenska liðið hafði
töluverða yfirburði í fyrstu hrin-
unni en tapaði næstu þremur hrin-
unum naumlega.
Lúxemborg bar því sigur úr být-
um á mótinu eftir að hafa lagt Skot-
land að velli í síðasta leiknum en öll
liðin að Skotlandi undanskildu voru
með jafnmörg stig. Lúxemborg var
hinsvegar með bestan árangur þeg-
ar litið var til hrina og stiga.
„Ég er ánægð með mótið svona á
heildina litið. Ég er samt sár eftir
þennan síðasta leik, við höfðum
hann alveg í hendi okkar en glöt-
uðum honum samt frá okkur, sem er
auðvitað alltaf sárt.
Mótið er hinsvegar mikilvægt fyr-
ir reynslubankann og góður und-
irbúningur fyrir smáþjóðaleikana í
vor,“ sagði Fríða Guðmundsdóttir
sem var stigahæst liðsmanna á
mótinu.
Fríða sagði að liðið hefði spilað
vel en því miður hefði leikjanið-
urröðunin ekki verið íslenska liðinu
hagstæð. Liðið spilaði seint á laug-
ardagskvöld og svo aftur klukkan 10
í gærmorgun.
Við erum stemningslið
„Í blaki er það nú þannig að það
stendur allt og fellur með móttöku
og okkur gekk vel þegar við vorum
með góðar móttökur. Þegar það er
lélega móttaka þá er úr mjög litlu að
moða. Við erum mikið stemningslið,
þegar okkur gengur vel, þá gengur
okkur mjög vel. Þegar okkur hins-
vegar gengur illa þá eigum við mjög
erfitt með að rífa okkur upp,“ sagði
Fríða.
Ekki sjálfsagt að stilla upp
sterku liði
Íslenska liðið gat stillt upp sterku
liði á þessu móti en það er ekki alltaf
sjálfsagt. „Við þurfum að standa
straum af öllum kostnaði sjálfar sem
mér finnst fáránlegt og leiðinlegt.
Það eru margar sem hafa hreinlega
ekki efni á að gefa kost á sér. Þetta
er því miður lítil íþrótt og á undir
högg að sækja og fær litla sem enga
umfjöllun í fjölmiðlum. Þess vegna
eru fyrirtæki ekki æst í að styrkja
okkur. Blakíþróttin á því verulega
undir högg að sækja. En hópurinn
núna var mjög sterkur og það var
ánægjulegt.“
Ljósmynd/Peter Eichstädt
Öflug Fríða Sigurðardóttir slær boltann í leik í Lúxemborg. Hún gerði 53
stig í leikjunum þremur og var stigahæst íslensku leikmannanna.
Fáránlegt og leiðinlegt
Sterkur hópur að þessu sinni Leikjaniðurröðun óhagstæð
Bryndís Guð-
mundsdóttir,
leikmaður Kefla-
víkur, fékk flest
atkvæði í net-
kosningu á
heimasíðu Körfu-
knattleikssam-
bandsins en
kosningunni var
hleypt af stokk-
unum til þess að
velja byrjunarliðin.
Stjörnuleikurinn fer fram hinn
15. janúar í Ásgarði í Garðabæ og
þar eigast við Reykjanesið og
Landið. Um 1.000 manns tóku þátt
í kjörinu og fékk Bryndís 157 at-
kvæði.
Lið Reykjaness: Pálína Gunn-
laugsdóttir, Bryndís Guðmunds-
dóttir, Birna Valgarðsdóttir og Jac-
quline Adamshick, allar úr
Keflavík, og Íris Sverrisdóttir,
Haukum.
Þjálfari liðsins er Jón Halldór
Eðvaldsson, Keflavík, og mun hann
velja sjö leikmenn til viðbótar frá
Keflavík, Njarðvík, Grindavík og
Haukum.
Lið Landsins: Hildur Sigurðar-
dóttir, Margrét Kara Sturludóttir
og Signý Hermannsdóttir, allar úr
KR, og þær Savica Dimovska og
Jaleesa Butler úr Hamri.
Þjálfari liðsins er Ágúst Björg-
vinsson, Hamri, og mun hann velja
sjö leikmenn til viðbótar frá Hamri,
KR, Snæfelli og Fjölni. kris@mbl.is
Bryndís
fékk flest
atkvæði
Bryndís
Guðmundsdóttir
Lærisveinar
Benedikts Guð-
mundssonar í
Þór frá Þorláks-
höfn héldu í gær
áfram sigur-
göngu sinni í 1.
deild karla í
körfubolta. Þór-
arar burstuðu
Ármann í Laug-
ardalshöllinni,
119:78, og hafa unnið fyrstu tíu leiki
sína í deildinni. Þeir eru með fjög-
urra stiga forskot á granna sína í
FSu en sigurlið 1. deildar fer beint
uppí úrvalsdeildina. Þorsteinn Már
Ragnarsson skoraði 28 stig fyrir
Þór. Stigaskor í heild er að finna á
bls. 6. vs@mbl.is
Þór áfram á
sigurbraut
í 1. deildinni
Benedikt
Guðmundsson