Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 18
Anna Eiríksdóttir, organisti, Fagurgerði, Selfossi. Anna Eiríksdóttir var fædd 28. mars 1904, að Sandhaugum í Bárðardal. Foreldrar hennar voru hjónin þar Guðrún Jónsdóttir og Eiríkur Sturla Sigurðsson. Anna var elst sex systkina og ólst upp í foreldrahúsum, við þeirra tíma störf og skólanám. Söngurog hljóðfærasláttur var iðkaður á heimilinu og lékmóðir Önnu á harmoníum. Kenndi hún dótturinni undirstöðuatriðin í þeirri list. Einnig var Anna um vetrartíma við orgelnám hjá Guðfinnu Jónsdóttur á Hömrum í Reykjadal. Um I7 ára aldur fór Anna úr heimabyggð til fraendfólks síns á Suðurlandi, þar sem hún dvaldi um skeið. En hugur hennar stefndi til frekara náms og frama og með þeim dugnaði, sem hún var gædd og snemma kom í Ijós, tókst henni að komast á skóla ÍDanmörku, þar sem hún var ítvöárvið nám í hannyrðum ogfleiri greinum. Rúmlega tvítug árið 1 925 - giftist hún Birni Sigurbjarnarsyni frá Ytri-Tungu á Tjörnesi. Foreldrar hans voru hjónin þar Valgerður Jónsdóttir og Sigurbjörn Einarson. Björn og Anna reistu sér snorturt íbúðarhús á bökkum Ölfusár, skammt austan brúarinnar og nefndu það að Fagurgerði, eftir bæ, sem þar var fyrr á öldum með því nafni. - Björn réðist til starfa hjá útibúi Landsbankans, sem verið var að setja á fót á Selfossi. Gegndi hann þar síðan gjaldkerastarfi til sjötíu ára aldurs. Þeim hjónum fæddust sex börn: Björn, Aldís, Sturla, Valtýr, Anna Guðrún og Baldur. Valtý misstu þau 15 ára gamlan. Jáfnframt þeim störfum, sem tengjast þeint uppeldi barna og stjórn á stóru heimili, lét Anna sig varða ýmis þau mál, sem stuðluðu að menningu og framförum samfélagsins. Störf í skógræktarfélaginu voru henni einkum hugleikin. Bertrjágarðurinn aðFagurgerði - nú Fagurgerði 4- þvívitni hveþlóma og trjárækt var henni eðlislæg. 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.