Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eyjablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eyjablašiš

						EYJABLAÐIÐ
EYJABLAÐIÐ
Ritnefnd:
Ragnar Óskarsson (ábm.)
Sveinn Tómasson
Inga D. Ármannsdóttir
Edda Tegeder
Björn Bergsson
Útgefandi: Alþýöubandalagiö í Vestmannaeyjum
Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum
ASII BÆ
TRYGGJUM
MANNSÆMANDI KJÖR
Við vertíðarlok er ekki úr vegi að staldra örlítið við
og athuga kjör þess fólks sem vinnur að verðmæta-
sköpuninni fyrir þjóðarbúið.
Við þá athugun kemur fljótlega í ljós að kjör launa-
fólks hafa sjaldan eða aldrei hin síðari ár verið eins
bágborin og einmitt nú. Fjölskyldum launafólks reynist
með hverjum deginum sem líður erfiðara að láta enda
ná saman og víða er svo komið að fólk er farið að líða
skort í þeim mæli sem íslendingar kynntust fyrr í sögu
þjóðarinnar. Þessi mynd er dökk en hún er engu að
síður óhrekjanleg staðreynd.
En hvað veldur því að slíkt ástand hefur skapast í
velferðarríkinu íslandi þar sem allir eru sagðir jafnir og
hamingjusamir? Svarið er að finna hjá ríkisstjórn
landsins. Hún hefur allt frá því að hún komst til valda
sýnt launafólki fullan fjandskap og fótum troðið verka-
lýðshreyfinguna. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin
ávallt stutt hagsmuni auðmagnsins. Hún hefur með
öðrum orðum tekið frá þeim sem minna hafa og fært
þeim sem meira hafa, gert hina ríku ríkari og hina
fátæku fátækari.
Við skulum líta yfir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar í
samskiptum hennar við launafólk.
Ríkisstjórnin lét það verða eitt sinna fyrstu verka að
taka tímabundið samningsréttinn af verkalýðshreyf-
ingunni, þann rétt sem í lýðræðisríkjum þykja sjálfsögð
mannréttindi.
Verkfallsrétturinn var einnig afnuminn, en hann er
sá réttur sem verkalýðshreyfingin ávann sér endur fyrir
löngu og er einnig álitinn sjálfsagður í öllum lýð-
ræðisríkjum.
Þá afnam ríkisstjórnin verðtryggingu launa með
lagaboði en lét óátalið þótt verðlag á þjónustu og
vörum hækkaði af fullum þunga.
Og í samræmi við vilja ríkisstjórnarinnar var láns-
kjaravísitölunni leyft að hækka upp úr öllu valdi með
þeim afleiðingum að lán eru nú að sliga æ fleiri, ekki síst
ungt launafólk sem stendur í því að reyna að eignast
þak yfir höfuðið.
Ríkisstjórnin kom einnig á hinum illræmda
sjúklingaskatti sem hefur leitt til þess að sjúkir og
aldraðir hafa orðið fyrir óbærilegum útgjöldum vegna
þjónustu sem til þessa hefur verið greidd af sam-
félaginu.
Og þannig má áfram telja. Allar þessar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar hafa síðan valdið því að kaupmáttur
launa hefur hrapað jafnt og þétt og enn er hann á
niðurleið.
En ríkisstjórnin hefur ekki leikið alla þegna þjóð-
félagsins svona grátt, þvert á móti. Hún hefur hlaðið
undir stóreignafólkið og hyglað alls konar fyrirtækjum
með skattfríðindum svo eitthvað sé nefnt. Allar þessar
aðgerðir hafa miðað að því að færa fjármuni frá launa-
fólki þangað sem fjármunirnir eru fyrir.
Frammi fyrir þessum staðreyndum stendur launafólk
nú. En þótt útlitið sé ekki bjart má ekki leggja árar í bát.
Verkalýðshreyfingin má ekki láta ríkisstjórninni líðast
öllu lengur þann fjandskap sem hún hefur sýnt frá því
að hún settist að völdum. Óg verkalýðshreyfingin hefur
alla möguleika á því að knýja á um breytta stefnu.
Samtakamáttur launafólks er mikill, það hefur sagan
sýnt okkur. Þennan samtakamátt verður verkalýðs-
hreyfingin nú að nýta til þess að ná fram leiðréttingu á
kjörum launafólks og til þess að gera ríkisstjórninni
ljóst að hún getur ekki stjórnað þessu landi öndverð við
kröfuna um mannsæmandi kjör             —R.Ó.
Langt er síðan ég fyrst heyrði
nafnið Ási í Bæ, sextíu ár eða
meir. Sumarpiltur á bæ í Land-
eyjum sagði mér margar sögur
af Ása í Bæ og fræknleik hans.
Ási var foringi strákanna sem
háðu stórorrustur í fjörunni eða
útá Botni. Eyjadrengurinn
nefndi Ása þennan stundum
„Bæjarann" með sérstökum
virðingarhreim.
Ási víkur að þessum tíma í
bók sinni Skáldað í skörðin:
„Fjaran og höfnin var mikill
vettvangur okkar stráka við
Strandveginn. Mestur allra
sjávarleikja var að komast yfir
bát og róa út um höfnina". Svo
kemur skemmtileg lýsing á
þeim miklu stríðsleikjum fjöru-
lallanna.
Árin liðu. Ég var á vertíð í
Eyjum á kreppuárunum 1930-
40. Einhverntíma á þessum
árum sá ég Ása leika Gvend
smala í Gúttó með glæsibrag.
öðru hvoru sá ég Ása bregða
fyrir á götu og það læddist að
mér sú hugsun að gaman væri
að kynnast þessum unga
manni.-
Svo er það einn dag að Ási í
Bæ víkur sér að mér á götu,
segir: -Ég hef heyrt að þú sért
esperantisti. (Ási hafði lærtþað
mál).
Jú, ég hafði gutlað eitthvað í
alþjóðamálinu.
Hann bauð mér heim í Bæ,
las mér smásögu eftir sig og las
vel.
Það mátti ekki minna vera,
maðurinn var þá hvorki meira
né minna en skáld.
Eftir þetta bar fundum okkar
oft saman. Við áttum samleið í
því að vera alþjóðlega sinnaðir,
en þó íslendingar fyrst og
fremst. Pó við færum síðar
nokkuð sinn í hvora átt, þá
höfum við ekki mætur á flokka-
rekendum og því miðjumoði og
hentistefnu sem nú veður uppi.
Ási var löngum harður á vinstri
kantinum og maður verkalýðs-
ins, ofar dægurþrasi um auka-
atriði. Sumum grónum íhalds-
mönnum þótti vænt um Ása, þó
hann væri kommi eins og þeir
sögðu, af því hann væri svo
skemmtilegur.-
Ási var mikill skemmtunar-
maður, en alvörumaður undir
niðri. Leikari ágætur eins og
frændur hans, sem fóru á
kostum á fjölunum, samdi
gamanvísur og söng, lék á
hljóðfæri, gaf út skopblöð öðru
hvoru. Allt til að hressa uppá
geðheilsuna, ef hægt væri.
Peir Ási, Árni úr Eyjum (frá
Háeyri) og Oddgeir voru eins-
konar þrístirni í menningar-
baráttunni. Ási og Árni lögðu
til ljóðin, Oddgeir lögin. Óvíða
er meiri þörf að efla menning-
arlífið en í sjóplássum, þar sem
allt veltur á að duga en ekki
drepast. í strangri lífsbaráttu er
hver stund sem gefst „milli
stríða" ómetanleg blessun.
Ekki sé ég betur en sum ljóð
Ása séu tær skáldskapur, t.d.
þjóðhátíðarljóðin og mörg
dægurljóð og lög. Munur eða sú
lágkúra sem nú mettar fjöl-
miðla, næstum dag og nótt - og
kemst á toppinn!
Ætla mætti að skrifborðs-
vinna hefði hentað Ása betur
en sjómennska vegna þess
meins er fylgdi honum nær alla
ævi. Reyndar stundaði hann
slík störf öðru hvoru og leysti
þau vel af hendi. En hann eirði
þeim ekki til lengdar, fór á
sjóinn. Var háseti, kokkur, vél-
stjóri og skipstjóri. Útgerðar-
maður á tímabili, aflakló, sem
frændur hans Litlabæjarmenn.
Þótt hafið væri Ása gjöfult, þá
mætti segja mér að hann hafi
verið fátækari er útgerð lauk en
þá er hún hófst. Kerfið lætur
ekki að sér hæða.
Asa í Bæ brá Iítt við áföll,
hvað þá minni uppákomur.
Dæmi um það síðarnefnda:
Fagur sumardagur, spegilslétt-
ur sjór. Ási gerði út trillu á
handfæri, hafði hana á leigu.
Reri við annan mann. Við Sig-
urður Guttormsson höfðum
ákveðið ferð okkar í Land-
mannalaugar, einnig Ille og Sísí
með í för. Ási ætlaði að skjóta
okkur upp á Tangann síðdegis.
Við ferðbúin á bryggju, ásamt
skipverja Ása og þrem
hjúkrunarkonum sem Iangaði í
kvöldsiglingu. Ási ókominn, ég
heim til hans, er tjáð að hann sé
enn suður í túni við hirðingu.
Við biðum enn um sinn en ekki
kom formaður. Útgerðarfélagi
Ása segir að ekki sé eftir neinu
að bíða, hann sé alvanur að fara
með bátinn. Þetta verður að
ráði og bátur okkar brunar
áleiðis til lands. Þá verður
mótorstopp á miðju sundi,
bensínleiðsla í sundur. Loks fór
rokkurinn að skrölta á ný, við-
gerð Iokið. Áform formanns,
að stefni kyssti sand, við far-
þegar á land um Ieið, sett á fullt
afturábak. En um leið og trillan
kenndi grunns sló henni, og
stóð í Ijósum loga um leið.
Skipreika hópur, hljóður og
hógvær, heldur heim að Bakka
og gistir þar um nóttina. Að
morgni er bátur okkar horfinn.
Eftir miðnætti fór Ása að lengja
eftir bát sínum. Bjó því ferð
sína á vélbát upp að Sandi, því
heima í Eyjum vissi enginn
hvað dvaldi Orminn langa.
-Tók Ási og menn hans trilluna
í tog og fluttu til Eyja. Þurfti að
festa hana við síðu vélbátsins
svo hún sykki ekki.
Þrem vikum seinna héldum
við hjónin heim. Ekki alvegrótt
í sinni því ég átti von á því að
Ási læsi mér pistilinn ómildilega
vegna þessa fyrirhyggjulitla
ferðalags. Við höfðum óvilj-
andi gert að öngvu það sem
eftir var sumarúthalds hjá þeim
félögum. Heilsar hann mér
ekki brosandi sem endur-
fundnum vini. Ekki löngu
seinna færir Ási mér kvæðis-
korn, skopbrag um Landferð-
ina og hefst svona:
Skip mitt er brunnið við
svartan sand
svarrar af ölduróti.
í einni bók sinni segir Ási:
„Þegar ég var um tvítugt fékk
ég þá vitrun að mér bæri að
skrifa bækur um það merkilega
mannlíf sem fór fram í kringum
mig". Og 10 urðu bækurnar um
það er lauk, þær eru: Breytileg
átt 1948, skáldsaga; Sá hlær
best 1966, útgerðarsaga; Eyja-
vísur 1970; Granninn í vestri
1971, um Grænland og Græn-
lendinga; Sjór, öl og ástir 1972,
smásögur;    Vestmannaeyjar
1972, kynningarrit 1.-3. útg.;
Korriró 1974, skáldsaga;
Grænlandsdœgur 1976, ljóð
um land og þjóð, myndir
Tryggvi Ólafsson; Skáldað í
skörðin 1978, sjálfsævisaga;
Pjófur í Seðlabanka 1983, um
kerfið.
Aflamenn 1961, bókakafli
um Binna í Gröf. í handriti m.a.
tvö leikrit (annað leikið í út-
varp). -Undarlegt má kallast að
slíks rithöfundar og skálds skuli
að öngvu getið í bókmennta-
sögu handa skólum.
Ási dvaldi á Grænlandi
sumarið 1969 og kom þaröðru
sinni 1975. Hann hreifst af
hrikafegurð landsins og þjóð-
inni sem það byggir. í fyrri
Grænlandsferð okkar hjóna
sagði mér einn ferðafélaginn,
ung stúlka, að hún hafði haft
hið mesta gagn að bók Ása,
Grannanum í vestri, þá er hún
samdi prófritgerð sína.
Ástgeir var fæddur 27.
febrúar 1914, dáinn 1. maí
1985. Foreldrar Kristín Jóns-
dóttir og Ólafur Ástgeirsson
bátasmiður. Kona 15.3. 1947,
Friðmey       Eyjólfsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Börn:
Gunnlaugur menntaskóla-
kennari, Kristín sagnfræðingur,
Eyjólfur, Iátinn, Ólafur smiður.
Asi brautskráðist úr Sam-
vinnuskólanum 1940. Var sjó-
maður 1940-45, starfaði á
Skattstofu Vm. 1945-48 og
skrifstofu Bæjarútgerðar Vm.
1948-49. Var formaður á
minni vélbátum 1953-62 og um
Ieið útgerðarmaður. Bæjar-
ritari í Eyjum 1966-68. Við
vinnu á Grænlandi sumarið
1969. Ritstjóri Eyjablaðsins
1945-48 og Spegilsins
1968-70. Var í niðurjöfnun-
arnefnd í Eyjum fjölda ára og
endurskoðandi bæjarreikninga.
Flutti til Reykjavíkur 1968.
Tók þar mikinn þátt í starfi
Rithöfundafélagsins og var
fyrsti starfsmaður Rithöfunda-
sambands íslands og vann þar
brautryðjendastarf.
Ég vil ljúka þessum línum
með því að vitna í skáldbróður
Ása, Sigurð A. Magnússon, þar
sem hann í einni setningu lýsir
Ása svo vel að vart verður
betur gert: „Ási í Bæ varungur
í anda framá efstu ár, gæddur
hrifnæmi æskumannsins og
hæfileikanum til að njóta líð-
andi stundar án umhugsunar
um kvaðir morgundagsins".
Haraldur Guðnason
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4