Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Morgunblaðið/hag
Bikarmeistarar Sigurinn var langþráður fyrir Vesturbæinga, 20 ár frá síðasta bikarmeistaratitli, og þeir gátu fagnað innilega.
4
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Á VELLINUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eftir miklar ófarir í bikarúrslita-
leikjum á síðustu árum tókst Kefla-
vík að snúa blaðinu við og vinna Ís-
landsmeistara KR í Poweradebikar
kvenna í körfuknattleik í Laug-
ardalshöll á laugardaginn. Eftir
jafnan fyrri hálfleik tókst Keflavík
að slíta sig frá KR í þriðja leikhluta
og lét forskotið aldrei af hendi eftir
það. Á lokamínútunum var spennan
ekki lengur fyrir hendi og Keflavík
fagnaði öruggum sigri, 72:62, og
sínum tólfta bikarmeistaratitli en
þeim fyrsta síðan 2004. Keflavík
tapaði einmitt fyrir KR í úrslitum
árið 2009 og fyrir Haukum í fyrra
en að þessu sinni héldu leikmenn
liðsins ró sinni og voru yfirvegaðri í
sínum aðgerðum en leikmenn KR. 
Birna Valgarðs valin best
Bandaríski leikmaðurinn Jacqul-
ine Adamshick kom sér strax inn í
leikinn og var áberandi á upphafs-
mínútunum. Sjálfsagt hefur það gef-
ið leikmönnum Keflavíkur ákveðið
öryggi að Adamshick skyldi byrja
vel því hún leiðir úrvalsdeildina í
stigaskori og fráköstum. Hinn er-
lendi leikmaðurinn hjá Keflavík,
Marina Caran, skilaði hins vegar
ekki miklu. Birna Valgarðsdóttir
var valin maður leiksins af sérstakri
dómnefnd en hún skoraði 14 stig
sem telst ansi gott í ljósi þess að
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
valdaði hana hluta leiksins. Bryndís
Guðmundsdóttir stóð upp úr í liði
Keflavíkur að mati undirritaðs.
Skoraði 12 stig, tók 10 fráköst og
gaf sex stoðsendingar. Bryndís var
ekki atkvæðamest í tölfræðiþátt-
unum en hún lagði mjög oft eitt-
hvað til málanna bæði í vörn og
sókn á mikilvægum augnablikum í
leiknum. 
Ingibjörg innsiglaði sigurinn
Í síðari hálfleik fékk Keflavík
stórt framlag frá Ingibjörgu Jak-
obsdóttur sem gekk til liðs við fé-
lagið frá Grindavík fyrir þessa leik-
tíð. Þegar sjö mínútur voru eftir af
leiknum má segja að Ingibjörg hafi
innsiglað sigurinn. Hún fékk þá
ruðning dæmdan á Morris og setti
svo niður þriggja stiga körfu í
næstu sókn og kom Keflavík í 63:50.
?Það var frábært og skotin fóru
loksins niður hjá mér í seinni hálf-
leik. Frá og með þriðja leikhluta
fannst mér við vera með leikinn. Þá
fengum við sjálfstraust og settum
skotin niður ásamt því að við spil-
uðum betur í vörninni. Ég hafði
engar áhyggjur af stöðunni í síðari
hálfleik. Þegar við spilum vel í
þriðja leikhluta fylgjum við því yf-
irleitt eftir í þeim síðasta. Sjálfs-
traustið hefur einnig aukist eftir að
við unnum Hamar í deildinni síðasta
laugardag,? sagði Ingibjörg í sam-
tali við Morgunblaðið að verðlauna-
afhendingu lokinni. 
Lykilmenn fundu sig ekki
Þegar KR-liðið er skoðað í þess-
um leik stingur í augu frammistaða
Hildar Sigurðardóttur og Mar-
grétar Köru Sturludóttur en þessir
lykilmenn KR-liðsins fundu aldrei
taktinn í leiknum. Fátt gekk upp
hjá þeim í fyrri hálfleik og í þeim
síðari vildu þær taka af skarið og
koma sér inn í leikinn. Fyrir vikið
völdu þær ekki alltaf bestu skotfær-
in og örvæntingin fór að gera vart
við sig. Kara hitti úr tveimur skot-
um af nítján og Hildur úr tveimur
af tólf. Ótrúlegt að upplifa slíkar
tölur hjá þessum frábæru íþrótta-
konum. Chazny Morris dró vagninn
hjá KR og var sú eina innan liðsins
sem setti niður þriggja stiga skot
og gerði það fimm sinnum. Signý
Hermannsdóttir komst einnig vel
frá leiknum og eins fékk KR ágætt
framlag frá Hafrúnu Hálfdán-
ardóttur. 
Stutt í brosið hjá Keflvíkingum
Heilt yfir virtist leikgleðin vera
mun meiri hjá Keflavíkurliðinu, alla
vega ef maður rýnir í svipbrigði
leikmanna. KR-konur virtust vera
með allar heimsins byrðar á herð-
unum á sama tíma og bros sást á
andlitum lykilmanna Keflavíkurliðs-
ins: Pálínu, Birnu og Bryndísar.
Vafalaust hefur það haft sitt að
segja og leikmenn Keflavíkur hafa
dregið lærdóm af bikarúrslita-
leikjum síðustu ára. Þeim virðist
hafa tekist að mæta nokkuð afslapp-
aðar til leiks og það skilaði árangri. 
Bikarmeistarar Keflavíkurkonur virða 
Héldu ró og yfirvegun
L50098 Bros sást á andlitum lykilmanna Keflavíkur í úrslitaleiknum L50098 Tólfti bikarsigur
Keflavíkurkvenna en sá fyrsti frá árinu 2004 L50098 Mættu afslappaðri til leiks
Laugardalshöll, Bikarkeppni KKÍ,
Poweradebikar kvenna, úrslitaleikur,
19. febrúar 2011.
Gangur leiksins: 2:2, 4:12, 10:15,
16:19, 20:20, 23:27, 29:30, 33:32,
35:35, 38:40, 40:46, 44:54, 50:60,
54:68, 57:69, 62:72.
KR: Chazny Morris 19/13 fráköst,
Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst,
Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur
Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar,
Margrét Kara Sturludóttir 6/6 frá-
köst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst,
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6
fráköst.
Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn
Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14
fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðs-
dóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guð-
mundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoð-
sendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir
9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir
8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Hrund
Jóhannsdóttir 3/6 fráköst, Marina
Caran 3.
Fráköst: 36 í vörn, 9 í sókn
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson,
Einar Þór Skarphéðinsson.
KR ? Keflavík 62:72
Pavel Ermolinskij KR. Leikstjórnandinn
snjalli sýndi hvers vegna hann er umtalaðasti
leikmaðurinn á Íslandi. Stjórnaði leik KR-
liðsins og spilaði mjög vel fyrir liðið. Nýtti lík-
amsburði sína mjög skynsamlega. 
M
oggamaður leiksins

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8