Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Elsku afi minn. Hugsunin um að þú sért farinn er mér svo fjar- læg því fyrir mér varstu alltaf eins, svo vel fóru árin með þig. Þú varst týpískt skólabókardæmi um afa, alltaf með hatt eða sixpens- ara, staf, sólgleraugu, vindil og séntilmaður fram í fingurgóma. Þó að tæp 70 ár skildu okkur að var vinskapurinn ómetanlegur og alltaf gafstu þér tíma til þess að fara með mér að veiða, í bíltúra og skoðunarferðir svo fátt eitt sé nefnt. Þú varst hafsjór af fróðleik og fræddir mig um allt milli him- ins og jarðar, allt frá örnefnum minnstu hóla til stjarnanna á himninum. Minnið svo ótrúlegt og frásagnarhæfileikinn svo mikill að þú gast lýst öllu í smáatriðum, allt frá því þú varst ungur strákur og fram á síðasta dag. Er ég óx úr grasi hélstu áfram að sýna mér sama áhugann, spurðir frétta og Frímann Jónsson ✝ Frímann Jóns-son, fv. for- stjóri, fæddist á Eyrarbakka 21. júní 1913. Hann lést í Sóltúni í Reykjavík 19. jan- úar 2011. Útför Frímanns fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík í kyrrþey 4. febrúar 2011. lést þig málin varða. Þegar Snævar Þór fæddist varstu svo stoltur og hamingju- samur með litla kút- inn minn, litla grall- arann eins og þú kallaðir hann alltaf. Síðastliðinn desem- ber þegar ég lauk flugnáminu ljómaðir þú af ánægju og stolti yfir því að vera búinn að fá flugmann aftur í fjöl- skylduna, því Siggi bróðir þinn var með flugmannsskírteini númer eitt á Íslandi. Í tilefni útskriftar- innar skrifaðir þú fallegt kort til mín sem ég mun ávallt varðveita og sagðir mér hversu hreykinn þú værir af mér. „Ert þetta þú nafni minn?“ eða „Er þetta kafteinninn?“ sagðirðu alltaf við mig þegar ég kom í heim- sókn til þín og tókst í hendur mín- ar með hlýju og fallegu höndunum þínum. Elsku afi minn, þegar litið er yf- ir farinn veg eru minningarnar um þig óteljandi og munu þær án efa ylja mér um ókomin ár. En efst í huga mér á þessari stundu er minning um merkan mann, góðan vin en fyrst og fremst dásamlegan afa og langafa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn nafni, Frímann Örn. ✝ Hákon Björns-son rafvirkja- meistari fæddist í Neskaupstað 16. október 1919. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Höfða 15. febrúar 2011. Há- kon var sonur hjónanna Björns Emils Bjarnasonar bakara og Guð- bjargar Bjarna- dóttur húsmóður. Af 11 systk- inum Hákonar eru 2 eftirlifandi, þau Margrét Björnsdóttir og Hilmar Björnsson. Hákon giftist Sigríði Sig- ursteinsdóttur, f. 16. júlí 1923, d. 2. júní 2009, hinn 1. nóvember 1942. Börn þeirra eru: 1) Sig- ursteinn Haraldur, f. 1.ágúst 1947, kona hans er Sesselja Há- konardóttir, f. 1. desember 1947. Börn þeirra eru a) Hákon, f. 12. október 1965, maki Berg- lind Magnúsdóttir, f. 1968, börn: Jakob, f. 1995, Melkorka, f. 2001, Inga Lind, f. 2007. b) Júlía Stein- unn, f. 23. júní 1970, maki Stephan Hubert, f. 1974, börn: Luis Arnar, f. 2006, Sara Lind, f. 2009. c) Sigurður Þór, f. 1. október 1971, maki Margrét Ákadóttir, f. 1973, börn: Arnór, f. 1999, Ingi Þór, f. 2004, Sunna Rún, f. 2008. d) Guðrún Bergmann, f. 4. apríl 1978. 2) Guðbjörg, f. 12. janúar 1951, maður hennar er Ásgeir H. Magnússon, f. 13. október 1953, börn þeirra eru a) Hákon, f. 2. júlí 1974. b) Elva, f. 5. febr- úar 1977, maki Ísleifur Að- alsteinsson, f. 1980, börn: Júlía Steinunn, f. 2008, Brynjar Smári, f. 2008. c) Sigríður, f. 13. maí 1982. Útför Hákonar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 23. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín leitar hugurinn í garðinn á heimili ykkar ömmu í Króki. Það var fátt skemmtilegra en að vera með þér í garðinum. Þar vann ég, nafni eins og þú kallaðir mig allt- af, með þér frá morgni til kvölds að reyta arfa, slá blettinn og dytta að blómunum. Amma sá um að við fengjum heitan mat í hádeginu og nýbakað með kaffinu. Allt var unnið eftir kúnstarinnar reglum og þú lagðir mikla áherslu á að vanda vinnubrögðin. Þú varst allt- af að dytta eitthvað að á heimilinu og þegar þú tókst þér pásu lagðir þú kapal eða leystir krossgátu. Þú hugsaðir alltaf vel um ömmu og hjónaband ykkar virtist fullkomið, þótt ömmu hafi stund- um fundist þú vera þver. Að mörgu leyti má segja að þú hafir haft áhrif á það hvernig líf mitt mótaðist. Áhugi minn á garð- rækt kviknaði fljótt og varð til þess að ég fór í Garðyrkjuskólann. Þú varst fyrirmynd í mínu lífi. Ég kveð þig með söknuði, en ég veit að amma bíður þín og þið verðið saman á ný. Takk fyrir að vera mér svo góður afi. Hákon Ásgeirsson. Elsku afi, það koma svo margar góðar minningar upp í hugann þegar ég hugsa um öll árin sem við fengum að eiga saman. Minn- ingar um góðar og glaðar stundir á Krókatúninu með þér og ömmu, þar sem við vorum alltaf velkomin og eyddum mörgum stundum saman. Eftir að ég varð eldri minnist ég þess hversu gaman var að spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. Þú hafðir ákveðnar skoðanir en oft var ekki langt í glottið þegar þú varst búinn að æsa okkur hin upp í umræðunum og hafðir gaman af. Þú varst ein- staklega ljúfur og góður maður og hafðir mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var alltaf þægilegt andrúmsloft hjá ykkur ömmu og mér leið alltaf vel í kringum ykkur. Mig langar líka að minnast ömmu Siggu í dag. Þið voruð svo ótrúlega samrýnd og yndisleg hjón. Þið töluðuð svo vel um hvort annað og hlóguð og gerðuð góðlátt grín hvort að öðru. Þú talaðir ætíð vel um hana ömmu og saknaðir hennar mikið. Ég sakna líka hlát- ursins hennar, góða skapsins og gæsku hennar. Þið eruð mín fyr- irmynd í svo mörgu. Elsku afi, elsku amma, þið gáf- uð mér svo margt sem ég er svo þakklát fyrir. Takk fyrir þann hlý- hug og áhuga sem þið sýnduð börnunum mínum, þeim Luis Arnari og Söru Lind. Ég á eftir að sakna þess að spjalla við ykkur, rifja upp gamla tíma með ykkur og ekki síst þess að hlæja með ykkur. Elsku afi og amma, ég mun ætíð sakna ykkar en ég veit að amma tekur vel á móti þér og það er góð tilhugsun að þið séuð sam- an á ný. Júlía St. Sigursteinsdóttir. Hákon valdi að gerast félagi í Lionsklúbbi Akraness árið 1959 og tók að sér ýmis hlutverk, bæði í stjórn og nefndum. Þegar heilsa hans gaf sig og hann dró sig í hlé var hann gerður að ævifélaga hinn 30. apríl 1991. Samviskusemi hans og lipurð í öllum samskiptum var einstök og til eftirbreytni, svo segja mér allir þeir sem ég hef spurt. Hann var líka hæglátur, þessir góðu mann- kostir eru ekki öllum gefnir. Ég átti ekki með honum öll árin í Lions og átti ekki með honum stundir hversdagsins. Í þau skipti sem ég og hann sem elsti félagi klúbbsins áttum tal saman, þar sem hann dvaldi á dvalarheimilinu Höfða hér á Akranesi ásamt konu sinni Sigríði Sigursteinsdóttur, kom hann mér fyrir sem hægur og ljúfur, háður eiginkonu sem sópaði að. Það sagði hann mér í hennar áheyrn og hún samþykkti – og brosti. Þegar ég kynntist þeim öldruðum var samband þeirra hlýtt og rósemd í andrúms- loftinu í híbýlum þeirra. Svo lést hún í hittiðfyrra og Hákon var vængbrotinn á báðum. Hann sagði mér að hann hefði ætlað að fara á undan, fyrir löngu, búinn að vera lasinn svo lengi. Þetta var vont, sagði hann en sagðist ætla til hennar fljótlega. Kvaddur ertu með hlýhug og þakklæti. Lionsbróðir sem ljúfur og auðmjúkur sinntir af festu en hávaðalaust öllu því sem þér var falið eða tókst að þér. Guð blessi þig og þína. F.h. Lionsklúbbs Akraness, Ófeigur Gestsson. Hákon Björnsson ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN ÞÓRHALLSSON, Gónhóli 9, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 14.00. Helga Þórunn Ingólfsdóttir, Þórhallur Sigurjónsson, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir,Friðrik Ingi Rúnarsson, Guðmundur Sigurjónsson, Atli Þór Sigurjónsson, Inga Bryndís Stefánsdóttir, Karen Elísabet, Sigurjón Gauti, Arnfríður, Guðný Rán, Ægir Bachmann og Matthías Leví. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SNORRA ÁRNASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði. Guðrún Snorradóttir, Þuríður Árný Snorradóttir, Steinar Gunnbjörnsson, Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson, Árni Ómar Snorrason, Sigurlaug Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JÓNSSON bóndi, Borgarhóli, Blönduhlíð, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans láti Minningarsjóð krabbameinsdeildar Landspítalans njóta þess. Soffía Jakobsdóttir, Rósa María Stefánsdóttir, Halldór Jónsson, Jón Stefánsson, Kristín Sólveig Stefánsdóttir, Sæþór Steingrímsson, Gestur Freyr Stefánsson, Hjördís Anna Helgadóttir, Sigríður Stefanía Stefánsdóttir, Jónas Heiðdal Helgason, Jakob Sævar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON hornleikari, sem lést fimmtudaginn 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Guðrún Ó. Jónsdóttir, Gunnar Tómasson, Sigrún Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sverrir G. Tómasson, Christine Tómasson, Guðrún G. T. Rubin, Joshua Rubin, Rannveig Thoroddsen, Solveig Thoroddsen, Jón Thoroddsen, Fjóla Dísa Skúladóttir, Guðmundur Thoroddsen, Arna Óttarsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF P. JÓHANNSDÓTTIR frá Hellissandi, Gautlandi 19, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 17. febrúar. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Útförin fer fram í Ingjaldshólskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 12.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Elín Halldórsdóttir, Jóhann Þór Halldórsson, Þórlaug Arnsteinsdóttir, Hafdís Halldórsdóttir, Páll Pálsson, Ragnheiður G. Halldórsdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÁLFDÁN HANNESSON, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 24. febrúar kl. 13.00. Inga María Hannesson, Helgi Hálfdánarson, Gunnar Hálfdánarson, Erla Dóris Halldórsdóttir, Sigrið Hálfdánardóttir, Guðjón Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁGÚST FLYGENRING verkfræðingur, Reykjavíkurvegi 39 (Tungu), Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Margrét D. Bjarnadóttir, Birna G. Flygenring, Albert Baldursson, Garðar Flygenring, Erna Flygenring, Pétur Þór Gunnarsson, Bjarni Sigurðsson, Helga B. Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR sjúkraliði frá Raftholti í Holtum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, áður á Laugarnesvegi 64, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 10. febrúar, verður jarðsungin frá Marteinstungukirkju í Holtum laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Systkini hinnar látnu og fjölskyldur þeirra.  Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLUR JÓNASSON bifreiðarstjóri, Lindarbrekku, Varmahlíð, Skagafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalbjörg Anna Jónsdóttir, Steinunn Helga Hallsdóttir, Gunnar Randver Ágústsson, Jónas J. Hallsson, Inga Hanna Dagbjartsdóttir, Hafdís Hallsdóttir, Bjarni Ingvarsson, Jónína Hallsdóttir, Einar Einarsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.