Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 ✝ ÞorsteinnPálmi Guð- mundsson var fæddur í Egils- staðakoti, Vill- ingaholtshrepp í Árnessýlsu 22. des- ember 1933. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Fossheimum, 18. mars 2011. Faðir Þorsteins var Guðmundur Hannesson frá Hlemmiskeiði á Skeiðum, síðar bóndi í Egilsstaðakoti í Vill- ingaholtshreppi, f. 1891, d. 1982, móðir hans var Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Hallgeirsey, A-Landeyjum, f. 1894. d. 1980. Þorsteinn var yngstur þriggja systkina, þau voru Hermundur, f. 1913, d. 1999, eftirlifandi maki Laufey Guðmundsdóttir, f. 1920. Sesselja, f. 1929, d. 2001, eftirlif- andi maki Sighvatur Pétursson, f. 1922. Þorsteinn giftist eftirlifandi staðakoti í Villingaholtshreppi og gekk í barnaskólann þar. Hann stundaði nám við handa- vinnudeild Kennaraskóla Ís- lands og útskrifaðis þaðan 1954. Einnig sótti hann ýmis námskeið í handmennt á starfsferli sínum. Hann var kennari við Barna- og miðskóla Selfoss 1960-1964 og við Gagnfræðaskóla Selfoss 1964-1996. Hann var stunda- kennari við Tónlistarskóla Ár- nessýslu 1960-1967. Þosteinn sýndi mikinn tónlistaráhuga frá unga aldri og eignaðist sína fyrstu harmonikku 13 ára og upp frá því byrjaði hans ferill sem tónlistarmaður og festist nafnið Steini spil snemma við hann. Danstónlistin átti hug hans allan og var hann fljótt far- inn að spila á dansleikjum, í 10 ár lék hann með hljómsveit Ósk- ars Guðmundssonar sem var ein vinsælasta hljómsveit Suður- lands á þessum árum. Árið 1965 stofnaði hann Hljómsveit Þor- steins Guðmundssonar sem hann starfrækti í 24 ár með litlum mannabreytingum. Síð- ustu árin var hann meðlimur í Harmonikufélagi Selfoss. Útför Þorsteins fer fram frá Selfosskirkju í dag, 25. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. konu sinni Unni Guðríði Jón- asdóttur, f. 24. mars 1943, frá Þur- íðarstöðum í Fljóts- dal. Foreldrar hennar voru Soffía Ágústsdóttir, f. 1906, d. 1944. Jónas Þorsteinsson, f. 1898, d. 1968. Börn Þorsteins og Unnar eru 1) Soffía Guð- björg Þorsteinsdóttir, f. 1962, maki Eiður Steingrímsson, f. 1954, börn þeirra eru Ívar, f. 1994, og Unnur Elísabet, f. 1997. 2) Guðmundur Þorsteinsson, f. 1966, maki Dröfn Sigurð- ardóttir, f. 1965, synir þeirra Aron Steinn, f. 1993, og Hinrik Snær, f. 1996. 3) Silja Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1972, maki Lúðvíg Lúther Þorfinnsson, f. 1964, börn þeirra Margrét, f. 1995, Steinunn, f. 1997, og Þor- finnur Lúther, f. 2003. Þorsteinn ólst upp í Egils- Það eru engin orð sem lýsa því hversu mikið við söknum hans pabba og sárt að hugsa til þess að hann sér farinn. Síðustu árin hafa verið honum og okkur erfið, en við vitum að nú er hann kom- inn á betri stað þar sem hann á eftir að blómstra. Það er svo margt skemmtilegt og fallegt að segja en efst í okkar huga er þakklæti fyrir uppeldið, samferð- ina og allt það sem hann gaf okk- ur. Það var gæfa að eiga hann sem föður. Þegar við hugsum til baka er allt fullt af ljúfum minn- ingum úr uppvextinum. Þegar við sátum við eldhúsborðið heima á Mánaveginum og einhver skemmtileg saga eða prakkara- skapur kom upp í huga hans, þá hló hann svo innilega að við átt- uðum okkur á því að nú kæmi eitthvað skemmtilegt. Pabbi hafði gaman af að segja frá og var ótrúlega orðheppinn og fyndinn. Við minnumst hversu flinkur hann var, það var alveg sama hvort það var að smíða eitt- hvað sem vantaði eða laga eitt- hvað sem bilaði, allt lék í hönd- unum á honum. Svo eru það öll ferðalögin sem við fórum í með pabba og mömmu um landið þvert og endilangt og búnaður- inn ekki af verri endanum. Í þá daga tíðkaðist ekki að fólk drægi á eftir sér 14 feta hjólhýsi á stórum van-bíl en þennan bíl not- aði pabbi einnig í sambandi við hljómsveitina sína sem hann fór með út um allt land að skemmta. Pabbi var vinsæll harmon- ikkuleikari og tónlistamaður og er það ekki fyrr en nú á seinni árum að við gerðum okkur grein fyrir því hversu vinsæll og mik- ilsmetinn hann var á þeim vett- vangi. Ef hann var ekki að spila og skemmta fóru pabbi og mamma í útilegur með harmon- ikkufélögum hans eða upp í sum- arbústaðinn sinn, Steinahlíð, þar sem þeim þótti einna best að vera síðustu árin eftir að hann hætti með hljómsveitina sína. Það voru mörg smiðshöggin sem hann átti í Steinahlíðinni, sem pabbi og mamma byggðu saman og hvert og eitt einasta handtak þar er þeirra. Það var gaman að sjá hvað þau voru samstiga í að gera hlutina vel. Allt sem þar þurfti hafði pabbi smíðað eða lag- að þannig að hægt væri að nota það á einhvern hátt, eins og vind- mylluna sem var notuð til að lýsa upp bústaðinn og járnbrautar- teinana sem hann notaði við að koma bátnum sínum á flot á Þingvallavatni, allt gat hann nýtt. Við eigum öll eftir að sakna hans mikið en allar góðar minn- ingar hjálpa til við að fylla í það skarð sem hann skilur eftir. Hann barðist fyrir lífinu fram á síðustu stundu, hann átti erfitt með að sleppa takinu af okkur öllum, en að lokum lét hann und- an. Það verður af nógu að taka hjá honum í nýjum heimkynnum, fjölhæfni hans hlýtur að eiga eft- ir að nýtast þar. Það verður ekki amalegt að vera harmonikkuleik- ari í englahljómsveit, nú eða að smíða eitthvað fallegt. En allt sem pabbi tók sér fyrir hendur gerði hann vel og þannig verður það án nokkurs vafa áfram. Elsku mamma, þakka þér fyr- ir alla væntumþykjuna og um- hyggjuna sem þú sýndir pabba í gegnum tíðina og sérstaklega í veikindum hans, hún hefur verið okkur ómetanleg. Elsku pabbi, takk fyrir dýr- mætar stundir. Soffía, Guðmundur og Silja. Fallinn er frá elskulegur afi okkar Steini, eftir langvinn veik- indi. Stutt er síðan föðurafi okk- ar lést eða nú í febrúar og er þetta því erfiðir tímar fyrir okk- ur og ættingja okkar. En nú eru afar okkar saman og það huggar okkur á þessum erfiðu tímum. Minningar okkur systkinanna um hann afa eru margar og góð- ar, hann var maður með stórt hjarta, gott faðmlag og mikill sögumaður. Afi var alltaf góður félagi og hans verður sárt saknað og tómlegt að vita til þess að hann muni ekki grínast með manni aftur eða segja okkur sög- ur. Það var gaman að koma til ykkar ömmu Unnar á Mánaveg- inn, þá hlupum við inn í herbergi þar sem hann hvíldi sig og lögð- umst við upp í hjá honum til að heyra einhverja söguna eins og Búkollu eða Gilitrutt, einnig átti hann það til að skálda sögur sem hann sneri upp á okkur fjölskyld- unna. Afi kenndi okkur þuluna Smaladrengurinn og fórum við nánast með hana í hvert skipti sem við komum og hana geymum við í hjörtum okkar, já við bröll- uðum margt saman. Ekki voru fáir göngutúrarnir sem við fórum saman en þá átti hann það til að láta mann kíkja eftir einhverju og þegar maður sneri sér við var hann stokkinn inn í runna til þess að fela sig, já hann var ótrúlega stríðinn og mikill brandarakall. Margar skemmtilegar ferðir fórum við með afa og ömmu í sumarbústaðinn þeirra og oft stoppuðum við á leiðinni og tók- um sand til að setja í sandkass- ann eða skít á trén því alltaf var nú verið að gera eitthvað. Harm- onikkan var aldrei langt undan og greip hann oft í hana. Hann hafði afskaplega gaman af að spila á hljóðfæri og gat spilað á þau nokkur enda kunni hann öll lög og hafði gaman af því að vera í kringum fólk og spila og syngja. Þú varst einstakur og ljúfur alla tíð. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauð- ann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Er þið grátið græt ég, er þið hlæið hlæ ég, ég mun ætíð vera hjá ykkur, styrkja ykkur og veita ykkur kær- leika minn og nærveru.“ (Kahlil Gibran.) Við kveðjum þig með þessum orðum. Margrét, Steinunn og Þorfinnur Lúther. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Með örfáum orðum langar okkur að minnast hans afa. Hann á svo stóran sess í hjört- um okkar, þó að tíminn með hon- um hafi verið alltof stuttur. Afi var skemmtilegur og fynd- inn og gat setið með okkur krökkunum og búið til sögur um ótrúlegustu hluti sem við hlógum að og jafnvel gert töfrabragð þar sem hann þóttist taka af sér puttann. Við systkinin áttum margar góðar stundir með afa og ömmu í Steinahlíð en það er sum- arbústaðurinn þeirra við Þing- vallavatn. Í bústaðnum var ýmislegt gert sér til gamans. Við veiddum í vatninu litla fiska sem við settum í tjörnina hjá bústaðnum, fórum út á spíttbátinn hans afa, og síð- ast en ekki síst spilaði hann fyrir okkur á harmonikkuna sína og allir sungu með. Við fórum sam- an í útilegur og þar eigum við góðar minningar. Því miður gat afi ekki komið og séð Unni spila fótbolta en öll mörkin sem hún hefur skorað og á eftir að skora eru fyrir hann. Við eigum eftir að sakna hans afa mikið en minn- ingar sem við eigum ætlum við að geyma vel. Elsku amma, nú passar guð afa og við lofum að passa þig. Sofðu rótt, elsku afi, og guð geymi þig. Þín afabörn, Ívar og Unnur Elísabet. Ég kvíði ei lengur komandi tíma. Ég hættur er að starfa, og tekinn að bíða. Ég horfi á ljósið, sem lýsir fram veginn. Held göngunni áfram, verð hvíldinni feginn. (Höf ók.) Ég veit að marga rak í roga- stans þegar brúneygð og barna- leg táningsstúlka dröslaðist um götur Selfoss með harmoniku í eftirdragi. Harmoniku sem á hún fermingardaginn sinn gat aðeins dregið út en vart þrýst saman sökum stærðar hljóðfærisins og smæðar spilarans. Margir hafa eflaust velt fyrir sér ástæðunni en svarið í huga stúlkunnar var einfalt. Steini frændi spilar á harmoniku, langamma Guðbjörg spilaði á harmoniku og ég skal læra að spila á harmoniku. Trú- lega hefði ég hugsað dæmið að- eins betur í dag enda flókið og krefjandi að læra á slíkt hljóð- færi, ekki síst þegar hugurinn leitar víða hjá óhörðnuðum ung- lingi og síðar stúdínu. En með stuðningi og áhuga mikilla höfðingja og kennara tókst mér að ávinna færni sem gerði mér kleift að fá að vera með í forvitnilegum og afar skemmtilegum félagsskap, Fé- lagi harmonikuunnenda á Sel- fossi og nágrenni. Það var sko mikill heiður fyrir mig og ekki hvað síst að fá loksins tækifæri til að spila með frænda mínum Steina spil. Veturinn og vorið sem æft var fyrir landsmótið á Siglufirði 1999 er í mínum huga ógleymanleg lífsreynsla og mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til allra félaga minna fyrir austan fjall beggja vegna Þjórsár. Steini var ekki að trana sér fram í þess- um hópi en það voru alveg sér- stök tengsl á milli okkar. Hann sagði eitt sinn að ég minnti hann á Guðbjörgu langömmu en stað- reyndin er sú að arfur hennar myndaði augnalit okkar beggja. Ég er afar stolt af honum frænda mínum og mun halda áfram að taka í nikkuna. Mér til ánægju og nú honum til heiðurs. Elsku Unnur, Soffía, Guð- mundur, Silja og fjölskyldur megi minning hans lifa og verða ykkur styrkur í söknuði og sorg. Guðbjörg Hulda Einarsdóttir. Síminn hringir. Unnur er í símanum. Hann Steini er dáinn. Fregnin kemur ekki alveg á óvart. Vissi að hann hafði verið mikið veikur undanfarið. Það er sem hefjist kvikmynda- sýning þegar minningarnar streyma fram. Við ungir menn að kenna í Gagnfræðaskólanum á Selfossi. Steini handavinnu. Ég íþróttir. Báðir að byggja yfir fjöl- skyldur okkar hús og verðum ná- grannar. Peningar liggja ekki á lausu, en vinir og vinnufélagar liggja ekki á liði sínu og allir hjálpast að. Börnin fæðast og synir okkar fara í handavinnu hjá Steina og koma meðal annarra gripa heim með fagra lampa úr kýrhornum sem enn er haldið mikið upp á. Kynnin verða nánari. Steini spyr hvort ég vilji koma með honum í netaveiðina í Ölfusá, en þá veiði hafði hann stundað með öðrum í nokkur ár. Þar með hófst ógleymanlegur tími. Ég hafði aldrei komið ná- lægt netum eða slíkri veiði áður. Steini kunni allt er laut að veiði og var náttúruunnandi og veiði- maður af guðs náð. Hann kenndi mér að fella net, smíða kláfa og byggja bryggjur út í straum- harða Ölfusána við Sandvík. Ná þurfti grjóti upp úr árbotninum til að setja í kláfana og vorum við oft blautir upp að höku við þetta verk. Við byrjuðum oft daginn með kaffi hjá Unni en síðan var farið og vitjað um netin. Mikill spenn- ingur að vita hvernig veiðin yrði þann daginn. Stundum voru fest- ur og netin rifnuðu og þá þurfti að gera við. En alltaf var gaman og stutt í grínið hjá báðum. Eitt sinn datt ég út af kláfnum og í ána, en náði taki og komst aftur upp. Stóralvarlegt mál, en Steini lét sér ekki bregða og sagði: „Já þú hefur auðvitað vilj- að kanna dýpið?“ Allt lék í höndunum á Steina. Oft dáðist ég að bátnum sem hann smíðaði ungur maður og notaði við veiðar í Þjórsá. Einnig smíðaði hann vindrafstöð við sumarbústaðinn, sem hann lét slá út og hægja á sér ef vind- styrkur fór yfir ákveðin mörk. Áfram birtast myndirnar. Steini með harmoníkuna og saxófóninn í hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar á balli í Þjórsárveri að leika lagið um Grásleppu- Gvend. Lag og ljóð eftir Steina. Það var ekki að ástæðulausu að maðurinn var kallaður Steini spil. Ég minnist síðustu heimsókn- ar til Steina á Sjúkrahús Suður- lands. Hann var þá orðinn mjög veikur og var ég ekki viss um hvort hann þekkti mig. En þegar ég spurði hvort hann myndi eftir Löngubryggju og Sandvíkur- veiðinni birtist brosið og glettnin í augunum sem ég kannaðist svo vel við, eftir meira en fimmtíu ára vináttu og samstarf. Við Kristín sendum Unni, börnum og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Stefán A. Magnússon. Margs er að minnast nú þegar Þorsteinn Guðmundsson tónlist- armaður og kennari á Selfossi er látinn. Þorsteinn var listfengur á fleiru en einu sviði og strax á barnsaldri komu í ljós góðir tón- listarhæfileikar. Hljómsveit Þor- steins Guðmundssonar, eða hljómsveit Steina spil eins og hún var oft nefnd, bar hróður listamannsins víða og var hljóm- sveitin ein vinsælasta danshljóm- sveit landsins á árunum fyrir og eftir 1970. Eins og títt var á unglings- árum Þorsteins var harmonikan það hljóðfæri sem hendi var næst og náði hann fljótt góðum tökum á því hljóðfæri. Þegar raf- magnsharmonikan kom til sög- unnar var Þorsteinn ekki lengi að sjá hvaða möguleika það hljóðfæri gaf og nýtti þá vel. Áð- ur en Þorsteinn stofnaði sína eig- in hljómsveit spilaði hann með öðrum hljómsveitum á Suður- landi. Á þeim tíma kom rokkið og lærði Þorsteinn þá á saxófón sem hann spilaði á samhliða harmon- ikunni. Leiðir okkar Þorsteins lágu saman árin 1967-1974 þegar ég átti því láni að fagna að spila í hljómsveit hans ásamt Kristni Alexanderssyni. Það var mikill og góður skóli og hef ég búið að þeirri góðu reynslu síðan. Í hljómsveitarstarfinu lagði Þor- steinn fyrst og fremst áherslu á að hljómsveitin væri danshljóm- sveit sem spilaði vinsæl lög sem dansgestir þekktu þannig að þeim liði vel og að þeir skemmtu sér. Bar húsvörðum og lögreglu- mönnum saman um að á böllum hjá Steina spil væru öfurölvun og róstur sjaldgæfar enda væri fólk svo upptekið við dansinn. Á þeim árum sem hljómsveitin var hvað vinsælust var margt að gerast í tónlistinni, hippamenn- ingin var að halda innreið sína og margar hljómsveitir lögðu mik- inn metnað í þróun tónlistar sinnar. Hljómsveit sem skipuð var rafmagnsharmoniku, gítar og trommum var því ekki sérlega hátt skrifuð tónlistarlega. En við þessar aðstæður nutu næmi og smekkvísi Þorsteins sín vel. Hann las salinn vel og skynjaði andrúmsloftið, var naskur að finna út hvaða lög fólki líkaði og hvaða lög hljómsveit með þessa hljóðfæraskipan réði vel við þannig að hún sniði sér stakk eft- ir vexti. Til viðbótar þessu var Þor- steinn sanngjarn í samningum, áreiðanlegur, stundvís og traustsins verður í öllu sam- starfi, bæði við viðskiptavini hljómsveitarinnar og okkur sem með honum spiluðum. Í fáum störfum kynnast menn betur en að spila lengi saman í hljómsveit sem fer víða við marg- breytilegar aðstæður og hver dansleikur er ný ögrun. Og nú þegar seinasti tónninn hefur ver- ið sleginn í lífi Þorsteins vil ég þakka góð kynni og votta Unni og afkomendum þeirra Þorsteins samúð á þessum tímamótum. Haukur Ingibergsson. Drúpir dimmviður dökku höfði, dagur er dauða nær. Hrynja laufatár litarvana köldum af kvistsaugum. (Jóh. S.) Þorsteinn Pálmi Guðmunds- son er látinn eftir fremur langa sjúkdómsbaráttu. Mig langar að minnast hans fáeinum orðum í þakklætisskyni fyrir prýðisgott áratuga samstarf. Þorsteinn var fæddur og upp- alinn í Villingaholtshreppnum, í Egilsstaðakoti, hóf ungur störf við trésmíði hjá Trésmiðju KÁ hér á Selfossi og lauk síðan námi í handavinnudeild Kennaraskól- ans í Reykjavík 1954, verklegum hluta og 1962 bóklegum hluta. Hann hóf handmenntakennslu við Barnaskóla Selfoss 1960 og síðan við Gagnfræðaskólann á Selfossi (síðar Sólvallaskóla) við stofnun hans. Þar starfaði hann síðan óslitið til starfsloka 1996. En þó að þessi kennslustörf væru þannig meginviðfangsefnið á starfsævi Þorsteins P. Guð- mundssonar var hann þó eflaust mun kunnari fyrir annan starfs- vettvang þar sem hann lét heldur betur til sín taka, en það var fyrir hljóðfæraleik og hljómsveitar- rekstur um áratugaskeið. Þor- steinn hafði ungur byrjað að leika fyrir dansi á harmóníku heima í sveit sinni en fljótlega eftir að hann flutti hingað á Sel- foss hóf hann að leika með hljóm- sveitum, meðal annars Hljóm- sveit Óskars Guðmundssonar. En síðan stofnaði hann sína eigin hljómsveit sem hann starfrækti um langt árbil. Athygli vakti hve hljómsveitir Þorsteins nutu lengi mikilla vinsælda um áratuga skeið. Hann var þannig ásamt fé- lögum sínum gleðigjafi um lang- an aldur víða um land. En þó að viðfangsefni Þor- steins væru þannig að verulegu leyti tvískipt og krefjandi þá var hann afar kröfuharður við sjálfan Þorsteinn Pálmi Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Unnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.