Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 23

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 23
Guðmundur J. Guðmundsson DIGBYBAGALLINN, ÍSLENSK LISTASMÍÐ í VICTORÍU- OG ALBERTSSAFNINU Sumarið 1981 var ég staddur í London ásamt konu minni Sigurlaugu Magnúsdóttur. Meðal þess sem við skoðuðum var Vict- oríu- og Albertssafnið við Cromwell Road. Þegar við vorum að skoða þá deild safnsins sem hýsir kirkjugripi frá miðöldum kallaði Sigur- laug í mig og benti mér á bagal úr beini sem stóð upp á endann í dálitlum glerkassa á- samt nokkrum öðrum gripum. Hjá baglinum var miði með eftirfarandi áletrun: Krókur af bagli. Á annarri hliðinni er heilagur Ólafur Noregskonungur en á hinni hliðinni er biskup, sem ým- ist er talið að sé heilagur Þorlákur frá íslandi biskup í Skálholti, heilagur Eskill frá Strángnes, heilagur Hinrik af Uppsölum eða heilagur Wil- lehad frá Bremen. Bagallinn er úr rostungstönn og á honum eru leifar af gyll- ingu. Gert hefur verið við bagalinn með beini. Bagall- inn er annað hvort norskur eða danskur, frá miðri 14. öld Viðgerðin er yngri. Að láni frá hr S. Wingfield Dig- by.1 Eins og nærri má geta þótti okkur þetta nokkur tíðindi því það er ekki á hverjum degi að myndverk frá miðöldum sem gætu verið af nafnkunnum ís- lendingum koma i leitirnar. Hvorugt okkar mundi eftir að hafa heyrt talað um þennan bagal eða lesið um hann og einsettum við okkur að afla frekari upplýsingar um grip- inn þegar betra næði gæfist. í þetta skiþti létum við nægja að taka ljósmynd af baglinum en aðstæður til myndatöku voru hinar verstu og varð myndin mjög léleg. Ekki gafst tækifæri til að sinna baglinum neitt frekar í þetta skipti. Það var svo á fyrrihluta árs 1989 að Gunnar Karlsson pró- fessor sat eitt sinn að spjalli hjá okkur og verður þá að orði hvort við höfum séð eitt- hvað sem tengdist heilögum Þorláki í borginni Lincoln á Englandi en þar höfðum við verið árið 1985. Gunnar var einmitt um þessar mundir að vinna að bókinni Samband við miðaldir og langaði til að birta myndir af einhverjum hlutum eða stöðum erlendis sem tengdust íslandi og ís- lendingum. Við þóttumst nú heldur en ekki góð að geta bæði sýnt honum myndir af kirkjudyrum sem heilagur Þor- lákur hefur áreiðanlega geng- ið um og einnig mynd af dýr- lingnum sjálfum. Þetta varð til þess að ég ákvað að athuga bagalinn betur. Svo vel vildi til að skömmu eftir þetta átti Sigurlaug erindi til London og notaði þá tæki- færið og fór í Victoríu- og Al- bertssafnið og bað um ljós- mynd af gripnum. Það reynd- ist hægar sagt en gert. Þar sem safnið átti ekki bagalinn máttu starfsmenn þess ekki af- henda myndir af honum nema með skriflegu leyfi frá eigand- anum hr. S. Wingfield Digby. Enginn þeirra safnmanna sem rætt var við vissi hvar S. Wing- field Digby væri að finna og einhver fullyrti að hann væri látinn. í vandræðum mínum leitaði ég ráða hjá Antoni Holt, hin- um margfróða starfsmanni myntsafns Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins og var hann ekki lengi að leysa þessa flækju. Hann fann fljótlega í plöggum sínum tvo menn sem hétu S. Wingfield Digby, ann- ar var klerkur en hinn fyrrum þingmaður. Anton veðjaði frekar á þingmanninn vegna þess að bróðir hans hafði ver- ið safnvörður á Victoríu- og Alliert. Hann ráðlagði mér samt að hafa fyrst samband við breska sendiráðið og kanna hvort þeir hefðu ein- hverjar frekari upplýsingar. Svo reyndist ekki vera og sendi ég því S. Wingfield Dig- by fyrrum þingmanni bréf þar sem ég bað um leyfi til að fá myndir af baglinum. Anton reyndist hafa veðjað á réttan hest. Hr. Simon Wingfield Digby fyrrverandi þingmaður er eigandi bagalsins og þar að auki sprelllifandi en bagallinn er á ótímabundnu láni til Vict- oríu- og Albertssafnsins. Hr. Wingfield Digby tók málaleit- an minni vel og skrifaði jafn- harðan hr. Paul Williamson safnverði í höggmyndadeild safnsins og gaf fyrir sitt leyti leyfi til að að ég fengi ljós- mynd af baglinum. Ég skrif- aði svo hr. Williamson bréf þar sem ég bað um frekari upplýsingar og voru þær fús- lega veittar. DIGBYBAGALUNN, ÚTLTT, ALDUR OG STÍLL Að þessum inngangi loknum er rétt að snúa sér að baglin- um sjálfum. Digbybagallinn er 22,1 cm á hæð og 12,7 cm á breidd um krókinn. Leggur- inn er 3 cm að ummáli. Bagall- inn er eins og áður sagði úr Eins og nærri má geta þótti okkurþetta nokk- ur tíðindi því það er ekki á hverjum degi að myndverk frá mið- ötdum sem gætu verið af nafnkunnum íslendingum koma í leitirnar. Við þóttumst nú heldur en ekki góð að geta bæði sýnt honum myndir af kirkjudyrum sem heilagur Þorlákur hefur áreiðanlega gengið um og einnig mynd af dýrlingnum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.