Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 44

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 44
Svanur Kristjánsson Hvernig stendur sagnfræðin? Fyrir réttum 20 árum kom ég heim til íslands eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum til að skrifa doktorsritgerð um íslensk stjórnmál. Viðfangsefnið var ákveðiö í samráði við kennara mína; ætlunin var að gera skoðana- könnun um afstöðu kjósenda til stjórnmála- flokka og bera saman við Norðurlönd og Bandaríkin. Fyrir mér fór svipað og santkenn- ara mínum í stjórnmálafræði, Ólafi Ragnari Grímssyni; könnunina gerði ég ekki en í staðinn fjallaði ritgerðin um íslensk stjórnmál 1916-1944, endaöi sem sagt á lýðveldisstofn- uninni. í sinni ritgerö komst Ólafur Ragnar hins vegar fram að fullveldisárinu, 1918. A þeim árum vorum við tveir einu kenn- arar í stjórnmálafræði við HÍ og gat hvorugur talist sérfræðingur í stjórnmálum lýðveldis- tímabilsins. Ýmsir höfðu reyndar á orði, að við værum í rauninni ekki stjórnmálafræðing- ar heldur sagnfræðingar. Ég lét mér þetta í léttu rúmi liggja; gæfa íslenskra stjórnmála- fræðinga hefur ekki síst verið sú, að enginn — innan eða utan greinarinnar — veit hvert starfssvið þeirra á að vera; þeir þurfa að sanna sig af verkum sínum en ekki með titl- um eða embættum. Önugt þótti mér samt að þurfa að ganga í verk, sem ég taldi að íslenskir sagnfræðingar ættu að vinna, svo sem sögu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Seinna sá ég, að sagn- fræðingum var ekki eingöngu um að kenna heldur einnig einkennilegri stefnumótun af hálfu háskólans; sagnfræðin var mjög fáliðuð og greininni t.d. gert talsvert lægra undir höfði en nýstofnaðri námsbraut í stjórnmála- fræði; ekki var t.d. mögulegt að ljúka B.A. prófi í sagnfræði nema taka aukagrein annars staðar. Hver er staða íslenskrar sagnfræði í dag? Frá mínum sjónarhóli hefur sagnfræðin eflst mjög. Á tveimur sviðum standa sagnfræðing- ar nú félagsvísindafólki framar; í uppbygg- ingu kennslu í framhaldsskólum landsins og í virkum skoðanaskiptum um rannsóknir: — í félagsvísindum er ekki til frumsamin kennslubók fyrir framhaldsskóla; í sagnfræði geta framhaldsskólakennarar valið á milli kennslubóka í Islandssögu. — í tímaritinu Sögu eru nær öll sagnfræðirit á íslensku ritdæmd; höfundar verka svara einnig gjarnan gagnrýni, finnist þeim á sig hallað. Engin sambærileg umræða á sér stað í íslenskum félagsvísindum. I þessum efnum getum við félagsvísinda- fólk lært af sagnfræðingum. Margt geta síðan sagnfræðingar af okkur numið, t.d. hvernig á að reka rannsóknarstofnun (Félagsvísinda- stofnun) og aðferðir til að vekja og viðhalda áhuga fjölmiðla og almennings á fræðigrein- inni. En er þá að öðru leyti allt í himnalagi í ís- lenskri sagnfræði? Ég svara þeirri spurningu neitandi: — Rannsóknir á íslensku þjóðfélagi við er- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.