Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 77

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 77
Smári Geirsson Landsbyggðin og sagnfræðin Á sem ÞETTA ritar hefur löngum hald- ið því fram að mjög óæskilegt væri fyr- ir sagnfræðilegar rannsóknir og aðrar rannsóknir á íslensku samfélagi að þeir sem stundi þær skuli að langmestu leyti búa og starfa á einu og sama landshorninu. Skóla- gengnir fræðimenn á flestum sviðum hafa safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og þar eru nánast allar ákvarðanir um rannsóknarelni teknar og þar eru flestar rannsóknir unnar. Pað er kunnara en frá þurfi að segja að bú- seta hefur mikil áhrif á lífssýn og viðhorf fólks og því leiðir samþjöppun fræðimanna á suð- vesturhorninu til þess að höfuðborgarsjónar- mið ríkja á flestum sviðum fræðimennsku. Þessi staðreynd er einkar alvarleg þegar þjóð- félagsrannsóknir eru hafðar í huga en hún leiðir til þess að slíkar rannsóknir verða ein- hæfari en ella ásamt því að hætta er á að nið- urstöður þeirra eigi einungis við um höfuð- borgarsvæðið en alls ekki landið allt. Til að útskýra nánar hvað átt er við er best að taka dæmi sem vonandi varpar ljósi á þá hugsun sem hér er reynt að koma á framfæri. í ársbyrjun 1985 var komið á fót stofnun sem ber heitið Iðnsaga íslendinga og var henni ætlað að skipuleggja ritun á iðnsögu þjóðar- innar. Fljótlega þótti sýnt að vart væri hægt að rita trausta iðnsögu án þess að áður væri skráð saga helstu iðngreina. Því var ákveðið að hefja verkið með því að láta semja og gefa út ritröð sem bæri heitið Safn til iðnsögu ís- lendinga og skyldi hvert rit í ritröðinni fjalla um liltekna iðngrein eða tiltekið svið iðnaðar. Jón Böðvarsson var ráðinn ritstjóri iðnsög- unnar og þegar var hafist handa við að ráða menn til ritstarfanna. Stofnun Iðnsögu íslendinga varð til þess að sá sem þetta skrifar hóf að kanna hvaða heimildir væru fyrirliggjandi um iðnað al- mennt og þá einkum um austfirskan iðnað. Að lokinni umtalsverðri skoðun á prentuðum heimildum lágu eftirfarandi niðurstöður fyrir: - Lítið hefur verið ritað um þann þátt at- vinnusögunnar sem að iðnaði lýtur. - Útgefið efni um íslenska iðnsögu fjallar að langmestu leyti um iðnað á höfuðborg- arsvæðinu og saga iðnaðar á landsbyggð- inni því að mestu óplægður akur. Fyrir tilkomu Iðnsögu íslendinga hafði þess- um þætti íslandssögunnar lítt verið sinnt en þó má segja að hann hafi ekki algerlega verið vanræktur. Nokkuð hafði verið ritað um fé- lagsstarfsemi iðnaðarmanna og eins hafði Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík gefið út Iðnsögu íslands í tveimur vænum bindurn árið 1943. Þessi útgáfa Iðnaðarmannafélags- ins var merk en langt frá því að vera gallalaus. Við lesendum blasti að höfundar hinna ýmsu þátta þessa verks höfðu lítt eða alls ekki fyrir því að afla upplýsinga um iðnþróun í þeim landshluta sem ljærstur er höfuðborgarsvæð- inu, þ.e. Austurlandi. Sú staðreynd að heilu landshlutarnir urðu oft nánast útundan hjá höfundum þessa rits rýrir gildi þess mjög. Aðrar prentaðar heimildir sem kannaðar voru í kjölfar stofnunar Iðnsögu Islendinga voru í ótrúlega mörgum tilvikum þessu sama marki brenndar; öll áhersla lögð á umfjöllun um iðnað í Reykjavík og nágrenni en vart fjallað um þennan þátt atvinnulífs á lands- byggðinni. Ef einhverju svæði landsbyggðar voru gerð skil þá var það einna helst Akur- eyri. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.