Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
íþróttir
Íshokkí Íslenska karlalandsliðið er komið til Króatíu og mætir heimamönnum í fyrsta leiknum á
HM annað kvöld. Hörð barátta framundan við sterka mótherja. Tekst liðinu aftur að ná 3. sæti? 3 
Íþróttir
mbl.is
SUND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
?Ég átti kannski ekki von á að bæta Íslands-
metið alveg strax og það kom mér dálítið á
óvart. En ég ákvað að keyra á fullu, bæði í
undanrásunum og úrslitunum, og það var gott
að ná metinu og HM-lágmarkinu strax í morg-
un,? sagði sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir
úr Ægi við Morgunblaðið í gær. 
Í gærmorgun bætti þessi 16 ára stúlka eigið
Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún
synti á 2:15,25 mínútum í undanrásunum á Ís-
landsmeistaramótinu í Laugardalslauginni.
Hún bætti metið rækilega en það fyrra setti
Eygló í mars þegar hún synti á 2:17,83 mín-
útum á móti í Stokkhólmi. Í úrslitasundinu
vann Eygló með yfirburðum og synti aftur
undir HM-lágmarkinu, á 2:15,96 mínútum. 
Lágmarkið er 2.16,01 mínútur. ?Það var
draumurinn að ná því og nú fer ég til Shanghai
í sumar, nema einhver fari fram úr mér í milli-
tíðinni. Það yrði frábær upplifun að keppa
þar,? sagði Eygló en heimsmeistaramótið fer
fram í kínversku stórborginni 16.-31. júlí.
Eygló hefur nóg að gera um helgina. ?Já, ég
keppi í fjórum greinum í viðbót, hinum bak-
sundsgreinunum og í skriðsundi, og að sjálf-
sögðu reyni ég að vinna gullverðlaun alls stað-
ar. Það er alltaf takmarkið en 200 metra
baksundið er samt mín aðalgrein. Þetta verður
erfið en skemmtileg helgi.?
L52159 Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, vann 100 m
skriðsund á 56,10 og náði HM-lágmarki.
L52159 Inga Cryer, ÍA, vann 400 m fjórsund á
5:03,74 mín. en Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, 14
ára, setti telpnamet, 5:04,19, og varð önnur.
L52159 Anton Sveinn Mckee, Ægi, vann 400 m fjór-
sund á 4:32,03 mínútum.
L52159 Árni Már Árnason, Bandaríkjunum, vann
100 m skriðsund á 51,17 sekúndum.
L52159 Hrafnhildur Lúthersdóttir vann 100 m
bringusund á 1:10,23 og náði HM-lágmarki.
L52159 Jakob J. Sveinsson, Ægi, vann 100 m
bringusund á 1:01,72 og náði HM-lágmarki.
L52159 Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Bandaríkj-
unum, vann 200 m baksund á 2:04,74 mín.
L52159 Bryndís Rún Hansen, Bergen í Noregi, vann
50 m flugsund á 27,66 sekúndum.
L52159 Ágúst Júlíusson, ÍA, vann 50 m flugsund á
25,75 sekúndum.
L52159 Ægir vann 4x200 m skriðsund kvenna á
8:44,75 mínútum og líka 4x200 m skriðsund
karla á 8:03,73 mínútum.
?Spennt fyrir Shanghai?
L50098 Eygló stórbætti metið og náði HM-lágmarki
L50098 Einnig Ragnheiður, Jakob og Hrafnhildur 
Morgunblaðið/Ómar
Fljót Eygló Ósk Gústafsdóttir á fullri ferð í 200 metra baksundinu í Laugardalslauginni í gær.
Skúli Sigurðsson
sport@mbl.is
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari
Keflavíkur, hefur síðastliðin fimm
ár stýrt kvennaskútu Keflvíkinga í
körfuboltanum. Á þeim tíma hefur
kappinn tekið tvo Íslandsmeist-
aratitla og einn bikarmeistaratitil.
Þetta árið tók lið hans báða stóru
titlana sem í boði voru. Hann stýrði
sínum síðasta leik í gærkvöld því
hann hefur ákveðið að hætta í kjöl-
farið á Íslandsmeistaratitlinum sem
liðið innbyrti í gærkvöld með sigri á
Njarðvík, 61:51, en þar með unnu
Keflvíkingar einvígið á sannfær-
andi hátt, 3:0.
Þessi vetur stendur upp úr
?Ég er ekki hættur í þjálfun en ég
er hættur með Keflavíkurliðið, það
er klárt. Ég enda þetta á að vinna
þrjá titla af fjórum mögulegum og
það væri ósanngjarnt að biðja um
meira en það. Á þessum fimm árum
stendur þessi vetur klárlega upp úr
hjá mér. Þetta er búinn að vera
rússíbani en alveg svakalega gam-
an,? sagði þessi litríki þjálfari
Keflavíkur og stakk sér inn í fagn-
aðarlætin fyrir utan Toyotahöllina
þar sem stuðningsmenn fögnuðu
sínu liði með flugeldum. 
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurgleði Keflavíkurkonur fögnuðu að sjálfsögðu innilega þegar Íslandsmeistaratitillinn var í öruggri höfn hjá þeim í gærkvöld. »2-3
Jón
kvaddi
með titli
í Keflavík

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4