Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 íþróttir Íshokkí Íslenska karlalandsliðið er komið til Króatíu og mætir heimamönnum í fyrsta leiknum á HM annað kvöld. Hörð barátta framundan við sterka mótherja. Tekst liðinu aftur að ná 3. sæti? 3 Íþróttir mbl.is SUND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég átti kannski ekki von á að bæta Íslands- metið alveg strax og það kom mér dálítið á óvart. En ég ákvað að keyra á fullu, bæði í undanrásunum og úrslitunum, og það var gott að ná metinu og HM-lágmarkinu strax í morg- un,“ sagði sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi við Morgunblaðið í gær. Í gærmorgun bætti þessi 16 ára stúlka eigið Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún synti á 2:15,25 mínútum í undanrásunum á Ís- landsmeistaramótinu í Laugardalslauginni. Hún bætti metið rækilega en það fyrra setti Eygló í mars þegar hún synti á 2:17,83 mín- útum á móti í Stokkhólmi. Í úrslitasundinu vann Eygló með yfirburðum og synti aftur undir HM-lágmarkinu, á 2:15,96 mínútum. Lágmarkið er 2.16,01 mínútur. „Það var draumurinn að ná því og nú fer ég til Shanghai í sumar, nema einhver fari fram úr mér í milli- tíðinni. Það yrði frábær upplifun að keppa þar,“ sagði Eygló en heimsmeistaramótið fer fram í kínversku stórborginni 16.-31. júlí. Eygló hefur nóg að gera um helgina. „Já, ég keppi í fjórum greinum í viðbót, hinum bak- sundsgreinunum og í skriðsundi, og að sjálf- sögðu reyni ég að vinna gullverðlaun alls stað- ar. Það er alltaf takmarkið en 200 metra baksundið er samt mín aðalgrein. Þetta verður erfið en skemmtileg helgi.“  Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, vann 100 m skriðsund á 56,10 og náði HM-lágmarki.  Inga Cryer, ÍA, vann 400 m fjórsund á 5:03,74 mín. en Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, 14 ára, setti telpnamet, 5:04,19, og varð önnur.  Anton Sveinn Mckee, Ægi, vann 400 m fjór- sund á 4:32,03 mínútum.  Árni Már Árnason, Bandaríkjunum, vann 100 m skriðsund á 51,17 sekúndum.  Hrafnhildur Lúthersdóttir vann 100 m bringusund á 1:10,23 og náði HM-lágmarki.  Jakob J. Sveinsson, Ægi, vann 100 m bringusund á 1:01,72 og náði HM-lágmarki.  Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Bandaríkj- unum, vann 200 m baksund á 2:04,74 mín.  Bryndís Rún Hansen, Bergen í Noregi, vann 50 m flugsund á 27,66 sekúndum.  Ágúst Júlíusson, ÍA, vann 50 m flugsund á 25,75 sekúndum.  Ægir vann 4x200 m skriðsund kvenna á 8:44,75 mínútum og líka 4x200 m skriðsund karla á 8:03,73 mínútum. „Spennt fyrir Shanghai“  Eygló stórbætti metið og náði HM-lágmarki  Einnig Ragnheiður, Jakob og Hrafnhildur Morgunblaðið/Ómar Fljót Eygló Ósk Gústafsdóttir á fullri ferð í 200 metra baksundinu í Laugardalslauginni í gær. Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, hefur síðastliðin fimm ár stýrt kvennaskútu Keflvíkinga í körfuboltanum. Á þeim tíma hefur kappinn tekið tvo Íslandsmeist- aratitla og einn bikarmeistaratitil. Þetta árið tók lið hans báða stóru titlana sem í boði voru. Hann stýrði sínum síðasta leik í gærkvöld því hann hefur ákveðið að hætta í kjöl- farið á Íslandsmeistaratitlinum sem liðið innbyrti í gærkvöld með sigri á Njarðvík, 61:51, en þar með unnu Keflvíkingar einvígið á sannfær- andi hátt, 3:0. Þessi vetur stendur upp úr „Ég er ekki hættur í þjálfun en ég er hættur með Keflavíkurliðið, það er klárt. Ég enda þetta á að vinna þrjá titla af fjórum mögulegum og það væri ósanngjarnt að biðja um meira en það. Á þessum fimm árum stendur þessi vetur klárlega upp úr hjá mér. Þetta er búinn að vera rússíbani en alveg svakalega gam- an,“ sagði þessi litríki þjálfari Keflavíkur og stakk sér inn í fagn- aðarlætin fyrir utan Toyotahöllina þar sem stuðningsmenn fögnuðu sínu liði með flugeldum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurgleði Keflavíkurkonur fögnuðu að sjálfsögðu innilega þegar Íslandsmeistaratitillinn var í öruggri höfn hjá þeim í gærkvöld. »2-3 Jón kvaddi með titli í Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.