Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Ég kynntist Finnboga Guð- mundssyni ekki persónulega fyrr en hann var kominn um fertugt. Tilviljun réð því að við hófum þá nærri samtímis störf á sama vett- vangi. Finnbogi var skipaður landsbókavörður haustið 1964, en ég hóf um vorið störf í Háskóla- bókasafni. Sú hugmynd hafði þá verið uppi um árabil að sameina þessi tvö höfuðsöfn þjóðarinnar á vettvangi fræða og rannsókna og reisa þeim sameinuðum nýja byggingu í nágrenni við Háskóla Íslands. Finnbogi studdi þessa fyrirætlun af einurð frá fyrsta degi, og þar með má segja að haf- ist hafi náið samstarf okkar og stofnana okkar, sem stóð fulla þrjá áratugi, eða þar til hann lét af embætti haustið 1994, en þá var líka opnun hinnar nýju stofnunar á næsta leiti. Fyrir hálfri öld eða svo var það miklu fátíðara en síðar varð að stofnanir á vegum ríkisins væru sameinaðar. Við sem gerst þekkt- um til vorum þó ekki í vafa um að heppilegast væri að sameina kraftana. Hygg ég að fáir verði til að andmæla því nú að rétt hafi verið stefnt með ályktun Alþingis í þessa veru 1957. Undirbúningur framkvæmdar hófst þó ekki fyrr en undir 1970, og loks var byrjað að byggja í ársbyrjun 1978. Vegna dræmrar fjármögnunar drógust þó lyktir málsins úr hófi, og er hér ekki rúm til að rekja þá sögu. En á þessum árum urðu stórfelldar framfarir í beitingu hvers konar tækni við rekstur bókasafna, og því var á framkvæmdatímanum hægt að laga hina nýju byggingu að þeim breyttu aðstæðum. Má það vissulega teljast lán í óláni. Allir þekkja þá glæsilegu bygg- ingu sem reis á Melunum og hefur skapað starfseminni forsendur til að veita þá forystu á sínu sviði sem til var ætlast. Á öndverðum starfsferli okkar Finnboga var að hefjast þátttaka Íslands í norrænu samstarfi bóka- safna. Í því samhengi er mér minnisstæð ferð sem við fórum á ráðstefnu í Þrándheimi árið 1974. Gerðum við hana að dálítilli fjöl- skylduferð í leiðinni. Þá kynnt- umst við hjónin fyrst að marki Kristjönu konu Finnboga, sem hann því miður missti alltof fljótt. Svo ólík sem þau hjón voru má segja að þau hafi bætt hvort annað upp, og glæsilegt var það heimili sem þau komu sér upp í hrauninu við Hafnarfjörð. Þar stundaði Finnbogi Guðmundsson ✝ Finnbogi Guð-mundsson, fyrrverandi lands- bókavörður, fædd- ist í Reykjavík 8. janúar 1924 og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð í Garðabæ aðfara- nótt 3. apríl 2011. Útför hans fór fram frá Dómkirkj- unni 11. apríl 2011. Finnbogi fræði sín þegar tóm gafst. Eftir hann liggja frumsamin rit, þýð- ingar, fjöldi greina og útgáfur, einkum fornrita. Hann rit- stýrði Andvara um árabil og Árbók Landsbókasafns alla sína embættistíð, enda sá hann rétti- lega að slík útgáfa væri til þess fallin að styrkja hlut- verk safnsins sem þjóðbókasafns. Eftir að Finnbogi lét af störfum gaf hann sinni gömlu stofnun hluta af bókasafni sínu, og síðan allt safn sitt og skjalleg gögn þeg- ar hann fluttist í Sunnuhlíð. En þar kom að hann vistaðist í Holts- búð. Hann var eins og þá var kom- ið mjög úr heimi hallur, en fagnaði innilega gömlum samstarfsmanni þá sjaldan hann leit inn. Ég er þakklátur Finnboga fyrir góð kynni og færi Helgu Laufeyju og öðrum aðstandendum hans sam- úðarkveðjur. Einar Sigurðsson. Finnbogi Guðmundsson gegndi embætti landsbókavarðar í þrjátíu ár, 1964-1994, og það er óvenju- legt að sami einstaklingur gegni slíku starfi svo lengi. Þau verkefni sem marka öðru fremur starfs- tíma Finnboga voru húsnæðismál Landsbókasafnsins og sameining Landsbókasafns og Háskólabóka- safns í Þjóðarbókhlöðunni árið 1994. Frá því um miðja 20. öldina voru uppi hugmyndir um að sam- eina söfnin í eitt öflugt rannsókna- bókasafn en forsenda þess var að tryggja þeim hæfilegt húsnæði. Þegar skipuð var byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðunnar árið 1970 var Finnbogi skipaður formaður. Fyrsta skóflustungan var tekin 1978 og hornsteinn lagður 1981. En það teygðist á framkvæmda- tímanum þar sem illa gekk að fjár- magna verkefnið og húsið stóð lengi tómt. Upp úr 1990 voru tryggðar auknar fjárveitingar til byggingarinnar og var hún opnuð við hátíðlega athöfn 1. desember 1994. Um leið voru söfnin samein- uð undir heitinu Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Meðal annarra verkefna sem unnið var að í Landsbókasafni í tíð Finnboga voru skrár um efni safnsins. Ís- lenskur ritauki var jafnan birtur í Árbók Landsbókasafns, en var frá og með útgáfu ársins 1974 gefinn út sem sérstakt rit undir heitinu Íslensk bókaskrá. Fljótlega var hafist handa við að vinna skrána í tölvum og eftir að fyrsta gerðin af Gegni var opnuð 1991 voru þær færslur fluttar í kerfið þar sem þær eru enn í einhverri mynd. Þá má einnig nefna að ný lög um skylduskil til safna voru samþykkt á Alþingi 1977 en Finnbogi átti sæti í nefnd sem vann að gerð frumvarpsins. Finnbogi hélt tengslum við nýja safnið og starfs- fólk þess og kom jafnan í afmæl- iskaffi 1. desember. Fljótlega eftir að undirrituð tók við embættinu hafði Finnbogi samband og erindið var að ánafna safninu bókasafn sitt og föður síns Guðmundar Finn- bogasonar, eða eins og segir í gjafabréfinu „bókasafn tveggja fyrrverandi landsbókavarða“. Þá hefur Finnbogi einnig afhent hand- ritasafninu ýmis gögn úr fórum föður síns. Finnbogi var embætt- ismaður af gamla skólanum og rak Landsbókasafnið með sparsemi og ráðdeild. Hann lauk doktorsprófi í bókmenntafræði frá Háskóla Ís- lands 1961 og doktorsritgerð hans fjallar um Hómersþýðingar Svein- bjarnar Egilssonar. Meðfram landsbókavarðarstarfinu sinnti hann jafnan fræðistörfum, þýðing- um, ritstjórn og útgáfu. Hann átti einnig sæti í samstarfsnefnd um upplýsingamál og í stjórnum fé- lagasamtaka sem tengdust bóka- söfnum eða fræðasviði hans. Fyrir hönd starfsfólks Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns vil ég þakka Finnboga Guðmundssyni fyrir hans framlag til safnsins og þeirrar glæsilegu umgjarðar sem það býr við í dag, í Þjóðarbókhlöð- unni. Við sendum ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Steinunn Sverris- dóttir landsbókavörður. Mér er ljúft og skylt að minnast Finnboga Guðmundssonar fyrr- verandi landsbókavarðar, sem ég kynntist fyrst í námsvinnu í bóka- safnsfræði á Landsbókasafni. Síð- ar fékk ég fasta stöðu við safnið 1972. Finnbogi var mikill áhugamaður um nýtt og öflugra þjóðbókasafn og formaður byggingarnefndar Bókhlöðunnar frá 1970. Má full- yrða að án hans stuðnings hefði orðið þyngri róðurinn fyrir áhuga- menn um sameiningu Háskóla- bókasafns og Landsbókasafns. Hann trúði því og treysti að það yrði mikil lyftistöng fyrir þjóð- bókasafnið, sem lengi hafði verið fjársvelt og það á miklum verð- bólgutímum, að komast í náið sam- starf við okkar eina háskóla þá, Há- skóla Íslands og þá fræðastarfsemi sem þar var og er stunduð. Finnboga entist þó ekki starfs- ævin til að ljúka lokaáfanga sam- einingarferlisins og kom því í minn hlut að vera sett forstöðumaður og koma að flutningunum síðustu 3 mánuðina áður en safnið var lagt niður og fólk úr Háskólabókasafni tók til við að tæma geymslur og skúmaskot Safnahúss af arfi fortíð- ar. Finnbogi Guðmundsson var af- kastamikill í skrifum alla tíð meðan heilsan entist. Frá honum kom fjöldi ritverka, bæði frumsamið efni og útgáfur bóka, m.a., fornrita og rita Guðmundar Finnbogason- ar, og einnig var hann ritstjóri tímarita, þar af lengst Árbókar Landsbókasafns Íslands. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfsemi, bæði hér á landi og í Vesturheimi og hélt alltaf sambandi vestur síðan. Finnbogi þótti sérstaklega skemmtilegur ræðumaður og fræðari og minnast margir hans sem kynntust þeirri hlið. Starfs- mönnum sínum í 30 ár á Lands- bókasafni var hann velviljaður yf- irmaður af gamla skólanum, sem vildi fara vel með það sem honum var trúað fyrir. Að leiðarlokum vil ég segja að það var lærdómsríkt að kynnast honum og starfa með honum. Aðstandendum hans og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Hafi hann þökk. Nanna Bjarnadóttir, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur. Kveðja frá Þjóðrækn- isfélagi Íslendinga Eftir síðari heimsstyrjöldina hófust nýir tímar í samskiptum Íslendinga við afkomendur ís- lenskra landnema í Vesturheimi. Ný tækni hafði þróast í sam- göngum, fjarskiptum og mynda- tækni. Á þeim tímum mikilla umbrota fluttist dr. Finnbogi Guðmundsson til Winnipeg og starfaði þar sem prófessor í ís- lensku við Manitobaháskóla árin 1951-56. Á starfstíma sínum vestra vann Finnbogi ómetan- legt starf við að safna upplýsing- um um fólk af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum og skráði þær. Hann heimsótti landnemabyggðir Íslendinga víða um álfuna og árið 1955 fór hann í mikinn leiðangur ásamt Kjartani Ó. Bjarnasyni mynda- tökumanni. Kjartan tók mikið af ljósmyndum og einnig gerði hann kvikmyndir af Íslending- um fyrir vestan. Finnbogi færði Þjóðminjasafni Íslands þetta myndasafn þegar hann flutti aft- ur heim að vestan árið 1956. Þessar myndir og frásagnir Finnboga af kynnum sínum af Íslendingum vestra eru ómetan- legar heimildir um líf þeirra, starf og viðhorf til síns nýja lands og gamla landsins Íslands. Sem dæmi má nefna að þeir fé- lagar, Finnbogi og Kjartan, heimsóttu Íslendingana í Spánskum Forki í Utah á hátíð þeirra til að minnast þess að 100 ár voru þá liðin frá því að fyrstu íslensku mormónarnir námu þar land. Kvikmynd af þessum at- burði er hrein gersemi. Finnbogi var í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1952-56 og þegar hann sneri aftur heim var hann kjörinn í stjórn Þjóðræknis- félags Íslendinga á Íslandi og átti þar sæti í nokkur ár. Finn- bogi var kjörinn heiðursfélagi í Þjóðræknisfélagi Íslendinga á aðalfundi 2007 og með því var honum vottuð virðing og færð þökk fyrir stórmerkilegt fram- lag til varðveislu á íslenskum menningararfi í Vesturheimi. Blessuð sé minning Finnboga Guðmundssonar. Almar Grímsson. Finnbogi Guðmundsson er látinn. Leiðir okkar lágu saman gegnum málefni Vestur-Íslend- inga og bókmenntir þeirra. Fyrst er að segja frá því 1982, er sameiginlegur vinur okkar, Kristjana Gunnars, nú stórskáld í Kanada, var hér í boði hans við að þýða kvæði eftir Klettafjalla- skáldið Stephan G. Stephans- son, af íslensku á ensku. Hitti ég þau þá á Landsbókasafninu. Árið 2001 þáði hann síðan boð mitt um að flytja erindi um Stephan G. Stephansson, Klettafjallaskáld, hjá Vináttu- félagi Íslands og Kanada, en hann var þá sjálfur með eigið Kanadafélag af bókmenntatag- inu í gangi. Er þá fátt nefnt af kynnum okkar. Hugblær Vestur-Íslendinga, eins og ég kynntist þeim á fram- haldsnámsárum mínum í mann- fræði, í Winnipeg í Kanada, á ár- unum 1978-1980, kemur fram í ljóði mínu Heimsreisuprósaljóði, í áttundu ljóðabók minni, Evr- ópuljóðum og sögum (2004). Vil ég vitna í brot af því hér, um leið og ég þakka kynnin við þennan heiðursmann. Og dampskipið hvíta, flatbytnan sem skríður, upp eftir vonarfljótum; það er ég sjálfur, á leið upp Miklalæk, í kjölfar Vestmanna, til Nýja Íslands: Heitar pylsur mín kol, og lungun mín tvö, mása sem Þorgeirsboli, meðan þjóðtrú leyfir. Tryggvi V. Líndal. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, EINAR KRISTJÁN ENOKSSON, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést þriðjudaginn 29. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kirkjuhvols fyrir einstaka umönnun og hlýju. Pálín Ósk Einarsdóttir, Steingrímur R. Friðriksson, Snæbjört Ýrr Einarsdóttir, Einar Magnússon, Örn Hrólfsson, Aðalheiður Þórarinsdóttir, Börkur Hrólfsson og afabörn. ✝ Minn elskaði sonur, eiginmaður, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, RAGNAR J. RAGNARSSON, lést laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 20. apríl kl. 13.00. Stasía Jóhannesson, Steinunn Magnúsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Birgir Ragnarsson, Hlíf Þorgeirsdóttir, Eyþór Ragnarsson, Torfhildur Sigurðardóttir, Dennis D. Jóhannesson, Hjördís Sigurgísladóttir, Linda Ragnarsd. Jóhannesson, Jónbjörn, Ragnar, Þórey, Irja, Rakel, Daníel Snær og Dagur Steinn. ✝ Heittelskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FREYR B. SIGURÐSSON, Fossvegi 19, Siglufirði, lést á heimili sínu föstudaginn 8. apríl. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 16. apríl kl. 14.00. Steinunn Jónsdóttir, Helga Freysdóttir, Gunnlaugur Oddsson, Sigurður Freysson, Jórunn Valdimarsdóttir, Katrín Freysdóttir, Heimir Birgisson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, REYNIR ÓLAFSSON, Burknabergi 2, Hafnarfirði, lést laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 15. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir til læknanna Jakobs Jóhannssonar og Elfars Úlfarssonar, starfsfólks deildar 11-E á Landspítalanum og starfsfólks líknardeildar Landspítalans. Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Reynisson, Oxana Skakoun, Gylfi Reynisson, María Sigríður Stefánsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS GUÐBERG RAGNARSSON hafnsögumaður, Aratúni 16, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni laugardagsins 9. apríl. Útförin verður tilkynnt síðar. Marsibil Katrín Guðmundsdóttir, Ragnar Jónasson, Sólveig Einarsdóttir, Ólafur Jónasson, Guðmundur Einisson, Valgerður Gísladóttir, Óðinn Einisson, Laufey E. Gunnarsdóttir, Björk Einisdóttir, Valtýr E. Valtýsson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA INGIMARSDÓTTIR, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 8. apríl. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. apríl kl. 10.30. Margrét Jóhannsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Helga Sigurðardóttir, barnabörn og langömmustelpurnar. ✝ Faðir okkar og vinur, JÓN ÁSBJÖRNSSON, fæddur 11. mars 1958, lést í Berlín fimmtudaginn 7. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigmar Örn, Hanna, Iðunn og Haraldur Jónsbörn, Sigurður Rúnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.