Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.02.1953, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 14.02.1953, Blaðsíða 1
26. árgangur. Laugardagur 14. febrúar 1953. 1. tölublað. OSKAR HALLDORSSON útgerðarmaður - Minningarorð. Hinn 15. jan. s.l. barst sú barmafregn til þjóðarinnar, að Óskar Halldórsson, útgerðarmað- ur, Ingólfsstræti 21 í Reykjavík væri dáinn. Saga þjóðarinnar mun ávabt geyma minningu hugsjóna-, fram- kvæmda- og drengskaparmanns- ins Óskars Halldórssonar útgerð- armanns. Óskar var fæddur á Akránesi 17. júní 1893. Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir Ottesen og Halldór Guðbjarnarson, bátafor- maður á Akranesi. Ungur fór Óskar í búnaðarskólann á Hvann- eyri. 15 ára var hann útskrifaður búfræðingur. — 16. ára fór Óskar til Danmerkur. Hjá bónda þeim á Amager, sem hann vann hjá, fékk hann harðan skóla, krafðist því æt'ið mikillar vinnu af sjálfum sér og öðrum. Fór snemma á fætur og seint að sofa. Ástundaði alla æfi langan vinnudag. Óskar stundaði garðyrkjustörf hér heima árin 1913—1914 og ræktaði fyrstur manna tómata á Islandi, svo vitað sé. Óskar vann, sem plæingamað- xu' hjá Búnaðarsambandi Kjalar- nesþings og gaman var að sjá glampann í augum hans, er hann sýndi sáðslétturnar sínar og sagði frá vinnubrögðum þeirra tíma. — Síðan fór hann í þann góða skóla að bræða þorskalifur, slor og grút ur voru engin skammaryrði i hans munni, og hingað til Siglu- fjarðar kom hann fyrst, með lifr- arbræðslupottana tvo og 15 tóm- ar lýsistunnur. Árla morgun 10. júní 1917. Óskar Halldórsson leit Siglufjörð fyrst, frá hafinu. Sjálf- ur lýsir hann því þannig: „Snemma morgun — klukkan að ganga 6, hinn 10. júní, er ég vakn- aður og sé þá inn í mynni Siglu- fjarðar, Siglunes á bakiborða. — Strákarnir á stjórnborða. Sjórinn spegilsléttur, sól og hiti, fjölllin há og tignarleg á báðar hliðar. Hafði ég engan fjörð séð fallegri fyrr, að undanteknum Dýrafirði.“ Andrés Hafliðason var fyrstur manna hér til að leiðbeina Óskari um staðsetningu lifrarbræðslu- tækjanna. Eftir 3ja tíma veru í landi hér, var Óskar orðinn lóðar- eigandi og byrjaður að byggja hér hús við Álalækinn. Árið eftir byrjar Óskar hér síldarsöltun og síðar útgerð. Ekki valdi Öskar Halldórsson sér bezta plássið í höfninni. O, nei. Við brimsorfna kletta út við Bakka, þar sem út- hafsaldan var kraftmest og* ís- rekið mest byrjaði hann s'ildar- söltun. Um margra ára skeið gekk hann undir nafninu Óskar á Bakka. Sjálfur segir hann: „Eg var stundum undir bakkanum og stundum ofan á honum, því jafn- an valt á ýmsu í síldarútveginum, þingað til sldarverlcsmiðjurnar komu til sögunnar.“ Af veru sinni á Bakka, hefur Óskar ábýggilega hugkvæmst margt í sambandi við bryggju- byggingu og hafnarumbætur. — Enda eins og alþjóð veit, athaina- samur um þau mál, og mörg byggðalög landsins njóta þess í dag, þó Keflavík á Reykjanes- skaga mrmi þar af bera. Óskar Halldórsson vissi vel, að s'ildin er gullið íslendinga. Þessi mikli gullgrafari benti því öðrum mönnum fremur á leiðir til að not- færa sér þennan auð. Óskar Hall- dórsson átti hugmyndina að stofn- un Síldarverksmiðja ríkisins og allri þeirri stóriðju, sem við þær eru bundnar. Margir góðir menn fylgdu honum þar að málum, en mest og bezt Magnús heitinn Krist jánsson álþ.m. og síðar fjármála- ráðherra. Sjálfan iangaði Óskar til að reisa hér sildarverksmiðju^ og voru vélarnar komnar hingað á staðinn, en atvikin urðu þau, að þær fóru 1 síldarbræðsluskipið „Hæring“, þar sem hann var hlut- hafi að 14- Óskar hefur ávallt rekið hér síldarsöltun í stórum stíl, eítir því sem veiði hefur leift. Tvö s.I. sum ur hefur hann haldið sig að Rauí- arhöfn, en þar hefur hann reist fullkomnustu síldarsöltunarstöð á íslandi. Óskar byggði hér 'xshús 1925, og keypti hér frystihús Ás- geirs Péturssonar 1942.' Síldarfrystingu til beitu rák Óskar í stærri stíl en nokkur annar. Vinnudagur Óskars Halldórs- sonar var langur á sumrin. Vafa- samt er, hvort nokkur maður á íslandi hefur haft lengri vinriu- dag. Alltaf opið útvarp stillt á bátabylgjuna. Fyrstur manná í talbrúna, þá hann heyrði, að éin- hver fór. í báta. Þær voru margar næturnar, sem hann sofnaði vart blund. Óskar gerði út mörg skip um dagana, l’inuveiðara, mótor- báta og botnvörpunginn „Faxa“. 1936 gerði Óskar út m.b. Snorra Goða til fiskveiða við Grænland. Óskar átti í mörgum hraðfrysti- húsum ogi þaulkunnugur þeim at- vinnurekstri.-Óskar var stórkaup- andi að lýsi og lifur til dauða- dags. Óskar var ágætlega ritfær maður og skrifaði oft í blöðin, bréf til þjóðarinnar, eins og hann orðaði það. Óskar kvæntist árið 1915. Guðrúnu Ólafsdóttur' frá Litla-Skarði í Stafholtstungum, ■ Þeim hjónum varð 8 barna auðið. Tvö eru látin, Guðný 6 ára og. Theódór, sem fórst með Jarlinum í Englandssiglingu árið 1941. Éitt mesta lán Óskars í l'ifinu var' (Framhald á 2. síðu) STEFANÍA MARGRET JÚHANNESDÚTTIR Fædd 5. ágúst 1873. — Dáin 30. janúar 1953. Dauðsföllum, jafnvel þó um eililasleik sé að ræða, og menn viti, að ekkert sé æskilegra fyrir hinn ellihruma en að fá hvíld, þá er það nú svo samt, að þegar ættmenn og vinir missa gamlan og góðan förunaut váknar þeim í brjósti söknuður. Stefanía á Á er fyrir skömmu látin. Ekki finnst mér þessi upp- hafsórð 'vera óviðeigandi gagn- vart dauðsfalli hennar, þegar litið er á heilsuferð á hennar elliárum, ættingja hennar og vini. Ekki er mér fyllilega kunnugt um verustaði hennar á hennar . æviferli. Á ungdómsárum sínum kom hún frá Ólafsfirði með móð- ur sinni og stjúpa að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Síðar gfitist hún manni sínum Birni Guðmundssyni, sem hún missti fyrir nokkrum árum. Er mér svo ekki kunnugt um verustaði þeirra hjóna, þar til þau íluttust að Á í Unadal er var í sömusveit, sem ég átti heima, kynntist ég þeim hjónum að öllu hinu bezta. Þaðan fluttust þau til Siglufjarðar og bjuggu þar samau allmörg ár, eða þar til maður hennar dézt. Síðan hefir hun átt hér héima og verið kennd við heimilið Á, er hún flutti síðast frá, og sagt:. Stefanía á Á. Stefania var merk kona á mörgum sviðum, studdi mann sinn með hugsun, ástundun og vinnu. . Börnum - sínum reyndist- hún góð móðir, bar fyrir þeim mikla og góða umhyggju. Meðal heimilisstarfanna og góðri hugsun um börn sin,' lagði hún fyrir sig saumastörf. Rækti hún þau með ráði og dáð, meðan þrek og heilsa leyfðu, enda fóru þau henni snilldarlega vel úr hendi. Hún átti líka meira í fóf- um sínum, hún vildi sem fdestum- gott gera og sýndi það í verki. Þess naut égi í r'ikum mæli, eins og fleiri, og ekki síður á hennar eldri árum en. yngri, enda munu margir minnast hennar með þakk- læti. Síðast en ekki srzt vil ég mijfri- ast Stefaniu viðyikjaridi litju stúlk unni, sem hjá henni hefir verið frá f æðingu, og hún kallaði mömmu. Er mér kunnúgt, að hún vildi þrátt fyrir sína vanheilsu og lamaða dtrafta fyrir hana- áídt gera og beina henni á þær braut- (Framhald á 4, wðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.