Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Útlit er fyrir miklar breytingar á
liði Njarðvíkinga næstu leiktíð í
Iceland Express-deildinni í körfu-
knattleik. Í gær greindi vefsíðan
karfan.is frá því að bakvörðurinn
Guðmundur Jónsson hefði ákveðið
að ganga til liðs við nýliðana í Þór
frá Þorlákshöfn. Einnig liggur ljóst
fyrir að Jóhann Árni Ólafsson mun
ekki leika áfram með Njarðvík.
Báðir voru þeir atkvæðamiklir hjá
Njarðvík á síðustu leiktíð og þá sér-
staklega fyrri hluta tímabilsins. Jó-
hann Árni var bæði hæstur að með-
altali í stigaskori og stoðsendingum
hjá Njarðvík, en hann og Guð-
mundur voru báðir með rúmlega 12
stig að meðaltali. 
Samkvæmt öruggum heimildum
Morgunblaðsins hefur Jóhann Árni
verið í viðræðum við Grindavík í
nokkurn tíma og þar á bæ eru
menn vongóðir um að Jóhann gangi
til liðs við félagið. Unnusta hans,
Petrúnella Skúladóttir, lék með
Grindavíkurliðinu í mörg ár en tók
sér frí á síðasta tímabili. Vafalaust
hafa fleiri lið sett sig í samband við
Jóhann, og viðmælendur Morg-
unblaðsins nefndu Fjölni til sög-
unnar, en þar heldur Njarðvíking-
urinn Örvar Þór Kristjánsson um
stjórnartaumana. 
Kynslóðaskipti í Njarðvík
Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst eru líkur á því að kyn-
slóðaskipti verði hjá Njarðvíkingum
á næstu leiktíð. Auk þess að missa
Guðmund og Jóhann þá þarf félagið
að horfa á bak Friðriki Stefánssyni
og Páli Kristinssyni sem hafa lagt
skóna á hilluna eftir farsælan feril. 
Njarðvík á sigursæla kynslóð
sem er að skila sér upp úr yngri
flokkum og talsverðar líkur eru á
því að sú kynslóð taki á sig ábyrgð
hjá meistaraflokknum strax á
næsta tímabili. Um er að ræða leik-
menn sem bæði hafa orðið Íslands-
meistarar í unglinga- og drengja-
flokki. Einar Árni Jóhannsson og
Friðrik Ragnarsson munu þjálfa
Njarðvíkurliðið og þeir þekkja vel
til þessara leikmanna.
Jóhann Árni til Grindavíkur?
L50098 Útlit fyrir miklar breytingar á karlaliði Njarðvíkur L50098 Fjórir lykilmenn þegar
horfnir á braut L50098 Líklegt að ungir og sigursælir leikmenn taki við keflinu
Morgunblaðið/Skúli Sigurðsson
Sterkur Jóhann Árni Ólafsson.
MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011
íþróttir
Golf Ian Poulter vann Volvo-heimsmótið í holukeppni sem lauk á Spáni í
gær. Hafði betur gegn Luke Donald. Endasprettur Poulters var frábær 8 
Íþróttir
mbl.is
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, lands-
liðskona í handknattleik og leikmaður
Vals, er undir smásjá margra erlendra
liða. Þýska meistaraliðið Thüringer er
meðal þeirra liða sem sýnt hafa áhuga
á að fá Önnu til liðs við sig og þá hafa
komið fyrirspurnir frá félögum í Ung-
verjalandi, Noregi, Danmörku og
Frakklandi. Anna staðfesti það í sam-
tali við Morgunblaðið að mörg lið hafa
verið í sambandi við umboðsmann
hennar en Anna var valin besti leik-
maður N1-deildarinnar á leiktíðinni.
?Það hafa verið lið að forvitnast um
mína hagi en ég hef ekki fengið nein
tilboð enn sem komið. Ef það kemur
eitthvert mjög gott tilboð þá er aldrei
að vita hvað gerist en eins og staðan
er í dag þá verð ég áfram hjá Val,?
sagði Anna Úrsúla en ekki er langt
síðan hún skrifaði undir nýjan samn-
ing við Hlíðarendaliðið.
?Ég verð að viðurkenna að ég hef
aldrei verið svona eftirsótt og það er
gott að fá þá tilfinningu að maður sé
að gera eitthvað rétt. Ég vona það
alla vega. Miðað við áhugann sem lið-
in hafa verið að sýna má alveg búast
við að ég fái einhver tilboð en það
verður bara að koma í ljós,? sagði
Anna Úrsúla við Morgunblaðið.
gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Eftirsótt Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir leikmaður Vals.
Mörg lið með
Önnu í sigtinu
L50098 Þýsku meistararnir á meðal þeirra
Ólafur Páll Snorrason, knatt-
spyrnumaður úr FH, er rifbeins-
brotinn og mun því ekki spila
næstu leiki bikarmeistaranna.
?Ég er búinn að vera brotinn í
nokkrar vikur án þess að vita
það. Ég fékk högg á síðuna í und-
anúrslitaleiknum á móti Val í
deildabikarnum og þá hefur
þetta brotnað. Ég er búinn að
finna til í skrokknum en það var
ekki fyrr en á fimmtudaginn sem
í ljós kom að rifbein er brotið. Ég þarf því að taka
það rólega næstu dagana en hvenær ég geti byrjað
að spila aftur er ómögulegt að segja til um,? sagði
Ólafur Páll í samtali við Morgunblaðið í gær.
Ólafur verður því fjarri góðu gamni í kvöld þegar
FH-ingar sækja Þórsara heim í lokaleik 5. umferðar
Pepsi-deildarinnar og hann kemur alveg örugglega
til með að missa af leikjum FH-liðsins gegn Fylki í
bikarnum á fimmtudaginn og gegn Stjörnunni í
deildinni á mánudaginn. gummih@mbl.is
Ólafur Páll er
rifbeinsbrotinn
Ólafur Páll
Snorrason
Reuters
Meistarar Manchester United tók á móti Englandsmeistaratitlinum eftir sigurinn gegn Blackpool í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gær. Mikið fögnuður var á Old Trafford en leikmenn Blackpool sátu eftir með sárt ennið enda féll liðið úr deildinni. »4
Íris Björk Sím-
onardóttir, lands-
liðsmarkvörður úr
Fram, fékk gall-
steinakast og
þurfti að gangast
undir aðgerð um
helgina. Hún
verður því ekki
með landsliðinu í
komandi leikjum.
?Írís veiktist
óvænt og verður frá æfingum í ein-
hvern tíma. Við vitum meira þá og ég
er alveg rólegur yfir þessu ennþá en
við vonumst auðvitað eftir að hún
komi inn í hópinn en ef það gerist
ekki er það bara þannig og við verð-
um bara að taka á því. Við erum með
Jennýju og Guðrúnu Maríusdóttur í
hópnum og þær hafa staðið sig vel svo
ég kvíði því ekkert,? sagði Ágúst Jó-
hannsson landsliðsþjálfari við Morg-
unblaðið í gær.
Fyrirhugaðir eru leikir gegn
Tyrkjum í kvöld og á morgun en
vegna eldgossins í Vatnajökli er óvíst
hvort þeir fari fram en Tyrkirnir eru
strandaglópar í Kaupmannahöfn.
?Það er hugsanlegt að leikurinn fær-
ist fram á þriðjudag eða miðvikudag,?
sagði Ágúst. ste@mbl.is
Íris ekki með
vegna veikinda
L50098 Óvissa með leikina gegn Tyrkjum
Íris Björk 
Símonardóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8