Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SVIÐSLJÓS
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Nefnd efnahags- og viðskiptaráð-
herra um forsendur verðtryggingar
á Íslandi skilaði skýrslu sinni í síð-
asta mánuði. Með skýrslunni fylgdu
þrjú sérálit nefndarmanna, sem eitt
og sér undirstrikar það hve snúið
viðfangsefnið er. Hávær krafa hefur
hins vegar verið uppi, ekki síst meðal
lánþega, um að verðtrygging verði
?afnumin.? Það verður hins vegar
ekki gert nema boðið sé upp á óverð-
tryggðan valkost. 
Sigurður Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, fagn-
ar þeim ábendingum sem koma fram
í skýrslunni og segir það að draga úr
vægi verðtryggingar vera stóra
markmiðið. Væri til að mynda hægt
að bjóða 25 ára lán til fasteignakaupa
segist Sigurður telja það einhverju
mestu kjarabót sem hægt væri að
bjóða íslenskum heimilum upp á.
Stjórnin styður yfirferð málsins
?Við erum lögð aðeins af stað með
þessa vinnu. Þetta er verkefni sem
við ætlum að skoða og sjá hvað er
hægt að gera,? segir Sigurður.
?Áhugi okkar og vilji er allur til þess,
og stjórnin stendur að baki því að við
förum vel yfir það hvað hægt er að
gera.? Hins vegar þurfi fleira að
koma til en vilji stjórnar Íbúðalána-
sjóðs eða stjórnvalda. 
?Ég lít svolítið á þetta sem fjár-
mögnunaræfingu,? segir Sigurður.
?Í rauninni getum við boðið upp á
allt sem við getum fjármagnað. Þetta
gengur allt út á það, þannig að við
horfum til íslenska skuldabréfa-
markaðarins.? Ríkisbréf eru lang-
fyrirferðarmest óverðtryggðra
skuldabréfa á markaði. Sigurður
segir vísbendingar á þeim markaði
um að erfitt sé að fjármagna sig
óverðtryggt til lengri tíma, nema á
háum vöxtum. ?Ef við tökum fimm
ára ríkisbréf er ávöxtunarkrafan í
dag í kringum 6%. Það þýddi þá að
við gætum lánað í fimm ár með sirka
7% vöxtum. Þetta er það fyrsta sem
við sjáum.?
?Gríðarleg kerfisbreyting?
Hinir háu vextir koma til af því að
kaupandi skuldabréfanna, lánveit-
andinn, leitast við að verja sig gegn
verðbólgu á lánstímanum. ?Núna
eru hagstæðustu vextir hjá okkur
4,4%, verðtryggt. Það eru engar lík-
ur á því að við getum boðið upp á
lægri vexti óverðtryggt,? segir Sig-
urður. Hann segir það myndu verða
?gríðarlega kerfisbreytingu? ákvæði
sjóðurinn að bjóða óverðtryggð lán,
og það útheimti mikla undirbúnings-
vinnu. ?Þetta er verkefni sem mun
taka einhverja mánuði og ég sé ekki
fyrir mér að við verðum komin með
skýra mynd af því hvað við getum
gert, og jafnvel farið að bjóða ein-
hvern valkost fyrr en einhvern tím-
ann á næsta ári.?
Á meðal þess sem huga þarf að, og
í raun frumforsenda fyrir lánveiting-
um af þessu tagi, er fjármögnun lán-
anna. ?Við munum vilja vinna þetta
vel með aðilum eins og Seðlabank-
anum til þess að tryggja að vel takist
til,? segir Sigurður. Eins þurfi að
ræða við lífeyrissjóði, sem eru einn
stærsti kaupandi skuldabréfa á
markaði. ?Svo gætum við alveg kom-
ist að þeirri niðurstöðu að það sé
bara ekki raunhæft, eins og um-
hverfið er í dag, að fjármagna til 25
ára óverðtryggt,? segir Sigurður.
L50098 Framboð á óverðtryggðum fasteignalánum er háð því að stórir fjárfestar sýni óverðtryggðum skulda-
bréfum áhuga L50098 Stjórn og framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs styðja það að möguleikar séu kannaðir
Fjármögnunin ræður alltaf för
Morgunblaðið/Ernir
Stjóri Sigurður Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
4
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
? FULLT HÚS ÆVINTÝRA
ellingsen.is
PI
PA
R\TB
WA
 
SÍ
A
3 brennarar
Ryðfrítt stál
Í SUMAR
GRILLUM
Yfirheyrslur í tengslum við rann-
sókn embættis sérstaks saksóknara
á lánveitingum Vátryggingafélags
Íslands (VÍS)
stóðu yfir í allan
gærdag. Á þriðju-
dag var innan við
tugur yfirheyrður
en fleiri bættust í
þann hóp í gær.
?Þetta er alltaf
óvissuferð,? sagði
Ólafur Þór
Hauksson, sér-
stakur saksókn-
ari, um rann-
sóknir embættisins í samtali við
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is.
Ólafur Þór sagðist lítið geta tjáð
sig um gang rannsóknarinnar sem
væri á frumstigi. Aðspurður segir
hann að um mörg tilvik sé að ræða
og því sé að mörgu að hyggja við
rannsókn málsins. Menn taki sér
þann tíma sem þeir þurfi.
Til rannsóknar er meðal annars
fjölda lánveitinga VÍS til ýmissa fé-
laga og aðila á árunum 2007 til 2009.
Fjármálaeftirlitið kærði málið til
saksóknara að lokinni eigin athugun.
Fram hefur komið að lánveiting-
arnar voru meðal annars til eigenda
og starfsmanna VÍS. Guðmundur
Örn Gunnarsson, sem var forstjóri
VÍS frá 2008, lét af störfum í síðustu
viku í kjölfar úttektar Fjármálaeftir-
litsins.
Ólafur hefur sagt að um verulega
fjárhagslega hagsmuni sé að tefla,
þeir hlaupi á milljörðum, og fjölda
tilvika. 
Áfram 
yfirheyrt
vegna VÍS
Ólafur Þór
Hauksson
Saksóknari gat lítið
tjáð sig um málið
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Framsóknarflokkurinn fékk liðs-
auka í gær þegar Ásmundur Einar
Daðason alþingismaður gekk til liðs
við flokkinn. Ásmundur sagði sig úr
þingflokki Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs 14. apríl. Hann
hefur síðan starfað sem óháður
þingmaður en er nú orðinn tíundi
þingmaður Framsóknarflokksins á
Alþingi. 
Ásmundur segir Framsókn-
arflokkinn hafa tekið mjög jákvæð-
um breytingum undanfarin tvö ár.
?Það hafa orðið breytingar undir
núverandi forystu. Það hefur átt sér
stað endurnýjun og flokkurinn hef-
ur haldið uppi skynsamlegum mál-
flutningi á mörgum sviðum. Til-
lögur þeirra til lausnar á
skuldavanda heimila og fyrirtækja
hafa verið raunhæfar og skyn-
samlegar. Í baráttunni um Icesave-
málið hnikaði flokkurinn aldrei frá
grundvallarstefnu sinni sem var að
Íslendingum bæri ekki að borga
skuldir einkabanka. Framsókn hef-
ur sýnt öflugan málflutning þegar
kemur að málefnum landsbyggð-
arinnar og kynnt ítarlega stefnu í
atvinnumálum. 
Síðast en ekki síst eru það Evr-
ópusambandsmálin. Framsóknar-
flokkurinn breytti á síðasta flokks-
þingi stefnu sinni í Evrópumálum
og leggst nú alfarið gegn aðild Ís-
lands að ESB og aðlögunarferlinu.
Ég tel að Framsóknarflokkurinn
muni taka forystu í þeim málaflokki
núna og berjast í fremstu víglínu
gegn ESB-aðild. Þessar
áherslur eru í fullu samræmi
við loforð sem ég gaf kjós-
endum í aðdraganda síðustu
alþingiskosninga. Í þessu
starfi langar mig til að taka
þátt og í ljósi alls þessa má
segja að ég sé kominn heim,?
segir Ásmundur. Hann
eigi góða samleið með
Framsóknarflokknum
nú. 
?Vinstri grænir
héldu fyrir síðustu
kosningar uppi mjög
stífum málflutningi á
þessum sviðum sem ég hef komið
inn á. VG fékk góða kosningu vegna
þess að menn trúðu því að það yrðu
raunverulegar breytingar og staðið
í lappirnar. Við þessu var öllu snúið
baki og ég er sannfærður um að það
mikla fylgistap sem VG er að verða
fyrir núna sé vegna þess að flokk-
urinn er búinn að snúa baki við svo
stórum hluta kjósenda í mörgum
grundvallarmálum. Ríkisstjórnin
virðist vera að grafa sína eigin gröf.
Í hverju málinu á fætur öðru er hún
að fara á svig við þjóðarvilja og slíkt
getur aldrei verið langlíft.?
Spurður hvort hann muni eiga
erfitt með að berjast gegn fyrrver-
andi flokkssystkinum segist Ás-
mundur aldrei kvíða málefnalegum
slag. ?Stjórnmál snúast fyrst og
fremst um málefni og ég treysti mér
vel til þess að takast á við hvern
sem er varðandi þau.?
Ásmundur telur Atla Gíslason
og Lilju Mósesdóttur, sem sögðu
sig einnig úr VG í vetur, ekki eiga
eftir að feta í fótspor hans. ?Atli og
Lilja gengu út úr VG á öðrum tíma
en ég gerði. Við erum góðir félagar
en þau verða auðvitað að taka sína
ákvörðun í þessu og svara fyrir
hvað þau hyggjast fyrir með sína
framtíð.?
?Má segja að ég sé kominn heim?
L50098 Ásmundur Einar Daðason er geng-
inn til liðs við Framsóknarflokkinn 
Þingmenn Framsóknarflokksins
í Norðvesturkjördæmi eru
Gunnar Bragi Sveinsson, sem er
leiðtogi flokksins í kjördæminu
og þingflokksformaður, og Guð-
mundur Steingrímsson. Ás-
mundur Einar Daðason er ní-
undi þingmaður Norðvestur-
kjördæmis. 
Stjórn Framsóknarfélags
Þingeyinga sendi frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem fé-
lagið bauð Ásmund Einar
velkominn í flokkinn. Í yfir-
lýsingunni segir að félagið
fagni því að Ásmundur
Einar velji að
starfa að
stefnumálum
flokksins
landi og þjóð
til heilla. 
Landi og
þjóð til heilla
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Þó svo skilyrðin væru ekki góð var samankom-
inn nokkuð stór hópur manna í Valhúsaskóla á
Seltjarnarnesi til að freista þess að sjá deildar-
myrkva á sólu í gærkvöldi. Aðstæður til að byrja
með þóttu með ágætum en versnuðu mjög þegar
deildarmyrkvinn sjálfur hófst, og tókst ekki að
sjá hann. Deildarmyrkvinn hófst klukkan 21:14
og náði hámarki klukkan 22:01 þegar tunglið
huldi um 46% af þvermáli sólar. 
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slæm skilyrði til að sjá deildarmyrkva

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32