Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
Spör
ehf
.
s:5702790
www.baendaferdir.is
ALLIR GETA BÓKAÐ SIG Í BÆNDAFERÐIR
Ströndin við Eystrasaltið er einstök og fegurðin óviðjafnanleg. Eyjarnar Rügen og
Usedom með sandsteinaklettum og strandmenningararkitektúr 19. aldarinnar voru
lokaðar inn í Austur-Þýskalandi þar til járntjaldið féll fyrir 20 árum. Nú hafa þær náð
sínum upprunalega ljóma og eru meðal fallegustu ferðamannastaða í Þýskalandi.
Ferðin hefst á flugi til Berlínar og ökum svo í átt að Eystrasaltinu þar sem við gistum í 3
nætur í bænum Ueckermünde. Njótum strandmenningar í anda Vilhjálms keisara og
förum í dagsferð til Swinoujscie og nágrennis í Póllandi. Seinni hluta ferðarinnar verður
dvalið í Stralsund, fallegri borg með heildstæðan miðaldablæ sem á sér sögu samofna
veldi Hansakaupmanna. Heimsækjum drottningu Hansaborganna, Lübeck, skoðum
fræga borgarhliðið, förum á safn og smökkum á marsipani sem borgin er fræg fyrir.
Skoðum Königsstuhl, undurfagurt klettabelti á eyjunni Rügen, veiðihöllina Göhren og
Prora oflofsbúðirnar sem nasistar létu byggja fyrir 20.000 manns á fegurstu strönd
eyjunnar. Ferðinni lýkur með skoðunarferð í Berlín áður en flogið er heim á leið.
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir
Verð: 160.950 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir
með rútu og íslensk fararstjórn.
11.-18.ágúst
SUMAR8
Hálft
fæði
og
allar
skoðunarferðir
innifaldar
Hafblær við
Eystrasalt
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Tilkynnt hefur verið um 63 hópuppsagnir
þessi mánaðamót en til viðbótar upplýsti hug-
búnaðarfyrirtækið Teris í gær um 18 upp-
sagnir. Samanlagt eru þetta því um 80 upp-
sagnir sem flokkast geta undir hópuppsagnir.
Vinnumálastofnun veitir ekki upplýsingar
um hvaða önnur fyrirtæki þetta eru en sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins eru þetta lithá-
íska byggingafyrirtækið Adakris, sem sagði
upp 31 starfsmanni, Perlufiskur á Bíldudal
sagði upp níu manns í landvinnslu og Já.is,
sem rekur upplýsingasímann 118 og gefur út
símaskrána, tilkynnti 23 uppsagnir. Er það
einkum vegna lokunar starfsstöðvar á Akur-
eyri, eins og fram hefur komið.
Sæmundur Sæmundsson, framkvæmda-
stjóri Teris, segir að það hafi orðið að bregð-
ast við minnkandi verkefnum en fyrirtækið
hefur veitt sparisjóðum og öðrum
fjármálafyrirtækjum tölvuþjónustu. Mestu
skipti núna að SpKef rann inn í Landsbank-
ann og þar með missti Teris sinn næststærsta
viðskiptavin. Eftir uppsagnirnar starfa um 80
manns hjá fyrirtækinu en þegar mest lét voru
starfsmenn Teris og dótturfyrirtækja yfir 180
talsins í árslok 2007. Eftir hrun hefur starfs-
mönnum því fækkað um 100.
Einn stærsti vinnuveitandinn
Perlufiskur rekur fiskvinnslu á Bíldudal og
gerir út einn línubát og þrjá grásleppubáta.
Öllu starfsfólki í fiskvinnslu, níu að tölu, var
sagt upp. Segja þarf upp sjómönnum og beit-
ingarmönnum vegna sumarstopps en alls hafa
stöðugildin hjá Perlufiski, einum stærsta
vinnuveitandanum á Bíldudal, verið 15 til 17.
Haraldur Haraldsson hjá Perlufiski segir
fyrirtækið þurfa að taka sumarstopp líkt og í
fyrra.
?Svona er það að hafa ekki aflaheimildir
nema að litlu leyti. Það er fyrst og fremst
óvissan með byggðakvóta og þessi frumvörp
sjávarútvegsráðherra sem gera það að verk-
um að við verðum að stoppa. Það sér hver heil-
vita maður að ef við eigum að fara að leigja
byggðakvótann og kannski að leigja kvóta til
að uppfylla skilyrði um byggðakvóta þá geng-
ur það ekkert upp,? segir Haraldur, en ein-
hver vinnsla verður áfram út júní. Er flest
starfsfólk með eins til þriggja mánaða upp-
sagnarfrest.
Haraldur segir rekstrarumhverfið í sjávar-
útvegi hafa snarversnað. ?Kvótaleigan hefur
snarhækkað frá því að við byrjuðum að vinna
fisk á Bíldudal. Það er erfiðara að fá kvóta og
byggðakvótinn hefur minnkað,? segir Harald-
ur.
Alls ríflega 80 manns sagt upp
L50098 Tilkynnt um 63 hópuppsagnir um mánaðamótin L50098 Til viðbótar 18 uppsagnir hjá Teris L50098 Já.is segir
upp 23 manns, byggingafyrirtæki segir upp 31 og Perlufiskur á Bíldudal segir upp öllu sínu starfsfólki
Morgunblaðið/ÞÖK
Bíldudalur Perlufiskur þarf að segja upp öllu
sínu starfsfólki, 15 til 17 að tölu, í sumar.
Íslendingar reiða sig meira á for-
eldra sína en þeir gerðu fyrir um
aldarfjórðungi. Þeir treysta hver
öðrum minna en
fyrir fimm árum,
traust þeirra á
opinberum stofn-
unum eins og
dómskerfinu, Al-
þingi, stjórn-
málamönnum og
stjórnmálaflokk-
um hefur minnk-
að til muna frá
2005 og þeir eru
virkari í sjálf-
boðaliðsstarfi nú en fyrir sex árum.
Þetta eru helstu niðurstöður rann-
sóknar sem dr. Katarzyna Growiec,
kennari við félags- og mannvís-
indadeild Háskólans í Varsjá í Pól-
landi, gerði og kynnti í fyrirlestri á
vegum Stofnunar stjórnsýslufræða
og stjórnmála í Háskóla Íslands í
gær.
Hvaða áhrif hefur efnahags-
kreppan haft á félagslegt traust og
félagsleg tengsl? var yfirskrift
fyrirlestrarins. ?Fjölskyldutengslin
hafa styrkst,? svarar Katarzyna
Growiec og bendir á að mesta
breytingin hafi reyndar verið frá
1984 til 2000.
Mismunandi viðhorf
Katarzyna Growiec hefur rann-
sakað félagslegt traust og félagsleg
tengsl í heimalandi sínu og vildi
bera stöðuna saman við Ísland, þar
sem fólk treysti hvað öðru meira en
í Póllandi. Hún segir að lýðræðið sé
ungt í ríkjum Austur-Evrópu og
þar séu íbúarnir enn að læra á
breytta mynd, en niðurstöður rann-
sóknarinnar hafi að sumu leyti
komið sér á óvart. Sterkari fjöl-
skyldutengsl komi sérstaklega á
óvart. Ísland sé nútímasamfélag og
því hafi hún átt von á að þessi
tengsl minnkuðu eins og í sumum
nágrannalöndum en annað hafi
komið á daginn. steinthor@mbl.is
Ungt fólk treystir æ
meira á foreldrana
Katarzyna 
Growiec
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Brautskráning Menntaskólans við Hamrahlíð fór fram
síðastliðinn laugardag og voru alls 194 stúdentar
brautskráðir frá hinum ýmsu brautum. Þrír nemendur
skólans, þau Sigtryggur Hauksson, Helga Margrét
Þorsteinsdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem
áður gegndi stöðu liðsstjóra liðs Menntaskólans við
Hamrahlíð í Gettu betur, brautskráðust með yfir 9,5 í
meðaleinkunn. 
Bæði Sigtryggur og Auður Tinna luku stúdents-
prófi á einungis þremur árum.
Útskrifaðist með 9,91 í meðaleinkunn
Sigtryggur Hauksson, dúx skólans þetta árið,
brautskráðist af náttúrufræðibraut með meðalein-
kunnina 9,91. Að sögn Lárusar H. Bjarnasonar, rekt-
ors Menntaskólans við Hamrahlíð, er árangur Sig-
tryggs sá næstbesti í sögu skólans. 
Sigtryggur hefur að eigin sögn mikinn áhuga á
raungreinum og má nefna að í fyrra fór hann til 
Zagreb í Króatíu á ólympíuleika í eðlisfræði þar sem
hann vann til bronsverðlauna. ?Í sumar mun ég ein-
beita mér að undirbúningi fyrir næstu ólympíuleika í
eðlisfræði sem haldnir verða í Taílandi í júlí næstkom-
andi,? segir Sigtryggur. Að þeim loknum mun hann
halda upp á brautskráningu sína og fara í útskrift-
arferð ásamt nokkrum vinum til Þýskalands og
Austurríkis.
Aðspurður hvað taki við að loknu sumri segist Sig-
tryggur vera búinn að innrita sig í nám í eðlisfræði við
Háskóla Íslands á komandi haustönn og staðráðinn í að
halda áfram á sömu braut.
Sigtryggur segir ýmislegt hafa haft áhrif á þann
góða árangur sem hann náði í náminu. ?Mikilvægt er
að búa yfir miklum sjálfsaga en jafnframt er nauðsyn-
legt að hafa áhuga og ánægju af sínu námi,? segir
hann.
?Stoltur af þessu einvala liði?
Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð, kveðst aldrei áður hafa skrifað undir jafn-
mörg glæsileg prófskírteini og á önninni sem leið. Í ár
voru tólf nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn
og er sá fjöldi nemenda óvenjumikill ef borið er saman
við fyrri ár. Að sögn Lárusar er afar sjaldgæft að
nemendur ljúki stúdentsprófi með yfir 9,50 í með-
aleinkunn líkt og þeir þrír nemendur sem brautskráð-
ust nú síðastliðinn laugardag. 
Lárus bendir jafnframt á að einingamet hafi fallið
í ár þegar Eva Hrund Hlynsdóttir brautskráðist sam-
tímis af félagsfræðabraut, málabraut og nátt-
úrufræðibraut með alls 270 námseiningar. Lárus segir
aðsóknina að skólaplássi hafa verið jafna og þétta í
gegnum árin og að mikil eftirsókn sé eftir inngöngu í
skólann. 
Að lokum kveðst hann vera mjög stoltur af því
einvala liði sem hafi verið að ljúka stúdentsprófi á ný-
liðinni önn.
Dúx í MH með 9,91
L50098 Þrír nemendur voru brautskráðir með yfir 9,5 í einkunn
L50098 Nýtt skólamet var sett í einingafjölda við brautskráningu
Dúxinn Sigtryggur Hauksson brautskráðist á þremur árum með 9,91 í meðaleinkunn í stúdentsprófi frá MH.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32