Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Þeir sem ekki kunna að elda, og
eiga pening, hafa ekki þurft að
kvarta undan matarskorti í höf-
uðstað Norðurlands. Ég hef annað
veifið nefnt nýja veitingastaði og nú
heyrist að enn einn verði opnaður
fljótlega ? í gamla Linduhúsinu.
L50098L50098L50098
Svo er víst verið að opna tvær eða
þrjár nýjar ísbúðir.
L50098L50098L50098
Á laugardaginn ætla hjúkr-
unarfræðinemar við HA og fleiri að
safna fyrir nýjum Simma; svoköll-
uðum SimMan, hátæknikennslu-
hermi. Simmi þessi er dúkka sem
nýtist að sögn gríðarlega vel til
kennslu á viðbrögðum við bráðaað-
stæður.
L50098L50098L50098
Hátíð verður á planinu við
Slökkvistöðina þar sem slökkviliðs-
menn, lögreglan, björgunarsveit-
armenn og fleiri sýna bíla og ým-
iskonar búnað. Seldar verða
grillaðar pylsur og drykkir og allt
sem safnast rennur í söfnunarsjóð-
inn fyrir Simma.
L50098L50098L50098
Krakkar geta látið kíkja á veikar
dúkkur og bangsa á hátíðinni, og
hjúkrunarfræðinemarnir koma þeim
í toppform á mettíma.
L50098L50098L50098
Fróðlegt málþing um kannabis-
efni ? Bara gras? ? fór fram í Hofi á
þriðjudag. Nokkur hundruð manns
mættu enda málefnið í brennidepli,
eins og önnur lyfjanotkun, eftir fyr-
irmyndar-umfjöllun Jóhannesar Kr.
Kristjánssonar í Kastljósi und-
anfarið. Jóhannes var á meðal frum-
mælenda, einnig fulltrúi lögreglu,
SÁÁ, geðlæknir og akureyrsk móðir
tveggja fíkla.
L50098L50098L50098
Andrea Hjálmsdóttir verkefn-
isstjóri og lektor við HA kynnti á
málþinginu niðurstöður nýrrar sam-
evrópskrar könnunar. Skv. henni er
kannabisneysla í 10. bekk grunn-
skóla hér hverfandi. Vonandi er það
satt en sumir töldu þó best að taka
niðurstöðunum ekki of bókstaflega. 
L50098L50098L50098
Bang Gang, hljómsveit Barða
Jóhannssonar, heldur tónleika á
Græna hattinum annað kvöld og á
laugardaginn verður Jón Jónsson
þar með tónleika. Hann kemur fram
með hljómsveit og bróðir Jóns, Frið-
rik Dór, syngur einnig með honum.
L50098L50098L50098
Guðbjörg Ringsted er á leið í út-
rás með hluta leikfangasýning-
arinnar í Friðbjarnarhúsi. Verkefnið
Í norður er unnið í samstarfi við og
er unnið í samstarfi við Bókasafnið á
Dalvík og Hákarlasafnið í Hrísey.
?Á Dalvík hófst söfnunin hjá mér svo
það er gaman að sýna þar. Ég verð
með leikföng í skáp á bókasafninu í
allt sumar og annan í húsi Hákarla-
Jörundar í Hrísey í allt sumar.?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sögustaðir Einar Falur Ingólfsson hefur opnað flotta sýningu í Hofi.
Safnað fyrir Simma
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Garður er fyrsta sveitarfélag landsins
sem veitir skipulega upplýsingar um
aðgengi að mannvirkjum sínum á net-
inu. Access Iceland afhenti sveitar-
félaginu vottun um aðgengið við at-
höfn í Byggðasafninu á Garðskaga í
gær.
Sveitarfélagið fékk Aðgengi ehf. til
að fara yfir öll mannvirki sveitarfé-
lagsins og koma með tillögur til úr-
bóta. Jafnframt eru mannvirkin og
aðgangur að þeim skráður inn í
gagnagrunn fyrirtækisins. Íbúar
staðarins og ferðafólk sem á við ein-
hverja hömlun að stríða getur þá
kynnt sér aðgengið, áður en farið er á
staðinn. 
Aðgengi er að gera sams konar út-
tektir á hótelum og gistihúsum á
Akureyri og nágrenni og í menning-
arhúsinu Hofi, hluta af Þingvöllum og
orlofshúsum á Selfossi. Fyrirhugað er
að 20 ferðamannastaðir komi inn í
verkefnið á næstunni og fyrstu stofn-
anirnar í Reykjavík eru komnar á
dagskrá.
Mikilvægt við skipulagningu
Staðirnir eru flokkaðir og merktir
út frá aðgengi fyrir fólk með mismun-
andi hömlun, ekki einungis fólk sem
notar hjólastóla. Harpa Cilia Ingólfs-
dóttir, byggingarfræðingur og stjórn-
andi Aðgengis ehf. sem rekur Access
Iceland, segir að þarfir fólks séu mis-
munandi og því mikilvægt að veita ná-
kvæmar upplýsingarnar. Hún nefnir
að þegar fólk er á ferð með vinum eða
fjölskyldu geti það valið sér staði sem
ekki eru fullkomnir. Ef það er eitt á
ferð þurfi það að hafa öruggt aðgengi.
Í báðum tilvikum sé lykilatriði að hafa
réttar upplýsingar um gisti- og veit-
ingastaði og aðgengi að náttúruperl-
um.
Notaður er danskur gagnagrunnur
þannig að Danir sem ferðast til Ís-
lands geta kannað aðgengi að stöðum
sem þeir hafa áhuga á að heimsækja
og Íslendingar á leið til Danmerkur
geta með sama hætti skoðað aðgengi
þar í landi. ?Staðirnir sem skrá sig
gefa fólki tækifæri til að koma. Ef þú
veist ekki um aðgengið þá leitar þú
ekki eftir þjónustunni. Þá auðveldar
þetta kerfi ferðaskipuleggjendum að
undirbúa hópferðir, ekki síst að velja
gististaði,? segir Harpa.
?Það er sjálfsagt að reyna að gera
fötluðu fólki aðgengið eins auðvelt
og mögulegt er. Maður heldur
að allt sé í lagi en er svo
bent á hvað það getur ver-
ið flókið fyrir fatlaðan
einstakling að ferðast,?
segir Ásmundur Frið-
riksson bæjarstjóri.
Lykilatriði að
veita upplýsingar
L50098 Aðgengi lagað í Garði og upplýsingar gerðar aðgengilegar
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Aðgengi fyrir alla Fullrúar stofnana Sveitarfélagsins Garðs tóku við viðurkenningu og blómum við athöfn í gær.
Allt húsnæði sveitarfélagsins hefur verið tekið út með tilliti til aðgengis allra og unnið er að úrbótum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjómannadagshátíðin Sjóarinn sí-
káti í Grindavík stækkar ár frá ári á
sama tíma og víða annars staðar er
dregið úr hátíðahöldum. Hátíðin hef-
ur jafnframt færst úr því að vera
hefðbundin sjómannadagshátíð yfir í
fjölskylduhátíð og síðustu árin með
aukinni almennri þátttöku bæjar-
búa, auk fjölda gesta.
Hátíðin hófst í gær en aðalhátíðis-
dagarnir eru föstudagur til sunnu-
dags. Um 100 atriði eru á dag-
skránni.
Litríkar skrúðgöngur
Grindvíkingar skreyta göturnar
og hverfin fyrir hátíðina og hefur
myndast skemmtileg stemmning í
kringum það. Íbúar gatnanna gleðj-
ast yfir skreytingunum síðdegis á
föstudaginn og koma saman til að
grilla. Þá eru fjórar skrúðgöngur úr
hverfunum sem sameinast í miðbæn-
um svo hersingin er æði skrautleg
þegar farið er síðasta spölinn að há-
tíðarsvæðinu við Kvikuna þar sem
Saltfisksetrið er til húsa. Þar er
kvölddagskrá.
Mikið er um að vera á laugardeg-
inum og á sunnudeginum bætast við
hefðbundnari atriði sjómannadags-
ins. ?Við megum ekki gleyma þeim
þætti, þetta er sjómanna- og fjöl-
skylduhátíð. Við erum stolt af því að
búa í sjávarútvegsbæ og viljum með
þessu heiðra sjómennina sem halda
þessu landi okkar á floti, líkt og áð-
ur,? segir einn af skipuleggjendum
Sjóarans síkáta, Þorsteinn Gunnars-
son, upplýsinga- og þróunarfulltrúi
Grindavíkurbæjar.
Sjóarinn verð-
ur sífellt kátari
L50098 Grindvíkingar heiðra sjómennina
Úr dagskrá
» Skrúðgöngur úr hverfunum
á föstudagskvöld.
» Skemmtidagskrá á sviði á
laugardag.
» Hátíðahöld við höfnina á
sjálfan sjómannadaginn.
» Óður til Ellýjar á sunnudags-
kvöld. Guðrún Gunnarsdóttir
syngur lög Ellýjar Vilhjálms á
tónleikum í íþróttahúsinu.
?Það þurfti lítið að gera. Ég
hugsa helst um það, af hverju
við höfum ekki gert þetta fyrr,?
segir Ásmundur Friðriksson,
bæjarstjóri í Garði.
?Sumt var ótrúlega einfalt og
þurfti ekki annað en að setja
upp merkingar, til dæmis á bæj-
arskrifstofunum, í skólanum og
safninu á Garðskaga. Í íþrótta-
húsinu þurfti að laga hurðir
sem var of þungt að opna. Svo
komu í ljós smáatriði, sem mað-
ur hefur ekki hugsað um, eins
og litlir þrösk-
uldar sem hamla
því að fólk kom-
ist um í hjóla-
stólum,? segir
Ásmundur. Hann
segir mikilvægt að
hafa aðgengi að op-
inberum stofunum
eins gott og
mögulegt er.
Af hverju
ekki fyrr?
BÆJARSTJÓRINN
Ásmundur 
Friðriksson
?Það myndast skemmtileg stemmn-
ing við þetta, löngu áður en kemur
að helginni. Fólk er að hittast og
skipuleggja skreytingar. Ekkert
má þó fréttast til annarra gatna
fyrr en allt er komið upp,? segir
Fanný Erlingsdóttir, íbúi við
Leynisbrún. Íbúar göturnnar fengu
verðlaun fyrir best skreyttu götuna
á síðustu sjómannadagshátíð.
Ævintýraskógur var settur upp í
Leynisbrún með því að ljósastaur-
arnir voru gerðir að trjám. Útbúinn
var óskabrunnur úr gömlu fiskikari
sem smíðað var utan um. Þar voru
brúður allan daginn en þegar ein-
hver var að forvitnast eða átti leið
hjá lifnuðu þær skyndilega við.
?Það var aðalbrandarinn að sjá við-
brögð fólksins,? segir Fanný.
Brúðurnar lifnuðu við þeg-
ar fólk kom til að forvitnast
Ljósmynd/Þorsteinn Gunnarsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32