Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
H
vernig
stendur á
því að í
efnahagskerfi sem
er í mikilli lægð þá
eru bankarnir að
skila tuga millj-
arða hagnaði? Hvers vegna?
Hvers vegna hefur þeim verið
búið skjól til að mynda slíkan
ofurhagnað?? Þessar spurn-
ingar voru meðal þeirra sem
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, beindi
til Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra í umræðum
um skýrslu hins síðarnefnda
um endurreisn viðskiptabank-
anna. 
Ekkert varð um svör sem
veitt gætu fullnægjandi skýr-
ingar á þessum ofurhagnaði,
sem er án efa ástæða þess að
fjármálaráðherra reyndi að
fela skýrsluna og tók hana
ekki til umræðu á þingi fyrr en
þrýst hafði verið á hann. Hon-
um var fyrirfram ljóst að um-
ræðan yrði honum óþægileg í
meira lagi, enda erfitt fyrir
fjármálaráðherra hinnar ?nor-
rænu velferðarstjórnar? að út-
skýra fyrir landsmönnum
hvers vegna ríkisstjórnin
ákvað árið 2009 að breyta um
stefnu og mylja undir kröfu-
hafa bankanna á kostnað heim-
ilanna og fyrirtækjanna í land-
inu. 
Stefnubreyting ríkisstjórn-
arinnar frá þeirri stefnu sem
fyrri ríkisstjórn
hafði markað hefur
reynst dýrkeypt.
Fjármálaráðherra
hefur haldið því
fram að stefnu-
breytingin hafi
sparað ríkinu fé, en þegar
staðreyndir málsins voru skoð-
aðar, meðal annars með hlið-
sjón af skýrslu ráðherrans
sjálfs, kom hið gagnstæða í
ljós. Stefnubreytingin hefur
valdið íslenska ríkinu stórkost-
legum kostnaði. 
Ekki er síður alvarlegt að
stefnubreytingin hefur kostað
heimilin og fyrirtækin stórfé
og tafið allt endurreisnarstarf
í landinu og á stóran þátt í því
að hér er enn verið að vinna úr
vanda heimila og fyrirtækja og
sum mál eru nánast á byrj-
unarreit. 
Gunnar Bragi Sveinsson,
þingmaður Framsóknar-
flokksins, ræddi ábyrgð fjár-
málaráðherra í þessu sam-
bandi og gagnrýndi að hann
reyndi að varpa ábyrgðinni á
Fjármálaeftirlitið, sem varaði
raunar við stefnubreytingu
ríkisstjórnarinnar. En eins og
Gunnar Bragi benti á er um-
ræða um ábyrgð mikilvæg í
þessu efni, ekki síst þegar
horft er til þess að fjármála-
ráðherra stóð nýlega fyrir því
að kalla saman landsdóm til að
höfða mál gegn fyrrverandi
ráðherra. 
Ríkisstjórnin sló
skjaldborg um bank-
ana svo þeir gætu
myndað ofurhagnað
}
Leyniskýrslan rædd
Á
skömmum
tíma hafa yf-
irvöld komið hönd-
um yfir eftirlýsta
menn sem lengi
höfðu trónað í efstu
sætum á listum yfir
slíka. Undrun sætti hversu
lengi þeir gátu falist, ekki síst
þegar haft var í huga hversu
öflugar leitarstofnanirnar voru
sem eltu þá. En eitt og annað
stingur í augun þegar þeir loks
finnast eins og í tilfelli Osama
bin Ladens og Ratkos Mladics. 
Aðbúnaður þeirra var
snöggtum betri á flóttanum en
til að mynda fallinn forseti
Íraks, Saddam Hussein, þurfti
að láta sér duga. Hann fannst
að lokum þar sem hann hírðist
einn ofan í holu sinni í bók-
staflegri merkingu. En Laden
bjó í víggirtu einbýlishúsi með
slangri af eiginkonum og öðrum
vandamönnum við túngarð
helsta herforingjaskóla Pakist-
ans og í því sveitarfélagi þar
sem fyrrverandi hershöfðingjar
og slíkir heldri menn eyða efri
árum sínum. Pakistanar ætlast
samt til þess að því sé trúað að
hið víggirta glæsihús í eins kon-
ar Arnarnesi þeirra með eft-
irlýstasta íbúa ver-
aldar hafi
algjörlega farið
fram hjá þeim. Og
af ?strategískum?
ástæðum er ákveð-
ið að trúa þeim. Og
Mladic, hvar skyldi hann hafa
haldið sig síðustu árin af 16 sem
hann var á flóttanum? Jú, í húsi
ættingja síns, sem var sam-
viskusamlega skráður fyrir því.
Sá ber ættarnafnið Mladic og
hafði ekki fyrir því að leyna því.
Það var því ekki nema von að
yfirvöldum í Belgrað gengi illa
að finna gamla, sjúka hershöfð-
ingjann sinn, þrátt fyrir ákafa
leit. 
En á það hefur verið bent að
Ratko Mladic er ekki aðeins
grunaður um óhugnanlega
glæpi heldur er hann talinn afar
mikilvæg skiptimynt í sam-
skiptum Serbíu við ESB. Og nú
voru síðustu forvöð fyrir stjórn-
arherrana í Belgrað að spila
honum út áður en sá gamli
glæpahundur félli algjörlega í
verði. Þess vegna fannst hann
núna, svo óvænt, í húsi Mladics
frænda síns. Það var auðvitað
hrein hundaheppni, sem var
viðeigandi.
Tveir eftirlýstustu
menn veraldar hafa
fundist á síðustu
vikum
}
Týndir koma í leitirnar
E
ftir nýlegan flokksstjórnarfund
Samfylkingar er ljóst að báðir rík-
isstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjár-
magn, hafa takmarkaðan áhuga á
atvinnuuppbyggingu og berjast
fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegn-
arnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt. 
Þessar áherslur ættu ekki að þykja frétt-
næmar þegar Vinstri grænir eiga í hlut enda al-
ræmdur afturhaldsflokkur þar á ferð, en það eru
ill tíðindi þegar Samfylkingin eltir samstarfs-
flokkinn í vitleysunni. Í ræðu, sem er sennilega
sú furðulegasta sem Jóhanna Sigurðardóttir
hefur haldið á ferlinum, taldi hún upp þá hópa
sem ríkisstjórnin ætlar sérstaklega að beita sér
gegn. Þar eru fjárglæframenn. Já, gott, segir
maður, það verður vitaskuld að stoppa fjár-
glæframennina. En þarna er líka annar álíka
vondur hópur, ofurlaunaliðið, sagði forsætisráðherra. Þá
bregður manni, vegna þess að samkvæmt skilgreiningu
ríkisstjórnarinnar á ofurlaunaliðinu eru það allir þeir sem
hafa hærri laun en milljón á mánuði. Svo nefndi forsætisráð-
herrann stóreignaelítuna, það er að segja fólkið sem á eign-
ir, og segir að það vonda lið muni senn eiga von á því að
þurfa að éta það sem úti frýs. Manni finnst eins og það
hlakki beinlínis í forsætisráðherra við tilhugsunina um að
fólk sem hefur komið sér vel fyrir þurfi nú að lifa mögur ár
vegna þess að vinstristjórnin ætli að koma á sínu eigin rétt-
læti þar sem þeir sem eitthvað eiga verða skattlagðir til hel-
vítis. 
Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra
var þvílíkur samsetningur að manni fallast
hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur
enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkis-
stjórn? Ríkisstjórnin opinberar hvað eftir annað
fyrirlitningu sína á atvinnurekstri og atvinnu-
uppbyggingu. Hún gerir stöðugt lítið úr dugn-
aði þeirra einstaklinga sem hafa stofnað fyrir-
tæki, ráðið til sín fólk í vinnu og þannig tryggt
landsmönnum atvinnu. Forstjórar þessa lands
eru ótal margir með mun meira en milljón á
mánuði. Húrra fyrir því! Flestir þeirra eiga það
örugglega skilið. Læknarnir sem ríkisstjórnin
hrakti úr landi með láglaunastefnu sinni hefðu
líka átt skilið góð laun. Nú fá þeir góðu launin í
útlöndum. 
Þessi arfavonda ríkisstjórn, sem því miður
virðist lifa af öll innbyrðis átök, nærist að hluta á
því að læða því að almenningi að sitthvað tortryggilegt sé
við nær alla þá sem hafa auðgast, þar sé á ferð spillt stór-
eignaelíta og hættulegt ofurlaunalið, og skiptir þá engu þótt
þetta sama fólk sinni af krafti atvinnurekstri sem skilar
þjóðarbúinu gróða. Það er talað eins og þetta fólk sé gjör-
spillt og hafi aldrei unnið ærlegt verk á ævinni, heldur dundi
sér við það öllum stundum að telja peningana sína, rétt eins
og Jóakim önd.
Nú er Samfylkingin orðin flokkur sem fyrirlítur fjár-
magnið og vill hrifsa peninga af þeim sem hún telur eiga of
mikið. Þetta er ekki nútímaleg jafnaðarstefna. Þetta er
kommúnismi. kolbrun@mbl.is
Kolbrún 
Bergþórsdóttir
Pistill 
Kommúnistaávarpið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
H
ena Akhter var í janúar
dæmd til að þola 101
vandarhögg. Glæpur
hennar var að frændi
hennar nauðgaði henni. Refsing hans
var 201 vandarhögg. Akhter var að-
eins 14 ára. Eftir 70 högg féll hún
saman og sex dögum síðar lést hún á
heimili sínu í Chamta, afskekktu
þorpi í héraðinu Shariatpur. 
Örlög Akhter hafa vakið mikla
ólgu í Bangladess. Refsingin var
ólögleg og til að bæta gráu ofan á
svart reyndi lögregla að hylma yfir
glæpinn.
?Ráðið notaði blautt klæði með
hnút á endanum til að hýða hana,?
sagði Aklema Begum, móðir stúlk-
unnar, við fréttastofuna AFP. ?Ég
gat ekkert gert til að stöðva þá. Mág-
ur minn sá þetta. Þegar Hena hneig
fyrst niður eftir 30 högg létu þeir
hana standa upp aftur og héldu
áfram. Þegar þessu lauk gat hún
hvorki talað né borðað og henni
blæddi út um nef, eyru og munn.?
Hena er grafin í einfaldri gröf
næst við heimili fjölskyldunnar sem
er úr mold og timbri í þorpi þar sem
hvorki er rafmagn né rennandi vatn
og 30 mínútna gangur yfir hrís-
grjónaakra að næsta malbikaða vegi.
Dauði Akhter ber því vitni hvað
stjórnvöld í Bangladess hafa átt erf-
itt með að koma böndum á trúarlega
dóma, fatwa, sem fræðimenn í íslam
eiga að kveða upp. Í þorpsráðinu,
sem dæmdi Akther, var enginn slík-
ur fræðimaður. Þar sat hins vegar
eiginkona nauðgarans og mágkona
hans. Slíkir úrskurðir voru bannaðir
árið 2001, en fyrr í þessum mánuði
kvað hæstiréttur í Dhaka upp dóm
um að gefa mætti út fatwa í persónu-
legum og trúarlegum málum að því
tilskildu að ekki fylgdi líkamleg refs-
ing. Þessi úrskurður hefur verið
gagnrýndur og segja mannréttinda-
hópar að í þorpum fjarri hinu verald-
lega réttarkerfi Bangladess hafi
ávallt tíðkast að dæma fólk til hýð-
ingar hvað sem líði allri lagasetn-
ingu.
Mál Akhter sýnir að ákveðinn
stuðningur ríkir við refsingu af þessu
tagi, sérstaklega í nauðgunarmálum,
vegna ?hugarfars þar sem konunni
er alltaf kennt um?, sagði Salma Ali,
lögmaður fjölskyldu stúlkunnar, við
AFP: Hún segir að lögregla, læknar
og starfslið sjúkrahússins, sem hún
var lögð inn á, hafi sammælst um að
hylma yfir hina raunverulegu dán-
arorsök vegna þess að vitað hefði
verið að lög hefðu verið brotin.
Upphaflega sögðu læknar á staðn-
um að við krufningu hefðu ?engin
sjáanleg merki um sár? verið á líki
Akhter og í lögregluskýrslu var ekki
talað um andlát hennar sem morð
heldur sagt að hún hefði átt í sam-
bandi utan hjónabands við 45 ára
gamlan mann, Mahbub Khan.
Lík Akhter var grafið upp og við
seinni krufningu kom í ljós að hún
hefði látist af innvortis blæðingum.
Hafin hefur verið rannsókn á hlut
lögreglu og lækna á staðnum í mál-
inu og þorpsráðið og Khan sitja inni
og bíða réttarhalda. Fjölskyldu
Akhter hafa borist morðhótanir og
nýtur hún verndar allan sólarhring-
inn.
Réttarvitund almennings í
Bangladess getur verið af skornum
skammti. Fjölskylda Akhter kvaðst
ekki hafa haft hugmynd um að
þorpsráðið hefði engan lagalegan
rétt til að refsa dóttur sinni. Þorps-
ráðin í landinu skera úr um ágrein-
ing í 80% tilfella. Dýrt er að reka mál
í dómskerfinu og þar ríkir spilling.
?En hýðingar eru ólöglegar og lög
landsins ættu að taka á þessu þar
sem enginn réttur er til að hýða eða
pynta nokkurn mann í nafni þorps-
ráðanna,? sagði Falzul Huq, formað-
ur samtaka um að veita fólki laga-
lega aðstoð í Bangladess. 
Fórnarlamb nauðg-
unar hýtt til bana
Reuters
Ólög Trúarlegir dómar eru algengir í Bangladess. Mál stúlku, sem var
dæmd til hýðingar eftir að hafa verið nauðgað og lést, hefur vakið ólgu.
Hæstiréttur Bangladess aflétti
12. maí banni við trúarlegum
dómum, fatwa. Hæstiréttur
landsins bannaði slíka dóma ár-
ið 2001 vegna fjölda tilvika þar
sem konur höfðu verið dæmdar
til að vera hýddar. Hópur ísl-
amskra predikara áfrýjaði á
þeirri forsendu að fatwa væri
órjúfanlegur þáttur þess að
stunda íslamska trú. ?Aðeins
einstaklingar með viðeigandi
menntun mega gefa út fatwa í
trúarlegum málum og fólk verð-
ur sjálfviljugt að lúta slíkum
dómum,? segir í dómi réttarins.
Ekki er skilgreint hverjir teljast
hafa viðeigandi menntun.
Afléttu tíu
ára banni
HÆSTIRÉTTUR KÚVENDIR
Svipa Líkamsrefsingar eiga að heita
bannaðar í Bangladess.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32