Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
Gluggahreinsun Nú þegar sumarið hefur loksins gengið í garð og ferðafólkinu fjölgar ört í miðborginni er mikil-
vægt að gluggar verslana séu hreinir. Konan er hér að þrífa glugga Hönnu, verslunar með íslenska hönnun.
Eggert
Í kjölfar bankahrunsins haust-
ið 2008 var talin hætta á miklum
fjármagnsflótta. Seðlabanki Ís-
lands fékk því í nóvember 2008
tímabundna heimild til að setja
reglur um fjármagnshreyfingar
inn og út úr landinu. Í október
2009 var létt á fjármagnshöft-
unum með því að leyfa frjálst
flæði fjármagns sem notað er til
fjárfestinga innanlands. Nú hef-
ur verið lagt fram frumvarp til
að lögfesta reglur Seðlabankans
um fjármagnshreyfingar út úr hagkerfinu. Í
frumvarpinu eru fjármagnshöftin kölluð
gjaldeyrishöft jafnvel þótt þau nái ekki til
vöru- og þjónustuviðskipta. Engar takmark-
anir hafa verið á greiðslu vaxta og arðs út úr
hagkerfinu, þar sem slíkar greiðslur flokkast
ekki sem fjármagnsviðskipti. 
Kostir og gallar hafta
Kosturinn við gjaldeyrishöft er að hægt er
að tryggja meiri gengisstöðuleika og sam-
keppnishæft gengi gjaldmiðilsins á sama
tíma og verðbólgu er haldið í skefjum. Auk
þess gera höftin mögulegt að hafa vaxtastigið
lægra til að örva vöxt raunhagkerfisins. Hag-
vaxtaráhrifin af lægra vaxtastigi og meiri
stöðugleiki en ella er talið af mörgum vega
upp viðskiptakostnaðinn sem fellur á at-
vinnulífið vegna gjaldeyrishafta. Áhersla
AGS á háa stýrivexti allt frá því að höftin
voru innleidd hefur því miður dregið veru-
lega úr ávinningum af þeim fyrir íslenskt
efnahagslíf. Gallinn við gjaldeyrishöft er nei-
kvæð viðbrögð á alþjóðalánamörkuðum.
Reynslan sýnir að neikvæðu viðbrögðin rista
ekki djúpt og lánshæfismatið hækkar fljót-
lega aftur þegar gengisstöðugleiki hefur
náðst. Auk þess býr of lágt gengi gjaldmiðils
til mikinn tekjuauka hjá útflutningsfyrir-
tækjum sem veldur verðbólguþrýstingi.
Draga má úr þrýstingnum með því að skatt-
leggja þann hluta tekjuaukans sem er til
kominn vegna of lágs gengis. 
Hagfræðingar eru ekki sammála um hvort
sé skilvirkara gjaldeyrishöft í formi reglna
eða skattlagningar á t.d. útstreymi fjár-
magns. Með því að innleiða gjaldeyrishöft í
formi reglna getur Seðlabank-
inn haft meiri stjórn á magninu
sem kemur inn á gjaldeyris-
skiptamarkaðinn. Þessu eru öf-
ugt farið með gjaldeyrishöft í
formi skattlagningar en þá hef-
ur skatturinn áhrif á hvaða verð
er greitt fyrir gjaldmiðilinn.
Reynslan sýnir að lönd sem
neyðast til að takmarka út-
streymi fjármagns eftir banka-
hrun grípa yfirleitt fyrst til
boða og banna til að takmarka
það magn sem fjármagnseig-
endur geta komið úr landi.
Jafnframt er algengt að hefja afnám gjald-
eyrishafta í formi reglna með því að skipta
yfir í skattlagningu. Skattinn er hægt að
lækka með því að fjárfesta til lengri tíma í at-
vinnulífinu áður en fjármagnið er flutt út.
Gjaldeyrishöft í formi skattlagningar eru vin-
sæl, þar sem erfiðara er fyrir stjórn-
málamenn að hafa bein afskipti af þeim. Auk
þess leikur markaðurinn stærra hlutverk við
verðmyndun þegar lagður er skattur á fjár-
magnshreyfingar. Gjaldeyrishöft í formi
reglna sem takmarka magn gjaldmiðilsins á
gjaldeyrismörkuðum draga hins vegar mun
meira úr hættunni á gengishruni. 
Uppboðsmarkaður
Áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyr-
ishafta er í megindráttum tvískipt. Í fyrri
áfanga verður tekið á vanda sem skapast hef-
ur vegna svokallaðra aflandskróna sem talið
er að nemi um 465 milljörðum. Í síðari
áfanga er ætlunin að losa um höft á aðrar
krónueignir. Leysa á aflandskrónuvandann
með uppboðsmarkaði fyrir gjaldeyri, þar sem
takmarkað magn er boðið fram hverju sinni.
Uppboðsmarkaðurinn fer þannig fram að
Seðlabankinn býður fyrst upp gjaldeyri til
eigenda aflandskróna. Aflandskrónurnar
verða að því loknu boðnar í útboði til eigenda
erlends gjaldeyris sem hafa áhuga á að fjár-
festa til lengri tíma í ríkisskuldabréfum eða
íslensku atvinnulífi. 
Kosturinn við uppboðsmarkað fyrir gjald-
eyri er þrenns konar: 
1) Hann gefur til kynna hversu mikill
þrýstingur er í raun og veru á krónuna vegna
aflandskrónuvandans. Slíkar upplýsingar eru
nauðsynlegar til að geta metið hversu hratt
er hægt að aflétta höftunum án þess að til
umtalsverðar gengislækkunar komi. 
2) Forsendan fyrir hinum svokallaða af-
landsmarkaði með krónur verður ekki lengur
til staðar en hann hefur verið ógagnsær og
torveldað upplýsingaöflun um aflandskrónu-
vandann. 
3) Seðlabankinn getur lagt á skatt á upp-
boðsviðskiptin til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð.
Seðlabankinn getur jafnframt aukið framboð
af ódýru fjármagni til atvinnulífsins með því
að lækka skattinn hafi fjármagnið verið not-
að til fjárfestinga í ákveðinn tíma áður en til
útstreymis kom. 
Vandamálið við útfærslu Seðlabankans á
uppboðsmarkaðinum er að krónumagnið sem
viðskiptaaðilar mega eiga viðskipti með (15
milljarðar) er of takmarkað til að eðlilegt
markaðsverð myndist. Auk þess liggur ekki
fyrir tímasett áætlun um hversu mikið magn
verður boðið upp hverju sinni þar til aflands-
krónuvandinn er leystur. Bankinn telur
nauðsynlegt að takmarka magnið til að draga
úr hættu á óstöðugleika í lausafjárstöðu
bankanna og á skuldabréfamarkaði. Öllum er
frjálst að bjóða í 15 milljarðana og ættu til-
boðin að gefa nokkuð góða mynd af þrýst-
ingnum á krónuna, þ.e. hversu mikið magn
eigendur aflandskróna vilja losa út úr hag-
kerfinu. Áætlunin um afnám gjaldeyrishafta
gengur fyrst og fremst út á að takmarka
magn aflandskróna sem fara á uppboðs-
markað í stað þess að reyna að hafa áhrif á
magnið til lækkunar með nógu háum skatti.
Eftir að fjármagnshöftin voru innleidd í nóv-
ember 2008 fór gengi aflandskróna lægst í
50% af hinu skráða gengi krónunnar. Skattur
sem næmi mismuninum á skráðu gengi og
aflandskrónugenginu myndi draga verulega
úr magninu sem kæmi inn á markaðinn.
Of margar krónur
Magntakmarkanir á uppboðsmarkaði og
reglur um útstreymi fjármagns, sem nú á að
leiða í lög til loka árs 2015, benda til þess að
Seðlabankinn telji afar erfitt að afnema höft-
in án þess að gengi krónunnar lækki umtals-
vert. Ástæðan er alltof mikið magn króna í
umferð. Krónur sem búnar voru til með lán-
um til kaupa á bólueignum. Lánin voru fjár-
mögnuð með útgáfu innlendra verðbréfa sem
ekki hafa lækkað í verði þrátt fyrir að eign-
irnar sem áttu að standa undir lánveiting-
unum/verðbréfunum hafi hrunið í verði
(hlutabréf) eða lækkað (fasteignaverð). Í um-
ferð eru því verðbréf og innistæður sem urðu
til í bóluhagkerfi sem sprakk án þess að
verðmæti þeirra hafi lækkað. Þessum eign-
um á m.a. að umbreyta í erlendan gjaldeyri á
uppboðsmarkaði og allar líkur eru á gengis-
hrapi nema þær fari mjög hægt og með mikl-
um afföllum út úr hagkerfinu. Annað gengis-
hrun mun þurrka upp eignir mörg þúsund
heimila og fyrirtækja sem eru með verð-
tryggð lán og óverðtryggðar tekjur. 
Sveigjanleiki
Ef Seðlabankinn á að geta brugðist við sí-
breytilegum aðstæðum á gjaldeyrismarkaði
þarf að geta verið sveigjanleiki. Seðlabank-
inn hefur átt erfitt með að bregðast við gluf-
um í reglum um gjaldeyrishöft og vandinn
mun aukast þegar farið verður í afnám hafta.
Það er því ekki hægt að samþykkja lögleið-
ingu reglna sem takmarka fjármagns-
útstreymi jafnvel þótt maður sé sammála
nauðsyn hafta á útstreymi fjármagns eins og
aflandskróna. Alþingi hefur í lögum um
Seðlabanka Íslands skilgreint markmið pen-
ingastefnunnar, stjórntæki bankans og falið
bankanum framkvæmd peningastefnunnar.
Það samrýmist því ekki lögum um Seðla-
banka Íslands að leiða framkvæmd fjár-
magnshafta í lög. Lögleiðing reglna um fjár-
magnshreyfingar út úr hagkerfinu skerðir
sjálfstæði Seðlabankans, dregur úr sveigjan-
leika við afnám haftanna og eykur hættuna á
óeðlilegum afskiptum stjórnmálamanna af
framkvæmd hennar. 
Eftir Lilju Mósesdóttur
»
Seðlabankinn hefur 
átt erfitt með að bregðast
við glufum í reglum um 
gjaldeyrishöft og vandinn 
mun aukast þegar farið
verður í afnám hafta. 
Lilja Mósesdóttir 
Höfundur er þingmaður.
Höft til varnar nýju hruni
Bjarni Benedikts-
son er orðljótur á for-
síðu Morgunblaðsins
miðvikudaginn 1. júní.
Þar kallar hann
Vinstrihreyfinguna ?
grænt framboð gólf-
mottu. Ummælin voru
látin falla eftir fund í
utanríkismálanefnd
Alþingis þar sem
fulltrúar VG höfðu
bókað andmæli gegn
hernaði NATÓ í Líbíu. 
Mér skilst að Bjarni Benedikts-
son og flokkur hans séu sammála
þeim hernaði. Það eigi einnig við
um aðra stjórnmálaflokka á Alþingi
að undanskildri Vinstrihreyfingunni
? grænu framboði. En skyldi af-
staða okkar til loftárása í Líbíu og
aðildar að NATÓ vera ástæðan fyr-
ir því að Bjarni Benediktsson velur
okkur smánaryrði? Nei, gagnrýnin
er ekki á málefnalegum forsendum,
ekki vegna þess að Bjarni sé okkur
ósammála efnislega. Það sem ergir
Bjarna er að Vinstri græn séu ekki
reiðubúin að slíta stjórnarsamstarf-
inu við Samfylkinguna vegna
ágreinings um þetta efni. Ef það nú
væri svo að stjórnarslit yrðu til
þess að NATÓ hætti hernaði í Líb-
íu eða Ísland gengi úr NATÓ mætti
vissulega segja að VG léti stjórn-
arsetu skipta sig meira máli en
málefnið. En svo er ekki. Ekkert
myndi breytast hvað NATÓ áhrær-
ir við brotthvarf VG úr
stjórninni að því und-
anskildu að stuðning-
urinn við hern-
aðarbandalagið yrði
eindregnari í Stjórn-
arráðinu. 
Þá stendur eftir það
sem frétt Morg-
unblaðsins í gær
fjallaði raunverulega
um: Formaður Sjálf-
stæðisflokksins
skammar VG fyrir að
slíta ekki stjórnarsamstarfinu.
Þessi afstaða er í fullu samræmi við
fyrri ummæli formannsins en við
atkvæðagreiðslu á Alþingi um van-
traust á sitjandi ríkisstjórn sagði
Bjarni Benediktsson að engu máli
skipti á hvaða forsendum þingmenn
greiddu tillögu hans um vantraust
atkvæði, bara að þeir samþykktu
hana; með öðrum orðum, bara að
menn létu nota sig til að koma rík-
isstjórninni frá. Á hvaða forsendum
það væri gert eða hverjar yrðu af-
leiðingarnar skipti engu máli. Gólf-
tuskuhugsunarháttur virðist standa
gífuryrðamanninum í brú Sjálf-
stæðisflokksins nærri.
Eftir Ögmund
Jónasson
Ögmundur 
Jónasson
»
Þessi afstaða er í
fullu samræmi við
fyrri ummæli formanns-
ins ?
Höfundur er þingmaður og ráðherra.
Orðljótur formaður 
Sjálfstæðisflokksins 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32