Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
Elsku amma Sidda. 
Þá er komið að kveðjustund.
Ævi þín í þessum heimi er liðin
og þú farin heim til skaparans
þar sem þú hittir afa Magga. Ég
er fullur þakklætis í þinn garð.
Þú varst hraust hetja og lést ekk-
ert stoppa þig og kærleikur þinn
til okkar ættingjanna var aðdá-
unarverður. Borðin í Hvera-
gerðinu svignuðu undan kræs-
ingum í hvert sinn sem gesti bar
að. Ég litli snáðinn var ætíð
spenntur fyrir að koma og fá
volga ástarpunga með rúsínum
og nýbakaðar kleinur. 
Það var mikið ævintýri að
koma í heimsókn því það var
aldrei dauð stund. Afi spilaði á
orgelið, þú stjanaðir við mann og
Biggi frændi leiddi mig í ævin-
týraheima og sýndi mér merki-
Sigurbjörg 
Oddsdóttir
?
Sigurbjörg
Oddsdóttir,
fæddist á Flateyri
við Önundarfjörð
16.7. 1930, hún lést
á Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
þann 20.5. 2011. 
Útför Sig-
urbjargar fór fram
frá Akraneskirkju
30. maí 2011.
lega hluti. Það var
engu líkara en mað-
ur væri konungbor-
inn gestur. Sögur
þínar um gamla
tíma voru skemmti-
legar og alltaf var
stutt í hláturinn. 
Þú hefur gengið í
gegnum súrt og
sætt en ávallt staðið
keik. Myrkrið beið
ávallt ósigur fyrir
ljósinu sem umvafði þig. Gleðin,
einlægnin og kærleikurinn
fylgdu þér allt til síðasta dags.
Það var gaman að koma og hitta
þig um daginn, amma mín, og sú
heimsókn rifjaði upp margar góð-
ar bernskuminningar. Nú hef-
urðu lagst til hvílu í síðasta sinn
en minning um góða konu mun
lifa um ókomna tíð. Guð blessi
þig, hrausta hetja.
Í gegnum móðu? og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
(Davíð Stefánsson.)
Magnús Sigurjón II.
Þegar ég fæddist var ég svo
heppin að fæðast inn í fjöl-
skylduna þína, það eru ekki all-
ir sem eru svo heppnir að eiga
afa sem er hetjan þeirra en þú
hefur alltaf verið mín. Þegar ég
var lítil ætlaði ég alltaf að vera
eins og afi þegar ég yrði stór
og enn þann dag í dag ert þú
fyrirmyndin mín. Þú hefur
kennt mér svo margt og ég
vona að ég hafi bara brot af
þínum hæfileikum því þeir voru
svo ótal margir.
Ég man eftir því eins og það
hafi gerst í gær að ég fór í kjól,
hvíta hnésokka, ballerínuskó,
fékk slaufu í hárið og beið við
gluggann í herberginu mínu
eftir þér og aldrei þurfti ég að
bíða lengi því þú varst alltaf
svo stundvís. Þú kenndir mér
að bera virðingu fyrir tíma ann-
arra og mínum eigin. 
Minningarnar eru ótal marg-
ar, allt það sem við gátum
brallað saman, þegar ég var
með þér í vinnunni, þegar við
borðuðum svið saman á mið-
vikudögum, þú byggðir Spóa-
staði fyrir mig við hliðina á
Álfafelli, sumarbústaðnum ykk-
ar ömmu, keyptum og skreytt-
um jólatré saman, fórum á
íþróttamót fatlaðra, á hesta-
mót, þegar þú komst í heim-
sókn til mín í Danmörku, öll
föxin sem við sendum hvort
öðru á meðan ég bjó í Dan-
mörku eða allar ferðirnar upp í
Álfafell. Þetta eru minningar
sem ég mun aldrei gleyma,
elsku afi minn.
Það er aðdáunarvert hvað þú
afrekaðir mikið á þinni lífsleið
og ætti fólk að taka það til fyr-
irmyndar. Þú hafðir endalausa
orku til að framkvæma og
Sigurður 
Magnússon
?
Sigurður
Magnússon var
fæddur á Reyð-
arfirði 2. júní 1928.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 27.
mars 2011. 
Sigurður var
jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 1. apríl
2011.
hjálpa öðrum. Þú
kenndir mér að
maður á aldrei að
gefast upp og að
maður geti allt svo
lengi sem viljinn
er fyrir hendi. Allt
þetta kenndir þú
ekki með því að
lesa yfir mér held-
ur með því að
sýna gott for-
dæmi. 
Þú hefur verið svo stór part-
ur í mínu lífi.
Fátt í mínu lífi hefur reynst
mér jafn erfitt og veikindi þín,
að þér skyldi líða svona illa og
fara frá okkur að mínu mati
allt of fljótt. Ég veit líka að
það er ekki sanngjarnt af mér
að vilja hafa þig lengur hérna
á jörðu þar sem þú varst kom-
inn með sjúkdóm sem ekki
einu sinni þú gast sigrað. Ég
er þakklát fyrir allar þær
minningar sem við eigum sam-
an og allar þær stundir sem
við áttum saman, og einnig
undir það síðasta þar sem við
áttum góða kveðjustund sam-
an. Þegar ég eignaðist Ísak
Kristófer varst þú einn af þeim
fyrstu til að koma og kíkja á
fyrsta langafabarnið þitt. Þú
lést aldrei neitt halda þér í
burtu frá fjölskylduviðburðum
enda algjör fjölskyldukarl. 
Við Ísak Kristófer syngjum
oft lagið okkar Lóan er komin
og ég mun halda áfram að
segja Ísak Kristófer frá lang-
afa sínum, sem slapp frá
Grýlu, stofnaði Melabúðina,
vann fyrir fatlaða, kom með
kandífloss til Íslands og að þú
hafir hlotið fálkaorðu fyrir
störf þín í þágu íþrótta og
stórriddarakross og margt
fleira. Þið Ísak Kristófer náð-
uð rosalega vel saman og hann
talar oft um þig og fyrir
nokkrum dögum sagði hann
mér að núna væri langafi ekki
lengur veikur. Ég vona að þú
hafir það gott í himnaríki,
elsku afi, því ég veit að þú ert
þar því þú ert sannur engill!
Takk fyrir allt, elsku afi.
Þín afastelpa,
Linda Jóhannsdóttir.
Elsku fallegi gullmolinn minn.
Ég sit og horfi á síðustu mynd-
ina sem tekin var af þér með hin-
um gullmolunum mínum. Öll
þessi geislandi fallegu andlit, öll
brosandi á leið í sund. Dagurinn
sem átti að vera eitt stórt æv-
intýri endaði á þann hátt sem
engan óraði fyrir. Það á enginn
að þurfa að horfa á eftir svona
glaðlegum ungum dreng sem á
allt lífið framundan. Við sem eftir
stöndum verðum þó að trúa að
þessi atburður hafi einhvern til-
gang, þér hafi verið ætlað eitt-
hvert mikið hlutverk á öðrum
stað.
Það hrúgast inn fallegar
myndir í höfðinu á mér, af þér
fallegi fjörkálfurinn minn. Hvað
þú varst ánægður þegar við vor-
um búin að teikna bílabrautina á
stéttina heima hjá ykkur í Dan-
mörku og við lékum okkur þar
saman. Þú varst oft að rifja það
Vilhelm Þór 
Guðmundsson
?
Vilhelm Þór
Guðmundsson
fæddist 1. desem-
ber 2005. Hann lést
af slysförum 22.
maí 2011 á Land-
spítalanum í
Reykjavík. 
Útför Vilhelms
Þórs fór fram frá
Selfosskirkju 1.
júní 2011.
upp og við ætluðum
alltaf að endurtaka
það hér heima. 
Tívólíferðin, ára-
mótin, öll kósý-
kvöldin með ykkur
systkinunum og
mömmu þinni, mun-
um við Guðný alla
tíð eiga í minninga-
bankanum okkar. 
Lífsgátan er stundum
stríð,
stundum góð og stundum blíð.
Stundum bros og stundum tár, 
stundum ljúf og stundum sár.
Barnið, drottinn, þökkum þér,
þótt fengi stutt að dvelja hér.
Samt var þessi gjöfin góð, 
sem gull í minninganna sjóð.
Kveðjustundin komin er, 
kveðjan hlý, sem héðan fer.
Guð minn geymdu barnið mitt,
já, geymdu það við hjarta þitt.
Í kistu blundar barnið mitt, 
það biður faðirvorið sitt.
Og til þín drottinn leggur leið,
svo langt frá heimsins sorg og
neyð.
(Hörður Zóphaníasson.)
Guð geymi þig, elsku fallegi
gullmolinn minn.
Þín frænka, 
Hildur.
Elsku litli frændi minn.
Ég var svo lánsöm að fá að
kynnast þér vel þegar þið bjugg-
uð í Danmörku. Þú byrjaðir á
barnaheimilinu mínu og á sömu
stofu og ég, og ég fékk að passa
þig í heilt ár.
Það var alltaf svo yndislegt
þegar þú komst á morgnana og
ég fékk knús þegar við sátum við
gluggann og vinkuðum til
mömmu þinnar, og þú komst allt-
af annað slagið yfir daginn og
knúsaðir mig.
Þú varst fljótur að eignast vini
og þið lékuð ykkur vel saman og
mörg voru prakkarastrikin. Besti
vinur þinn hann Mathias spurði
oft um þig, hvort þú hefðir það
gott, hann hafði áhyggjur af þér
af því að á Íslandi voru svo mörg
eldgos.
Ekki hvarflaði að mér þegar
ég kvaddi þig á planinu heima hjá
mér að þetta væri í síðasta skipt-
ið sem ég sæi þig. Ég spurði hvað
ég ætti að gera núna þegar ég
fengi engin knús frá þér, og þú
svaraðir að þá mætti ég knúsa
besta vin þinn í staðinn. 
Bless, elsku litli frændi minn.
Takk fyrir að ég fékk að passa
þig. Minningin um þig lifir í
hjarta mínu.
Elsku Elísa, Guðmundur og
fjölskyldur. Missir ykkar er mik-
ill, megi Guð og allir englar him-
ins verða ykkur til styrktar.
Sigrún.
Vilhelm Þór og Sóley Björk
systir hans voru kærkomin við-
bót í barnahópinn sem tengist
fjölskyldunni, þegar Guðmundur
faðir þeirra og Íris Rán fóru að
rugla saman reytum. Síðan
systkinin fluttu aftur heim til Ís-
lands hefur samband okkar við
þau systkin styrkst með hverri
vikunni sem líður. Sóley hlédræg
og oft feimin, en Vilhelm Þór
þeim mun frakkari og ekki sak-
aði að þeir Sólmundur Ingi voru
jafnaldrar og á sömu deild í leik-
skólanum Jötunheimum. Það
þróaðist með þeim mikill og góð-
ur vinskapur, utan skóla sem inn-
an. 
Ef við heimsóttum þau á
Stokkseyri leið oftast ekki á
löngu áður en ?gormarnir? hlupu
út til að leika sér, gjarnan við
Þuríðarbúð og ?skotturnar? Sól-
ey og Aníta litla á eftir þeim. Það
var heldur engin lognmolla í
Lóurima 9 þegar Guðmundur, Ír-
is og börnin þrjú kíktu í heim-
sókn. 
Kæra fjölskylda! Sár tregi og
söknuður er eitthvað sem enginn
vill upplifa. En Vilhelm Þór skildi
eftir sig ótal góðar og ljúfar
minningar sem við geymum í
hjörtum okkar áfram og við erum
þess fullviss að Vilhelm litli er á
góðum stað og að honum líður
þar vel, hjá Guði og Jesú. 
Láttu nú ljósið þitt 
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti, 
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Við biðjum góðan Guð að gefa
fjölskyldum og öðrum ástvinum
Vilhelms styrk og von í sorginni.
Símon, Þórdís, 
Magnús Bjarki, Eyþór
og Sólmundur Ingi.
Amma Bestó var
mögnuð kona og
ávallt hress. Hún hugsaði vel um
sitt fólk og naut þess að hafa
fjölskylduna í kringum sig. Stóra
húsið á Bergstaðastræti geymir
ótal æskuminningar. Heimsókn
til ömmu og afa á Bestó var eins
og að heimsækja ævintýraland;
þar var alltaf eitthvað nýtt að
gera eða finna. Tískusýningar úr
fataskáp þeirra, uppgötvun á
tölvuöld gegnum Sinclair Spectr-
um og Manic Miner, samsetning
mannslíkamans úr óteljandi
smáum hlutum og skák er meðal
þeirra hluta sem við komumst í
kynni við. Oft var kvöldunum
eytt í að borða ís, spila og spjalla
um allt á milli himins og jarðar.
Amma Bestó var mikil at-
hafnakona sem hafði fullt af
Soffía
Axelsdóttir
?
Soffía Svava
Ólöf Axels-
dóttir fæddist á Ísa-
firði 15. mars 1923.
Hún lést á Land-
spítalanum 17. maí
2011. 
Útför Soffíu fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 27. maí 2011.
áhugamálum, og
leyfði okkur gjarn-
an að taka þátt ef
við óskuðum þess.
Hún spilaði golf og
brids, synti dag-
lega, ferðaðist bæði
innanlands og utan
og fór á ýmis nám-
skeið um tölvur og
tækni, jafnvel eftir
áttræðisaldurinn.
Amma var ekki
hrædd við neitt, hún naut þess
að prufa eitthvað nýtt og óhefð-
bundið og hún hvatti okkur ein-
dregið til að gera slíkt hið sama.
Henni þótti gaman að heyra
ferðasögur frá framandi slóðum
og styrkti okkur jafnvel til að
ferðast meira og sjá heiminn.
Amma var mjög sjálfstæð kona
og fór oft sínar eigin leiðir. Eins
og hún sjálf sagði: ?Það gerir líf-
ið skemmtilegra? ? enda átti hún
langt og gott líf.
Við munum alltaf minnast
ömmu Bestó fyrir góðu stund-
irnar sem við áttum með henni
og þökkum fyrir að hafa þekkt
þessa lífsglöðu konu.
Stefán, María og
Ásta Soffía.
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreinaeráhádegitveimurvirkum
dögumfyrirútfarardag,enáföstudegivegnagreinatil
birtingarámánudagogþriðjudag.
Fjöldigreinaíblaðinuáútfarardagræðstafstærðblaðsins
hverjusinnienleitasterviðaðbirtaallargreinarsvofljótt
semauðiðer.Hámarkslengdminningagreinaer3.000
tölvuslögmeðbilum.Lengrigreinareruvistaðarávefnum,
þarsemþæreruöllumopnar.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar
?
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR KJARVAL.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hana á hjúkrunarheimilinu Grund.
Hrafnhildur Tove Kjarval, Robin Løkken,
Jóhannes S. Kjarval, Gerður Helgadóttir,
Kolbrún S. Kjarval,
Ingimundur S. Kjarval, Temma Bell,
María S. Kjarval, Nielserik Hald,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
LEIFUR ÖLVER GUÐJÓNSSON
frá Stafnesi,
lést fimmtudaginn 26. maí.
Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju föstu-
daginn 3. júní kl. 13.00.
Jón Ben Guðjónsson,
Þorbjörg Aldís Guðjónsdóttir,
Margrét Lóa Guðjónsdóttir, Gísli Hermannsson,
Guðjón Gísli Gíslason, Guðmunda Þórisdóttir,
Stefanía Rós Gísladóttir,
Björk Ína Gísladóttir, Gísli Kr. Ísleifsson,
Árni Snær Gíslason,
Hermann Fannar Gíslason, Guðrún S. Magnúsdóttir,
Ívar Örn Gíslason,
Allen Jón Gunnarsson,
Katheryn Stefanía Gunnarsdóttir
og systurbarnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32