Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MENNING
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011
Í
Listasafni Íslands má þessa
dagana sjá óvenjulega móð-
urímynd; tröllaukna kónguló
úr bronsi. Skammt þar frá
hanga afbakaðir kvenlíkamar og
óræð form ? fórnarlömb rándýrs-
ins? Verkin eru hluti af sýningunni
?Kona? þar sem getur að líta inn-
setningar, höggmyndir, málverk,
teikningar og vefmyndir eftir hina
bandarísku Louise Bourgeois (1911-
2010). Skírskotun til persónulegrar
reynslu listamannsins, sem fæddist
og ólst upp í Frakklandi, og til
reynslu kvenna er meginþráður
sýningarinnar. 
Ferill Bourgeois hófst á 4. áratug
síðustu aldar, á tímum módernískra
hræringa í myndlist og í sal 2 má í
bronsverkum hennar greina áhrif
frá skúlptúristum á borð við Bran-
cusi og Giacometti, sem og frá Pi-
casso og ?frumstæðum? verkum
eða fornaldarskurðgoðum. Verkin
voru unnin í kringum 1950 og þau
einkennast af súrrealískri umbreyt-
ingu forma og afstraktri stíliser-
ingu. Innar í salnum eru til sýnis
litlar bronsstyttur frá 2005 og þar
er tjáningin frjálslegri og spuna-
kenndari; líkamsform umbreytast í
ógreinilegar fellingar, brjóst marg-
faldast og renna saman við önnur
form sem minna á barnshöfuð, húð-
in sígur, fótleggir visna eða plöntur
vaxa upp úr líkamanum. Bourgeois
skapar tilfinningu fyrir lífrænum
ferlum mannslíkamans og túlkar
ekki síst reynslu kvenna af lík-
amlegum breytingum við kyn-
þroska, barnsburð og öldrun ? ferli
sem hún þekkti af eigin raun (þessi
verk eru unnin af 94 ára gamalli
konu) og var henni sífelld upp-
spretta sköpunar. Á vegg hangir
röð rauðra gvassmynda þar sem í
brennidepli er sú stund er líkaminn
fæðir barn; myndirnar eru heitar
og kvikar hvað sem líður aldri lista-
konunnar. Hún tjáir líkamsskynjun
með hreinskilnum og ágengum
hætti í verkinu Ofna barnið þar
sem kvenbúkur liggur með nýfætt
barn við voldug brjóst, og gefur
jafnframt til kynna þau líkamlegu
og sálrænu átök sem móta líf
kvenna. Kóngulóarskúlptúrar Bour-
geois tjá mótsagnir í slíkum átök-
um, verk sem sum bera nafnið
Maman (mamma) þar sem móðirin
birtist sem máttug verndarvættur. 
Í sal 1 kveður við myrkari tón í
verkunum Klefi (Svartir dagar)
(2006) og Klefi VII (1998). Í þessum
innsetningarverkum má segja að
fortíðin sæki að Bougeois, minn-
ingar frá æskuárunum í Frakk-
landi. Klefarnir eru aflokaðir en á
þeim eru glufur og rifur. Áhorfand-
inn pukrast í kringum klefana og
rýnir í margræða, táknræna frá-
sögnina sem felst í efniviði klefanna
og í bjöguðum formum og hlutum í
klefunum er vísa til óljósra lík-
amlegra kennda, bældra tilfinninga
og ónota. Vitneskja um ævisögulega
þætti, framhjáhald föðurins með
kennslukonu á heimilinu, eykur á
dramatíkina. Þetta eru sterk verk
sem kanna skúmaskot hvatalífsins
líkt og Spíralkona (2003) í sal 3 á
efri hæð safnsins. Þar sést hvar
kvenvera, samsett úr púðum og
svörtu efni, hangir úr loftinu, vand-
lega undin í spíral. Bourgeois hefur
viðurkennt að hugsanir um að mis-
þyrma viðhaldi hins sviksama föður
hafi hvarflað að henni í æsku er
hún vatt klæði í ánni ? en stöndugt
fjölskyldufyrirtækið framleiddi m.a.
blúndur og ýmsan vefnað auk þess
að gera við listvefnað frá fyrri öld-
um. Kóngulóin stóra stendur ógn-
andi þar hjá. 
Sýningin í salarkynnum Lista-
safns Íslands hefur tekist vel; verk-
in fá gott andrými og val þeirra
gefur prýðilega mynd af mik-
ilvægum þáttum á ferli Bourgeois.
Rík efniskennd, lífræn form, lík-
amleg nærvera og kraftmikil til-
finningatjáning verka hennar hófu
að blása tilraunakenndum og rót-
tækum listamönnum og fræðimönn-
um anda í brjóst á 7. áratugnum.
Louise Bourgeois er áhrifamikill
listamaður sem hefur verið sam-
stiga og oft á tíðum skrefi á undan
helstu listhræringum síðustu aldar
? og hún veitir áfram byr inn í 21.
öldina.
Morgunblaðið/Eggert
Áhrifamikil Kóngulóarskúlptúrar Louis Bourgeois tjá mótsagnir í þeim
líkamlegu og sálrænu átökum sem móta líf kvenna.
Listasafn Íslands
Louise Bourgeois ? Kona/Femme
bbbbm
Viðburður á Listahátíð. Til 11. sept-
ember 2011. Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 11-17. Aðgangur 500 kr. Aðal-
sýningarstjóri: Laura Bechter.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Undið upp á undirnar
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Nú stendur í Kópavogi Jazz- og
blúshátíð sem haldin er í fjórða sinn.
Í vikunni hafa verið námskeið og
tónleikar fyrir eldri og yngri borg-
ara, en tónleikar í Salnum á föstu-
dagskvöld eru hápunktur hátíð-
arinnar, þar sem fram koma ungar
og aldnar blús- og djasskempur.
Á tónleikunum á föstudag, sem
hefjast kl. 20:00, koma fram hljóm-
sveitin Kópavogsakademían, sem er
skipuð Kópavogsbúunum Jóhanni
Hjörleifssyni trommuleikara, Birni
Thoroddsen gítarleikara, Björgvini
Björgvinssyni gítarleikara, Snæ-
birni Gauta Snæbjörnssyni saxófón-
leikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara
og Gísla Páli Karlssyni trommuleik-
ara, söngstjörnurnar Raggi Bjarna
og Dagur Sigurðsson, söngvarinn
Jóhann Páll Hreinsson og orgelleik-
arinn Þórir Baldursson, sem er að-
algestur hátíðarinnar.
Aðalhvatamaður hátíðarinnar
og stofnandi hennar er Björn Thor-
oddsen gítarleikari, sem er og list-
rænn stjórnandi hátíðarinnar. Hann
segir að það sé vitanlega geggjun að
hrinda af stað slíkri hátíð, en það
hafi gengið bráðvel, ótrúlega vel
reyndar, eins og hann orðar það.
Hann segir að hátíðin hafi verið í
stöðugri þróun og enn er hann að
brydda upp á nýjungum. ?Ég ætla
að auka fjölbreytnina og þá meðal
annars í aldri því á lokatónleikum
hátíðarinnar syngja yngsta söng-
stjarnan og sú elsta starfandi, Dag-
ur Sigurðsson og Ragnar Bjarnason.
Raggi er auðvitað þjóðargersemi og
búinn að syngja lengi, en Dagur kom
einmitt á námskeið á fyrstu blúshá-
tíðinni og líka strákarnir ungu sem
koma fram á föstudagskvöldið og
sýna hvað þeir hafa lært á síðustu
árum. Svo má ekki gleyma Hamm-
ondtröllinu Þóri Baldurssyni, sem er
stór partur af íslenskri tónlist-
arsögu.?
Björn segir að fyrir sér sé eitt
mikilvægasta hlutverk hátíðarinnar
að leiða saman tónlistarmenn á mis-
munandi aldri ?og láta allt þetta lið
spila sundur og saman og kveða í
kútinn kynslóðabilið?.
Kynslóðabilið kveðið 
í kútinn í Kópavogi
Morgunblaðið/Ernir
Fjölbreytni Björn Thoroddsen og blústónlistarmenn á ýmsum aldri. Kyn-
slóðabilið verður brúað í Salnum annað kvöld.
L50098 Lokatónleikar Jazz- og blúshátíðar í Kópavogi á föstudag
Unnið er að uppbyggingu á nýju
leikhúsi á Rifi á Snæfellsnesi. Er
það hópur ungs fólks úr bæjarfélag-
inu með Kára Viðarsson í forsvari
sem mun í sumar útbúa tvö rými
svo hægt sé að setja á svið áhuga-
og atvinnuleikskýningar, danssýn-
ingar, tónleika og aðra sviðs-
viðburði. 
Í fréttatilkynningu kemur fram
að mörg fordæmi þess séu til að
endurnýta gömul rými og beri þar
helst að nefna Sláturhúsið á Egils-
stöðum sem nú laði að sér listafólk
allstaðar að úr heiminum með ósk
um að nýta sér aðstöðuna.
Markmið hópsins er að stuðla að
eflingu menningar og lista á Snæ-
fellsnesi og sýna fram á hversu fjöl-
breytt atvinnulífið getur verið. Fólk
utan af landi geti sótt sér háskóla-
menntun á sviðum lista og snúið aft-
ur á heimaslóðirnar til að nýta hana.
Auk þess sem það hafi sýnt sig með
uppsetningu hópsins á einleiknum
Hetju í fyrrasumar að mögulegt sé
að setja upp metnaðarfullar leiksýn-
ingar á Snæfellsnesi með góðum ár-
angri, en sýningarnar urðu 20 og
áhorfendur ríflega 600.
Listafólkið mun einnig setja upp
leiksýningu í sumar byggða á sög-
unni af Axlar-Birni og verður það
opnunarsýning leikhússins. Frum-
sýnt verður 20. ágúst og þá gefst
bæjarbúum tækifæri til að berja
rýmið augum fullunnið og í notkun í
fyrsta skipti.
Snæfellsbær er tilvalið
umhverfi til sköpunar
Metnaður Leikhús á Rifi tekur á sig mynd. Fyrsta frumsýning í húsinu
verður 20. ágúst á leiksýningu sem byggð er á sögunni af Axlar-Birni .
5688000?borgarleikhus.is?midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn
Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn
Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Lau 11/6 kl. 20:00
Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega
Faust (Stóra svið)
Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 lokasýn
Allra síðustu sýningar
Klúbburinn (Litla sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 18:00 3.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k
Lau 4/6 kl. 20:00 2.k Þri 7/6 kl. 20:00 4.k
Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild
Eldfærin (Stóra sviðið)
Sun 5/6 kl. 13:00 lokasýn
Síðasta sýning þessa leikárs
NEI, RÁÐHERRA! ? vinsælasta sýning ársins!
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200  WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Allt að verða uppselt í maí. Sýningar í júní komnar í sölu.
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Sun 5/6 kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11/6 kl. 20:00
Fjórar og hálf stjarna í Mbl. I.Þ og DV J.V.J. Sýningum að ljúka!
Brák (Kúlan)
Fös 3/6 kl. 20:00 Aukasýn.
Aukasýning í júní komin í sölu!
Verði þér að góðu (Kassinn)
Fös 3/6 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Frumsýning 7. maí.
Haze -Beijing Dance Theatre (Stóra sviðið)
Fim 2/6 kl. 20:00
Á Listahátíð. Sýning sem markar tímamót í nútímadansi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32