Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 153. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5691100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Komin með fyllingu í varirnar?
2. Kjóllinn ekki flottur á öllum
3. Uppstrílaðar stúlkur í Þórsmörk
4. Höfuðkúpubraut sambýliskonu
»
MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
L52159 Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason
var heldur betur í stuði í gær eftir
nokkra kaffibolla og ákvað að taka
saman búta úr lögum af væntanlegri
plötu sinni, setja saman og hlaða inn
á soundcloud.com. Ljúfir hljómar
Snorra lofa svo sannarlega góðu en
platan ?Winter Sun? kemur út í júlí.
Morgunblaðið/Golli
Snorri í stuði á 27 
ára afmælinu
L52159 Raftónleikar
verða haldnir á
Bakkusi á laug-
ardaginn kemur í
samstarfi við
TodaysArt í Hol-
landi. Tónleik-
unum verður
streymt beint yfir
í Korzo Theatre í
Haag. Meðal þeirra sem fram koma
má nefna Beatmakin Troopa, Skurk-
en, Tonik, Steve Sampling og fleiri.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 að íslensk-
um tíma og kl. 22 að hollenskum.
Tónleikum á Bakkusi
streymt til Hollands
Tónlist.is blæs til 
tónlistarveislu
Á föstudag Vestlæg átt 8-13 m/s og skúrir, en þurrt að kalla suð-
austantil. Hiti 5 til 12 stig. Á laugardag Vestan og suðvestan 8-13
m/s. Stöku skúrir vestantil, en léttskýjað eystra. Hiti 8 til 15 stig. 
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg vestlæg átt. Smáskúrir um
landið vestanvert, bjartviðri austantil, en þykknar upp með dálítilli
vætu í kvöld. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast austanlands í dag.
VEÐUR
Nýliðar ÍBV halda áfram að
gera það gott í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu. Eyja-
konur gerðu góða ferð í
Kópavoginn í gærkvöldi en
þær hrósuðu sigri gegn
Breiðabliki, 2:0. ÍBV hefur
því unnið alla þrjá leiki sína
í deildinni og er með
markatöluna 12:0. Þá vann
Þór/KA góðan sigur á Fylki í
fyrsta leiknum undir stjórn
Hlyns Eiríkssonar. »2
Eyjakonur áfram á
sigurbrautinni
LeBron Jams, Dwyane
Wade og Chris Bosh voru í
aðalhlutverki þegar
Miami Heat vann Dallas
Mavericks í fyrsta leik lið-
anna í úrslitum NBA-
deildarinnar í körfu-
knattleik. James fór á
kostum í síðari hálf-
leik og var stiga-
hæstur leikmanna
Miami. »4
Þríeykið var í aðalhlut-
verki hjá Miami Heat
Þetta var nokkuð jafnt. Ég kíkti að-
eins útundan mér og sá að þeir voru
nærri mér, en hafði betur,? sagði Jak-
ob Jóhann Sveinsson sem varð fyrst-
ur íslensku karlanna til að vinna sigur
í sundi á Smáþjóðaleikunum í Liecht-
enstein í gær, en hann bætti þá móts-
met sitt í 100 metra bringusundi með
því að synda á 1:02,60 mínútum. 
»1-3
Jakob Jóhann vann á
nýju mótsmeti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu 
kóðann með 
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
L52159 Nýr vefur, Tónlist.is, er kominn í
loftið og af því tilefni verður blásið til
tónlistarveislu í samstarfi við Beck?s-
dagana 1.-4. júní. Veislan fer fram
bæði á Akureyri og í Reykjavík og
ætlar Tónlist.is að bjóða heppnum
Facebook-vini á tónleikana. Fram
koma m.a. Bang Gang, Ourlives, Frið-
rik Dór, Retro Stefson, Agent Fresco,
Cliff Clavin og fleiri góðir.
Nánar á Tónlist.is.
Janus Arn Guðmundsson
janus@mbl.is
?Þegar ég missti manninn minn og
var orðin ein flutti ég á vistina á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsstúlk-
urnar á vistinni vildu endilega taka
mig með í Kvennahlaupið og ég
spurði hvort þær væru eitthvað
verri þar sem ég átti mjög erfitt með
gang og var komin í hjólastól. Þær
voru þó ekki lengi að sannfæra mig
og ég sló til. Þær settu á mig teppi
og skuplu og keyrðu svo með mig í
hjólastólnum. Síðan þá hef ég ekki
misst úr hlaup og ætla að mæta á
meðan ég hef heilsu til,? segir Þór-
leif Sigurðardóttir, 94 ára ofurkona,
og bætir því við að útiveran sé allra
meina bót.
Saumaði brjóstahaldara, 
slagbelti og kraga
Þórleif Sigurðardóttir, sem fædd
er í Reykjavík árið 1916 segist hafa
upplifað margt á langri ævi. Hún var
alin upp á Laugavegi ásamt átta
systkinum. ?Ég fluttist til Danmerk-
ur þegar ég var tvítug, hóf þar nám
og lærði m.a. að sníða kvenfatnað
sem kom sér afar vel,? segir Þorleif.
Ári síðar, þegar Þórleif var 21 árs,
tókst henni með hjálp foreldra sinna
að setja á stofn Lífstykkjaverk-
smiðjuna Lady. ?Þar saumaði ég
ásamt tveimur starfsstúlkum
brjóstahaldara, slagbelti og kraga.
Þegar ég svo gekk í hjónaband hóf
eiginmaður minn heitinn, Hjörtur
Jónsson, að reka verslunina ásamt
mér, en hann var lengi vel aðal-
bókari hjá Eimskip.?
Eftir að verslunin
hafði verið rekin í
fimmtíu ár var
rekstrargrundvöllur
hennar hins vegar horf-
inn þar sem ódýrara
var að flytja vörur sem
þessar inn frá útlönd-
um. 
Þrátt fyrir að vera bundin við
hjólastól lætur Þórleif ekkert stöðva
sig og allra síst hjólastólinn. Áður lét
hún ekki slitna hásin hægja mikið á
sér. ?Ég lærbrotnaði þegar ég var
áttræð og eftir það varð ég svo fyrir
því óhappi á Kanaríeyjum að mikil
og stór alda skall á hné mér. Í fram-
haldinu haltraði ég í svona 15 ár og
gat þá vart gengið lengur. Þá fyrst
fóru læknar að mynda á mér hnéð og
fundu það út að ég hafði verið lengi
með slitna hásin,? segir Þorleif. 
Þórleif tekur nú þátt í Kvenna-
hlaupinu í áttunda skiptið og segist
ótrauð halda áfram þátttöku á með-
an hún lifir. ?Það er mikil tilhlökkun
í mér og ég bíð í eftirvæntingu eftir
að taka þátt í Kvennahlaupinu þetta
árið, eins og fyrr.?
Hleypur enn á tíræðisaldri
L50098 Ofurkona segir
að útiveran sé
allra meina bót
Morgunblaðið/Eggert
Hlaup Þórleif Sigurðardóttir býr sig undir Kvennahlaupið af kappi líkt og hún hefur gert undanfarin ár.
Kvennahlaupið fer fram laug-
ardaginn næstkomandi, 4. júní.
Hlaupið er nú haldið í 22. skipti
og í ár verður hlaupið á 84
stöðum á landinu.
Hlaupið fer einnig fram í
fjórtán löndum erlendis. 
Kvennahlaupið er haldið
í samstarfi við styrkt-
arfélagið Líf og slagorð
hlaupsins er ?Hreyfing allt
lífið?. 
Styrktarfélagið Líf vinnur að
því að styrkja fæðingarþjónustu
á kvennadeild Landspítalans í
Fossvogi. Markmið félagsins er
að styrkja miðstöð fæðinga og
kvenlækninga og mun miðstöðin
sinna konum og fjölskyldum
þeirra. 
Hægt er að skrá sig í hlaupið
með því að kaupa treyju Kvenna-
hlaupsins víða um land. Nánari
upplýsingar á sjova.is. 
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ
UPPLÝSINGAR UM KVENNAHLAUPIÐ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32