Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 SUMARTILBOD HVÍTT BORD OG TVEIR STÓLAR stóll 9990.- 14.900.-bord verd ádur: 34.880 22.900.- tilbod BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Reykvíkingar, sem beðið hafa eftir sumrinu, tóku vafalaust eftir því í gærmorgun að Esjan blasti hvít við þeim í upphafi dags. Fyrstu níu dagar júnímánaðar eru köldustu dagar í Reykjavík og á sunnanverðum Faxa- flóa frá árinu 1956. „Vorið hefur verið kalt frá miðjum maí og ég minnist þess ekki að hafa séð svona mikinn snjó í Esjunni í júní- mánuði,“ segir Páll Bergþórsson fyrrum veðurstofustjóri. Fremur svalt hefur verið í veðri að undan- förnu og má búast við svölu veðri áfram næstu daga þó spáð sé skamm- góðum vermi um helgina. Páll bendir á að þrátt fyrir að sumarið virðist fara fremur hægt af stað sé engin ástæða til að afskrifa það í heild sinni. „Bæði júlí og ágúst gætu verið mjög góðir, það er ekkert sem bendir til annars að svo stöddu,“ segir Páll og bætir við að það loftslag sem ríkt hefur á landinu að undanförnu sé í raun af- leiðing tilviljana og að ekki sé um loftslagsumskipti að ræða. Undir það tekur Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. „Orsökin liggur í því að um er að ræða tilviljun sem veldur þessu. Allt í kringum landið er mildara loft en kaldur kjarni af lofti, sérstaklega háloftakulda, hef- ur sest að hér við land og hringsólað meira og minna um það,“ segir Einar. Hann bendir á að snemma sumars sé oft um að ræða leifar af síðbúnu vori fyrir norðan og þær aðstæður sem við búum við sem eyland eru þess eðl- is að loftið hitnar síður. „Það er varmi á tiltölulega afmörkuðu svæði sem berst aftur upp og blandast við þetta kalda loft. Hafið gefur engan varma, heldur tekur það til sín sólarorkuna og hlýnar um nokkur brot úr gráðu við það en loftið ekki neitt,“ segir Einar. Fyrstu dagana í júnímánuði hefur verið um að ræða háloftakulda í bland við fremur lága frostmarkshæð og telst slíkt vera heldur óeðlilegt. „Við erum inni í svalanum þó það gæti komið ágætis veður um helgina. Hafa verður það í huga að þegar snjóar í fjöll og jafnvel á láglendi fyr- ir norðan, þá endurkastast hátt hlut- fall sólargeisla aftur út í stað þess að fara í upphitun,“ segir Einar. Er því ljóst að síðbúin leysing og snjór eru til þess fallin að seinka raunverulegu sumri. Einar bendir á að lokum að sú kuldatíð sem hefur verið að undan- förnu virki í raun svalari en hún er í raun, einkum sökum þess hve langt er liðið frá seinasta tilfelli. Í hringiðu háloftakulda  Fátt bendir til að hlýir sunnanvindar berist hingað til lands á næstunni  Bændur fyrir austan hafa orðið varir við talsverðar kalskemmdir á túnum sínum Morgunblaðið/Eggert Kuldalegt Þegar skemmtiferðaskipið Crown Princess sigldi að höfn í Reykjavík í gær tók snjóhvít Esjan á móti fjölmörgum farþegum og áhöfn skipsins. Á hverju ári grein- ast 1.387 Íslend- ingar með krabba- mein og sex af hverjum tíu geta vænst þess að lifa í fimm ár eða leng- ur. Þetta kemur fram í svari Guð- bjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Einnig kom fram að svonefnd dánartíðni vegna krabbameins hafi lækkað um 16% á árabilinu 2005- 2009 og er það einkum þakkað fyrri greiningu og bættri meðferð. Algengasta krabbamein hjá körl- um er í blöðruhálskirtli en brjósta- krabbamein er algengast hjá kon- um. 1.387 Íslendingar greinast með krabbamein á ári Guðbjartur Hannesson Töluverð umferð var um þjóðveg- ina eftir hádegið í gær enda löng fríhelgi fram- undan. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var „þétt umferð“ sem dró úr á sjö- unda tímanum. Umferðin gekk áfallalaust að sögn lögregluembætta. Margir eru með vagna í eftirdragi og leggja með því lögreglunni lið við að halda ökuhraðanum niðri, eins og einn lögreglumaður benti á. Þung umferð úr bænum í gærdag Þétt umferð var á þjóðvegum í gær. Fjórir erlendir karlmenn voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir að smygla 58 kílóum af fíkniefn- inu khat til lands- ins. Einn þeirra var dæmdur í 4 mánaða fangelsi og þrír í tveggja mánaða fangelsi. Mennirnir voru handteknir á hót- eli í Reykjavík í maí eftir að tolla- yfirvöld höfðu lagt hald á sex pappakassa með efninu en menn- irnir ætluðu að senda það til Banda- ríkjanna og Kanada. Þeir þrír sem fengu styttri dóm játuðu og hefja afplánun dóms strax, en sá fjórði neitaði og tók sér áfrýjunarfrest. Honum var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða til 8. júlí nk. Fjórir dæmdir fyrir að smygla khat Lögregla haldlagði 58 kg af khat. „Það er ljóst að búfénaður hefur ekki haft það sérstaklega gott í þessari veðráttu og töluvert kal í túnum í sumum sveitum,“ segir Guðný Harðardóttir hjá Búnaðarsam- bandi Austurlands, aðspurð hvernig ástand túna og búfénaðar sé fyrir austan. Hún segir gæsir hafa hrakist af hreiðrum sínum í hret- inu sem leið og vís- bendingar séu um að vaðfuglar séu margir ekki á hreiðrum sínum um þessar mundir líkt og eðlilegt væri. „Sem bóndi sjálf hef ég tekið eft- ir vaðfuglum allt í kringum íbúð- arhúsið, svo þeir eru ekki að verpa á meðan,“ segir Guðný. Veðráttan fyrir austan er að mörgu leyti misjöfn að mati Guð- nýjar. Sem dæmi nefnir hún að á ferð sinni um nærsveitir sínar hafi hún keyrt inn í krapaóveður. Er því nokkuð ljóst að sumarið lætur bíða eftir sér þetta árið. Veðráttan er mjög misjöfn ÝMSIR HAFA ÁHYGGJUR AF TÚNUM OG GRÓÐRI Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í deilu flugvirkja og Icelandair næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, þokar viðræðunum í sam- komulagsátt. Flugmenn Icelandair boðuðu hins vegar til allsherj- aratkvæðagreiðslu um tillögu að verkfallsboðun um hádegisbilið í gær. Flugvirkjar hafa lagt niður störf í fjóra tíma síðustu þrjá daga með þeim afleiðingum að flugi tuga þús- unda farþega hefur seinkað. Nú er útlit fyrir að flugmenn bætist í hóp þeirra en fundi hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær eftir árangurslausar viðræður. Atkvæðagreiðslan um til- lögu að verkfallsboðun er í formi yf- irvinnubanns flugmanna Icelandair Group hf./Icelandair ehf. Verði til- lagan samþykkt mun yfirvinnubann hefjast þann 24. júní næstkomandi. Atkvæðagreiðslu lýkur 17. júní 2011. mep@mbl.is Viðræðum slitið hjá flugmönn- um og kosið um verkfall Morgunblaðið/Ernir Fljúga Flugmenn Icelandair munu kjósa um verkfallsaðgerðir í júní.  Næsti fundur í deilu flugvirkja og Icelandair á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.