Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Deilt hefur verið um afstöðu Íslands
til aðgerða Atlantshafsbandalagsins,
NATO, í Líbíu, ráðherrar Vinstri
grænna lýstu á sínum tíma yfir
furðu sinni á því að Ísland hefði sam-
þykkt að bandalagið stýrði aðgerð-
unum. Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra hefur nú aflétt leynd
yfir gögnum um meðferð málsins,
þ. á m. í utanríkismálanefnd. 
Fram kemur í tölvupósti frá utan-
ríkisráðuneytinu til Morgunblaðsins
að það telji málefni Líbíu hafa komið
u.þ.b. 10 sinnum til umræðu á Al-
þingi eftir að átök hófust í landinu í
febrúar. Utanríkismálanefnd hafi
fimm sinnum fjallað um Líbíumálin. 
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti sem kunnugt er ályktun
sem heimilaði að beitt yrði öllum
ráðum til að vernda óbreytta borg-
ara í Líbíu fyrir árásum liðsmanna
Muammars Gaddafis. 
Ráðherra gegn ráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, sagði á þingfundi
28. mars að flokkur sinn styddi ekki
aðkomu NATO að hernaðar-
aðgerðum gegn Líbíustjórn og ekki
hefði verið fjallað um málið í ríkis-
stjórn. Hann kvaðst ekki vita hvern-
ig staðið hefði verið að málinu hjá
NATO en vonaðist til þess að Íslend-
ingar hefðu verið í hópi þeirra þjóða
sem ekki studdu aðgerðirnar skil-
yrðislaust. Össur Skarphéðinsson
sagði hins vegar aðgerðir NATO
byggjast á ályktunum öryggisráðs
SÞ og að þær hefðu verið ræddar og
samþykktar í ríkisstjórn. Hann liti
svo á að hann hefði haft óskorað um-
boð til þess að lýsa stuðningi við að-
komu bandalagsins. Ekki hefur enn
verið leitt í ljós hvor ráðherranna
tveggja fór með rangt mál í þessum
þingumræðum í mars.
Meðal áðurnefndra ráðuneytis-
gagna er minnisblað ráðuneytisins
frá 31. maí sem lagt var fyrir utan-
ríkismálanefnd, einnig tölvuskeyti
frá ráðuneytinu 7. júní þar sem svar-
að er spurningu frá nefndinni. Í
minnisblaðinu kemur m.a. fram að
heimildarmenn, aðrir en fulltrúar
Gaddafis, séu á því að mannfall í loft-
árásunum hafi verið ?mjög lítið?. 
Í tölvupóstinum til ritara utanrík-
ismálanefndar 7. júní segir að ríki
NATO hafi á fundi 1. júní framlengt
umboð herstjórnar bandalagsins til
aðgerða í Líbíu um 90 daga. ?Fram-
lengingin var samþykkt samhljóða
og var algjör einhugur um að áfram-
haldandi aðgerðir verði áfram að
vera innan þeirra marka og heimilda
sem fyrir liggja, þ.m.t. ályktana ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr.
1970 og 1973,? segir í tölvupóstinum. 
Afstaða Íslands til loftárása
NATO jákvæð frá upphafi 
L50098 Ráðuneyti aflétt-
ir leynd yfir gögn-
um um Líbíumál 
Reuters
Harmur Tveir líbískir uppreisnarmenn syrgja bróður sinn sem féll í átökum
við stjórnarhermenn við borgina Misrata í gær.
Mjög lítið mannfall
» Fram kemur í svari ráðuneyt-
isins til utanríkismálanefndar
31. maí að mannfall í árásunum
hafi verið ?mjög lítið?.
» Gert sé ráð fyrir að 1. júní
muni NATO samþykkja að
halda áfram aðgerðum í 90
daga ?þar sem engin þjóð hef-
ur lagst gegn framhaldi
þeirra?.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
 Engjateigur 5
 Sími 581 2141
 www.hjahrafnhildi.is
20% afsláttur
af öllum skóm
Blómlegir
sumarbolir
Fleiri munstur og litir
Sendum
í
póstkröfu
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið laugard. kl. 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið laugard. kl. 10-14
www.rita.is
www.gisting.dk
4992040(Íslenskursími) 32552044(Danskursími)
Ódýroggóðgisting
íhjartaKaupmannahafnar
Mjódd, sími 557 5900
JENSENDAGAR Í
FRÖKEN JÚLÍU
20% afsláttur af fatnaði frá
Jensen dagana 7.-16. júní
ásamt tilboðum í göngugötu
Verið velkomnar
Líf og fjör var á Austurvelli í hádeginu í gær þegar nið-
urstöðum af þingi ungmennaráða, sem haldið var í vor,
var bókstaflega ausið yfir fulltrúa í stjórnlagaráði, í
formi appelsínugulra og ljósblárra miða sem á voru
ábendingar. Þingið var haldið undir heitinu Stjórnlög
unga fólksins og var samstarfsverkefni UNICEF á Ís-
landi, umboðsmanns barna og Reykjavíkurborgar.
Skýrsla með niðurstöðunum var svo afhent.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hugmyndum ausið yfir stjórnlagaráð
Rúmlegur tvítugur maður hefur ver-
ið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Suðurlands fyrir sér-
lega hættulega líkamsárás þegar
hann stakk annan mann í bakið á
Fiskideginum mikla á Dalvík síðasta
sumar. Hann mun þó aðeins þurfa að
afplána fjóra mánuði þar sem dóm-
urinn frestaði fullnustu sex mánaða
refsingarinnar.
Í dómnum kemur fram að mað-
urinn kvaðst lítið muna eftir atvik-
um. Hann greindi frá því að hafa
byrjað neyslu áfengis kl. 16-17 og
drukkið einn kassa af bjór, eina
flösku af Jägermeister og einn lítra
af landa. Kvaðst hann ekki þekkja
brotaþola og ekki hafa séð hann áð-
ur. Ákærði kvaðst ekki hafa verið
með hníf umrætt kvöld. Hann kvaðst
muna eftir slagsmálum einhvers
staðar á Dalvík sem margir hafi tek-
ið þátt í og muna að hann hafi sjálfur
lent í slagsmálum. 
Dæmdur
fyrir hníf-
stungu
Í óminnisástandi eftir
mikla drykkju
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytið sendi frá sér auglýsingu í gær
um stöðvun strandveiða á svæði A,
frá Eyja- og Miklaholtshreppi til
Súðarvíkurhrepps. Urðu veiðidag-
arnir á svæðinu í júní því samtals
fimm, einn í síðustu viku og fjórir í
þessari, að sögn heimildarmanna. 
Reglur um strandveiðar í maí,
júní, júlí og ágúst eru tíundaðar á
vefsíðu Fiskistofu, heimilt er að
veiða á handfæri allt að 6.000 lestir
af óslægðum botnfiski. Sá afli reikn-
ast ekki til aflamarks eða krókaafla-
marks þeirra skipa sem stunda veið-
arnar. 
Ekki er heimilt að stunda veiðar á
föstudögum, laugardögum og sunnu-
dögum eða á lögbundnum frídögum. 
Ekki má veita fiskiskipi leyfi til
strandveiða ?hafi aflamark, í þorsk-
ígildum talið, verið flutt af því um-
fram það aflamark sem flutt hefur
verið til þess á sama fiskveiðiári?. 
Hver veiðiferð má ekki standa
lengur en í 14 klst. og eingöngu er
heimilt að ljúka einni veiðiferð á sól-
arhring. 
Skipstjóri skal tilkynna um upp-
haf og lok veiðiferðar um næstu
strandstöð.
Hámarksfjöldi handfærarúlla um
borð er fjórar og ekki er heimilt að
hafa önnur veiðarfæri um borð. 
?Leyfi til strandveiða eru veitt á
því svæði þar sem heimilisfesti út-
gerðaraðila viðkomandi báts er
skráð og eingöngu er heimilt að
landa afla innan þess landsvæðis á
veiðitímabilinu,? segir á vefsíðunni.
Aflamagn er háð takmörkunum fyrir
hvert landsvæði innan hvers mánað-
ar en svæðin eru alls fjögur á land-
inu. kjon@mbl.is
Stuttur strandveiðimánuður
Ríkisstjórnin samþykkti í gær fimm
milljóna króna fjárveitingu til
nauðsynlegra framkvæmda og
rekstrar í tengslum við friðlýsingu
Dimmuborga og Hverfjalls í Mý-
vatnssveit.
Stefnt er að því að umhverfis-
ráðherra undirriti friðlýsingu
svæðanna síðar í mánuðinum en
þau eru meðal þeirra staða sem
falla utan þess svæðis í Skútustaða-
hreppi sem friðlýst er í lögum um
verndun Mývatns og Laxár.
Dimmuborgir og
Hverfjall friðlýst 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52