Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
Biskupsmálið svokallaða má í raun
rekja allt aftur til ársins 1963 er tvær
systur segjast hafa orðið fyrir kynferð-
islegri áreitni af hálfu Ólafs Skúlason-
ar sem síðar varð biskup. Það mál kom
þó ekki fram fyrr en mörgum árum
síðar og eftir að Sigrún Pálína Ingv-
arsdóttir steig fram og tjáði sig um
sína reynslu af samskiptum við Ólaf. 
1988átti Sigrún Pálína fund með þá-
verandi biskupi yfir Íslandi, Sigurbirni
Einarssyni. Hún sagði honum frá kyn-
ferðislegu ofbeldi sem hún sagði Ólaf
hafa beitt sig árið 1978. Sigurbjörn
kom á fundi Sigrúnar og Ólafs en sá
fundur leiddi ekki til sátta. Sigrún seg-
ist hafa vonað að Sigurbjörn myndi að-
hafast í málinu en ?Ólafur varð biskup
og það hafði gríðarleg áhrif á mig?. 
1994 sagði Sigrún sr. Pálma Matthías-
syni í Bústaðakirkju frá samskiptum
sínum við Ólaf. Bað hún Pálma að
koma málinu áfram, en þau greinir á
um hvort og með hvaða hætti hann
hafi brugðist við þeirri bón hennar. 
1995 fór Sigrún á fund Vigfúsar Þórs
Árnasonar, sóknarprests í Grafarvogs-
kirkju. Hann sagðist ekkert geta gert
og olli Sigrúnu vonbrigðum er hann,
ári síðar, lýsti í fjölmiðlum ?fullu
trausti? á biskup Íslands, er Lang-
holtskirkjudeilan stóð sem hæst.
1996 komu ásakanir um kynferðisbrot
Ólafs Skúlasonar fyrst opinberlega
fram. Snemma árs sendi Sigrún Pálína
sitt fyrsta erindi til siðanefndar
Prestafélagsins þar sem hún lýsti mál-
inu og kvartaði undan viðbrögðum sr.
Pálma og sr. Vigfúsar. 
15. febrúar 1996 lauk siðanefnd mál-
inu formlega og sagði sættir hafa
náðst milli sr. Vigfúsar og Sigrúnar, en
vísaði ?öðrum afurðum? málsins til
stjórnar Prestafélagsins. Málið átti
með ýmsum hætti aftur eftir að koma
inn á borð siðanefndar.
22. febrúar sendi Ólafur formlegt er-
indi til ríkissaksóknara þar sem hann
óskaði eftir opinberri rannsókn á
meintum ærumeiðingum í hans garð
af hálfu Sigrúnar Pálínu og tveggja
annarra kvenna sem þá höfðu stigið
fram. 
1. mars gaf kirkjuráð, sem sr. Karl Sig-
urbjörnsson, síðar biskup, átti sæti í,
út yfirlýsingu þar sem ásakanir á
hendur Ólafi voru harmaðar. 
2. og 3. mars sömdu Sigrún, sr. Karl
og sr. Hjálmar Jónsson yfirlýsingu til
að lægja öldurnar. Sigrún segir yfirlýs-
ingunni hafa verið breytt og setning,
þar sem hún sagðist standa við orð
sín, verið fjarlægð.
2008lést Ólafur Skúlason og dóttir
hans, Guðrún Ebba, leitaði til kirkj-
unnar og sagði frá ofbeldi sem hún
varð fyrir af hálfu föður síns. Lítið
hafði þá verið rætt um biskupsmálið í
mörg ár. Í kjölfarið var skipuð rann-
sóknarnefnd til að fara yfir viðbrögð
þjóðkirkjunnar frá upphafi til enda.
Upphaf bisk-
upsmálsins í
hnotskurn
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Ljóst er að þjóðkirkjan brást konun-
um sem leituðu til hennar á árinu
1996 með ásakanir á hendur Ólafi
Skúlasyni, þáverandi biskupi Ís-
lands, að sögn Róberts Spanó, for-
manns rannsóknarnefndar kirkju-
þings. Skýrsla nefndarinnar var gerð
opinber í gær.
?Kirkjan hefur að okkar mati
brugðist við meðferð þessa máls með
því að taka ekki við þessum einstak-
lingum og fjalla um mál þeirra af
sanngirni og virðingu og með fagleg-
um og vönduðum hætti,? segir Ró-
bert. Skort hafi á að kirkjan fylgdi
þessum málum eftir með þeim hætti í
samræmi við þau gildi og grundvall-
arhugsjónir sem hún standi fyrir. 
Ennfremur væri ljóst að gerð hafi
verið mistök í meðferð málsins af
hálfu þjóðkirkjunnar á ýmsum stig-
um þess. Fram kemur í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar að viðbrögð
presta og annarra starfsmanna kirkj-
unnar við málinu hafi einkennst ?af
ráðaleysi og skorti á faglegum og
vönduðum vinnubrögðum.? Sú álykt-
un eigi einnig við um viðbrögð kirkj-
unnar á árunum 2008 til 2010 þegar
málið kom aftur til kasta hennar.
Á hinn bóginn sagði Róbert að ekki
mætti horfa framhjá því að kirkjan
hafi sýnt viðleitni ?til þess að laga og
betrumbæta hlutina.? Sagðist hann
vona að með gerð skýrslu nefndar-
innar gæti kirkjan gert enn betur í
þeim efnum.
Mistök á ýmsum stigum
Meðal þess sem rannsóknarnefnd-
in gerir athugasemdir við er aðkoma
sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar að
stuðningsyfirlýsingu við Ólaf Skúla-
son 5. janúar 1996 í ljósi þess að hann
hafi þá nokkrum mánuðum áður tek-
ið við Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur,
einni þeirra kvenna sem ásakað hafa
Ólaf um kynferðisbrot, sem sálusorg-
ari og hlustað á frásögn hennar af því
að hann hafi beitt hana kynferðisof-
beldi árið 1978.
Þá eru gerðar sérstakar athuga-
semdir við þá ákvörðun sr. Baldurs
Kristjánssonar, þáverandi varafor-
manns Prestafélags Íslands, sem
einnig gegndi trúnaðarstarfi gagn-
vart Ólafi sem biskupsritari og ritari
kirkjuráðs, að sitja áfram fundi
stjórnarinnar í febrúar og mars 1996
þegar erindi þeirra þriggja kvenna
sem sakað höfðu biskup um kynferð-
isbrot voru til umfjöllunar í henni. Þá
er einnig fundið að því að stjórn
Prestafélagsins hafi ekki krafist þess
að Baldur viki sæti.
Rannsóknarnefndin telur enn-
fremur að þeir kirkjuráðsmenn sem
stóðu að stuðningsyfirlýsingu við
Ólaf 1. mars 1996 hafi gert alvarleg
mistök með því að gefa hana út op-
inberlega á sama tíma og einstakir
þættir málsins voru til meðferðar á
viðeigandi vettvangi hjá siðanefnd og
stjórn Prestafélagsins, ekki síst þar
sem Ólafur var forseti ráðsins. 
Stuðningsyfirlýsing Prófasta-
félags Íslands 7. mars sama ár er
gagnrýnd á sömu forsendum en fram
kemur að líta verði svo á að sú yf-
irlýsing fullnægi þeim skilyrðum að
vera talin tilraun til þess að þagga
málið niður.
Sáttahlutverkið mistök
Sú ákvörðun Karls Sigurbjörns-
sonar, þáverandi sóknarprests í Hall-
grímskirkju, að taka að sér að leita
sátta á milli Ólafs og Sigrúnar Pálínu
2. mars 1996, daginn eftir að hann
átti aðkomu að yfirlýsingu kirkju-
ráðs, fól í sér yfirsjón af hans hálfu að
mati rannsóknarnefndarinnar sem
telja verði mistök. 
Þá hafi ennfremur verið gerð mis-
tök við móttöku kirkjuráðs á erindi
Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur
Ólafs, 27. mars 2009, sem óskaði eftir
fundi með ráðinu til að segja sögu
sína en fram hefur komið að faðir
hennar beitti hana kynferðisofbeldi
þegar hún var barn og unglingur. Þá
hafi erindi hennar aldrei verið svarað
formlega.
Morgunblaðið / Golli
Ólafur Skúlason Hlutverk rannsóknarnefndar kirkjuþings var að meta hvort kirkjunnar þjónar hefðu gerst sekir um vanrækslu, mistök eða þöggun.
Tók ekki á málinu af
sanngirni og virðingu
L50098 Segir þjóðkirkjuna hafa brugðist þeim einstaklingum sem leituðu til hennar
Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Valdabarátta innan þjóðkirkjunnar
hafði veruleg áhrif á það í hvaða far-
veg ásakanir á hendur Ólafi Skúla-
syni um kynferðisbrot fóru að mati
rannsóknarnefndar kirkjuþings.
Margir kirkjunnar menn hafi talið
að málið væri runnið undan rifjum
andstæðinga Ólafs innan kirkjunnar
til þess að reyna að koma á hann
höggi.
Þannig kom meðal annars fram í
málflutningi Karls Sigurbjörns-
sonar, biskups Íslands, fyrir nefnd-
inni að bæði í kirkjuráði árið 1996
þegar málið var orðið opinbert og í
Prófastafélaginu hafi verið menn
sem hafi verið ?mjög ákveðnir í því
að þetta væri bara pólitík.? Karl sat
þá í kirkjuráði en Ólafur sótti það
mjög stíft að báðar þessar stofnanir
lýstu opinberlega yfir stuðningi við
sig í málinu. Það gerðu þær síðan í
mars það ár, kirkjuráð fyrst og Pró-
fastafélagið nokkrum dögum síðar. 
Fór sínu fram óhikað
Sr. Baldur Kristjánsson, sem þá
var kirkjuráðsritari, sagði fyrir
rannsóknarnefndinni að ekki mætti
gleyma því að kirkjuráð væri þröng-
ur hópur þar sem menn yrðu miklir
vinir. ?Ólafur fullyrti alltaf við menn
að það væri ekkert til í þessu. Þetta
væri misskilningur og þetta væri
lygi og þvættingur og menn trúðu
honum bara.?
Fram kemur í skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar að ekki leiki á því
vafi að haft hafi áhrif á framgöngu
kirkjunnar manna í málinu að ásak-
anirnar beindust að æðsta yfirmanni
þjóðkirkjunnar.
?Þá verður ráðið af framburði
þeirra sem fyrir nefndina komu að
áhrif Ólafs Skúlasonar á samstarfs-
menn sína og aðra starfsmenn kirkj-
unnar voru verulega mikil. Bisk-
upinn hafi verið með mikinn og
ráðandi persónuleika, hann hafi far-
ið sínu fram og óhikað látið í ljósi af-
stöðu sína um stöðu málsins. Menn
hafi verið dregnir í dilka sem ann-
aðhvort ?með honum eða á móti?.
Hafi hann þannig með framgöngu
sinni haft mótandi áhrif á aðgerðir
einstaklinga sem að málinu komu,?
segir í skýrslunni.
?Menn trúðu honum bara?
L50098 Viðbrögð kirkjunnar manna stjórnuðust einkum af valdabaráttu, ?ráðandi
persónuleika? Ólafs Skúlasonar og hollustu við æðsta yfirmann þjóðkirkjunnar
Karl 
Sigurbjörnsson
Sr. Baldur 
Kristjánsson
Sr. Geir Waage,
sóknarprestur,
lýsti því fyrir
rannsóknar-
nefnd kirkjuráðs
þegar Ólafur
Skúlason reyndi í
lok janúar árið
1996 að fá hann
til að stinga
gögnum um
ásakanir um kynferðisbrot í garð
Ólafs undir stól en Geir var þá for-
maður Prestafélags Íslands. 
Fram kom að Geir hafi harð-
neitað að verða við því og hafi þá
Ólafur orðið ?snöggvondur, mjög
reiður.? Geir sagðist hafa haldið að
Ólafur ætlaði að leggja hendur á
sig svo reiður hafi hann orðið. Hafi
hann öskrað á Geir og sagt hann til
skammar fyrir kirkjuna.
Hélt að Ólafur hefði
ætlað að leggja
hendur á sig
Sr. Geir Waage

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52