Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
María Elísabet Pallé
mep@mbl.is
?Bjarni Jónsson, fulltrúi meirihlut-
ans í mannréttindaráði Reykjavíkur-
borgar, segir berum orðum að til-
gangurinn með tillögum ráðsins sé
að gera hinn opinbera skóla hlutlaus-
an. Engu að síður vill hann þvinga
sinni lífssýn inn í skólana,? segir
Gísli Jónasson prófastur. Hann telur
mannréttindaráð ekki hafa tekið
þátt í efnislegri umræðu um lokatil-
lögur að samskiptareglum leikskóla,
grunnskóla og frístundaheimila
borgarinnar við trúar- og lífskoðun-
arfélög. 
Gísli bendir á að upprunalegu til-
lögunum hafi aðeins lítillega verið
breytt og segir vinnubrögð mann-
réttindaráðs með ólíkindum og að
margar tillögur séu í trássi við
Barnasattmála Sameinuðu þjóðanna
og jafnræðisreglu stjórnarskrárinn-
ar þegar félagslegt starf trúfélag-
anna er túlkað sem trúboð og trú-
ariðkun.
Mannréttindi felast í þjónustu
Gísli segir að það geti ekki talist
mismunun að leyfa börnum að taka
þátt í trúarlegu starfi á meðan önnur
börn taki þátt í öðru félagsstarfi.
Telur hann að mannréttindi barna
felist í að öllum börnum sé sinnt með
viðeigandi hætti. Verði trúarlegt
starf bannað þurfi bannið að gilda
um allar tegundir félagslegs starfs.
Þá bendir hann á, að þó svo Nýja
testamentið sé vissulega trúarrit
þýði bann við dreifingu þess um leið
bann við einni af meginstoðum og
sterkasta áhrifavaldi evrópskar
menningar. Þar á meðal séu bók-
menntir, myndlist, tónlist og heim-
speki.
Samráð um samskiptareglur
Gísli sendi ýtarlegar athugasemd-
ir við lokatillögur mannréttindaráðs
til borgarráðs og vonar að borgar-
fulltrúar taki samskiptareglurnar til
umfjöllunar í samráði við alla þá
hópa samfélagsins sem eiga hlut að
máli.
Hvað varðar heimsóknir trúar- og
lífskoðunarfélaga innan veggja leik-
og grunnskóla og frístundaheimila
segir hann þær hvorki brjóta í bága
við grunnskólalög, aðalnámskrá leik-
skóla eða ákvæði mannréttindasátt-
mála Evrópu. ?Verði slíkt bannað
innan skólans hljóti það að leiða til
þess að jafnframt verði að banna alla
kynningu innan skólans á öðru fé-
lagslegu starfi, hvaða tegund sem
það svo er. Annað væri brot á jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar og
ýmsum mannréttindaákvæðum.? 
Gísli ítrekar í sínum athugasemd-
um að trúfrelsi sé fólgið í því að fá að
velja og að Barnasáttmáli Samein-
uðu þjóðanna eigi einmitt að tryggja
rétt barna til að velja, félagslega og
trúarlega. 
Gísli segir að brotið geti verið á
foreldraréttinum, verði félagsleg
starfsemi trúarfélaganna bönnuð í
frístundaheimilum. Túlkar Gísli
regluna svo að samkvæmt henni
megi börn ekki taka þátt í kirkjulegu
starfi á frístundaheimilum, jafnvel
með leyfi foreldranna, en réttur for-
eldra til að ala börn sín upp í sam-
ræmi við eigin lífsskoðanir sé ótví-
rætt tryggður í mannréttinda-
sáttmála Evrópu. 
Fermingarfræðsla og barnastarf
má ekki trufla lögbundið skólastarf
sem geti leitt til mismununar nem-
enda sem eru ekki í trúar- og lífs-
skoðunarfélögum. Gísli segir það
hins vegar vera rétt foreldra að biðja
um frí fyrir börn sín.
Engin efnisleg rök komin 
L50098 Hefur ítrekað reynt að hafa samskipti við mannréttindaráð en engin svör fengið
L50098 Samskiptareglurnar ekki í samræmi við Barnasáttmálann og jafnræðisreglu
Morgunblaðið/Ernir
Mannréttindi Miklar deilur hafa verið um samskiptareglur við trúar- og líf-
skoðunarfélög. Athugasemdir hafa verið sendar til borgarráðs. 
Lokatillögur 
mannréttindaráðs
» Mannréttindastefna var
samþykkt árið 2006.
» Trúar- og lífsskoðunarfélög
skulu ekki starfa innan leik-,
grunnskóla né frístundaheim-
ila.
» Nemendur skulu ekki vera
þátttakendur í helgisiðum og
athöfnum.
» Fermingarfræðsla skal ekki
leiða til mismununar.
» Helgistundir sem tengjast
viðbrögðum við áfalli skulu
fram fram utan skólatíma.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í
gær kröfu Skarphéðins Bergs Stein-
arssonar, fyrrverandi stjórnarfor-
manns FL Group, um samtals tíu
milljóna króna bætur vegna kyrr-
setningar eigna hans á síðasta ári í
tengslum við rannsókn skattrann-
sóknarstjóra. Kyrrsetningin var síð-
ar felld úr gildi þar sem ekki var tal-
inn lagagrundvöllur fyrir henni.
Skarphéðinn krafðist skaðabóta
upp á fimm milljónir króna og ann-
arra fimm milljóna króna í miska-
bætur. Lögmaður hans sagði fyrir
dómi, að skattrannsóknarstjóri og
tollstjóri hefðu gert óvenju róttæka
og ólögmæta aðför að Skarphéðni og
fjárhagslegri afkomu fjölskyldu
hans. Þessi aðför hafi vakið mikla at-
hygli og fjölmiðlaumræðu um ein
viðkvæmustu einkamál hvers
manns; fjárhagslega stöðu hans.
Frétt lekið til fjölmiðla
Jafnframt hefði frétt um kyrrsetn-
inguna verið lekið til fjölmiðla af
hálfu embættanna en Skarphéðinn
sagðist fyrst hafa frétt af málinu frá
fjölmiðlum. Því verði ekki betur séð
en að Skarphéðinn hafi verið gerður
að blóraböggli í máli þar sem ætlun
stofnananna virðist hafa verið að
svara kalli í opinberri umræðu um
kyrrsetningu á eignum auðmanna
eftir bankahrunið haustið 2008. Á
þeirri vegferð hafi öllum réttar-
reglum verið vikið til hliðar, bæði
stjórnsýslulögum en ekki síður
skattalögunum sjálfum.
Embættin bentu hins vegar á að
Skarphéðinn Berg sæti rannsókn
skattrannsóknarstjóra vegna
meintra skattsvika Stoða hf., áður
FL Group hf. sem hafi verið almenn-
ingshlutafélag undir stjórnarfor-
mennsku stefnanda. Hann hafi enn
réttarstöðu sakbornings og sé rann-
sóknin á lokastigi. Kyrrsetningin
hafi verið þáttur í refsivörslu skatt-
rannsóknarstjóra. Þá mótmæltu
embættin því, að starfsmenn þeirra
ættu einhvern þátt í því að frétt um
kyrrsetninguna hefði borist til fjöl-
miðla í aðdraganda hennar.
Dómurinn féllst ekki á að í kyrr-
setningu á eignum Skarphéðins
Bergs hefði falist brot á skaðabóta-
reglum eða í því hafi falist ólögmæt
meingerð gegn persónu hans heldur
hafi, þrátt fyrir niðurstöðu kyrrsetn-
ingarmálsins, verið um að ræða eðli-
legan þátt í þeirri skattrannsókn
sem enn standi yfir. Þá sé með öllu
ósannað að starfsmenn embættanna
hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla.
Kröfu um bætur
vegna kyrrsetn-
ingar hafnað
L50098 Hefur enn réttarstöðu sakbornings
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hafnað Skarphéðinn Berg krafðist
bóta vegna kyrrsetningar eigna.
Langflestir þeirra sem töldu fram at-
vinnuleysisbætur á skattframtali
ársins 2010 voru búsettir á höfuð-
borgarsvæðinu, rúmlega 15 þúsund
manns. Hlutfallslega fengu þó flestir
greiddar bætur á Reykjanesskaga
en um tuttugu prósent íbúa sveitar-
félaga þar töldu fram atvinnuleys-
isbætur. Þetta kemur fram í grein
Páls Kolbeins um mun á atvinnuleysi
eftir sveitarfélögum í nýjasta hefti
Tíundar, fréttablaðs ríkisskattstjóra.
Alls töldu 10.546 manns fram at-
vinnuleysisbætur í Reykjavík, 2.664 í
Kópavogi og 2.379 í Hafnarfirði.
Hlutfall íbúa sem töldu fram atvinnu-
leysisbætur í Reykjavík, Kópavogi
og Hafnarfirði var í takti við lands-
meðaltal eða í kringum 11-12 pró-
sent. Þrátt fyrir að vera með flesta
íbúa á bótum var Reykjavík aðeins í
22. sæti yfir hlutfall íbúa á atvinnu-
leysisbótum.
Sandgerðisbær á toppnum
Á Reykjanesi var sama hlutfall
mun hærra. Þannig var fjöldi þeirra
sem töldu fram bætur í Reykja-
nesbæ sá fjórði mesti á landinu þó að
sveitarfélagið sé það fimmta stærsta.
Sandgerðisbær trónir á toppnum yf-
ir hæst hlutfall framteljanda á at-
vinnuleysisbótum en þar var það
20,3%. Í Reykjanesbæ var það
19,3%, í Vogum 18,2% og 17,2% í
Garði.
Þannig eru atvinnuleysisbætur
mikilvægur hluti tekna sumra sveit-
arfélaga á landinu. Þannig eru þær
5,9% tekna Helgafellsveitar þar sem
18,4% framteljenda gáfu upp at-
vinnuleysisbætur.
20% íbúa
Reykjaness
fá bætur
LEIKHÓPURINN LOTTA BÝÐUR ÁSKRIFENDUM MORGUNBLAÐSINS
2 FYRIR 1 Á SÝNINGUNA MJALLHVÍTI OG DVERGANA SJÖ
GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar
í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á
mbl.is/moggaklubburinn
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
Leikhópurinn Lotta ferðast með sýningar sínar út um allt land og sýnir alltaf utandyra.
Í sumar eru sýningarstaðir yfir 50 talsins.
Næstu sýningar:
11. júní laugardagur 13:00 Grundarfjörður ? Þríhyrningurinn
11. júní laugardagur 17:00 Stykkishólmur ? Kvenfélagsgarðurinn
12. júní sunnudagur 13:00 Patreksfjörður ? Á túninu við Albínu
12. júní sunnudagur 17:00 Tálknafjörður ? Á túninu við Grunnskólann
13. júní mánudagur 18:00 Ísafjörður ? Sjúkrahústúnið
14. júní þriðjudagur 18:00 Bolungarvík ? Hátíðarsvæðið við grunnskólann
KORTIÐ GILDIRTIL
30.09.2011
? MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52