Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ú
tlit er fyrir
að í dag
verði sam-
þykkt sem lög frá
Alþingi annað
tveggja frumvarpa
ríkisstjórnarinnar
um aðför að sjávarútveginum.
Afgreiðsla málsins er öll hin
ömurlegasta og þinginu til
minnkunar. Niðurstaðan er
eðli máls samkvæmt í sam-
ræmi við það. 
Áður en þessi tvö frumvörp
komu fram var flestum orðið
ljóst að ætlunin væri að þvinga
fram umfangsmiklar en jafn-
framt illa undirbúnar grund-
vallarbreytingar á fiskveiði-
stjórnarkerfi landsins. Þetta
varð ljóst þegar forysta rík-
isstjórnarinnar ákvað að gera
ekkert með niðurstöðu sátta-
nefndarinnar, sem hún hafði
þó sjálf skipað. Tillögur þeirr-
ar nefndar þóttu ekki skaða
sjávarútveginn nægilega mikið
og þess vegna tóku ráðherr-
arnir málið til sín og unnu að
því áfram í leynd og án sam-
ráðs. Út úr því komu umrædd
tvö frumvörp sem margir hafa
gagnrýnt harkalega og varla
nokkur maður mælt bót.
Vinnubrögðin eftir að frum-
vörpin komu fram hafa svo
verið hálfu verri en fram að
því. Meirihlutinn í sjáv-
arútvegsnefnd þingsins fór
fram á það af umsagnaraðilum
að þeir ynnu umsagnir sínar á
einni helgi og til að undirstrika
ósvífnina var sjómannadags-
helgin valin. 
Þegar umsagnirnar komu
fram voru þær allar á einn veg;
umsagnaraðilar
lögðu til að málið
yrði ekki afgreitt
enda væri það van-
hugsað og stór-
skaðlegt fyrir þá
sem starfa að sjáv-
arútvegi. Þegar þetta lá fyrir
var málið rifið út úr nefndinni
umræðulaust og í fullum
ágreiningi við minnihlutann
sem vildi efnislega umræðu.
Svo mikill hefur asinn verið
við að þröngva málinu í gegn-
um þingið að stjórnarmeiri-
hlutinn á þingi hefur ekki gefið
kost á að beðið sé álits sér-
fræðinefndar sem ráðherra
skipaði til að meta áhrifin.
Þess í stað er málið knúið í
gegn með tilheyrandi tjóni fyr-
ir sjávarútveginn og byggð-
irnar í landinu. 
Ekki er síður alvarlegt að
ríkisstjórnin lítur aðeins á
lagasetninguna nú sem fyrsta
óheillaskrefið í þá átt að setja
sjávarútveginn í heild sinni á
hliðina. Áform ríkisstjórn-
arinnar hljóða ekki aðeins upp
á að fá samþykkt hið lítillega
útvatnaða minna frumvarp.
Ætlunin er að láta kné fylgja
kviði í haust. 
Með þessari framgöngu
heldur ríkisstjórnin sjávar-
útveginum í algerri óvissu um
framtíðina og veldur þar með
honum og atvinnulífi landsins í
heild sinni miklum skaða. Það
sem sjávarútvegurinn þarf á
að halda er stöðugleiki og
vinnufriður, en ef marka má
orð forystumanna ríkisstjórn-
arinnar eru litlar líkur til að
svo verði.
Stjórnin býður sjáv-
arútveginum upp á
óvissu en ekki stöð-
ugleika og vinnufrið
}
Fyrsta óheillaskrefið
M
arkaðurinn,
sem svo er
kallaður, er ólík-
indatól og sumir
telja að hann einn
hafi að lokum rétt fyrir sér. En
vitað er að markaðinn má plata
og það gerðist í stórum stíl á
misserunum fyrir ?hrun.? Sér-
stök athugun á því spilverki
öllu og hverjir léku þar stærstu
hlutverk hefur ekki enn farið
fram. En margur búturinn hef-
ur birst. Greiningardeildir voru
umburðarlyndir undirleikarar.
Kauphöllin var a.m.k. ótrúlega
nærsýn. Endurskoðendur
höfðu mjög sérstakt mat á því
hvað væri hægt að skrifa undir
með yfirlýsingu að uppgjör eða
reikningur gæfi góða mynd af
stöðunni. Bréf voru keypt af
þeim sem hag höfðu af því að
halda uppi verði og virðulegir
sjeikar myndaðir með inn-
fæddum fyrirmennum til að
gera galdurinn trúverðugri.
Fyrrnefndir bútar og ýmsir
fleiri sem birst hafa
gefa vissulega
margt misjafnt til
kynna. En bútana
þarf að fella saman
svo myndin verði heilleg. Það
hefur ekki enn verið gert. Sá
bútasaumur má ekki dragast úr
hömlu. Gerist það mun heild-
armyndin aldrei verða mönnum
ljós. Bók Björns Bjarnasonar,
Rosabaugur, vekur eftirtekt af
því að hún tekur málefnalega á
einum mikilvægum þætti
?hrunsins,? þætti sem Rann-
sóknarnefnd Alþingis kaus af
óskiljanlegum ástæðum að
sneiða hjá. Bók um bútasaum-
inn sem varpa myndi ljósi á
hvernig tengingarnar voru og
hverjir héldu um flesta spotta
?á markaði? myndi gera mikið
gagn. Viðbrögðin við Rosa-
baugi sýna að þeir sem hingað
til hafa staðið traustastan vörð
um lygina í landinu hafa ekki
sama afl og áður. Það er fagn-
aðarefni.
Rosabaugi þarf að
fylgja eftir
}
Bútasaums er þörf
T
ilkynnt var með lúðraþyt og
fagnaðarlátum í vikunni að rík-
ið hefði selt erlendum fjár-
festum skuldabréf upp á einn
milljarð dollara, eða 114 millj-
arða króna á seðlabankagengi. Lán þetta
ber 5% vexti og er til fimm ára.
Þessi lántaka er liður í stóra plani
stjórnvalda út úr þeim efnahagsvanda sem
að okkur steðjar um þessar mundir. Vand-
inn felst í því að við höfum skuldsett okkur
um efni fram. Lausnina telja stjórnarherr-
arnir felast í því að fá meiri fjármuni að
láni.
Hið opinbera skuldar meira en það á í er-
lendum gjaldeyri. Forði Seðlabankans er
með öðrum orðum tekinn að láni.
Stóra planið gengur út á að stækka gjald-
eyrisforðann, eignir Seðlabankans í erlendum myntum,
þannig að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin án þess
að gengi krónunnar hríðfalli. Taka meira að láni í er-
lendri mynt, svo forði verði nægur til að halda við krón-
una.
Með öðrum orðum er ætlunin að nota forða Seðla-
bankans, sem er allur tekinn að láni, til þess að bjarga
útlendingum, sem eiga krónur hér á landi. Afhenda
þeim forðann fyrir krónur. Í einni viljayfirlýsingu
stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir einmitt,
að ríkið ætli sér að sjá bönkunum fyrir lausafé í er-
lendri mynt, þegar höftin verða afnumin.
Eignir útlendinga á Íslandi skipta hundr-
uðum, ef ekki þúsundum, milljarða króna.
Það er því alveg ljóst, að verði höftin af-
numin og ætli ríkið sér að nota forðann -
sem er sem fyrr segir tekinn að láni - til að
bjarga erlendum krónueigendum um evrur,
verður erlend nettóstaða ríkisins að öllum
líkindum algjörlega óviðráðanleg. Skuld-
irnar í erlendri mynt verða hundruðum
milljarða meiri en eignirnar.
Grikkir fengu líka erlend lán. Fjárfestar
höfðu sömu trú á gríska ríkinu og þeir hafa
núna á því íslenska, ef marka má útboðið í
vikunni. Þessi lántaka gríska ríkisins er rót
þess vanda sem núna steðjar að grísku þjóð-
inni. Ríkið tók háar fjárhæðir að láni í mynt
sem það getur ekki prentað.
Ef stóra planið gengur eftir er allt eins víst að eftir
nokkur ár verðum við komin í sömu stöðu og Grikkir
núna. Við ættum því að láta aðeins staðar numið og
hugsa okkar gang, áður en við skuldsetjum íslenska rík-
ið til að henda erlendum gjaldeyri út um gluggann, í
þeirri von að okkur takist að endurfjármagna skuld-
irnar út í eilífðina. Munum eftir þremur bönkum, sem
tóku gríðarlega fjármuni að láni í erlendri mynt, í þeirri
fullvissu að alltaf væri hægt að endurfjármagna, rúlla
skuldabagganum á undan sér, þangað til fjármagn yrði
aftur ókeypis. ivarpall@mbl.is 
Ívar Páll
Jónsson
Pistill 
Lántaka varð Grikkjum að falli
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
S
teingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra hafði
orð á því í eldhúsdags-
umræðunum á Alþingi í
vikunni að bílakaup lands-
manna væru að glæðast, er hann taldi
upp ýmis teikn á lofti um betri tíma í
þjóðfélaginu. Vísaði hann til fregna af
nýskráningum bifreiða, sem voru um
2.200 fyrstu fimm mánuði ársins borið
saman við 997 eftir sama tíma í fyrra.
Er þetta 120% aukning frá fyrra ári.
En hvað er á bak við þessar tölur?
Er almenningur farinn að kaupa nýja
bíla í stórum stíl? Við nánari skoðun
kemur í ljós að svo er ekki að öllu
leyti. Að stærstum hluta eru þetta
bílaleigubílar sem halda uppi bílasöl-
unni í landinu, eða eins og einn bílasali
orðaði það við blaðið: Bílaleigurnar
eru okkar bestu vinir í dag!
Af um 2.200 nýskráningum frá jan-
úar til maí sl. eru ríflega 1.900 fólks-
bílar, eða 1.890 nýir og 146 bílar flutt-
ir inn notaðir. Af þessum 1.890 nýju
fólksbílum voru seldir 1.075 bíla-
leigubílar eða 57% af allri sölu á nýj-
um fólksbílum, samkvæmt upplýs-
ingum frá Bílgreinasambandinu.
Ef eingöngu er skoðaður maímán-
uður, sem er helsti skráningarmaður
ársins hjá bílaleigum, þá keyptu bíla-
leigurnar 814 bíla af 1.062 fólksbílum
skráðum í þeim mánuði, eða 77%. Í
sama mánuði í fyrra keyptu bílaleig-
urnar 305 fólksbíla af 790 seldum
þann mánuðinn, eða 38%.
Kaupa af brýnni nauðsyn
?Þetta væru ansi daprar tölur ef
þeirra nyti ekki við,? segir Özur Lár-
usson, framkvæmdastjóri Bílgreina-
sambandsins, um hlut bílaleignanna í
bílasölu. Hann segir þær hafa haldið
uppi markaðnum eftir hrunið og hlut-
ur þeirra af allri bílasölu aldrei verið
meiri en í ár. En Özur bendir jafn-
framt á að bílaleigubílarnir skili sér út
á markaðinn síðar.
Að bílaleigum frátöldum segir Özur
að bílakaup almennings séu heldur að
glæðast síðustu mánuði en það skýrist
fyrst og fremst af brýnni nauðsyn.
Fólk þurfi að endurnýja bíla sína eins
og bílaleigurnar en það velji þá frekar
notaða bíla en nýja. Hins vegar sé
mikill skortur á góðum notuðum bíl-
um. ?Markaðurinn æpir á nýja bíla,
flotinn er orðinn það gamall hér á
landi,? segir Özur og bendir á að þrír
árgangar af nýjum bílum hafi eig-
inlega horfið, frá 2008 til 2010.
Breytingar voru gerðar á skatt-
lagningu bifreiða um síðustu áramót,
sem höfðu þau áhrif að ákveðnar bíl-
tegundir lækkuðu í verði, einkum
smærri bílar og umhverfisvænir. Öz-
ur segir þessar breytingar hafa dugað
skammt. Mikið skorti á að gera fólki
auðveldara að endurnýja fjöl-
skyldubílinn. Miðlungsstórir bílar og
jeppar hafa í mörgum tilvikum hækk-
að verulega í verði.
Bílgreinasambandið hefur hamrað
á því að það sé umhverfis- og öryggis-
mál að gera fólki kleift að endurnýja
bíla sína. Öryggisbúnaður og vélar
hafa tekið stökkbreytingum, þar sem
bílaframleiðendur keppast við að
framleiða vélar sem eyða sem
minnstu og menga sem minnst. ?Á
meðan erum við hér heima á Íslandi
að púkka upp á gömlu drusluna til
þess að halda henni gangandi sem
lengst þar sem við höfum ekki efni á
að endurnýja þessa tækni,? segir Öz-
ur.
Stærsta bílaleigan á markaðnum er
Bílaleiga Akureyrar-Höldur. Stein-
grímur Birgisson framkvæmdastjóri
segir fyrirtækið kaupa um 700 nýja
bíla á þessu ári, sem er svipaður fjöldi
og í fyrra. Var bílaleigan með um 25%
af öllum nýjum bílum á síðasta ári.
Höldur er einnig með bílasölu og
Steingrímur segir hana aðeins vera að
glæðast á nýjum bílum en mun betur
gangi að selja notaða bíla. Þetta er þó
svipur hjá sjón miðað við hvernig var
fyrir hrun.
Bílaleigurnar bestu
vinir bílasalanna
Sala nýrra bíla jan-maí 2011
Fólksbílar
Bílaleigubílar þar af
1.890
1.075
Nýskráningar í maí
Heimild: Bílgreinasambandið
2010:
Nýir
fólksbílar
Bílaleigu-
bílar þar af
Nýir
fólksbílar
Bílaleigu-
bílar þar af
790
305
1.062
814
2011:
Bílaleigurnar hafa löngum
tengst bílasölum og -umboð-
um, þar sem eigendur hafa ver-
ið þeir sömu, en þetta hefur
minnkað eftir hrunið. Bílaleig-
an Sixt er í eigu Bílabúðar
Benna og Dollar Thrifty í eigu
Brimborgar. Áður voru bílaleig-
urnar Avis, ALP og Budget
tengdar Ingvari Helgasyni hf.
en ekki lengur, og hið sama
átti við um Hertz og Toyota-
umboðið er Magnús Krist-
insson var sami eigandinn. Þá
starfrækir Bílaleiga Akureyrar
einnig bílasölu og er með um-
boð á Akureyri fyrir Heklu,
Bernhard og Öskju.
Tengsl við
bílaumboðin
BÍLALEIGURNAR
Bílar Umboð og leigur í samstarfi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52