Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
Framsóknarmaður
skrifar:
Það var í frétt-
unum nýlega að
Hvalur hf. ætlar
ekki að veiða hval í
sumar. Samt voru
þeir búnir að gera
allt klárt uppi í
Hvalfirði til að taka
á móti veiddum
hvölum, verka þá og skera. Margir
missa sumarvinnu sína sem annars
hefðu haft góð störf við hvalskurð í
sumar 2011. Talað er um 150 manns.
Sú skýring er gefin á þessu, að ástand
sé slæmt í Japan vegna sjávarflóða af
völdum jarðskjálfta og svo hafi mót-
taka fyrir hvalaafurðir frá Íslandi
orðið fyrir tjóni í jarðskjálftanum
sjálfum. Allt hjálpast því að með það
að við getum ekki selt hvalaafurðir til
Japans í bili, eða árið 2011. 
Nú er tækifæri fyrir ríkissjóð til að
taka yfir Hval hf. gegn hæfilegri leigu
sem ríkissjóður fengi upp á krít í bili.
Hvalur hf. hefur fengið margt frá rík-
inu. Ef þetta gengi ekki með góðu þá
tæki ríkissjóður Hval hf. leigunámi í
sumar 2011. Það réttlætir slíkt leig-
unám fyllilega að þjóðin hefur ekki
efni á því miðað við núverandi kreppu
og atvinnuleysi að láta þessa auðlind
þjóðarinnar sjálfrar sem hvalveiðar
okkar eru vissulega vera ónotaða og
fara til spillis sumarið 2011. Við skul-
um ekki gleyma því að þjóðin sjálf á
allan réttinn til hvalveiðanna á stóru
hvölunum en ekki Hvalur hf. Þeir
þurfa leyfi Alþingis til veiða sinna. 
Sækja um veiðileyfi til Alþingis.
Með ríkisveiðum 2011 á stórhval
tæki hvalborgarinn við af hamborg-
aranum að vali kaupenda. Svo fengju
öll veitingahús landsins ódýrt hval-
kjöt til að setja á matseðilinn og selja
ferðamönnum með miklum gjaldeyr-
istekjum. Gæti verið gróðalind. Allir
tekjulitlir ættu kost á ódýrum hval-
borgurum og hvalkjöti í steik á pönn-
una. Allir borði hvalborgara 2011.
LÚÐVÍK GIZURARSON
hæstaréttarlögmaður.
Hvalborgarar handa öllum
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík Gizurarson 
BRÉF TIL BLAÐSINS
AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessa í
dag, laugardag kl. 10.30. Fermingarmessa á
hvítasunnudag kl. 10.30. Í báðum athfönum
þjóna sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir
Bolladóttir og félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja og organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Mar-
grét Ólöf djákni og sr. Sigrún leiða stundina.
Ritningarlestrar, hugleiðing, söngur og bæn.
Sóknarnefndarfólk býður upp á grillaðar pylsur
eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Sr. Sig-
urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjón-
ar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal
djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti er Magn-
ús Ragnarsson. Guðsþjónusta á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sigurðar
Jónssonar sóknarprests. Organisti er Magnús
Ragnarsson, forsöngvari er Tinna Sigurð-
ardóttir. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.
Sjá www.askirkja.is.
ÁSKIRKJA í Fellum | Messa og ferming kl.
14. Organisti er Drífa Sigurðardóttir, sókn-
arpresturinn Lára G. Oddsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari.
ÁSTJARNARKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20.
Helga Þórdís Guðmundsdóttir leiðir tónlistina,
sr. Kjartan Jónsson hugleiðir boðskap hvíta-
sunnunnar. Kaffi á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg messa
Garða- og Bessastaðasóknar í Garðakirkju kl.
20. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir
altari, félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða safn-
aðarsönginn, organisti er Jóhann Baldvinsson.
Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jóns-
húsi kl. 19.40 og frá Hleinum kl. 19.45.
BORGARPRESTAKALL | Hátíðarguðsþjón-
usta í Borgarneskirkju kl. 11. Hátíðarguðsþjón-
usta í Borgarkirkju kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta
í Álftártungukirkju annan hvítasunnudag kl. 14.
Guðsþjónusta verður á Dvalarheimili aldraðra
kl. 16.30.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson
sóknarprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breiðholtskirkju
syngur, organisti er Örn Magnússon.
BÚSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl.
11. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kant-
ors Jónasar Þóris, prestur er sr. Pálmi Matthías-
son. Messuþjónar aðstoða. Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg hátíðar-
guðsþjónusta Digranes- og Hjallasöfnuða verð-
ur í Hjallakirkju kl. 11. Mótorhjólamessa verður
annan hvítasunnudag kl. 20. Messan verður
með tónlist U2 sem íslenskir tónlistarmenn
munu annast ásamt kór Ástjarnarkirkju sem
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds-
dóttur. Vöfflukaffi á staðnum. Allur ágóði rennur
til hjálparstarfs kirkjunnar. Leður og goretex er
?viðeigandi? klæðnaður. Sjá nánar á www.digra-
neskirkja.is
DÓMKIRKJAN | Ferming kl. 11. Prestar eru sr.
Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Hjálmar Jóns-
son. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þor-
mar. Messa annan hvítasunnduag kl. 11. Sr.
Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar. Dómkórinn
syngur, organisti er Kári Þormar.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðarmessa og
ferming kl. 11. Prestur er sr. Jóhanna I. Sig-
marsdóttir, organisti er Torvald Gjerde og kór
Egilsstaðakirkju syngur.
EIÐAKIRKJA | Hátíðarmessa annan hvíta-
sunnudag kl. 13, við upphaf héraðsfundar
Múlaprófastsdæmis. Sr. Jón A. Baldvinsson,
vígslubiskup á Hólum, þjónar fyrir altari, sr. Þor-
geir Arason predikar.
EMMANÚELS BAPTISTAKIRKJAN | Messa
og sunnudagaskóli (Mass & Sundayschool) kl.
12 í Stærðfræðistofu 202 í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ. Veitingar á eftir. Prestur er sr.
Robert Andrew Hansen. Guðsþjónusta á ensku
og íslensku (in English & Icelandic). Þurfi að
sækja má hringja í síma 847-0081.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er dr. Einar Sigurbjörnsson. Kór Fella-
og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur
organista. Meðhjálpari og kirkjuvörður er Kristín
Ingólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Kefas | Grill og samvera verður
annan hvítasunnudag kl. 17. Allir velkomnir en
gott væri ef fólk léti vita af komu sinni með því
að senda tölvupóst á kefas@kefas.is. 
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Hvítasunnuhátíð og
ferming kl. 14. Prestur er sr. Bryndís Valbjarnar-
dóttir, kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlist
ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur orgelleikara.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Sameiginleg
messa Garða- og Bessastaðasóknar. Sr. Friðrik
J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari, félagar
úr Kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsönginn,
organisti Jóhann Baldvinsson. Rúta fer frá Ví-
dalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.40 og
frá Hleinum kl. 19.45.
GLERÁRKIRKJA | Hátíðarmessa og ferming
kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og kór
Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Välja-
ots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur,
einsöngvari er Hlín Pétursdóttir og organisti er
Hákon Leifsson. Guðsþjónusta á Hjúkr-
unarheimilinu Eir annan hvítasunnduag kl.
15.30. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson söngvari
leikur á hljómborð og syngur. Þorvaldur spilar
frá kl. 15.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt-
arisganga og samskot til Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga. Messuhópur. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur og organisti er Ásta Har-
aldsdóttir, prestur er sr. Guðný Hallgrímsdóttir.
Molasopi á eftir.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn
Helgu Bryndísar Magnúsdóttur organista.
Messa í Víðihlíð kl. 14.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14. Sr. Auður Inga Ein-
arsdóttir heimilisprestur messar. Feðginin
Heiðrún Guðvarðardóttir og Guðvarður Jónsson
syngja. Organisti er Kristín Waage.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Guðsþjón-
usta og ferming kl. 11. Prestur er sr. Sigríður
Guðmarsdóttir, kór Guðríðarkirkju syngur undir
stjórn Hrannar Helgadóttur organista. Með-
hjálparar Aðalsteinn Dalman Októsson og Sig-
urður Óskarsson. Kirkjuvörður er Lovísa Guð-
mundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferming-
armessa kl. 11. Prestar sr. Þórhallur Heim-
isson og sr. Þórhildur Ólafs. Barbörukórinn
syngur og kantor er Guðmundur Sigurðsson.
HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar,
ásamt rev. Leonard Ashford. Sögustund fyrir
börnin. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja, organisti er Hörður Áskelsson. Messa
annan hvítasunnudag kl. 11. Sr. María Ágústs-
dóttir prédikar og þjónar, ásamt sr. Bjarna Þór
Bjarnasyni. Messuþjónar aðstoða og félagar úr
Mótettukór syngja. Drengjakór frá N-Ameríku
syngur í messuni og býður til tónleika að lokinni
messu. Organisti er Kári Allansson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er
Douglas A. Brotchie og prestur er María Ágústs-
dóttir.
HÓLADÓMKIRKJA | Hátíðarmessa og ferm-
ing kl. 14. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson,
vígslubiskup messar. Hátíðarsöngur sr. Bjarna
sunginn. Kór Hóladómkirkju syngur, organisti
og kórstjóri er Jóhann Bjarnason. Hallfríður
Ólafsdóttir og Ármann Helgason leika á flautu
og klarinett.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma annan
hvítasunnudag kl. 20. Fagnað verður úthellingu
heilags anda yfir kirkju Krists. Ragnar Schram
prédikar. Kaffi á eftir. www.kristskirkjan.is.
KAÞÓLSKA kirkjan: |
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og
19. Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30
og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Orð dagsins:
Hver sem elskar mig. 
(Jóh. 14)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vallaneskirkja, Suður-Múlasýslu.
Hún Eyja frænka er
hundrað ára á annan í
hvítasunnu, 13. júní 2011.
Hvílíkt afmælisbarn. Frá
barnæsku hefur heim-
sókn til Eyju í Dal verið
yndislegt tilhlökkunar-
efni og er enn. Minningar
mínar um þessar heim-
sóknir í mörgum ferðum
sem barn með pabba og
mömmu vestur í Djúp
eru svo minnisstæðar að
undrum sætir. Eftir skrölt á misjöfn-
um vegum fyrir Hvalfjörð, upp Borg-
arfjörð og niður í Borgarnes var ungri
Ragney Eggertsdóttir
stelpu það kærkomið að
koma í Dal og hlaupa í
fang á frænku sinni. Það
sem merkilegast er þó að
nú rúmri háfri öld síðar er
Eyja frænka alveg eins.
Sama ljúfa frænka mín,
ávallt brosandi, alltaf já-
kvæð og hefur aldrei neitt
neikvætt að segja um
nokkurn mann. Hlýlegt
viðmótið, gestrisnin og
ekki síst þessi dásamlega
hlýja og nærvera. Ég verð líka jafn-
undrandi í hvert skipti sem ég heim-
sæki þessa góðu konu hversu minnug
hún er enn og hve mikil skil hún kann
á ætt sinni allri og það í margar kyn-
slóðir og rekur án hiks ævi og störf
ættingja sinna. Manni mínum og dætr-
um tók hún með sama hætti og mér og
varð án nokkurrar fyrirhafnar ástrík
frænka þeirra, sem er auðvitað ekkert
annað en enn ein staðfesting mann-
kosta og fagurs hugarfars.
Nú á þessum stórmerku tímamótum
sendi ég þér Eyja mín, uppáhalds-
frænku minni eins og svo margra ann-
arra, mínar allra bestu kveðjur og
hamingjuóskir á hundraðasta afmæl-
isdaginn þinn. 
Ásta Benný Hjaltadóttir.
Afmæli
Eftir að hafa lesið
fréttir af nýrri sam-
þykkt Mannréttinda-
ráðs Reykjavík-
urborgar og fylgst með
umræðunni þar að lút-
andi hef ég velt því fyr-
ir mér hvaða áhrif hún
hefur á nemendur í
skólum landsins. Án
þess að telja mig í stöðu
til að meta innihald
samþykktarinnar þar
sem hún hefur ekki verið birt al-
menningi þegar þetta er skrifað, vil
ég leyfa mér að leggja orð í belg, okk-
ur öllum til umhugsunar. Ég leyfi
mér að setja spurningarmerki við
ígrundun hvers kyns ákvarðana á
þessum vettvangi því ég tel að rann-
sóknir skorti tilfinnanlega. Því miður
er mér ekki kunnugt um hvaða fræði-
menn voru ráðgjafar ráðsins í þessu
máli. 
Evrópsk samfélög eru á einn eða
annan hátt mótuð af fjölbreytni og
margbreytileika hvað trúarbrögð,
gildi og menningu varðar. Sá marg-
breytileiki sem er hvað sýnilegastur
er tilkominn vegna fólksflutninga
eins og í Bretlandi. Þangað hefur til
dæmis flutt fólk frá Suður-Asíu og
Austur-Afríku og haldið sinni trú.
Annað dæmi er sérstaða innfæddra
minnihlutahópa eins og í tilfelli Sama
í Noregi. Þrátt fyrir fjölmenning-
arlegar rannsóknir af ýmsu tagi í
gegnum árin og rannsóknir á sviði
trúaruppeldisfræðinnar virðist hin
trúarlega vídd fjölmenningarinnar
ekki hafa fengið rými innan fé-
lagsvísindarannsókna að neinu veru-
legu marki. Segja má að með hryðju-
verkaárásinni á tvíburaturnana 11.
september 2001 hafi fræðasamfélagið
þó tekið aðeins við sér. 
Á Íslandi hafa verið framkvæmdar
einstaka rannsóknir og nokkrar
kannanir á viðhorfi í garð íslam verið
gerðar þegar fengist hefur verið við
viðhorf í garð útlendinga. En fjöl-
trúarleg viðhorf hafa lítið verið rann-
sökuð á Íslandi.
Svo virðist sem þessi skortur á
rannsóknum eigi einnig við þegar
kemur að kennslu í skólum. Þrátt fyr-
ir stóraukinn áhuga á
fjölmenningarlegri
kennslu á síðustu árum
virðist sem áhugi, rann-
sóknir og efnisgerð taki
aðeins að takmörkuðu
leyti tillit til hins trúar-
lega bakgrunns nem-
andans. 
Dr. Heinz Streib, pró-
fessor við Háskólann í
Bielefeld, Þýskalandi,
hefur bent á mikilvægi
þess að rannsóknir bein-
ist að skilningi nem-
enda, samtali þeirra og
upplifun. Ein af rannsóknum hans,
?Strangeness in Inter-Religious
Classroom Communication: Rese-
arch on the Gift-to-the-Child materi-
al,? fjallar um árangur fjölmenning-
arlegrar trúarbragðakennslu út frá
sjónarhóli nemandans. Streib telur að
beina verði sjónum að nemendunum í
þeim aðstæðum sem þeir eru staddir í
og spyrja hvort / hversu mikið þeir
hafi þá tilfinningu að efnið eða það /
þeir sem rætt er um séu þeim fram-
andi. Og hann bætir við að honum
þætti illa farið með menntun ef hlut-
verk hennar væri orðið að gera lítið
úr eða breiða yfir þá tilfinningu nem-
andans að honum sé eitthvað fram-
andi. Miklu fremur eigi að nýta sér
tækifærin og kraftinn sem fer af stað
þegar nemandinn uppgötvar eitthvað
sem honum er framandi.
Hull, Grimmit og fleiri við háskól-
ann í Birmingham hafa þróað þá að-
ferð sem rannsókn Streibs hefur
beinst að. Hér er um aðferð að ræða
sem nýtist til fjölmenningarlegrar
trúarbragðakennslu. Með frásagna-
kenndri nálgun og einföldu en um leið
fjölbreyttu námsefni er nemandanum
gefinn kostur á að kynnast fyr-
irbærum trúarbragðanna skref fyrir
skref í gegnum leik. Aðferðin á að
gera nemandanum kleift að fóta sig
út fyrir hinn þekkta bakgrunn sem
hann hefur í þessum efnum skref fyr-
ir skref þegar hann telur sig und-
irbúinn.
Líkja má þessari nálgun við þjálfun
í því að vera opinn gagnvart ?landa-
mæraupplifunum?, þ.e. því að upplifa
hið óvænta, framandi sem ekki er
hægt að samsama sig við. Þessi nálg-
un á rætur sínar í heimspeki fyr-
irbærafræðanna þar sem hið fram-
andi er skilgreint sem upplifun sem
kitlar forvitnina en er áskorun um
leið sökum þeirrar mótstöðu og
hindrana sem einstaklingurinn upp-
lifir. Rannsókn Streibs sýndi að það
hvaða mynd hið framandi í eigin trú
og trúarbrögðum annarra eða hið
kunnuglega í eigin trú eða trúar-
brögðum annarra fékk á sig í hópnum
þegar tekist var á við umfjöllunar-
efnið hafði lykiláhrif á hópferlið. 
Það væri að mínu viti óskandi ef við
sem samfélag fólks bærum gæfu til
að taka höndum saman um að þróa
samskipti og upplýsingaflæði um trú,
lífssýn og heimsmyndir í sátt og sam-
lyndi út frá þörf barnanna sem sækja
skóla landsins með markmið og hlut-
verk skóla í huga. Ef það hefur ekki
þegar gerst, þá tel ég að við eigum á
hættu að lenda á sama stað og sum
samfélög í Þýskalandi. En það kemur
fram í SHELL-ungmennarannsókn-
inni frá árinu 2006 að flokka megi
ungmenni í Þýskalandi í tvo nokkuð
jafnstóra hópa, annars vegar þá sem
standa trú sinni nærri og hins vegar
þá sem standa hvers konar skil-
greindri trú eða trúarbrögðum fjarri
og að ungmenni hafi tilhneigingu til
flokkadrátta í þessum hópum. Höf-
undar benda á að stofnanir sam-
félagsins, veraldlegar og trúarlegar,
hafi enn ekki brugðist við eða áttað
sig á þessum veruleika. Ef ekkert
verði gert eigi samfélagið á hættu að
fylkingarnar harðni í afstöðu sinni
hver gegn annarri eins og þegar sé
tilfellið í stöku samfélagi í austurhluta
Þýskalands. Koma þurfi á og skapa
tækifæri til gagnkvæmrar samræðu
og skilnings. 
Fyrirmyndir, trú og skóli
Eftir Pétur Björg-
vin Þorsteinsson »
Trúarlega víddin í
fjölmenningunni
hefur fengið lítið rými
innan félagsvísinda-
rannsókna. Því er erfitt
að taka ígrundaðar
ákvarðanir um trú og
skóla.
Pétur Björgvin 
Þorsteinsson
Höfundur er djákni í Glerárkirkju og
formaður AkureyrarAkademíunnar
MESSUR UM HVÍTASUNNU

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52