Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
?
Þorsteinn Sig-
urðsson fædd-
ist á Hjaltastöðum í
Skagafirði 16. mars
1918. Hann lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauð-
arkróki 1. júní
2011.
Hann var elsta
barn hjónanna Sig-
urðar Einarssonar,
f. 1890, d. 1963, og
konu hans Margrétar Þorsteins-
dóttur, f. 1889, d. 1999, sem
bjuggu lengst af í Stokkhólma
og á Hjaltastöðum í Akrahreppi
í Skagafirði. Systkini Þorsteins
eru: Pétur, f. 1919, Hjalti, f.
1920, d. 1995, Leifur, f. 1921, d.
2006, Halldór, f. 1925, d. 2003,
og Jórunn, f. 1926. Þorsteinn
eignaðist soninn Sigurð Helga,
rafvirkjameistara, f. 1950, d.
1997, með Þóru Helgadóttur, f.
1924, d. 2008. 
Hinn 31.12. 1951 kvæntist
Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu
um og voru þeir Stokk-
hólmabræður þekktir fyrir að
vera kappsamir á því sviði.
Kenndi Þorsteinn á tímabili
sund, m.a. við Víðivallalaug.
Þorsteinn var lipurlega vaxinn
og léttur á fæti og þótti góður
gangnamaður. Hann var eftir-
sóttur til fjárleita í sinni sveit og
voru göngur og eftirleitir nokk-
uð sem hann hafði mikla ánægju
af. Búið í Hjaltastaðahvammi
var ekki stórt og bar ekki mik-
inn bústofn og því var nauðsyn-
legt að drýgja tekjurnar. Vann
Þorsteinn ýmis störf utan bús-
ins, meðal annars í vegavinnu
víða um Skagafjörð. Eins og
tíðkaðist meðal Norðlendinga
langt fram á síðustu öld fór Þor-
steinn marga vetur á vertíð. Fór
hann þá oftast til Vest-
mannaeyja, en einnig til Akra-
ness og Keflavíkur. Söngvinn
var hann og söngelskur eins og
Skagfirðinga er siður og söng
bæði með Karlakórnum Heimi
og einnig Karlakórnum Feyki,
sem á tímabili starfaði í Akra-
hreppi. Þorsteinn var til margra
ára meðhjálpari í sóknarkirkju
sinni á Flugumýri og gegndi því
starfi af mikilli alúð. Frá þeirri
kirkju verður hann nú jarðsung-
inn 13. júní 2011 kl. 14.
sinni, Sigríði Má-
rusdóttur, f. 1.3.
1930. Þau eign-
uðust dóttur sem
lést tveggja vikna
gömul. Þorsteinn
ólst upp við venju-
bundin sveitastörf
hjá foreldrum sín-
um, fyrst í Stokk-
hólma en síðar
flutti fjölskyldan í
Hjaltastaði þar sem
þeir bræður Pétur, Hjalti og
Þorsteinn hófu búskap í félagi
við föður sinn. Síðar fluttu Þor-
steinn og Sigríður í Hjalta-
staðahvamm, reistu sér þar hús
og bjuggu síðan þar allan sinn
búskap. Tvo vetur (1934-1936)
gekk hann ásamt Pétri bróður
sínum í Bændaskólann á Hólum
og lauk þaðan búfræðiprófi.
Veturinn 1938-1939 nam hann
við Reykjaskóla í Hrútafirði.
Þorsteinn hafði gaman af íþrótt-
um og stundaði ýmsar íþróttir
með bræðrum sínum á yngri ár-
Fyrsta minning mín um Steina
föðurbróður minn var þegar hann
kom á heimili foreldra minna í
Reykjavík. Hann var þá í leiðangri
ásamt Siggu konu sinni og afa að
sækja nýjan blæju-willysjeppa
sem átti að nota við bústörf og
flutninga á Hjaltastöðum. Ég var
fimm ára gamall og Steini fór að
gantast með það að hann ætti að
ráða mig sem kaupamann. Tók ég
hann á orðinu og sleppti ekki gest-
unum úr augsýn til þess að vera
viss um að ég yrði ekki skilinn eft-
ir. Einhvern veginn tókst að hola
mér niður með dótinu aftur í jepp-
ann og norður fór ég. Var það
fyrsta ferðin í sumardvöl hjá
Steina og Siggu en þar var ég síð-
an á hverju sumri fram undir
fermingu. Gamli Hjaltastaðabær-
inn var merkilegt hús, tvílyft
steinhús með torfþaki sem Þor-
steinn faðir ömmu hafði steypt
upp ásamt sonum sínum og hófst
vinnan við húsið 1909. Í bænum
bjuggu fjórar fjölskyldur og var
hver fermetri vel nýttur. Fljótlega
byggðu bræður pabba sín eigin
íbúðarhús og fluttust Sigga og
Steini í Hjaltastaðahvamm þar
sem þau bjuggu æ síðan. Ég leit
afskaplega mikið upp til Steina á
þessum árum og vildi allt gera
eins og hann og þótti móður minni
stundum nóg um. Eitt haustið
hafði ég tekið upp þann sið að
spýta um tönn eins og ég hafði séð
Steina gera. Ég hafði þá nýlega
misst tvær framtennur og Steini
hrósað mér fyrir hvað ég væri
kominn með flott ?spýtuskarð?. Í
þessu sambandi er gaman að geta
þess að við frændsystkinin versl-
uðum við Steina með barnatenn-
urnar. Hann keypti þær af okkur
fyrir tvær krónur en hann sagðist
vera að safna tönnum þangað til
hann yrði gamall og tannlaus. Þá
ætlaði hann að láta setja þessar
lausu í sig. Þessi skondnu viðskipti
átti hann einnig við börn okkar og
barnabörn.
Steini var jafnan léttur í lund og
löðuðust krakkar að honum. Hann
gaf okkur skringileg nöfn, gekk ég
undir nafninu Kaupi og svo voru:
Blimma, Hnífla, Fótur, Abígel og
allskonar nafnleysur sem hann
stríddi okkur með.
Þegar frá leið fékk Steini mér
meira krefjandi verkefni, s.s. að
reka kýrnar, smala úr túninu og
vinna við heyskap. Seinni hluta
sumars var farið fram í Stokk-
hólma til heyskapar og var stund-
um farið ríðandi sem var óhemju
spennandi. Þá var til siðs að draga
fyrir silung í Héraðsvötnunum og
var það gert á hestum. Steini var
lunkinn við veiðarnar enda höfðu
þeir bræður alist upp við þessa
iðju. Steini reið oftast út í með net-
ið og kom þá fyrir að hesturinn
þurfti að grípa til sunds þegar
dýpkaði. 
Einstaklega minnisstæð eru þó
sumarkvöldin þegar heyvagnarnir
héldu drekkhlaðnir heim. Steini
keyrði dráttarvélina, Sigga sat
aftan á og saman sungu þau falleg
íslensk sönglög. Þá hríslaðist
gæsahúð með stráunum niður eft-
ir bakinu, heyilmur fyllti vitin, sól-
in gyllti norðurhimininn og blund-
ur seig á brá.
Ég þakka Þorsteini frænda
mínum fyrir hvað hann var mér í
mótun minni og uppeldi. Sigga
mín, Guð blessi þig ævinlega.
Guðm. Ingi Leifsson.
Ég á margar minningar frá
Hvammi en ég var svo heppin að
fjölskylda mín dvaldi á hverju ein-
asta sumri hjá Siggu og Steina
meðan ég var að vaxa úr grasi.
Það var ekki aðeins skemmtilegt
fyrir borgarbarn að fá tækifæri til
að njóta skagfirskrar náttúru og
samveru með þessu góða fólki,
heldur líka áhrifavaldur. Fyrstu
minningarnar um Steina frænda
eru af honum með bros á vör, eitt-
hvað að gantast, að læða brjóst-
sykursmola að börnunum.
Síðar hef ég dáðst að mörgu í
fari hans, eiginleikum sem hafa
kostað ákveðinn aga. Hann skrif-
aði dagbók á hverjum einasta
degi, ekki sjálfhverfar hugleiðing-
ar netskrifa nútímans, heldur var
þarna að finna gagnlegar upplýs-
ingar um veður, heimsóknir og
þess háttar. ?Ég gái að þessu í
dagbókinni.? Eitthvað á þá leið
svaraði hann þegar upp kom vafa-
mál um til dæmis hvenær hryssa
kastaði. Hann fór líka í göngutúra
á hverjum einasta degi, sem er
áreiðanlega stór þáttur í því
hversu heilsuhraustur hann var
lengst af. Þetta eru tveir góðir
vanar sem gott væri að tileinka
sér. 
Það var alltaf eitthvað íþrótta-
mannslegt við hann og hefur
pabbi sagt mér sögur af því hvern-
ig hann arkaði upp á fjall, ?nánast
hljóp? en formið var svo gott.
Heillandi saga fyrir bæði skrif-
stofublókina og barnið. 
Svo yrði einhver ríkur af því að
skrifa ?lífsstílsbók? um mataræði
Steina frænda, því hann var sís-
vangur og alltaf nartandi í eitt-
hvað en þrátt fyrir það tággrann-
ur. 
Ennfremur var hann hæfilega
sérvitur, eiginleiki sem ég óttast
að sé að deyja út með þessari kyn-
slóð en vonandi verður Skaga-
fjörðurinn áfram uppspretta
þeirra sérvitringa sem heimurinn
þarfnast. 
Mér finnst ég mjög heppin að
hafa ekki aðeins átt góðan afa
heldur líka afabróður sem ég
kynntist svona vel. Það var alltaf
með trega sem ég horfði á Blöndu-
hlíðarfjöllin hverfa á bak við
Vatnsskarðið á leiðinni í bæinn að
lokinni sumardvöl. Sömuleiðis
finn ég fyrir söknuði núna. Takk
fyrir samfylgdina Steini frændi. 
Inga Rún Sigurðardóttir 
og fjölskylda.
Aðeins örfáum dögum eftir að
við fengum frumburðinn í hend-
urnar kvaddir þú þennan heim. Þó
var það okkur ákveðin ánægja að
vita að þú hefðir náð að fá fréttir af
litla drengnum áður. Þegar við
hittum þig seinast bæði og sögð-
um þér frá því að Sonja væri
ófrísk sagðirðu okkur að þú hefðir
alltaf hugsað þér að fylgjast með
börnum í Hvammi í framtíðinni.
Það þótti okkur vænt um að heyra
og vitum að þú munt standa við
orð þín. 
Minningar frá hversdeginum í
Hvammi koma ósjálfrátt fyrst upp
í hugann þegar við hugsum til
baka, enda voru þeir ófáir dagarn-
ir sem við eyddum þar saman.
Spjall um daginn og veginn, veðr-
ið, fjallið, fréttir úr sveitinni og
sögur frá þínum yngri árum eru
verðmætar minningar að eiga.
Ein skemmtilegasta minningin er
þó þegar þið Sonja tókuð snúning
á ættarmóti fyrir nokkrum árum.
Þú yngdist allur upp á augabragði
og þið svifuð um gólfið létt í spori.
Þér þótti gaman að velta fyrir
þér folöldunum okkar í Hvammi
og gekkst stundum með okkur til
að virða þau fyrir þér. Þú hafðir
mætur á góðu geðslagi, reistum
makka og sperrtum hreyfingum.
Þú hafðir líka unun af hundinum
ykkar Siggu, honum Mósa. Hann
veitti þér ánægju og gleði og held-
ur nú Siggu áfram félagsskap.
Nú er komið að kveðjustund.
Við þökkum þér fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum sam-
an. Hvíldu í friði.
Friðrik og Sonja.
Þorsteinn 
Sigurðsson
HINSTA KVEÐJA
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern
dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig 
Guð í hendi sér. 
(Bjarni Stefán Konráðsson.)
Þakka fyrir vináttu þína.
Samúðarkveðjur,
Helga Bjarnadóttir 
frá Frostastöðum.
?
Ástkær faðir minn, afi og bróðir,
JÓHANNES ÞÓR EGILSSON
framkvæmdastjóri,
Lækjargötu 13,
Siglufirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
aðfaranótt laugardagsins 28. maí, verður
jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja,
Sigríður Eddý Jóhannesdóttir,
Jóhannes Markús Magnússon,
Geirlaug Egilsdóttir.
?
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN GUÐRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Kjarnalundi föstudaginn 3. júní.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kjarnalundi fyrir góða umönnun.
Elín Skúladóttir,
Oddfríður Skúladóttir,
Kristinn Skúlason, Anna Pétursdóttir,
Jóhann Skúlason,
Skúli J. Skúlason, Þórhildur Höskuldsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
?
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
Lindasmára 39,
áður Laufbrekku 27,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
þriðjudaginn 7. júní.
Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
15. júní kl. 13.00.
Erlendur Guðjónsson,
Sigríður Guðjónsdóttir, Ingólfur Arnarsson,
Karl Guðjónsson,
Bára Guðjónsdóttir,
Jóna Guðjónsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Óskar Guðjónsson, Ásta S. Guðnadóttir,
Sigurður Guðjónsson,
Katrín S. Guðjónsdóttir, Vilhjálmur Á. Ásgeirsson,
Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Davíð Hreinsson,
Guðlaug Guðjónsdóttir, Guðni Þór Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
MAGNÚS DANÍELSSON
fyrrv. lögregluvarðstjóri,
Strikinu 8,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugar-
daginn 4. júní.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn
14. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- og hjálparsjóð
Landssambands lögreglumanna.
Elín Ringsted,
Guðmundur Ringsted Magnússon, Þórunn A. Pétursdóttir,
Guðríður Kristín Magnúsdóttir, Kristján G. Hálfdánarson,
Daníel Þorkell Magnússon,
Hrönn Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Hartvigsson,
Geirlaug Magnúsdóttir, Theodór Ásgeirsson,
Magnús Már Magnússon, Sigríður Kristín Hafþórsdóttir,
afa- og langafabörn.
?
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HALLDÓRA ANNA TRAUSTADÓTTIR
frá Grímsey,
Mýravegi,
Akureyri,
lést á heimili sínu sunnudaginn 5. júní.
Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júní
kl. 10.30.
Óli Hjálmar Ólason og fjölskylda.
?
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
GARÐAR KARLSSON
flugvirki og gítarleikari,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 8. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þuríður Helga Guðjónsdóttir,
Viðar Garðarsson, Ólöf Sigurgeirsdóttir,
Agnes Garðarsdóttir, Gísli Ólafsson,
Jón Sigurður Garðarsson, Helga Þorkelsdóttir,
Rannveig Garðarsdóttir, Bjarki Halldórsson
og barnabörn.
?
Okkar ástkæri
STEFÁN LÁRUS JÓNSSON,
Skúlagötu 78,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi miðvikudaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
21. júní kl. 13.00.
Eggert Már Stefánsson,
Jón Stefánsson,
Elínborg Jónsdóttir,
Sigrún I. Jónsdóttir,
Ágúst Halldórsson
og fjölskyldur.
?
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG STEFANÍA
ÞORVALDSDÓTTIR,
Skógarbæ,
Árskógum 2,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 29. maí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Helgi Gunnarsson, Þorbjörg Ásgrímsdóttir,
Egill Helgason, Hrönn Huld Baldursdóttir,
Ásgrímur Haukur Helgason, Helga Nína Aas,
Ingibjörg Helga Helgadóttir, Ólafur Árni Sveinsson,
Guðrún Helgadóttir
og barnabarnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52