Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
Humanum errare
est ? Það er
mannlegt að
skjátlast
Þetta er eitt af því
fáa, sem ég man úr
mínum latínulær-
dómi, enda var ég í
stærðfræðideild. Þótt
ég hafi aldrei verið
mikill tungu-
málamaður hefur
mér alltaf verið frek-
ar annt um íslensk-
una.
Ef einhverjir bind-
ast samtökum um að
koma einhverju í
verk og einhver þeirra ákveður síð-
an að hundsa samkomulagið er tal-
að um að hann hlaupist undan
merkjum.
Nú er talað um að menn axli
ábyrgð með því að segja af sér,
verði þeim eitthvað á í embætt-
isfærslu sinni. Mér þykja þetta al-
gjör öfugmæli, þar sem með þessu
eru menn að varpa ábyrgðinni af
klúðrinu á herðar eftirmanna sinna.
Hafi menn framið slík embættis-
afglöp, að þeir sjái sér ekki fært að
gegna embættinu áfram, segja þeir
einfaldlega af sér og
fá öðrum ábyrgðina á
hendur. En séu þeir
menn til að axla
ábyrgðina hlaupast
þeir ekki undan
merkjum.
Þórhallur 
Hróðmarsson.
Slæm símsvörun
hjá Landsbank-
anum
Ég vil kvarta yfir
símsvörun Lands-
bankanns. Þegar
þangað er hringt
svarar símsvari sem telur upp
hvaða þjónusta er í boði, og að
einnig sé hægt sé að skilja eftir
símanúmer og hringt verði innan
klukkustundar. En óski við-
skiptavinur eftir því að bíða og fá
samband við til dæmis þjónustufull-
trúa, þá má hann bíða í allt að hálf-
tíma, jafnvel lengur eða þangað til
hann gefst upp á biðinni.
Óánægður viðskiptavinur.
Ást er?
? grill fyrir tvo.
Velvakandi
K
arlinn á Laugaveginum var í
djúpum þönkum, þegar ég sá
hann. Hann sagðist hafa verið að
blaða í séra Matthíasi og dottið nið-
ur á þetta erindi í bréfi hans til
Gröndals:
Skólavarðan himinhá 
horfir yfir kaldan sjá 
og ofan í heimsins endakrík, 
Álftanes og Reykjavík. 
Tvíloftuð með traustri gjörð, 
tignarmynd á grænni jörð, 
gægist inn í Dellings dyr 
og Drottin sinn um veðrið spyr.
Já, sagði karlinn, þau vita sínu
viti þarna uppi á holtinu.
Á gulum miða stendur skrifað
öðrum megin með rithönd föður
míns:
Vanmáttugum vorkunn er, 
vesæll hugur grætur, 
enginn dugur er í þér 
ef þú bugast lætur.
Og undir stendur ?gömul?. En
hinum megin á blaðinu stendur
?ný? og þessi staka:
Því mér varð ei lífið létt 
lögmálum með sínum 
að ég hneppti ekki rétt 
ævifrakka mínum.
Í vísnasafni hans er líka að finna
vísu eftir Hannes Blöndal, sem
kveðin var meðan Ameríkuskipin
voru hér við land 1930:
Úr bannlandinu einu í annað 
hinn ameríski sigldi her; 
hvern undrar það, að augafullur 
þar innanborðs var maður hver.
Svo er hér vísa af öðrum toga, en
undir henni stendur Barði og kann
ég ekki frekari skil á henni:
Stöku minni ég stilli í hóf, 
stend mig við að gera ?ða
Enginn kallar Þormóð þjóf 
þó hann kunni að vera ?ða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skólavarðan himinhá
S
ænska skáldið Esaias Tegnér
sagði: Snjallar þýðingar eru,
líkt og fallegar eiginkonur, ekki
alltaf hinar trúustu. 
Sumt verður að þýða með því að
víkja frá frumtextanum. Eitt dæmi
er í leikriti enska skáldsins Toms
Stoppards, Night and Day, sem var
sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum
árum. Þar er eftirfarandi samtal
einræðisherra í Afríku og ensks
blaðamanns:
[Mageeba:] Do you know what I
mean by a relatively free press, Mr
Wagner?
[Wagner:] Not exactly, Sir, no.
[Mageeba:] I mean a free press
which is edited by one of my relati-
ves.
Þetta missir marks, ef það er
þýtt bókstaflega, eins og gert var í
íslensku uppfærslunni. Davíð Odds-
son stakk upp á annarri þýðingu við
mig:
[Mageeba:] Veistu, Wagner, hvað
ég á við með því, að frjáls blöð geri
skyldu sína?
[Wagner:] Nei, herra minn, það
veit ég ekki.
[Mageeba:] Ég á við það, að eitt-
hvert skyldmenni mitt ritstýri þeim.
Með þessari þýðingu næst merk-
ingin án þess að fórna orða-
leiknum.
Annað dæmi er áletrun á latínu
yfir dyrum þinghúss aðalsmanna í
Stokkhólmi, Riddarhuset: ?Arte et
marte.? Orðrétt merkir hún: ?Með
lagni eða vopnavaldi.? En eðlileg-
ast væri að segja á íslensku: ?Með
blíðu eða stríðu.?
Í því sambandi detta mér í hug
tvö vígorð róttæklingahreyfinganna
í Bandaríkjunum um og eftir 1968.
Annað var: ?Black is beautiful.? Því
mætti snúa: ?Svart er smart.? Hitt
var: ?Make love, not War.? Þá
mætti segja: ?Betra að ríða en
stríða.? Með þessu eru orðin þýdd
á götumál frekar en klassíska ís-
lensku, en sennilega á það vel við
um mótmælendur á götum úti.
Sennilega er þó einn enskur
orðaleikur úr heimspeki með öllu
óþýðanlegur á íslensku: ?What is
mind? No matter. What is matter:
Never mind.? Ef lesendur hafa til-
lögur, þá eru þær vel þegnar. 
L50539Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson 
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Lauslegar þýðingar
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ
HITTIR
MIG EKKI!
HVERNIG STENDUR ÞÁ
Á ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT FLÖT?
ÞYNGDARAFLIÐ ER
SVO STERKT ÞESSA
DAGANA
MIG
LANGAR AÐ
SÝNA ÞÉR
SVOLÍTIÐ
MIG HEFUR ALLTAF
LANGAÐ Í HNATTLÍKAN
SAMKVÆMT NÝJUSTU
RANNSÓKNUM ÞÁ ER
JÖRÐIN PERULAGA
ÉG VEIT AÐ ÞÚ ÁTT ERFITT
MEÐ AÐ SOFNA Á KVÖLDIN...
EN FLESTIR LÁTA
SÉR NÆGJA AÐ TELJA
KINDUR
LÍT ÉG
ÚT FYRIR AÐ
VERA FEIT
MEÐ ALLA
ÞESSA VASA
Á BELTINU
MÍNU?
ÉG KEYPTI
MÉR HÁRLIT SVO
ÉG ÞURFI EKKI AÐ
FARA Á STOFUNA
TIL AÐ LÁTA LITA
MIG
ÉG VEIT EKKI
HVORT ÞAÐ KEMUR VEL ÚT
EN ÉG ÆTLA AÐ LÁTA
REYNA Á ÞETTA TIL AÐ
SPARA PENING
HVAÐ?
GERÐU ÞAÐ
REYNDU AÐ
STÖÐVA MIG
ÉG SKAL HJÁLPA ÞÉR AÐ
RÆNA EINN BANKA Í VIÐBÓT OG
SVO SLEPPIRÐU DÓTTUR MINNI!
BARA EINN
STÓRGLÆP Í VIÐBÓT...
...OG SVO SLEPPI
ÉG DÓTTUR ÞINNI
ER
STJÓRINN AÐ
SEGJA SATT?
ÉG EFAST
UM ÞAÐ
Svarað í síma 5691100 frá 10?12 
velvakandi@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52