Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MENNING
43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
Páll Óskar fyllti
stærsta sal Hörpu
fjórum sinnum, en löngu upp-
selt var á alla tónleikana46 
»
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Neskirkju á
morgun, sunnudag, og hyggst þá leika gítartónlist frá ýmsum
tímum. Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar árið 1983 og stundaði síðan framhaldsnám í Eng-
landi, á Spáni og í New York þar sem hann lauk prófi frá Man-
hattan School of Music árið 1987. Hann hefur hlotið íslensku tón-
listarverðlaunin og verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns
Eldjárns auk tilnefningar til menningarverðlauna DV. Fimm
geisladiskar hafa komið út með gítarleik Kristins, hann hefur
leikið víða hérlendis sem erlendis og komið fram í útvarpi og
sjónvarpi.
Kristinn hyggst hefja tónleikana á 16. aldar tónlist, ?verki eftir
spænska endurreisnartónskáldið Alonso Mudarra, sem var
prestur og víhuelaleikari í Sevilla. Hann spilaði á víhuela sem er
mjög líkt gítar en dó út í lok 16 aldar. Verkið spilast nánast eins á
gítar og hljóðfærið sem það var samið fyrir, enda voru stillingar
mjög líkar og á nútímagítar, en tónsviðið þó aðeins hærra.
Ég færi mig svo aðeins fjær í tíma og spila tvö verk eftir John
Dowland, tvo galliard-þætti. Annar þeirra er tileinkaður El-
ísabetu fyrstu Englandsdrottningu og sjóræningjanum Digorie
Piper, en sá herjaði aðallega á spænsk kaupskip og dönsk,
kannski voru einhver Íslandsskip þar á meðal. Hann gerði þetta
með velþóknun drottningar vegna þess að Spánverjar voru óvinir
Englendinga á þessum tíma, en það má geta þess að Dowland var
lútuleikari við dönsku hirðina um tíma.? 
Kristinn leikur verkin á gítar þó hann segist gjarnan vilja
spreyta sig á lútunni einhverntímann, en líkt og með verkið eftir
Mudarra er stilling hljóðfærisins mjög svipuð og á nútíma-gítar,
þó hann grípi til klemmukapó til að halda réttu tónsviði, en einnig
voru ívið fleiri strengir á endurreisnarlútunni.
Frá sextándu öld stekkur Kristinn til þeirrar átjándu og leikur
þrjá þætti eftir J.S. Bach úr partítu í E-dúr, BWV 1006a. ?Partít-
an var upphaflega samin fyrir einleiksfiðlu, en Bach umritaði
hanan síðan fyrir barrokklútu og bætti þá aðeins við bassanótum.
Barrokklútan var aðeins dýpri en endurreisnarlútan og verkið er
í sömu tóntegund, e-dúr, fyrir fiðlu og lútu og gítarinn líka, svo ég
þarf ekki að gera neinar tilfæringar.?
Frá barrokktímanum stekkur Kristinn inn svo í nútímann eða
réttara sagt inn í tuttugustu öldina, með verkum eftir Spánverj-
ana Manuel de Falla, Isaac Albéniz og Enrique Granados. ?Ég
spila verk eftir Manuel de Falla sem hann samdi til minningar
um Claude Debussy, Homenaje pour ?Le tombeau de Claude De-
bussy? og svo tvo þætti úr ballettinum El sombrero de tres picos
sem ég útsetti fyrir gítar. Að lokum leik ég svo spænskan dans
nr. 4 eftir Granados sem saminn var fyrir píanó en hljómar mjög
vel í gítarútsetningu, dansandi fjörugur.?
Tónleikar Kristins í Neskirkju á sunnudag hefjast kl. 16.00.
Fjögurhundruð ára 
ferðalag um gítarsöguna
L50098 Kristinn Árnason heldur tónleika í Neskirkju á sunnudag
Morgunblaðið/Eggert
Tónleikar Kristinn Árnason fer víða um gítarstigu á sunnudag.
Bandaríski rithöfundurinn Téa
Obreht hlaut í vikunni bresku Or-
ange-verðlaunin, helstu bók-
menntaverðlaun kvenna, fyrir bók
sína The Tiger?s Wife sem er
fyrsta bók hennar. Ekki hefur svo
ungur höfundur hlotið verðlaunin
fram að þessu, en Téa Obreht er á
26. ári. Hún fæddist í Belgrad í
Júgóslavíu 1985 og hét þá Téa
Bajraktarevic. Hún fluttist með
foreldrum sínum til Kýpur, þaðan
til Egyptalands og síðan til
Bandaríkjanna 1997 og hefur búið
þar síðan. 
Obreht stundaði nám við Há-
skóla Suður-Kaliforníu í Los Ang-
eles og lauk mastersgráðu frá
Cornell-háskóla, en hún byrjaði
einmitt að skrifa í því námi.
The Tiger?s Wife segir frá ung-
um lækni, Nataliu, og minningum
hennar um afa sinn. Landið sem
hún býr í er ekki tilgreint, en er
greinilega á Balkanskaga á þeim
tíma þegar Júgóslavía lesystist
upp með mannvígum og átökum.
Verðlaunuð Bandaríski rithöfund-
urinn Téa Obreht.
Yngst verð-
launahafa
Téa Obreht hlaut Or-
ange-verðlaunin
Nú stendur yfir á Listasafni
Árnesinga í Hveragerði sýning
sem nefnist Myndin af Þing-
völlum, sem er tilraun til þess
að veita yfirsýn yfir þær fjöl-
breyttu birtingarmyndir sem
Þingvellir hafa í íslenskri
myndlist sem og hönnun,
kortagerð, ljósmyndun, ferða-
bókum og fjölmiðlun samtím-
ans. Sýningarstjóri er mynd-
listarmaðurinn Einar
Garibaldi Eiríksson, en hann hefur sett saman
sýningu úr verkum meira en fimmtíu listamanna.
Í dag kl. 14:00 gengur Einar Garibaldi um sýn-
inguna og ræðir við gesti.
Myndlist
Rætt um Mynd-
ina af Þingvöllum
Einar Garibaldi 
Eiríksson
Nú stendur í Galleríi Ágúst
sýning Magnúsar Helgasonar
sem hann kýs að kalla Guð
birtist mér. 
Í dag kl. 14:00 til 16:00 tekur
Magnús á móti gestum og
gangandi og leiðir um sýn-
inguna. 
Magnús útskrifaðist frá AKI
listaakademíunni í Hollandi ár-
ið 2001 og hefur síðan helgað
krafta sína listmálun, ljós-
myndun og kvikmyndagerð. Verk hans einkenn-
ast af frjálsri tjáningu og sterkum litum og eru
sköpuð af fagurfræðilegri nálgun með pólitískum
undirtón.
Myndlist
Óformleg leið-
sögn í boði
Úr einu verki
Magnúsar. 
Í dag kl. 15:00 verður opnuð
myndlistarsýning Rúnu Þor-
kelsdóttur í Gallerý Klúku á
Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði
á Ströndum. Rúna nefnir sýn-
inguna Vetrarnótt/sumarnótt,
en á henni eru meðal annars
blómamyndir sem unnar eru
með akrýl á pappír, auk sér-
stakrar innsetningar þar sem
vetur mætir sumri.
Rúna Þorkelsdóttir hefur
verið starfandi myndlistarmaður í Amsterdam
síðustu 35 árin. 
Sýningin verður opin alla daga frá kl. 10:00 til
kl. 22:00 fram eftir sumri.
Myndlist
Vetrarnótt/sum-
arnótt í Klúku
Blómamynd eftir
Rúnu.
Díana Rós A. Rivera
diana@mbl.is
Á mánudagskvöldið verður Óp-
erukórinn í Reykjavík og Bærum-
sinfóníuhljómsveitin í Noregi með
tónleika í Eldborg, Hörpu. 
Garðar Cortes, stjórnandi tón-
leikanna, segir Óperukórinn hafa
unnið með sinfóníuhljómsveitnni í
Bærum árið 2003 og þegar leið að
því að hljómsveitin næði 60 ára
aldri hefði hana langað til gera
eitthvað óvanalegt. Minnug góðs
samstarfs við kórinn falaðist sin-
fónían eftir því að hljómsveitin
fengi að koma til Íslands og haldn-
ir yrðu sameiginlegir tónleikar
sem Garðar stjórnaði.
Á efniskránni er eingöngu nor-
ræn tónlist, m.a. verk eftir norska
tónskáldið Edvard Grieg, verð-
launaverkið Hjalar-ljod eftir Ei-
vind Groven, sem samið var í til-
efni 900 ára afmælis Óslóborgar,
og Svíta nr. 1 úr Hundrað Har-
dingtónum eftir Geirr Tveitt sem
byggir á þjóðlögum frá Harðangri.
Stærsta verk tónleikanna er kór-
verkið Völuspá eftir David Monrad
Johansen sem samdi verkið við
þýðingu Ivars Mortensson á ný-
norsku. Völuspá er Eddukvæði af
óþekktum uppruna sem geymdist
framan af í munnlegri geymd en
talið er að það sé ort á Íslandi eða
í Noregi. Þrír einsöngvarar, kór
og hljómsveit flytja Völuspá og er
sungið á nýnorsku.
Að sögn Garðars liggja miklar
æfingar að baki. Garðar hefur far-
ið út til Noregs og æft með hljóm-
sveitinni en einnig hefur kórinn
þurft að leggja sig fram við að
syngja á norsku. ?Það er búið að
vera ansi strangt hjá okkur að ná
þessu fram. Við höfum fengið alls-
konar hjálp við það og tökum
þetta mjög alvarlega,? segir Garð-
ar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og
auk kórs og hljómsveitar koma
einsöngvararnir Þóra Ein-
arsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir
og Jóhann Smári Sævarsson fram.
Völuspá sungin á nýnorsku
L50098 Óperukórinn
syngur í Hörpu
með Bærum-sinf-
óníuhljómsveitinni
Morgunblaðið/Kristinn
Strangt Á æfingu Óperukórsins fyrir tónleika með Bærum-sinfóníuhljómsveitinni í Eldborg.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52