Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011
www.sinfonia.is
»
MiðasalaíanddyriHörpu
»
Sími: 528 5050
»
Opið12-18alladaga
Sala nýrra áskrifta á tónleikaraðir starfsársins 2011/12
erhafinímiðasöluHörpuogísíma5285050.
Kynntu þér dagskrána á www.sinfonia.is.
SalaRegnbogakortahefst16.ágúst.
gula röðin rauða röðin græna röðin litli tónsprotinn
Díana Rós A. Rivera
diana@mbl.is
Ragnheiður Lilja Óladóttir, sópr-
ansöngkona og nemi við Tónlistar-
skólann í Reykjavík, mun í lok júní
taka þátt í Hans Gabor Belvedere
óperukeppninni í Vínarborg. Hún
heldur styrktartónleika í Seltjarn-
arneskirkju á þriðjudag til að fjár-
magna þátttökuna í keppninni.
Að sögn Ragnheiðar Lilju sá hún
keppnina auglýsta og ákvað að
sækja um en áheyrnarprufur fóru
fram í Íslensku óperunni, umboðs-
aðila keppninnar hér á landi. ?Ég
fór og söng tvær aríur og var
hleypt í gegn,? segir Ragnheiður
Lilja. 
Búin að æfa söng í fjögur ár
Fyrir keppnina á hún að velja og
æfa fimm aríur úr mismunandi óp-
erum. ?Ég er búin að æfa söng í
fjögur ár svo ég átti eitthvað í
handraðanum,? segir hún og bætir
við að hún hafi æft stíft fyrir keppn-
ina. ?Ég er búin að vera fjórum
sinnum í viku í vetur og þessa dag-
ana er ég á hverjum degi að æfa
með mínum söngkennara og undir-
leikara.? Hún segir að keppt sé í
tveimur hollum, í því fyrsta eru 140
keppendur frá 50 löndum en svo er
skorið niður um helming og í úrslit-
unum berjast 20 alls um sigurinn.
Ragnheiður Lilja telur mjög mik-
ilvægt fyrir íslenska söngvara að
koma sér á framfæri í útlöndum þar
sem meira sé um að vera þar.
?Rosalega margir af okkar bestu
söngvurum starfa mestan hluta árs-
ins í útlöndum, það er mikið stærri
markaður og fleiri áhorfendur.?
Hún heldur jafnframt að þátttakan
í keppninni muni gera hana reynsl-
unni ríkari. ?Keppnin mun örugg-
lega gefa mér bæði reynslu og víð-
sýni og þarna gefst mér tækifæri til
að skapa tengsl við fólk á mínu reki
með sömu áhugamál. Það er alveg
frábært.? 
Ragnheiður Lilja verður með
styrktartónleika í Seltjarnarnes-
kirkju næstkomandi þriðjudag, 14.
júní, kl. 20:00 þar sem hún mun
meðal annars syngja sömu aríur og
í óperukeppninni. Lára Rafnsdóttir
leikur undir. Auk þess koma fram
söngvararnir Elfa Dröfn Stef-
ánsdóttir og Bjarni Guðmundsson
fram. Þá mun Júlía Óladóttir leika
tvö verk á píanó.
Á leið í söngkeppni í Vín
Morgunblaðið/Ernir
Keppni Ragnheiður Lilja og Alina Dubik, söngkennari hennar.
L50098 Ragnheiður Lilja Óladóttir tekur þátt í óperukeppni í
Vínarborg L50098 Verður meðal 140 keppenda frá 50 löndum
Aðrir tónleikar í
Sumartónleika-
röð Gljúfrasteins
verða haldnir á
sunnudag, hvíta-
sunnudag, kl.
16:00, en þá flytja 
Ingveldur Ýr
Jónsdóttir og
Gerrit Schuil
leikhúslög eftir
Kurt Weill, Leon-
ard Bernstein, George Gershwin,
Atla Heimi Sveinsson og Jón Nor-
dal.
Ingveldur Ýr hóf söngnám við
Söngskólann í Reykjavík 15 ára
gömul og fór síðan utan til náms í
söng og leiklist við Tónlistarskóla
Vínarborgar. Hún lauk masters-
gráðu frá Manhattan School of Mu-
sic í New York 1991. Hún gaf ný-
lega út einsöngsplötuna Portrett
með úrvali af lögum frá ferli sínum.
Gerrit Schuil
fæddist í Vlaar-
dingen í Hol-
landi. Níu ára
gamall vann
hann til fyrstu
verðlauna í
keppni ungra
tónlistarmanna.
Hann hóf reglu-
legt nám við
Tónlistarháskól-
ann í Rotterdam árið 1968. Hann
hefur komið fram á tónleikum víða
um Evrópu, í Bandaríkjunum og
Asíu og stjórnað hljómsveitum. Eft-
ir tónleikaför til Íslands árið 1992
settist Gerrit hér að og býr nú í
Reykjavík.
Samstarf þeirra Ingveldar Ýrar
og Gerrits nær aftur til ársins 1998
þegar þau fóru hringferð um landið
með leikhústónleika.
arnim@mbl.is
Leikhúslög með
á Gljúfrasteini
L50098 Ingveldur Ýr og Gerrit Schuil flytja
leikhúslög í Sumartónleikaröðinni 
Ingveldur Ýr 
Jónsdóttir
Gerrit 
Schuil
Útgáfufélagið Eyja hefur gefið út bók-
ina Undir rós sem er yfirlit um verk
listakonunnar Kristínar Gunnlaugs-
dóttur. Að sögn Kristínar voru það
þeir Gunnlaugur Sigfússon hjá útgáf-
unni og Páll Valsson ritstjóri sem
ákváðu í sameiningu að gefa út bók
með verkum eftir hana og þar sem yf-
irlitssýning á verkum hennar var
væntanleg var ákveðið að sameina
verkefnin. Sýningin var opnuð í Lista-
safni Akureyrar 7. maí og kom bókin
út á sama tíma.
Kristín segist hafa unnið grimmt í
bókinni í heilt ár og þau Gunnlaugur
og Páll samið texta fyrir hana í sam-
einingu. Í bókinni er viðtal Páls við
Kristínu um ævi hennar og störf auk
greinar eftir Ásdísi Ólafsdóttur list-
fræðing. Myndir af verkum hennar
eru 130 í heildina og eru frá upphafi
ferils Kristínar og fram til dagsins í
dag.
Aðspurð hvort bókin sé hún í máli
og myndum játar hún því. ?Mér finnst
það. Og þetta er ekki eins slæmt og ég
hélt,? segir hún og hlær. Ámundi Sig-
urðarson, grafískur hönnuður, setti
bókina upp í samstarfi við Kristínu og
er hún að eigin sögn ánægð með út-
komuna. ?Það tókst vel hjá mér og
Ámunda að raða verkunum saman
þannig að þetta er ekki bara í beinni
tímaröð, það er líka nauðsynlegt að
sýna innri tengingar á milli verka og
tímabila vegna þess að það er talsverð
breidd sem kemur fram á þessum ferli
og er það örugglega sá þáttur sem
kemur fólki hvað mest á óvart þegar
það skoðar verkin mín,? segir Kristín.
Hún segir feril sinn spanna allt frá
málverkum, eggtemperum og íkonum
yfir í teikningarnar og veggteppin í
dag.
Maðurinn og guðdómurinn
Kristín segist vera á fullu að skapa
og ferill hennar heldur því áfram að
bókinni lokinni. ?Það er eins og ég hafi
komið að krossgötum og verið neydd
til að staldra við og líta til allra átta.
Ég er búin að fara einhvern veginn yf-
ir ferilinn og skoða vel og velja úr og
gera þetta innra hreinsunarstarf sem
er öllum listamönnum nauðsynlegt,?
segir Kristín.
Hún bætir við að það hafi verið
ákveðin forréttindi að þurfa í raun að
vinna bæði verkin, sýninguna og bók-
ina. ?Þetta er ekkert auðvelt. Það þarf
að horfast í augu við takmarkanir sín-
ar. Skoða það sem var gert og fram-
kvæmt sem val og skoða kosti og galla
sem lífið færði manni og hvernig var
unnið úr hlutunum, það sést svolítið
svart á hvítu. Það kemur líka
skemmtilega á óvart að styrkleikar
mínir eru þeir sem ég hélt að væru
veikleikar áður ? og öfugt.?
Kristín segist ánægð þegar hún lít-
ur yfir feril sinn og sér hveru mikil
breidd er í honum og sérstaklega í
myndmálinu. Hún fari pólanna á milli í
verkum sínum en á sama tíma séu þau
tengd. ?Þetta tengist allt, því þetta eru
allt mismunandi hliðar á sama dem-
antinum sem er auðvitað bara mað-
urinn og tengsl hans við guðdóminn og
sjálfan sig,? segir Kristín að lokum.
diana@mbl.is
Listakona 
í máli og
myndum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Forréttindi listakonan Kristín
Gunnlaugsdóttir við verkið sem
prýðir kápur bókarinnar Undir rós.
L50098 Bókin Undir rós um listakonuna
Kristínu Gunnlaugsdóttur komin

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52