Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Skemmtiferðaskipið Azora er væntanlegt að Skarfa-
bakka í Reykjavík klukkan 8.00 árdegis í dag. Þetta
er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til lands-
ins í sumar.
Ísland er vinsæll viðkomustaður skemmtiferða-
skipa. Fyrsta skip sumarsins kom til Reykjavíkur
16. maí sl. en til 23. september eru bókaðar 67 kom-
ur slíkra skipa með um 70.000 farþega til höfuð-
borgarinnar. Mörg skipanna fara hringinn í kring-
um landið og koma við á stöðum eins og
Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Grundarfirði, Ísa-
firði, Akureyri, Seyðisfirði og Djúpavogi auk
Reykjavíkur.
Azora er eitt helsta stolt P&O-skipafélagsins. Það
er 115.055 tonn að stærð með 1.239 manns í áhöfn.
Herbergin, sem flest snúa að sjó, taka 3.096 farþega
en auk þess geta verið tæplega 500 manns í efri
koju. Azora fór í sína fyrstu ferð í apríl í fyrra og
fullnægir öllum helstu kröfum sem gerðar eru til
skemmtiferðaskipa. 1.117 farþegaklefar snúa út og
boðið er upp á margvíslega afþreyingu. Um borð er
fullkomin íþróttaaðstaða, þrjár sundlaugar og sex
nuddpottar, fjöldi kaffihúsa, bara og veitingastaða.
Þarna er listasafn, bókabúð, bókasafn og verslanir.
Kvikmyndir eru sýndar á breiðtjaldi utanhúss og
boðið upp á leik- og danssýningar. Og svo getur fólk
tekið sporið á kvöldin.
Skipið lagði af stað frá Southampton í Englandi
18. júní og fór þaðan til Dublin. Skipið fer frá
Reykjavík síðdegis til Akureyrar og þaðan til Nor-
egs. Í Noregi verður stoppað í Álasundi, Olden,
Bergen og Osló og komið aftur til Southampton
þann 3. júlí. 
steinthor@mbl.is
Stærsta skemmti-
ferðaskip sumarsins
Azora til Íslands í fyrsta sinn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Aukið samstarf í baráttunni gegn
skipulagðri glæpastarfsemi var til
umræðu á árlegum fundi dómsmála-
ráðherra Norðurlandanna sem fór
fram í Finnlandi í fyrradag.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra segir að á reglulegum fund-
um dómsmálaráðherra Norður-
landanna skiptist ráðherrarnir á
skoðunum og upplýsingum um það
sem sé á döfinni í hverju landi fyrir
sig. Ríkin glími við svipuð viðfangs-
efni og efst á baugi á þessum fundi
hafi verið viðbrögð gegn skipulagðri
glæpastarfsemi, bæði hvernig
brugðist er við í löggjöf og ekki síður
í framkvæmd. ?Það var mjög gagn-
legt að heyra sjónarmiðin,? segir
hann og leggur áherslu á mikilvægi
samvinnu Norðurlanda í þessu efni.
Forvarnir og glæpir
Málefnið verður aftur tekið fyrir á
fundi ráðherranna á næsta ári. Ög-
mundur segir að farið hafi verið yfir
ýmislegt sem lúti að samræmingu í
löggjöf og stjórnsýslu landanna.
Helstu þættir í skipulagðri glæpa-
starfsemi séu svokallaðir harðir eða
grimmilegir glæpir eins og mansal,
eiturlyfjasala og annað af því tagi.
Á fundinum ræddu ráðherrarnir
meðal annars um önnur úrræði en
gæsluvarðhald þegar um er að ræða
erlenda glæpamenn. Farbann og
rafrænt eftirlit voru nefnd í því sam-
bandi, en Ögmundur nefnir að einnig
hafi verið bent á mikilvægi forvarna
til að sporna við skipulagðri glæpa-
starfsemi.
Samvinna gegn
glæpastarfsemi
L50098 Dómsmálaráðherrar Norðurlanda
vilja efla samstarfið gegn vandanum
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra og Knut Storberget,
dómsmálaráðherra Noregs, áttu
stuttan fund í Finnlandi um
rannsóknir Norðmanna á efna-
hagsbrotum og ákváðu að halda
viðræðunum áfram í Noregi í
ágúst. Ögmundur segir að
stefnt sé að því að efla rann-
sóknir á þessu sviði hérlendis
að norskri fyrirmynd og því fari
hann til Noregs til þess að
kynna sér starfsemina þar. 
Samstarf
EFNAHAGSBROT
Samvinna Ögmundur Jónasson
segir samstarfið mikilvægt.
Eyddu
ínýjan
sparnað
VolvoR-Design
Komdu í Brimborg
Volvo
C30,
Volvo
S40
og
Volvo
V50
er
hægt
að
fá
í
R
-Design
sportútfærslu
Brimborg | Bíldshöfða 6 | Sími 515 7000 | volvo.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40